Morgunblaðið - 30.10.1986, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
43
eru skip Landhelgisgæzlunnar nú
virkari aðili til aðstoðar fiskiskipa-
flotanum, sem óneitanlega bætist
við í hlekk öryggiskeðju íslenzkra
fiskimanna. Þá væntir þingið þess,
að Alþingi hraði afgreiðslu fnim-
varps til breytinga á 12. grein laga
um Landhelgisgæzlu íslands, sem
tengist ofangreindu máli.
Þjálfunarmiðstöð sjómanna er nú
orðin staðrejmd. Á 14. þingi SSÍ
1984 voru undirtektir góðar við
hugmyndum SVFÍ um að gera v/s
Þór að þjálfunarmiðstöð vegna ör-
yggismála sjómannna. Þessu hefur
verið hrint í framkvæmd og hafa
þegar ijölmargir sjómenn og heilar
skipshafnir tekið þátt í þessum
námskeiðum. Öllum sjómönnum,
sem tekið hafa þátt í þessum nám-
skeiðum, ber saman um nauðsyn
og gagnsemi þeirra. Nú vantar ijár-
hagslegt átak til að koma skipinu
hafna á milli til námskeiðahalds
fyrir sjómenn. Þingið mótmælir
harðlega ráðstöfun ríkisstjómarinn-
ar, sem fram kemur í frumvarpi til
Qárlaga, þar sem engin ijárveiting
er ætluð til þessara fræðslu og fyrir-
byggjandi starfsþátta í öryggismál-
um sjómanna. Því skorar 15. þing
SSÍ á ijárveitinganefnd Alþingis að
veita verulegu fjármagni til þessa
merka og nýja þáttar í öryggismál-
um sjómanna svo allir sjómenn
megi njóta án tillits til búsetu.
Þingið minnir á nauðsyn öflugrar
gæzlu björgunar- og varðskipa á
hinu víðáttu mikla hafsvæði innan
200 mílna fískveiðilögsögunnar.
Alþingi verður að veita það fjár-
magn, sem til þarf til fulls reksturs
að minnsta kosti þriggja varðskipa,
jafnframt sem aukin áherzla verði
lögð á sérhæfni áhafna varðskip-
anna til hvers konar björgunar- og
leitarstarfa. Flugáhöfn þyrlu Land-
helgisgæzlunnar ásamt læknum frá
Borgarspítalanum hefur unnið
ómetanlæegt starf í þágu sjó-
mannastéttarinnar og landsmanna
allra. Nokkuð virðist óljóst um
áframhaldandi samstarf þessara
aðiia og jafnvel svo að þyrlan, þetta
dýra og mikla björgunartæki, er
ekki til taks nema hluta úr degi.
Allt stafar þetta af óvissuþáttum í
íjárhagslegum rekstri, sem er óvið-
unandi. Þingið krefst þess, að
fjárveitinganefnd Alþingis sjái svo
um fjárhagslegu hlið rekstrar þessa
björgunartækis' að viðunandi sé.
Þingið hvetur alia þá aðila, sem
að öryggis- og björgunarmálum sjó-
manna vinna, til að hafa framhald
á þeim öryggismálafundi, sem Sigl-
ingamálastofnun og sjóslysanefnd
gekkst fyrir 1984. Verði slík ráð-
stefna haldin á tveggja ára fresti.
í hörðu kapphlaupi við tímann láta
skipstjómarmenn æ oftar úr höfn
með ósjóbúin skip. Að gefnu tilefni
minnir þingið skipstjómarmenn á
3. kafla 6. greinar Siglingalaga.
