Morgunblaðið - 30.10.1986, Síða 42

Morgunblaðið - 30.10.1986, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 42 Samþykktir 15. þings Sjómannasambands íslands Kostnaðarhlut útgerðar verði skilað til hlutaskipta 15. þingi Sjómannasambands ís- lands lauk síðastliðinn laugar- dag. Þingið sendi frá sér ítarlegar ályktanir um kjara- og atvinnumál og öryggis- og trygg- ingamál. Fer það helzta úr þeim hér á eftir: 'A Kjara- og atvinnumál fiskimanna „Á undanfömum árum hafa stjómvöld leitast við að leysa vanda sjávarútvegsins með því að skerða kjör sjómanna og láta þá þannig greiða hluta af rekstrarvanda út- gerðarinnar. Viðbrögð sjómanna hafa verið þau að fækka í áhöfn skipanna til að halda í við tekjur annarra launþega í landinu. Með auknum bolfiskafla hafa telqur sjó- manna á þeim veiðum aukizt nokkuð, en tekjuaukningin er ekki meiri en svo, að hún haldi í við það, sem gerzt hefur á almennnum vinnumarkaði. Tekjur á öðmm veið- um, svo sem loðnu- og síldveiðum hafa lækkað stórlega á þessu ári. Enn stendur eftir sú staðreynd, að í mörgum tilfellum em færri menn um borð en gert er ráð fyrir í kjara- samningum og forsvaranlegt er að séu um borð. 15. þing Sjómanna- sambands íslands tekur undir eftirfarandi ályktun framkvæmda- stjómar, þar sem segir „Framkvæmdastjóm Sjómanna- sambands íslands lýsir furðu sinni á þeirri ætlun ríkisstjómarinnar að innheimta sérstakt innflutnings- gjald af olíu og bensíni, sem áformað er að skili ríkissjóði um 600 milljóna króna tekjum á árinu 1987, eins og fram kemur í nýfram- lögðu fjárlagafrumvarpi. Um mitt ár 1983 gaf ríkisstjóm- in út lög um sérstakan 29% kostn- aðarhlut útgerðar framhjá skiptum. Þessi kostnaðarhlutur var tekinn af fiskverði og kom ekki til skipta til sjómanna, heldur rann hann beint til útgerðar og raskaði þar með hlutaskiptakjörum sjómanna. Þessi lög voru sett í skjóli erfiðrar stöðu útgerðarinnar, meðal annars vegna mikils olíukostnaðar og með þeim voru sjómenn látnir greiða af launum sinum hluta af vanda út- gerðar. Nú, þegar staða útgerðarinnar hefur batnað verulega, er það ætlun sjómanna að sækja til baka þá kostnaðarhlutdeild, sem enn hefur ekki verið skilað inn í hlutaskiptin. Á sama tíma er ríkisvaldið með áform um að hirða til sín hluta af þeim ávinningi útgerðar, sem orðið hefur vegna olíuverðslækkunarinn- ar, í stað þess að skila til baka því, sem áður hefur verið tekið af sjómönnum. Framkvæmdastjóm Sjómannasambands íslands krefst þess af stjómvöldum, að hlutaskip- takjör sjómanna verði leiðrétt áður en þau fara að innheimta til sín þann ávinning, sem orðið hefur af olíuverðslækkuninni." í ljósi góðrar stöðu útgerðarinnar er það krafa 15. þings Sjómanna- sambands íslands, að þeim kostnað- arhlut, sem enn fer framhjá skiptum, verði skilað til baka inn í hlutaskiptin. Þetta verður að vera aðalkrafa í komandi kjarasamning- um. Með því einu móti er hægt að búa sjómönnum þau kjör að viðun- andi sé. Við sjóðakerfísbreytinguna 15. mái síðastliðinn lækkuðu aflahlutir hjá sjómönnum á frystiskipum, sem fiysta bolfískafla um borð. Fulltrú- ar sjómanna í sjóðakerfísnefndinni og stjóm sambandsins ákváðu að standa að breytingunni þrátt fyrir þennan ágalla með því fororði að leiðréttingar yrði síðar krafízt. Þingið samþykkir að leiðréttingar á aflahlutum þessara skipa verði krafízt í komandi samningum. Tekjur loðnu- og síldveiðisjó- manna hafa vemlega dregizt saman á þessu ári vegna lækkunar loðnu- og sfldarverðs. Tekjur allra sjó- manna em háðar aflabrögðum og hráefnisverði hverju sinni og geta því orðið miklar sveiflur í tekjum milli ára. Þegar menn búa við slíkar tekjusveiflur eins og sjómenn, er það skattakerfí, sem við búum við, óviðunandi. Þegar tekjufall verður eins og nú hefur gerzt á loðnuveið- um og sfldveiðum, duga tekjumar varla fyrir opinbemm gjöldum. 