Morgunblaðið - 30.10.1986, Síða 41

Morgunblaðið - 30.10.1986, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 41 Afmæliskveðia: Þórhallur Hálfdán- arson skipstjóri Síðla sumars 1948 settist sá er þetta skrifar í undirbúningsdeild fyrir þá sem reyna vildu að þreyta prófa upp í annan bekk fiskimanna- deildar Stýrimannaskólans í Reykjavík þetta sama haust. Enda voru þeir „prófsveinar" sem þátt tóku með þann lágmarks sigl- ingatíma sem þá var krafist, eða að hafa verið lögskráðir í 24 mán- uði að minnsta kosti. Ég var þá nýorðinn tvítugur að aldri og taldi sjálfur sem ég og vissi best að þessi leið væri mér bráð- nauðsynleg vegna skorts á fjármun- um. Það álit mitt hafði ég ekki hátt um eftir að hafa kynnst þeim sem með mér voru á námskeiði þessu, þótt eitt og annað hefði mátt telja fram. Það var m.a. vegna fyrstu kynna minna þá af Þórhalli Hálfdánar- sjmi, sem þama settist með mér á skólabekk, orðinn 32 ár gamall, giftur og þegar 4 bama faðir og búinn að koma upp yfir sig og fjöl- skyldu sína góðu einbýlishúsi. Sýnir þetta þolinmæði hans, þrautseigju og fyrirhyggju. Við náðum prófinu báðir og luk- um þessum áfanga vorið 1949. Þórhallur gerðist þá skipstjóri á ýmsum bátum og stundaði fiskveið- ar um nokkurt árabil. En 1964 flytur hann með íjölskyldu sína vestur á Barðaströnd og tekur að sér rekstur drengjaheimilis í Breiðuvík. Við þessa stjóm og rekstur upptökuheimilisins unnu hann og kona hans allt til ársins 1972, er þau flytja suður aftur og var hann næsta ár og störfum hjá Fiskimati ríkisins. En 1. nóvember 1973 hóf hann störf sem allir sjómenn á íslandi þekkja hann nú fyrir, er hann gerð- ist framkvæmdastjóri Rannsóknar- nefndar sjósiysa, en þessi nefnd starfaði allt til 1. júlí 1986, en var þá lögð niður og önnur nefnd sett á stofn í stað hennar. Ágætt starf þeirra sem þar unnu að verður ekki tíundað hér, en skýrslur hennar ein- ar og sér em til mikillar fyrirmynd- ar. Þórhallur hefur alla tíð látið fé- lagsmál sjómanna til sín taka. Hann var að sjálfsögðu á sínum háseta- árum í Sjómannafélagi Hafnar- fjarðar og gegndi þar stjómarstörf- um um skeið. Lengi hefur hann verið í Skipstjóra- og stýrimannafé- laginu Kára í Hafnarfirði, en 1949 tók hann við formennsku þar og gegndi henni í nokkur ár. Hann var fulltrúi fyrir Kára á þingum Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands. I Sjómanna- dagsráð kom hann fyrst áður en hann fluttist vestur í Breiðuvík og svo aftur eftir að hann hafði flust suður að nýju. í Sjómannadagsráði gegnir hann nú aðalgjaldkerastörfum. I bæjarfé- lagi sínu hefur hann unnið að mörgum framfaramálum og hefur verið formaður í Framsóknarfélagi bæjarins um langt skeið. Þórhallur Hálfdánarson er kvæntur hinni mætustu konu, Guð- mundu Halldórsdóttur, en þau giftu sig 17. október 1942 og eiga nú 5 böm. Þau eiga sin sameiginlegu áhugamál, en Hafnfirðingum og öðrum sem leið eiga fram hjá húsi þeirra munu þá sjá eitt það, sem alltaf hefur dregið þau saman, en bæði starfa þau af mikilli gleði og dugnaði við að fegra sinn fallega skrúðgarð. Það er gott að vinna með Þórhalli Hálfdánarsyni. Hann er heill í starfí og við félagar hans í Sjómannadagssamtökunum og á Hrafnistuheimilunum sendum hon- um okkar innilegustu ámaðaróskir í tilefni þessara tímamóta í lífi hans. Persónulega vil ég flytja honum Árstíðasveiflur í mjólkurframleiðslu: Mikill munur á milli samlaganna MJÓLKURFRAMLEIÐSLAN dreifðist mjög jafnt yfir allt síðasta verðlagsár á 1. sölusvæði mjólkur, sem nær yfir Suður- og Vesturland, en þar er rúmur helmingur allrar mjólkurframleiðslunnar. Skiptingin var mun ójafnari í öðr- um landshlutum. Munurinn var mestur hjá mjólkursamlag- inu á Djúpavogi þar sem aðeins rúmlega 15% framleiðslunn- ar féll til á 2. verðlagstímabili (desember, janúar og febrúar) en tæplega 40% á 4. tímabili (júní, júlí og ágúst). Síðasta verðlagsár hófst 1. sept- ember 1985 og lauk 31. ágúst síðastliðinn. í yfirlit Framleiðslu- ráðs um dreifíngu mjólkurfram- leiðslunnar er árinu skipt í 4. verðlagstímabil. Fyrsta tímabilið nær frá september til og með nóv- ember. Annað tímabil er desember til febrúar, það þriðja mars til maí og fjórða júní til ágúst. Framleiðslan á Mjólkursamsölu- svæðinu skiptist þannig á tímabil- in: Á því