Morgunblaðið - 30.10.1986, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
Þota í nauðum
yf ir Japan:
Rannsókn
beinist að
því hvort
sprenging
hafi orðið
Tókýó, AP.
Flugslysasérf ræðingar
beina nú athygli sinni að þvi
hvort sprenging hafi valdið
bilun í Airbus-300 þotu frá
thailenzka flugfélaginu
Thai, sem steyptist í átt til
jarðar við Osaka á sunnu-
dag.
Síðustu haustæfwgamar
„Þeir höfðu illt hár á höfði, reru húðkeipum og veift af hveiju skipi
trjánum." Svo segir í Eiríks sögu rauða um um fund þeirra Þorfinns
karlsefnis og skrælingja eða indíána í Ameríku en mennimir á þess-
ari mynd eru annarrar ættar, vestur-þýskir hermenn á síðustu
haustæfingum Atlantshafsbandalagsins. Hárið illa á höfði þeirra er
aðallega lauf- og sinubrúskar, einhvers konar felubúningur, sem getur
kannski líka skotið óvininum skeik í bringu. í þessum æfíngum, sem
hófust 20. október sl., taka þátt vestur-þýskir, bandarískir, kanad-
ískir, breskir og danskir hermenn, samtals rúmlega 20.000 manns.
Bandaríkin:
Ýmislegt þykir benda til
sprengingar, m.a. grunsamlegar
riflínur í þrýstingsveggnum aft-
ast í þotunni. Einnig hafa fundist
málmbútar, sem virðast hafa lent
í bruna, eins og sprenging hafí
átt sér stað.
Sérfræðingamir telja útilokað
að smíðisgallar eða málmþreyta
í þotunni hafí valdið brestunum
í þrýstingsskilrúminu, því hún var
aðeins tveggja vikna gömul er
óhappið varð. Er það bilaði fór
loftþrýstingur af þotunni með
þeirri afleiðingu að flugmennimir
urðu að steypa henni hið snar-
asta úr 33.000 feta hæð í 6.000
fet.
Embættismenn skýrðu frá því
í gær að rannsókn færi nú fram
á því hvort verið hefði um „óeðili-
legar mannaferðir" aftast í
þotunni í ferðinni örlagaríku.
Farþegar, sem sátu aftast, hefðu
verið spurðir um ferðir „grun-
samlegra manna“. Kyodo-frétta-
stofan skýrði frá því að farþegar
hefðu skýrt frá „grunsamlegum"
mönnum, sem reykt hefðu eins
og togarar og ráðlagt farþegum,
sem gengið hefðu öma sinna,
hvaða salemi væru laus.
Greidsluhalli ríkis-
sj óðs aldrei meiri
Washington, AP.
GREIÐSLUHALLI á ríkissjóð
Bandaríkjanna á nýloknu fjár-
hagsárí nam 220,7 milljörðum
dollara og hefur aldrei veríð
meirí, að sögn talsmanna fjár-
málaráðuneytisins og Hvita
hússins. Að þeirra sögn dugði
víðtæk löggjöf um niðurskurð
og aðhald í ríkisbúskapnum
ekki til að koma í veg fyrir
methalla.
Tekjur ríkissjóðs á fjárlagaár-
inu, sem lauk 30. september
síðastliðinn, námu 769,1 millj-
arði dollara, en útgjöld hins
vegar 989,8 milljörðum. Hallinn
er 8,8 milljörðum dollara meiri
en á fjárlagaárinu 1985, en þá
nam greiðsluhalli ríkissjóðs
211,9 milljörðum dollara.
Þetta er í 25. sinn á síðustu
26 árum sem greiðsluhalli verður
á ríkissjóði og nemur hann á
þessum tíma samtals 2,2 billjörð-
um, eða 2.200.000.000.000,00
dollara. Fjármagnskostnaður
ríkissjóðs vegna þeirrar skuldar
nam 187,1 milljarði dollara á
Qárlagaárinu 1986, og er þar
um hækkun að ræða frá fyrra
ári þegar sá kostnaður nam
178,9 milljörðum dollara.
Hagfræðingar ríkisstjómar-
innar og einkafyrirtækja spá
minni greiðsluhalla ríkissjóðs á
yfírstandandi fjárhagsári, eða
um 170 milljörðum dollara.
Bandaríkjaþing samþykkti
svokölluð Gramm-Rudman að-
haldslög sl. vetur, sem hafði í
för með sér 12 milljarða dollara
niðurskurð á sl. fjárlagaári. Lög-
in gera ráð fyrir hallalausum
ríkissjóði árið 1991. Þau gera
ráð fyrir því að hallinn verði
ekki meiri en 144 milljarðar doll-
ara á yfírstandandi ári, eða
talsvert minni en sérfræðingar
spá að þau verði.
A
Israelsks kjarneðlisfræð
ings bíður langt fangelsi
Jerúsalem. AP.