15. þing Sjómannasambands Is- lands beinir því þeirri áskomn til stjómvalda að komið verði á stað- greiðslukerfí skatta hið fyrsta svo sjómönnum verði ekki íþyngt með sköttum af tekjum fyrra árs, þegar tekjur dragast saman af óviðráðan- legum orsökum. Þingir samþykkir einnig að kreíj- ast þess í væntanlegum samningum að allir sjómenn hafí frítt fæði. Þá krefst þingið þess, að sjómenn fái löndumarfrí á öllum veiðum og að skipveijum á loðnu- og sfldveiðum verði tryggðir minnst §órir frídagar í mánuði. Þingið samþykkir að í næstu samningum geri Sjómanna- sambandið samning um fastráðn- ingu fyrir sína umbjóðendur. Jafnframt verði gerður samningur um verksvið matsveina á fískiskip- um og hvfldartíma. Kjara- og atvinnumál farmanna Mikil hagræðing hefur nú átt sér stað á sviði vömflutninga á sjó og hafa Islendingar ekki farið varhluta af þeirri þróun. Gámavæðing, bylt- ing á sviði losunar og lestunar kaupskipa og búnaðar og gerð kaupskipanna sjálfra hafa stytt við- dvöl þeirra í höfn jafnframt sem vemleg fækkun í áhöfn hefur átt sér stað. Þá hafa íslenzkir farmenn í auknum mæli tekið á sig vinnu í höfnum úti á landi, sem áður var framkvæmd af hafnarverkamönn- um. Af þessum ástæðum meðal annars má áætla að íslenzk kaup- skipaútgerð sé nú komin á þann gmndvöll að vera samkeppnisfær á sviði alþjóðaflutninga og ætti þar af leiðandi að geta greitt hærri laun en nú er gert. Sé hins vegar litið til launa og kjara erlendra far- manna vantar mikið á að íslenzkir farmenn séu eins settir tekjulega og einnig hvað varðar frí eftir eril- samt úthald. Á undanfömum mánuðum hefur átt sér stað nokkuð launaskrið í ýmsum starfsgreinum á almennum vinnumarkaði. Far- menn hafa farið halloka út úr því launaskriði. Nú vantar um 21% á að farmenn nái þeim gmnnpunkti í launum, sem þeir ákváðu að stefna að í síðustu kjarasamningum. Er þá eingöngu litið til liðins tíma, en ekki tekið inn í það, sem á eftir að gerast á almennum vinnumarkaði. 15. þing SSÍ mótmælir harðlega sífelldri leigutöku íslenzkra kaup- skipaútgerða á erlendum kaupskip- um, sem mönnuð em erlendum sjómönnum. 15. þing SSí mótmælir harðlega setningu bráðabirgðalaga nr. 28 frá 9. maí 1986 á undirmenn á kaup- skipum. Það er með öllu óþolandi að enn einu sinni skuli stjómvöld með íhlutun sinni þvinga fram gerð- ardómsúrskurð og þar með bijóta á bak aftur frjálsan samningsrétt. Þingið lýsir fullum stuðningi við kröfur farmanna og hvetur fram- kvæmdastjóm sambandsins til að styðja við farmenn í þeim átökum, sem framundan em. 15. þing SSÍ skorar á aðildarfé- lög sambandsins að segja upp sanmningum sínum fyrir 1. des- ember næstkomandi. Samhliða uppsögn samningsins afli stjómir félaganna sé heimildar til verkfalls- boðunar." Öryggis- og trygginga- mál 15. þing SSÍ fagnar því sam- komulagi, sem náðst hefur milli stjómar og starfsmanna Landhelg- isgæzlunnar og tryggingafélaga íslenzkra fískiskipa vegna ákvæða 172. greinar siglingalaga, það er um björgunarlaun vegna fískiskipa, sem þarfnast aðstoðar á hafí úti. Með því samkomulagi, sem gert hefur verið milli fyrmefndra aðila Sætuefnið NutraSweet er byggt upp af eggjahvítuefnum, sem kölluð hafa verið ,,hornsteinar náttúrunnar.“ NutraSweet er náttúrulegt, en hitaeiningarnar eru 99% færri en í sykri. Með NutraSweet er framtíðin náttúrulega sæt en án of margra hitaeininga. NutraSweet meltist náttúrulega, enda eru grunnefnin þau sömu og í mjólk og eggjum, svo dæmi séu tekin. Ef þér er annt um heilsuna, þá velur þú vörur með NutraSweet, náttúrulega. Þær vörur sem bera þetta merki, innihalda hið eina sanna NutraSweet

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.