Morgunblaðið - 30.10.1986, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
27
„Kirkjan
þarf aðvera
samfélag“
HELGA Soffía Konráðsdóttir er
prestur íslendinga í Svíþjóð, en
þar hefur hún starfað i tvo og
hálfan mánuð. Hún er einnig í
hálfu starfi hjá Kirkjusambandi
Norðurlanda. Hún útskrifaðist í
fyrra og var fyrst aðstoðarprest-
ur í Breiðholti.
„Kirkjan þarf að hafa tvennt á
hreinu, boðskapinn og það þjóðfélag
sem hún ætlar að tala tii. Mér finnst
persónulega mikið hafa verið rætt
um þjóðfélagið héma og hvar kirkj-
an ætlar að láta rödd sína heyrast.
Boðskapurinn er ekki síður mikil-
vægur, hvað er það sem gerir
kirkjuna að því sem hún er en ekki
að stofnun eða meðferðarheimili.
Kirkjan er eina stofnunin sem hefur
annan tón og öðruvísi kölllun, hún
er boðberi réttlætis, friðar og hjálp-
ræðis, og tekur afstöðu til mála.“
Helga Soffía sagði að í nútíma
fjölhyggjuþjóðfélagi þyrfti fólk á
því að halda að gefa sér tíma til
að fara í kirkju og setjast þar niður
í þögninni. „Fólk þarf að fá frið til
að hugsa um sjálft sig í afstöðunni
til guðs. Það er eins og það þurfti
að fylla allar stundir í frítíma fólks
með einhverri afþreyingu og háv-
aða, sjónvarpi, útvarpi eða ein-
hverju öðru, en þetta kemur niður
á sköpunarþránni og því að menn
rækti manneskjuna í sjálfum sér.
Kirkjan þarf líka að vera samfélag
þar sem fólk getur sest niður yfír
kaffibolla og rætt málin."
„Fólk þarf að gefa sér tíma til
að fara í kirkju og setjast niður
í þögninni." Séra Helga Soffía
Konráðsdóttir prestur íslend-
inga í Svíþjóð.
„Hrífandi að vera við vígsluat-
höfnina." Sigmar Torfason
prestur á Bakkafirði.
Könnun á trúar-
lífi Islendinga
næsta ári.
Könnunin er fjármögnuð úr
Vísindasjóði íslands. Að sögn
Bjöms Bjömssonar guðfræðipró-
fessors eru svör við útsendum
spumingarlistum að berast þessa
dagana. Spurt er 62 spuminga
og ef svarshlutfall verður nægi-
lega hátt má gera ráð fyrir að
töluverðar upplýsingar fáist um
trúarlíf og viðhorf Islendinga, en
samkvæmt niðurstöðum könnunar
sem gerð var af Hagvangi fyrir
nokkru kom í ljós að Islendingar
töldu sig mjög trúaða þjóð en lítt
kirkjurækna.
Elín Ósk syngur Tosca
Elín Ósk Óskarsdóttir í hlutverki Toscu.
KÖNNUN fer nú fram á trú-
arlífi og trúarlegum viðhorf-
um íslendinga, á vegum
Guðfræðistofnunar Háskóla
íslands. Könnunin nær til
þúsund manna úrtaks úr þjóð-
skránni og er gert ráð fyrir
að niðurstöður liggi fyrir á
ANNAÐ kvöld syngur Elín
Ósk Óskarsdóttir hlutverk
Toscu í fyrsta sinn í Þjóðleik-
húsinu, en Tosca er fyrsta
óperuhlutverk Elinar. Þær
Elísabet F. Eiriksdóttir munu
skiptast á að syngja hlutverk-
ið er sýningar hefjast að nýju
seinni hluta nóvember.
Söngkonan Floria Tosca er að-
alpersónan í óperunni. Af frægum
söngkonum í hlutverki Toscu má
nefna Renate Tebaldi, Mariu Call-
as, Mariu Jeritza, Ljubu Welitsch,
Birgit Nilson og fyrstu Toscuna,
Hariclea Darclée.
Elín Ósk hóf nám í Söngskólan-
um haustið 1979 og var Þuríður
Pálsdóttir kennari hennar þar.
Hún lauk einsöngvaraprófi 1984
og hélt þá til framhaldsnáms hjá
Pier Miranda Ferraro í Mflanó.