MORDECHAI Vanunu, fyrrum
starfsmaður við kjamorku-
áætlun ísraels, verður að öllum
líkindum dæmdur í leynilegum
réttarhöldum og búist er við
að hann hljóti langan fangels-
isdóm, að sögn prests, sem er
honum kunnugur.
ísraelskir leyniþjónustumenn
tóku Vanunu fastan, annað hvort
í London eða um borð í lysti-
snekkju undan Bretlandsströnd-
um eftir að grein um kjamorku-
vopn ísraela birtist í breska
blaðinu Sunday Times og fluttu
hann nauðugan til ísraels. Hon-
um er gefíð að sök að hafa lekið
ríkisleyndarmálum í blaðið, sem
skýrði frá því fyrst fjölmiðla, að
ísraelar framleiddu kjamorku-
Nicaragua:
Lögfræðingur Hasenfus
mátti ekki ræða við hann
Managua, AP.
FYRRUM dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Griffin Bell,
sneri í gær heim frá Nicaragua. Bell fór þangað í þeim
erindagjörðum að hitta að máli Bandaríkjamanninn Eugene
Hasenfus. Stjórn sandinista heldur Hasenfus föngum vegna
ákæru um þátttöku hans í birgðaflutningum til Contra-
skæruliða. Sandinistastjórnin neitaði Bell um leyfi til að
ræða við Hasenfus.
Griffín Bell sagði framferði
sandinista „fullkomið siðleysi" og
var augsýnlega mjög reiður þegar
hann ræddi við fréttamenn í Mana-
gua. „Það er fáheyrt að maður,
sem ákærður er um svo alvarlega
glæpi sem Hasenfus, fái ekki leyfi
til að ræða við lögfræðing sinn,“
sagði Griffín Bell.
Eugene Hasenfus komst einn
lífs af þegar stjómarher Nicaragua
skaut niður flutningavél þann 6.
þessa mánaðar. Fullyrt heftir verið
að vélin hafí verið í vopnaflutning-
um fyrir Contra-skæruliða, sem
njóta stuðnings Bandaríkjastjóm-
ar. Sérstakur „byltingardómstóll"
mun dæma í máli Hasenfus og
kann hann að verða dæmdur í allt
að 30 ára fangelsi ef sekt hans
þykir sönnuð. Eugene Hasenfus
hefur lýst því yfír að hann hafí
taiið sig vera að vinna fyrir banda-
rísku leyniþjónustuna, CIA, og
hefur hann í samtölum við banda-
ríska blaðamenn kvartað yfír því
að Bandaríkjastjóm sýni máli hans
lítinn áhuga. Stjómin hefur til-
kynnt að hún hafí ekki átt neinn
þátt í vopnaflutningunum til
Contra-skæruliða.
Griffín Bell kvað augljóst að
Hasenfus hefði framið afbrot sam-
kvæmt lögum Nicaragua. Sagðist
hann hafa komið til Nicaragua til
að skipuleggja vöm hans en slíkt
væri erfítt þegar lögfræðingi væri
neitað um leyfí til að ræða við
skjólstæðing sinn. Kvaðst Bell ætla.
að snúa aftur til Bandaríkjanna til
að skipuleggja málsvömina og
halda síðan til Nicaragua á sunnu-
dag en réttarhöldin hefjast
væntanlega á miðvikudag í næstu
viku.
Daniel Ortega, forseti Nic-
aragua, lét að því liggja í sjón-
Eugene Hasenfus
varpsviðtali um síðustu helgi að til
greina kæmi að sleppa Hasenfus
8. nóvember en þá verða liðin 25
ár frá stofnun hreyfingar sandin-
ista. Nefndi Oretga náðun ýmissa
stjómarandstæðinga í gegnum ár-
in og sagði byltingarmenn í
Nicaragua vera einstaklega þolin-
móða gagnvart þeim sem spilla
vildu því sem áunnist hefði.
Mordechai Vanunu
vopn í verksmiðju neðanjarðar.
Vanunu er meintur heimilda-
maður blaðsins og afhenti hann
því einnig ljósmyndir, sem hann
sagðist hafa tekið með mynda-
vél, sem hann smyglaði inn í
verksmiðjuna. Blaðið sannreyndi
upplýsingamar og leiddi í ljós að
ísrael er sjötta kjamorkuveldi
heims.
Ástralskur prestur að nafni
John McKnight, sem kynntist
Vanunu í Ástralíu í sumar, segist
hafa fyrir því heimildir að sett
verði yfír honum lejmileg réttar-
höld og að hann hljóti líklega
áratugalangan fangelsisdóm fyr-
ir að ljóstra upp ríkisleyndarmál-
um. McKnight sagði að sömu
aðilar segðu sér að líklega yrði
aldrei skýrt frá réttarhöldunum
eða niðurstöðu þeirra opinber-
lega.