fyrsta kom 25,82% af ársmjólkinni, öðru 24,12%, þriðja 25,12% og því Qórða 24,94%. Á þessu svæði eru fjörgur mjólkur- samlög, samlögin á Selfossi, í Reykjavík, Borgarnesi og Búðardal og nemur framleiðsla þeirra 52,74% af mjólkurframleiðslunni í landinu. Skiptingin er miklu ójafnari hjá samlögunum utan Samsölusvæðis- ins. Þar kemur 23,80% mjólkurinn- ar á fyrsta tímabilið, 19,87% á annað, 24,44% á þriðja og 31,89% á fjórða tímabilið. Af einstökum samlögum, fyrir utan samlagið á Djúpavogi sem áður er nefnt, eru samlögin á Patreksfirði, Biöndu- ósi, Þórshöfn og Neskaupsstað með hvað ójöfnustu framleiðsluna. Fyrir allt landið lítur dæmið þannig út: 27,7 milljónir mjólk- urlítrar (24,87%) faila til í septem- ber, október og nóvember; 24,7 milljónir lítra (22,11%) falla til í desember, janúar og febrúar; 27,7 milljónir lítra (24,80%) eru fram- leiddir í mars, apríl og maí og 31,5 milljónir lítra (28,28%) falla til í júní, júlí og ágúst. Forystu- menn bænda og söluaðilar hafa undanfarin ár lagt áherslu á jöfnun framleiðslunnar eftir árstímum vegna markaðarins og virðist þeim hafa orðið vel ágengt, að minnsta kosti í sumum héruðum. Má búast við að lögð verði enn meiri áherslu á jöfnun árstíðasveiflna en áður þegar dregið er úr framleiðslunni og hún nálgast innanlandsneysl- una, því annars getur orðið hætta á offramleiðslu yfir sumarið en mjólkurskorti yfir vetrartímann. þakkir mínar og þeirra alþingis- manna, sem samgönguráðherra skipaði í svokallaða Öryggismála- nefnd sjómanna á árinu 1984, en í þeirri nefnd gegndi Þórhallur rit- arastörfum alla tíð þar til hún skilaði af sér störfum nú fyrir nokkrum dögum. Þar sem endranær kom einkar vel í ljós og að notum hans mikla yfirsýn og fróðleikur um sjó- mennsku, siglingar og um allt sem betur má fara til þess að öryggi sjómanna verði betur tryggt. Ég vona að þú og kona þín eigi saman friðsælt og heillaríkt ævi- kvöld. Pétur Sigurðsson Þórhallur tekur á móti gestum laugardaginn 1. nóvember á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Hrauntungu 24, Hafnarfirði, milli kl. 16.00 og 19.00. Sauðfjárslátrun lokið á Blönduósi: Austur-Húnvetningar fara fram yfir fullvirðisréttinn Blönduósi. SAUÐFJÁRSLÁTRUN hjá Sölu- félagi Austur-Húnvetninga á Blönduósi lauk fimmtudaginn 23. október og var slátrað alls 51.280 kindum en til uppgjörs komu 50.511 kindur, sem er 2.162 kind- um fleira en siðastliðið haust. Innlagðir dilkar voru 45.909, sem er 1.555 dilkum meira en í fyrra. Meðalfallþungi dilka reyndist 14,10 kg. sem er 220 grömmum minna en í fyrra. Innlagt fullorðið fé var 4.602, sem er 607 kindum fleira en síðast- liðið haust. Meðalfallþungi full- orðna fiárins reyndist vera 21,84 kíló og er það 360 grömmum meira en í fyrra. Um 83% dilkanna fór í 1. flokk og 5,6% í O-flokk. AUar líkur eru á því að sauðfjárbændur í Austur-Húnavatnssýslu fari 20—25 tonnum fram yfir fullvirðis- réttinn í sauðfé. Endanleg tala liggur ekki fyrir, þar sem ekki er ljóst hvað austur-húnvetnskir bændur lögðu mikið inn annars staðar en á Blönduósi og hversu mikið Framleiðnisjóður á í þessari framleiðslu. Jón Sig. f Viðgerðar- verkstæði á hjólum SÆVAR Sæmundsson rafvirkja- meistari hefur tekið í notkun viðgerðarbíl fyrir rafmagnstæki og ferðast á honum á milli, aðal- lega í Breiðholtshverfi, en fer einnig í Árbæjarhverf i og austast í Kópavog. Þannig er hann með bílinn við Grímsbæ í Efstalandi og Verzlunina Ásgeir í Seljahverfi á þriðjudögum, Árbæjarkjör í Rofabæ og Kaupgarð í Engihjalla á miðvikudögum, Kjöt og Fisk og Hólagarð á fimmtudög- Sævar Sæmundsson i viðgerðarbfl sínum. um og Breiðholtslqör og Fellagarða á föstudögum. Gert er við minni- háttar bilanir á staðnum, en farið með önnur tæki á verkstæði og gert við þau þar. VAREFAKTA er vottorS dönsku neytendastofnunarínnar um eiginleika vara, sem framleiöendur og innflytjendur geta sent henni tll prófunar, ef þeir vilja, meó ödrum orftum, ef þeir þora! EKTA DÖNSK GÆDIMED ALLT Á HREINU - fjrrir smekk og þarfir Noriurtandabúa - gxdi á góðu verði! þorir og þolir KALDAR STADREYNDIR um það sem máli skiptir, svo sem kæHsvió, frystigetu, einangrun, styrk- lelka, gangtíma og rafmagnsnotkun. Hátúni 6a, sími (91) 24420

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.