Morgunblaðið - 30.10.1986, Page 32

Morgunblaðið - 30.10.1986, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Búháttabreytingin Að undanförnu hefur verið efnt til funda með bændum um allt land til að kynna þeim tilboð Framleiðnisjóðs um kaup á svokölluðum fullvirðisrétti. Eru það fulltrúi sjóðsins, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda og skrifstofustjóramir í fjármálaráðuneyti og landbúnað- arráðuneyti, sem hafa verið gerðir út af örkinni til að kynna bændum hinar erfíðu ákvarðanir, sem teknar hafa verið í því skyni að snúa vöm í sókn í afkomu íslensks landbúnaðar. Það er grunnþáttur þeirrar stefnu, sem nú hefur ver- ið mótuð meðal annars fyrir tilstilli bænda sjálfra og með ákvörðunum samtaka þeirra, að bændum á litlum búum verði auð- veldað að breyta úr hefðbundnum búskap yfír í nýgreinar - eða hætta alveg. Hefur FVamleiðni- sjóður landbúnaðarins tekið að sér að kaupa eða leigja fram- leiðslurétt af þessum bændum til að létta þeim umskiptin. Þeirri stefnu er sem sé fylgt, að í stað þess að þrengja að öllum bændum og skylda þá til að draga úr fram- leiðslu sinni er athyglinni beint að minni búunum. Um það er ekki deilt, að í hefð- bundnum landbúnaði er um offramleiðslu að ræða. Allir, sem kynna sér málið, komast að þeirri niðurstöðu. A fundunum, sem Framleiðnisjóður hefur boðað til, er ekki heldur ágreiningur um þetta. Adeiluatriðin eru einkum þrenns konar. í fyrsta iagi vilja menn ekki að samdráttur bitni á sínu byggðarlagi. í öðru lagi fínnst mönnum ákvarðanir um fækkun sauðQár of seint á ferð- inn. Og síðast en ekki síst er þeirri skoðun haldið á loft, að með þessum ráðstöfunum sé verið að jeggja heilu byggðimar í rúst. í umræðum um þetta mál á Alþingi á þriðjudaginn kom í ljós, að afstaða manna til framkvæmd- ar búvörulaganna frá 1985 ræðst ekki af flokkslínum. Þó virðast Alþýðubandalagsmenn helst standa vörð um hina gömlu land- búnaðarstefnu. Þeir hafa greini- lega tekið ákvörðun um að róa enn einu sinni á óánægjumiðin í atkvæðaveiðum sínum. Pálmi Jónsson, fyrrum landbúnaðarráð- herra, þingmaður Sjálfstæðis- fíokksins, taldi síðustu ákvarðanir umdeilanlegar og varaði við „stjómlausum kaupum". Þá kom það fram hjá Páli Péturssyni, formanni þingflokks framsóknar- manna, að hann vill að stór bú séu minnkuð í stað þess að smá- bændur séu „flæmdir" frá hefð- bundnum búskap; stefna eigi að „hóflega stórum Qölskyldubú- um“. Hákon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda, hefur lýst þeirri skoðun, að fyrri stefna í framleiðslumálum landbúnaðarins hefði valdið hæg- fara tekjusamdrætti hjá öllum bændum, sem að lokum hefði leitt til þess að þeir yrðu hópur lög- giltra fátæklinga. Sárt væri að sjá bændum fækka, en verra væri að rýra kjör allra bænda. Með þessum orðum er Hákon ekki einvörðugu að andmæla þeirri stefnu, sem nú er verið að hverfa frá, heldur einnig sjónar- miðum Páls Péturssonar. Grunnhugsunin í starfí Fram- leiðnisjóðs er að veita þeim bændum, sem hætta búskap, tímabundna afkomutryggingu þannig að þeir hafí ámóta tekjur og þeir hefðu haft af búskapnum, ef tekist hefði að tryggja þeim fullt verð fyrir framleiðsluna. Og jafnframt að tryggja hinum sem eftir verða lífvænlega afkomu við hefðbundinn búrekstur. Það er rétt ákvörðun að kynna hinar nýju ákvarðanir sem rækilegast meðal bænda sjálfra. Án skilnings þeirra og stuðnings í verki ná þær ekki fram að ganga. Við fram- kvæmd mála er nauðsynlegt að taka sem mest tillit til ábendinga og athugasemda frá bændum. Samkomu- lag í höfn Samkomulag nkisstjórna ís- lands og Bandaríkjanna um