Þá telur þingið nauðsyn á breytingu
laga nr. 102 frá 1972 þess efnis
að greiðslur frá tryggingafélögum
til sjómanna vegna slysa verði ekki
frádregnar örorkubótum. Skráð
slys á sjómönnum voru á árinu
1985 því miður of mörg. í físki-
mannastétt slösuðust 419 og í
farmannastétt 35. Enda þótt hér
sé um háa slysatíðni að ræða miðað
við þann fjölda, sem þessar starfs-
greinar stunda, era áreiðanlegar
heimildir til fyrir því að ekki era
öll slys, er sjómenn verða fyrir,
skráð. Því skorar þingið á skip-
stjómarmenn og trúnaðarmenn
sjómanna að sjá svo um að öll slys,
er verða um borð eða við störf, sem
unnin era fyrir skipið, verði tilkynnt
tryggingastofnun ríkisins. Þingið
skorar enn einu sinni á stjómvöld
að setja lög um líftryggingu sjó-
manna vegna þeirra sérstöðu, sem
sjómenn era í við störf sín á hafí
úti, fjarri allri læknisþjónustu, ef
alvarleg veikindi ber að, sem leiða
til dauða. Þingið felur fram-
kvæmdastjóm SSÍ að vinna að
endurskoðun tryggingamála og
bótaupphæðar fyrir næstkomandi
áramót. Enda verði krafa þar um
lögð fram í komandi kjarasamning-
um.
Þingið áminnir enn einu sinni
alla skipstjómarmenn um að fara
að lögum um tilkynningarskyldu og
hvetur FFSÍ til að hafa áhrif á
umbjóðendur sína, svo þesso stór-
kostlegi öryggishlekkur íslenzkra
sjómanna bersti aldrei.
Þingið telur nauðsyn á, að sett
verði reglugerð þess efnis að um
borð í öllum íslenzkum skipum verði
flotbúningur til notkunar fyrir
hvem áhafnarmeðlim. Siglinga-
málastofnun og SVFÍ verði falið
að gera tillögur um slíka reglugerð.
Þá gerir þingið kröfu um að á
öllum yfírbyggðum fískiskipum og
skuttoguram skuli vera um borð
slöngubátur með utanborðsvél.
15. þing SSÍ fagnar þeim breyt-
ingum, sem orðið hafa á undanföm-
um áram í öryggis- og aðbúnaðar-
málum sjómanna og heitir nú á alla
sjómenn að nota þann öryggis-
búnað, sem þeim er ætlaður við
allar aðstæður, sem þeir vinna við;
Kynna sér vel þann björgunarbún-
að, sem um borð er, notkunarreglur
og hvort viðhald og geymsluástand
sé eðlilegt, því slík varúrðarráðstöf-
un er ekki verk embættismanna
einna. Að gefnu tilefni, þar sem í
alltof mörgum tilfellum er óviðun-
andi vinnuaðstaða sjómanna um
borð í fískiskipum, krefst 15. þing
SSÍ þess, að við hönnun vinnslurás-
ar fískiskipa verði haft samráð við
hlutaðeigendi sjómenn (háseta)
vegna nýsmíði eða breytinga. Þá
minnir þingið á skyldur skipstjóra,
þar sem 8. grein sjómannalaga seg-
ir meðal annars svo: „Við ráðningu
nýliða skal skipstjórí sjá um að
nýliðanum sé leiðbeint um störf
þar, sem hann á að vinna. Ennfrem-
ur skal honum sýndur björgunar-
búnaðaur sá og viðvöranarbúnaður,
sem á skipinu er og leiðbeint um
grandvailaratriði við notkun
þeirra."
Þingið felur framkvæmdastjóm
SSÍ að kjósa þriggja manna nefnd
til að gera úttekt á réttindum sjó-
manna og skyldum lífeyrissjóða
sjómanna. Nefndin skili greinargerð
ogtillögum fyrir 16. þingSSÍ 1988.
15. þing SSÍ þakkar öryggis-
málanefnd sjómanna, sem sam-
gönguráðherra skipaði 30. marz
1984 og skipuð er 9 alþingismönn-
um, fyrir störf sín að öryggismál-
um. Þá tekur þingið undir allar
tillögur nefndarinnar, sem lagðar
vora til við samgönguráðherra af
hálfu öryggismálanefndar 16. októ-
ber síðastliðinn.
Þingið þakkar þeim fjölmörgu
aðilum innlendum og erlendum, er
lagt hafa sjómönnum lið með óeig-
ingjömu starfí sínu á sviði öryggis-
og björgunarmála.“
Dauflegir hellisbúar
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
Hellisbúarnir (The Clan of the
Cave Bear). Sýnd í Bíóhúsinu.
