Morgunblaðið - 30.10.1986, Síða 40

Morgunblaðið - 30.10.1986, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 Stjórn Alpan hf, f.v. Andrés B. Sigurðsson framkvæmdastj óri, Jón Búi Guðlaugsson, Jón Bjarni Stefáns- son, Önundur Ásgeirson formaður, Þorsteinn Ásmundsson og Haraldur Haraldsson. Alpan hf: Steikarpönnur seldar í Evrópu Á aðalfundi Aipan hf, álpönnuverksmiðjunnar á Eyrarbakka kom farm að verksmiðjan mun framleiða 100 þúsund steikarpönnur á árinu. í verksmiðju sem fyrirtækið á í Danmörku eru framleiddar 150 þúsund pönnur. Verksmiðjurnar framleiða 20 gerðir af steikar- pönnum, sem fara á markað í Evrópu. Hjá verksmiðjunni á Eyrarbakka vinna 20 manns í fullu starfi auk þeirra sem leitað er til þegar álagið er mikið. í verksmiðjunni eru tvær pressur en gert er ráð fyrir að hægt sé að koma fyrir §órum til viðbótar. Þetta kom m.a. fram í frétt, sem birtist í Morgunblaðinu í gær um starfsemi verksmiðjunnar en myndir sem birtast áttum með fréttinni misfórust og er beðist vel- virðinga á því. Haraldur Lúðvíksson framleiðslustjóri við aðra pressuna sem mótar 1 pönnurnar. Andrés B. Sigurðsson fram- kvæmdastjóri með sýnishorn af framleiðslu Alpan hf. 0 Isafjörður: Pétur Guðmundsson sýnir í Slunkaríki fsaíirði. NÚ stendur yfir í Slunkaríki málverkasýning Péturs Guð- mundssonar, myndlistarmanns á ísafirði. Þetta er fyrsta málverkasýning Péturs, sem lauk námi frá Myndlist- ar- og handíðarskólanum 1976, en áður hefur hann verið með sýningar á blýantsteikningum og trélitar- myndum. Myndirnar eru flestar málaðar á þessu ári og eru til- heyrandi ýmsum formum. Þær heita allar kvenmannsnöfnum og veldur nafngiftin gjaman margræð- um hugmyndum hjá áhorfandanum. Pétur hefur unnið mikið að myndlist hér á ísafirði allt frá því Pétur Guðmundsson, myndlistarmaður á tali við sýningargest. Ritari Hæstaréttar: Einn umsækjandi EINN umsækjandi er um stöðu ritara Hæstaréttar. Umsóknarfrestur rann út á þriðjudag, 28. október og hafði þá aðeins ein umsókn borist. Umsækj- andi óskaði nafnleyndar. að hann kom heim frá námi og má víða sjá myndir hans. Hann mynd- skreytti t.d. stigagang íshúsfélags ísfirðinga árið 1981 með Herði Kristjánssyni. Þá eru margar mynd- ir eftir hann á skrifstofum Orkubús VestQarða. Hann hefur einnig teiknað mikið af leikmyndum og búningum fyrir Litla leikklúbbinn. Mikil aðsókn hefur verið að sýn- ingunni, en henni lýkur í dag. í Úlfar. radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Austurland Arshátíð Blönduósi Árshátíö Sjálfstæöisfélaganna á Norðurlandi vestra veröur haldin á Hótel Blönduósi laugardaginn 1. nóv. kl. 19.30. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að mæta. Sjálfstæðisfólgöin i A — Hún. Vörður — Akureyri Vöröur félag ungra sjálfstæöismanna á Akureyri boðar til aöalfundar sunnudaginn 2. nóvember kl. 17.00 í Kaupvangi viö Mýrarveg. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagsmenn eru hvattir tll að mæta. Stjórnin Fundur verður haldinn í kjördæmisráöi Sjálfstæöisflokksins í Austur- landskjördæmi sunnudaginn 2. nóvember kl. 16.00 í Valaskjálf á Egilsstööum. Kjörnefnd er kölluö saman á sama tima kl. 16.00. Stjórnin. Baldur Kópavogi Aðalfundur Málfundafélagiö Baldur í Kópavogi heldur aöalfund sinn fimmtudag- inn 30. október i Hamraborg 1. Kópavogi kl. 20.30 stundvíslega. Oagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. önnur mál. Norðurland vestra Aöalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Noröurlandskjör- dæmi vestra veröur haldinn laugardaginn 1. nóvember og sunnudag- inn 2. nóvember nk. Fundurinn verður haldlnn laugardaginn 1. nóv. að Húnavöllum, A-Hún. og hefst kl. 10.00 f.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Umræöur um stjómmálaviðhorfin. 3. Undirbúningur alþingiskosninga. 4. Önnur mál. ísfirðingar — Bolvíkingar Fylkir F.U.S., fsafiröi og Mímir F.U.S. Bolungarvik halda sameinginleg- an kynningarfund á félögunum föstudaginn 31. október kl. 21.00. Fundurínn fer fram í húsnæði Sjálfstæðisflokksins á fsafirði aö Hafn- arstræti 12, 2. hæö. Léttar veitingar veröa á boðstólum. Mætum öll. Fylkir F.U.S., Mimir F.U.S. Sauðárkrókur Aöalfundur Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks verður haldinn í Sæborg fimmtudaginn 30. október kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Umræöur um framboösmál. 3. Önnur mál. Stjórnin. HFIMDALI.UR Heimdallur §P F • U ! — rabbkvöld Nk. föstudagskvöld gengst Heimdallur fyrir rabbkvöldi i neðri deild Valhallar, Háaleitisbraut 1. Rætt veröur m.a. um starf félagsins fram aö kosningum, stefnumörk- un og framboösmál. Boðið veröur upp á veitingar. Húsiö opnaö kl. 21.30. Allir ungir sjálfstæöismenn velkomnir. Nýir félagar sérstaklega hvattir til aö mæta. 'Ungir Hafnfirðingar á öllum aldri Stefnir FUS heldur hádegisverðarfund á veitingahúsinu A. Hansen laugardaginn 1. nóvember kl. 12.00. Gestur fundaríns veröur ögmundur Haukur Guömundsson og mun hann ræöa um ástand tollafgreiðslumála í Hafnarfiröi. Ungir Hafnfirðingar á öllum aldri velkomnir. Stjórn kjördæmisráös. Stjórn Heimdallar. Stjóm Stefnis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.