lausn á Rainbow-deilunni svo- nefndu um sjóflutninga fyrir vamarliðið er nú í höfn. Er fagn- aðarefni, að tekist hefur að jafna þennan ágreining og ná víðtækri samstöðu um lausnina bæði á Alþingi og í öldungadeild Banda- ríkjaþings. Eins og við var að búast sner- ust þingmenn Alþýðubandalags- ins o g Kvennalistans gegn samkomulaginu við atkvæða- greiðslu á þingi. Rökin voru samhljóða hjá báðum, að með samningnum væri verið að gera íslendinga efnahagslega háða dvöl vamarliðsins. Aður en sigl- ingar Rainbow hófust voru sjó- flutningar fyrir vamarliðið alfarið í höndum íslendinga en nú geta þeir ekki vænst þess að fá meira en 65% flutninganna, ef bandarísk skipafélög bjóða í þá. Málflutningur Alþýðubandalags- ins er athyglisverður. Á þeim tíma, sem það sat í stjóm frá 1978 til 1983, stórjókst íjár- streymi hingað til lands vegna vamarliðsins og ekki var þess vart, á meðan á Rainbow-deilunni stóð, að það væri sérstakur mál- svari hins bandaríska skipafélags. Læknar á lausum kili: Eru 290 íslenskir lækn lægir, án þess að vita J eftir Pál Torfa •• Onundarson Rómveijar hið foma höfðu mál- tæki gott sem hljóðaði svo: Novi Medici, nova Sepulcra, eða nýir lækn- ir leiða af sér nýjar grafir. Lengi vel var nokkuð til í þessu þótt aðallega væri haft í gamni, en hin seinni ár hefur dæmið snúist á þann veg, að stéttin grefur mest undan sjálfri sér og máltækið hefur tekið nýja merk- ingu. Tilefni þessarar vangaveltu er sú, að í Morgunblaðinu 30. ágúst sl. birtist fróðleg grein, sem §allaði um atvinnuhorfur íslenskra lækna fram til ársins 2010. Hafði blaðamaður Morgunblaðsins fregnað, að á aðal- fundi Læknafélags Islands á Sauðár- króki var kynnt framtíðarspá læknafélaga á Norðurlöndum, sem benti til offjölgunar íslenskra lækna „innan fárra ára“ (gæsalappir mínar því maigir læknar starfa erlendis að loknu sémámi nú þegar, því vinnu er ekki að fá á Fróni). Blaðamanni Morgunblaðsins yfirsást hinsvegar (í annars ágætri og þarfri grein) sú staðreynd að þrátt fyrir alvöm þessa máls (sem réttlætir svartan ramma í Moigunblaðinu) tók aðalfundurinn enga afstöðu; engin stefnuyfirlýsing var gefin út á aðalfundi Læknafélags íslands í þýðingarmesta máli nánast helmings allra íslenskra lækna. Er blaðamanni vorkunn þegar haft er í huga að læknar kipptu sér ekkert upp við fréttimar. Sýnist ýmsum íslenskum læknum erlendis hart í ári þegar læknasamtökin spila sig „stikkfrí" í máli sem varðar nú þegar 290 íslenska lækna og íjölskyldur þeirra erlendis, og mun varða enn fleiri á næstu ámm. Gott er hinsveg- ar að Morgunblaðið skuli hreyfa málinu því ekki er víst að þetta sé einkamál læknafélaganna. Sýnast ýmis rök hníga að því að málið varði að auki nokkuð Læknadeild háskól- ans, menntamálaráðuneyti, heilbrigð- isráðuneyti, ijármálaráðuneyti og kannski þjóðina alla, sem borgar víst brúsann á endanum. Málið snýst um eftirfarandi: Á næstu 4 ámm er gert ráð fyrir að 1 af hveijum 8 íslenskum læknum fái ekki starf við lækningar á íslandi, og árið 1990 verði 1 af hveijum 7 læknum án vinnu (sjá töflu 1). Þetta er reyndar bamsleg (eða kannski læknisleg) bjartsýni, því spáin gerir ráð fyrir 2,5% aukningu á stöðugild- um árlega til ársins 2010 án þess að rökstutt sé, nema með bjartsýn- inni. Sé litið á þetta raunsærri augum er gert ráð fyrir 1 lækni á hveija 180 íbúa árið 2010. Það er tvöföldun á fjölda lækna miðað við árið 1985 (1 læknir á hveija 350 íbúa sem er of hátt hlutfall og hæst í heimi nú þegar). Þegar þetta er ritað em um 700 læknar starfandi á íslandi og 300 erlendis. Gerir nokkur í alvöru ráð fyrir, að á næstu 5—6 ámm þeg- ar þessir læknar ljúka sérnámi, muni 300 nýjar stöður losna á íslandi? Er þá ekki gert ráð fyrir ósigldum ung- um læknum (u.