Fyrir nokkmm árum hlaut hún
önnur verðlaun í keppni ungra
einsöngvara í sjónvarpinu og hélt
sína fyrstu einsöngstónleika í
Gamla bíói á liðnu hausti. Hún
söng í G-dúr messu Schuberts í
Mflanó og víðar á Ítalíu, auk þess
að taka þátt í tónleikahaldi þar.
Féll af húsi
og slasað-
ist á höfði
DRENGUR féll fram af palli yfir
anddyri íþróttahúss Lækjarskóla
í Hafnarfirði á mánudag. Hann
hlaut höfuðáverka, en mun ekki
vera í lífshættu.
Drengurinn, sem er níu ára gam-
all, var að klifra utan á handriði á
pallinum þegar hann missti takið
og féll til jarðar. Nokkuð algengt
mun vera að böm klifri þama og
er ærin ástæða til að vara þau við
svo hættulegu athæfi.
Gyða Björk Hilmarsdóttir, sonardóttir Jons, Jónína Kristjánsdóttir
ekkja Jóns, Jón Kári Hilmarsson, sonarsonur Jons, Brynhildur Björns-
dóttir, Hilmar B. Jonsson, sonur Jóns, og Elín Káradóttir, eiginkona
Hilmars, við minnismerkið.
Miiinisvarði
um Jón frá
Ljárskógum
MINNISVARÐI um skáldið og
söngvarann Jón frá Ljárskógum
var afhjúpaður í túnfæti Ljár-
skóga f Dölum sl. sunnudag.
Hilmar Bragi sonur hans af-
hjúpaði minnisvarðann, Þorra-
kórinn söng og Friðjón
Þórðarson minntist Jons. Við-
staddir athöfina voru m.a. tveir
eftirlifandi meðlimir M.A. kvart-
etsins, Þorgeir og Steinþór
Gestssynir frá Hæli í Hreppum.
í frétt frá aðstandendum Jóns, seg-
ir að hann hafi fæðst 28. mars árið
1914. Jón varyngstur 8 bama hjón-
anna Önnu Hallgrímsdóttur og Jóns
Guðmundssonar. Á námsámnum í
M.A. söng hann með M.A. kvartet-
inum sem varð landsfrægur. Jón
varð stúdent árið 1934. Hann smit-
aðist af berklum í nóvember 1942
og lést liðlega þremur ámm síðar,
aðeins 31 ára að aldri. Eftirlifandi
kona hans er Jonína K. Kristjáns-
dóttir. Eftir Jón liggja nokkrar
ljóðabækur og þýðingar.
Félag nýrna-
sjúkra stofnað
STOFNFUNDUR Félags nýma-
sjúkra á íslandi verður haldinn
fimmtudaginn 30. október og hefst
klukkan 20 að Borgartúni 18, kjall-
ara (hús Sparisjóðs vélstjóra). Þar
verða lögð fram drög að lögum fyr-
ir félagið.
Askriftarsiminn tr M3033
Góður matur og hröð þjón-
usta eru helstu kostir steik-
arabarsins á Hrafninum.
Nú er loksins mögulegt að fá virkilega góðan mat
í hádeginu án þess að eyða öllum matartímanum í bið.
Steikarabar er ísienskt nýyrði fyrir
enska hugtakið „Carvery“. Fjölmargir
Islendingar hafa kynnst „Carvery11 á
Bretlandi en nú kynnir Hrafninn, fyrst
íslenskra veitingahúsa, steikarabarinn
hér heima.
Á steikarabarnum velur þú um ofn-
steikt nautcikjöt, grillsteikt lambakjöt,
ofnsteikt grísakjöt, grillaða kjúklinga
eða pottrétt. Kokkurinn aðstoðar þig
við valið og sker kjötið á diskinn.
Meðlætinu blandar þú saman að eigin
smekk.
Með steikarabarnum fylgir súpa,
brauð og salatbar.
Fyrir þá sem ekki vilja kjöt er jafnan
um fjóra mismunandi fiskrétti að velja.
Á steikarabarnum setur þú saman
þinn eigin matseðil og borðar eins og
þig lystir.
Hádegisverður kl. 11.30-14.00* kr. 580.-
Kvöldverður kl. 17.30-21.00* kr. 640,-
*Ath. aðeins opið matargestum.
1Í HQÁFNINN
I * v- SKIPHOlll 17^^"-:- SIMIM5b70