Morgunblaðið - 30.10.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
31
Mynd þessi var tekin í aprUmánuði árið 1945 og sýnir japanska sjálfsmorðssveit. Nobyua Kinase,
sem annaðist þjálfun flugmannanna er lengst tíl vinstri í neðri röð. í júni árið 1945 höfðu allir
meðlimir sveitarinnar farið i hinsta flugið.
Japan:
Sj álf smor ðsflugmenn
minnast fallinna félaga
NOKKRIR þeirra örfáu flug-
manna sjálfsmorðssveita
Japana i siðari heimsstytjöld-
inni sem lifðu þann hildarleik
af komu saman í Tókýó í vik-
unni tíl að minnast fallinna
félaga.
Nobuya Kinase, sem annaðist
þjálfun sjálfsmorðssveitanna, en
kennir nú ensku við japanskan
kvennaskóla átti hugmyndina að
endurfundunum. „í þá daga taldi
japanska þjóðin okkur nánast til
guða þó svo að það sjónarmið
heyrist sjaldan í dag,“ sagði hann.
Kinase kvaðst ætíð hafa verið
sannfærður um að hann yrði send-
ur í sjálfsmorðsflug en kallið kom
aldrei. Hann annaðist þjálfun
flugmannanna sem flugu sér-
hönnuðum flugvélum, troðfullum
af sprengiefni á bandarísk skot-
mörk. Flugvélar þessar minntu
raunar frekar á eldflaugar því
þeim var sleppt frá móðurflugvél-
um og var það hlutverk flugmann-
anna að stýra þeim í mark. 2.198
flugmenn frömdu sjálfsmorð með
þessum hætti í Kyrrahafsstyrjöld-
inni.
„Það var óskaplega átakana-
legt að horfa á eftir flugvélunum
þegar þær héldu af stað f hina
hinstu för. Ég grét oft eins og
bam þegar ég stóð einn á flug-
brautinni og vissi að þessir ungu
menn myndu aldrei snúa aftur,“
sagði Nobuya Kinase.
Bandarísk kona
handtekin í Moskvu
Moskvu, AP.
BANDARÍSK kona og sovézkur
eiginmaður hennar voru hand-
tekin og höfð i haldi i þijár
klukkustundir i Moskvu i gær.
Voru þau að safna undirskriftum
að áskorun til stjómvalda um að
fá leyfi til að fara 'ur landi er
þau voru tekin.
Susan Graham og Matvey Finkel
höfðu fengið rúmlega 20 vegfarend-
ur til að undirrita áskorunarskjalið
er lögreglumenn birtust og hand-
tóku þau. Hún er ófrísk að fyrsta
bami og vill eignast það á banda-
rísku sjúkrahúsi.
Þau gengu í hjónaband árið 1979
og hefur Finkel verið synjað marg-
sinnis um leyfí til að flytjast til
Bandaríkjanna frá þeim tíma. Hann
er af gyðingaættum, en honum
hefur verið synjað um brottfarar-
leyfi af öryggisástæðum, eins og
það væri orðað, vegna herþjónustu
hans á síðasta áratug.
Susan Graham er þrítug en mað-
ur hennar 37 ára. Hún starfar í
hálfu starfí á vegum bandarísku
sjónvarpsstöðvarinnar CBS í Sovét-
ríkjunum. Hún er frá Spokane í
Washingtonríki. Móðir hennar,
Anna Mae, sagðist í gær hafa gert
ráðstafanir til að hitta Ronald Rea-
gan, Bandaríkjaforseta, í Spokane
á föstudag og hyggst bera mál
ERLENTV
dóttur sinnar upp við hann. Reagan fundi bandaríska öldungadeildar-
heldur ræðu í Spokane á framboðs- mannsins Slade Gorton.
Innanríkisráðherra Frakklands:
Sýrlendingar sak-
lausir af ódæðis-
verkum í París
stjómvöld í Damascus, höfuðborg
Sýrlands, fullvissað franska ráða-
menn um að þau væru reiðubúin
til samstarfs til að binda enda á
hryðjuverk sem þessi. „Ég tel að
flestöll ríki Araba séu tilbúin til að
aðstoða okkur við að hafa upp á
þeim mönnum sem frömdu þessi
ódæðisverk,“sagði Charles Pasqua.
Bretar slitu stjórnmálasambandi
við Sýrlendinga þar sem fullsannað
þótti að sendimenn þeirra hefðu
reynt að koma fýrir sprengju um
borð í ísraelskri farþegaþotu á
Heathrow-flugvelli í London í apríl-
mánuði. Bandaríkjastjóm kallaði
heim sendiherra sinn í Damascus
sem og Kanadamenn. Á mánudag
hafnaði Evrópubandalagið, sem
Frakkland á aðild að, kröfu Breta
um samræmdar aðgerðir gegn Sýr-
landsstjóm.
Riyadh, Saudi-Arabíu, AP
CHARLES Pasqua, innanrikis-
ráðherra Frakklands, kvaðst í
gær ekki telja að Sýrlendingar
hefðu staðið að baki sprengjutil-
ræðum i París að undanförnu. í
viðtali við’ dagblað í Saudi-
Arabiu sagðist hann telja full-
sannað að flugumenn Arabaríkja
hefðu ekki verið þar að verki.
Aðspurður kvaðst Charles Pas-
qua vera þess fullviss að Sýrlend-
ingar væru Frökkum vinveittir og
sagðist vænta þess að ríkin tvö
tækju upp nánara samstarf til að
hefta hryðjuverkastarfsemi bæði í
Frakklandi og Líbanon.
í frönskum fjölmiðlum hafa verið
uppi getgátur um aðild Sýrlendinga
að sprengjutilræðunum í París, sem
kostuðu tíu manns lífið. Pasqua
sagði Sýrlendinga hafa áhyggjur
af þessum ásökunum og hefðu
Sjóflugvél fórst
við Jómfrúreyjar
Christiansted, Jómfrúreyjum, AP.
SJÓFLIJGVÉL af gerðinni
Grumman Mallard fórst skömmu
eftir flugtak við eyna St. Croix
í gær. Fimmtán manns voru um
borð, einn beið bana og 13 slösuð-
ust.
Rétt eftir að flugvélin lyfti sér
byijaði annar hreyfíllinn að skjóta
öfugt og reykur stóð aftur úr hon-
um. Steyptist hún í sjóinn við
Protestant Cay, smáeyju, sem er
aðeins nokkur hundruð metra frá
flugtaksstaðnum.
Flugvélin brotnaði í sundur er
hún skall á haffletinum í krappri
hægri beygju. Kona, sem var far-
þegi, drukknaði. Þrettán farþeg-
anna slösuðust, flestir þeirra þó
aðeins litillega. Aðeins 5 þurfti að
leggja inn í sjúkrahús. Flugvélin
var á leið til nágrannaeynnar St.
Thomas.
Vegna fjölda áskorana mun hið frábæra
Ríó tríó ásamt Stórhljómsvelt Gunnars
Þórðarsonar skemmta í Broadway
föstudags- og laugardagskvöld.
Að sjálfsögðu munu þeir leika öll Reykja-
víkurlögin ásamt öðrum gullkornum.
Þetta er skemmtun í algjörum sérflokki þar sem
Ríó tríó fer svo sannarlega á kostum ásamt Stór-
hljómsveit Gunnars Þórðarsonar.
MatseAill:
Rjómasúpa Favori
Heilsteiktur grísahryggur
ísdúett með rjóma-
líkjörssósu.
Missið ekki af
þessu einstaka
tækifæri