þ.b. 150) og þeim 360 læknum sem útskrifaðir verða á næstu 10 ámm, ef svo fer sem horfir. Það þarf ekki að beita mikilli reikn- ingslist til að svitna við þessa til- hugsun. En listin sú virðist ekki upp á marga fiska hjá þeim, sem málið er skyldast, þ.e.æs. læknum sjálfum. í fréttabréfi lækna útgefnu að lokn- um aðalfundi læknafélagsins kemur berlega í ljós að meira þarf en svona smámuni til að raska sálarró lækna á íslandi. í ályktunum aðalfundar Læknafélagsins 1986 var ekki Páll Torfí Önundarson minnst aukateknu orði á niðurstöður könnunar þeirrar, sem félagið hafði þó kostað sjálft Þó er flestum lækn- um ljóst, að úlfúð innan stéttarinnar fer sívaxandi vegna harðnandi sam- keppni um fáar stöður og of fáa sjúklinga, sérhópar innan stéttarinn- ar vinna markvisst að skerðingu hins almenna lækningaleyfis til að hygla sjálfum sér, og launakjör lækna fara síversnandi miðað við aðra háskóla- borgara þótt námslengd sé allra Akranes: Gamla presthúsið að Görðum endurbyg'gt Akranesi. UNNIÐ er að því að endurbyggja og færa í upprunalegt horf gamla prestsetrið að Görðum á Akranesi en það er byggt á árun- um 1876-1882 og er fyrsta steinsteypta húsið á íslandi og trúlega einnig á Norðurlöndum og af þeim sökum einstakt í sinni röð. Húsið var upphaflega byggt sem prestsetur, en það stóð ekki lengi því þegar prestakallinu var skipt 1886 fluttist presturinn niður á Skipaskaga og eftir það bjuggu í húsinu bændur, sem höfðu jörðina, síðastur Sigmundur Guðmundsson, bóndi og Qölskylda hans til 1932. Frá þeim tíma stóð húsið autt, en árið 1936 kom upp sú hugmynd hjá sóknamefndinni að gera húsið að líkhúsi og útfararkapellu. Voru allar innréttingar og tréverk rifíð úr húsinu og því breytt mikið í ytra útliti t.d. var múrað í talsverðan hluta af gluggum og hurðum. Steyptir voru stallaðir kantar á sitt- hvom gafl og komið fyrir kross- marki og klukku á vesturstafni. Fékk húsið með þessum breytingum á sig form guðshúss hið ytra, en lengra náðu framkvæmdir ekki og í þessu ásigkomulagi beið húsið hrömunar sinnar. Það var svo séra Jón M. Guðjónsson, fyrrum prófast- ur, sem fékk augastað á húsinu þegar hann stofnsetti byggðasafn um 1956. Húsið var þá innréttað fyrir safnið og hefur verið notað á þess vegum allt fram á þetta ár. Garðahúsið hefur ekki alltaf átt upp á pallborðið hjá yfirvöldum og litlu munaði að það yrði jafnað við jörðu og þar með endir bundinn á lífdaga þessarar merku byggingar. Það mun hafa verið árið 1946 sem verkstjóri Akraneskaupstaðar var sendur að Görðum með þau fyrir- mæli að bijóta húsið og nota gijótið úr því í uppfyllingu í hafnargarð, sem þá var í byggingu. Kom verk- stjóri á staðinn með vinnuflokk sinn, en þegar til átti að taka, þótti verk- stjóranum sem hér yrði unnið óhæfuverk, svo hann bað menn sína að doka við á meðan hann hjólaði til baka niður í kaupstaðinn til að ráðfæra sig nánar við ráðamenn. Fór hann á fund Jóns Sigmundsson- ar, fyrrum sparisjóðsgjaldkera, en Jón var borinn og bamfæddur í Garðahúsinu og átti auk þess sæti í sóknamefndinni. Af þeim ástæð- um gat Jón upplýst að Garðahúsið væri eign kirkjugarðsins og í vörslu sóknamefndarinnar, þannig að bæj- aryfirvöld hefðu enga heimild til að fyrirskipa niðurrif hússins. Verk- stjóri fagnaði mjög þessum upplýs- ingum og kallaði vinnuflokk sinn til baka. Með því var elsta stein- steypuhúsi landsins bjargað frá glötun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.