Stjörnugjöf ☆
Bandarísk. Leikstjóri: Michael
Chapman. Handrit: John Sayles,
eftir samnefndri metsölubók
Jean M. Auel. Framleiðandi:
Jerry Isenberg. Kvikmyndataka:
Jan De Bont. Aðalhlutverk.
Daryl Hannah, Pamela Reed,
James Remar og Thomas G.
Waites.
Hellisbúamir, sem sýnd er í Bíó-
húsinu, er forsöguleg mynd um lítið
Cro-magnon bam, sem Neander-
dalsfólk tekur að sér og eftir því
sem tímar líða verður æ erfiðara
fyrir Cro-magnon manninn að laga
sig að hinu ókunnuga og óvinveitta
umhverfi Neanderdalsmannsins.
Hellisbúamir kemur í kjölfar
Leitarinnar að eldinum eftir Jean-
Jaques Annaud en nær ekki með
tæmar þar sem hún hafði hælana.
Öðra nær. Það gerist ekki ýkja
margt í þessari mynd og hún vekur
litlar tilfinningar hjá manni umfram
leiða. Daryl Hannah er gullfallegur
Cro-magnon maður en henni veitist
erfitt að vera sannfærandi. Henni
fer betur að ganga um götur New
Daryl Hannah i nuðið með helhsbúum: Henni veitist erfitt að vera
sannfærandi frummaður.
York en i skógarþykkni fomaldar.
Það er ekki nóg með að Cro-
magnon maðurinn sé eins og
hálaunuð fyrirsæta innan um hina
frumstæðu Neanderdalsmenn held-
ur er hún snarpgáfuð; menningar-
legasti Neanderdalsmaðurinn kann
aðeins að telja upp að fímm á með-
an hún getur talið upp að 20. Hún
er líka fyrsta rauðsokkan og berst,
frekar ómeðvitað en hitt, gegn
karlaveldinu og fer á veiðar með
sterkara kyninu.
Eins og í Leitini að eldinum var
samið sérstakt mál fyrir frammenn-
ina í myndinni og það er allt í lagi
með það. Þeir urra út úr sér einsat-
kvæðis orðum og nota mikið
handahreyfíngar og skiljast mjög
vel. En svo ekkert fari milli mála
notar leikstjórinn Chapman sögu-
mann til að tyggja oní áhorfendur
það sem þeir vita vel fyrir ef þeir
hafa þá getað haldið sér vakandi.
Það er ansi hvimleitt og fræðslu-
myndalegt og algerlega ónauðsyn-
legt.
NEWAGE Sv
STAMFORD rafalar, stærðir 6kw—1250
kw. 50 rið, 1500 snúnmga/mín. Bæði
fyrir sjó- og landvélar.
S. STEFÁNSSON & CO.
HF.
GRANDAGARÐI 1B, SÍMI 27544.
Hress og gagnleg
STJÖRNUSPEKI-
NÁMSKEIÐ
hefjast 3. og 15. nóvember
Framhaldsnámskeið, úrlestur stjörnu-
korta: 3. nóvember, 6 skipti á mánu-
dags- og fimmtudagskvöldum frá kl. 20
til 23.
Þetta er námskeið fyrir þá, sem hafa und-
irstöðuþekkingu í stjörnuspeki, þekkja
táknin, stjörnumerkin, plánetur og hús,
en vilja öðlast aukna leikni í að tengja
alla þættina saman í eina heild.
Leiðbeinandi er
Gunniaugur Guðmundsson,
stjörnuspekingur.
Byrjendanámskeið: 15. nóvember, 6 skipti
á laugardögum frá kl. 12 til 15.
Fjallað er m.a. um lífsorku þína, tilfinn-
ingar, hugsun, samskipti, starfsorku,
þær mótsagnir í persónuleika þínum
sem geta valdið erfiðleikum, bælingar
og ónýtta hæfileika.
>
Þetta er einstakt tækifæri til að eiga
ánægjulegar stundir með skemmtilegu
fólki, ræða um sjálfan þig og stöðu þína
í lífinu.