Morgunblaðið - 30.10.1986, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
47
Afmæliskveðja:
Sigurður Samúels-
son prófessor
Ekki man ég glöggt hvenær
kynni okkar Sigurðar Samúelssonar
f.v. prófessors hófust. Þegar ég
réðst sem kandidat við lyflækninga-
deild Landspítalans haustið 1949
þá var Sigurður þar aðstoðarlæknir
hjá Jóhanni heitnum Sæmundssyni,
sem sama ár hafði tekið við prófess-
orsstöðu í lyflækningum. Allt frá
þessum tíma höfum við Sigurður
lengst af verið samstarfsmenn á
Landspítalanum og því orðið þess
aðnjótandi að taka þátt í og fylgj-
ast með hinni miklu þróun sem átt
hefur sér stað í læknisfræði á þessu
tímabili.
Það var ekki ónýtt fyrir nýgræð-
ing eins og mig að njóta fræðslu
og handleiðslu þeirra Sigurðar og
Jóhanns. Sigurður hafði dvalið
langdvölum í Danmörku og starfað
við ýmis sjúkrahús og heilbrigðis-
stofnanir þar í landi, meðal annars
við öll stærstu sjúkrahús í Kaup-
mannahöfn. Meðan á Danmerkur-
dvölinni stóð vann hann við
rannsóknir á vissum hjarta- og
lungnasjúkdómum. Þessar rann-
sóknir urðu síðan undirstaðan að
doktorsritgerð, sem hann varði við
Kaupmannahafnarháskóla 1950.
Sigurður hafði tekið eftir því, að
sumum hjartasjúklingum versnaði
við morfíngjöf og það svo að um
lífshættu gat verið að ræða. Rann-
sóknir Sigurðar vörpuðu ljósi á
orsakir þessa og vöktu brátt at-
hygli meðal lækna. Ekki er að efa
að þessi uppgötvun Sigurðar átti
eftir að bjarga mörgu mannslífínu.
Árið 1948 fékk Sigurður sér-
fræðingsviðurkenningu f lyflækn-
ingum með sérstöku tilliti til hjarta-
og lungnasjúkdóma og eftir að hann
hóf störf við Landspítalann opnaði
hann jafnframt lækningastofu í
Reykjavík. Sigurður varð brátt
mjög eftirsóttur læknir enda lærður
vel og glöggur við sjúkdómsgrein-
ingar og jafnframt hugmyndaríkur
þegar um var að ræða að velja lyf
eða aðrar lækningaaðferðir.
Sigurður var fljótur að koma
auga á það sem betur mátti fara,
þegar við yngri og óreyndari lækn-
ar höfum gengið stofugang á
lyflækningadeildinni og hann kom
síðan til skjalanna. Þetta varð
hvatning fyrir okkur að gera betur.
Það var því uppörvandi og mennt-
andi að vinna undir handleiðslu
Sigurðar.
Á þessum tíma var engin eiginleg
göngudeild við Landspítalann, en
ekki fór hjá því að sjúklingar utan
úr bæ komu inn á ganga spítalans
til að leita sér lækninga hjá sérfræð-
ingum sjúkrahússins. Einkum voru
það hjartasjúklingar sem leituðu til
Sigurðar, enda var hann sérlega vel
menntaður á því sviði og hafði unn-
ið með hinum þekkta lækni Erik
Warburg við Ríkisspítalann í Kaup-
mannahöfn. En Warburg var þá
einn af þekktustu hjartasérfræðing-
um Evrópu.
Man ég glöggt að margra grasa
gætti í sjúklingahópi Sigurðar,
þ.á m. fjölmörg tilfelli af með-
fæddum hjartasjúkdómum. Sigurð-
ur Iagði sig allan fram við
sjúkdómsgreiningamar, enda mikið
f húfí því að skurðaðgerðir á með-
fæddum hjartasjúkdómum og
lokugöllum í hjarta vom þá hafnar
erlendis og áríðandi var að velja
þá sjúklinga úr sem bæta mátti
með þeim hætti.
Rannsóknaraðferðir vom ófull-
komnar á þessum tíma. Hjarta-
þræðingar og hjartasónrannsóknir
ekki hafnar. Það reyndi því mjög á
læknislistina þ.e., hæfileikann til
að greina sjúkdóma án tækja og
tóla.
Sigurður var skipaður prófessor
við læknadeild Háskóla íslands
1955 og jafnframt yfirlæknir við
lyflækningadeild Landspítalans.
Hér var um geysi mikið og erfítt
starf að ræða. Fyrstu tvö árin var
Sigurður eini kennarinn í lyflæknis-
fræði en það var hin mesta þrek-
raun fyrir einn mann að kenna allar
sérgreinar lyflæknisfræðinnar, þótt
fræðigreinin væri þá tiltölulega
vanþróuð miðað við það sem nú er.
Nemendur í læknadeild vom þá að
vísu fáir og kennslan því auðveld-
ari en síðar varð. Til gamans má
geta þess að kennarar í lyflæknis-
fræði eru nú 12 og em þó stunda-
kennarar ekki meðtaldir.
Sigurður vann að því öllum ámm
að efla kennsluna í lyflæknisfræði
og brátt fjölgaði kennurum í grein-
inni. Hann innleiddi það nýmæli að
samhæfa kennsluna öðmm greinum
í læknisfræði, svo sem lyfjafræði
með því að fá til liðs við sig í
kennslustundum kennara viðkom-
andi greinar.
Yfírlæknisstarfíð og stjórnun lyf-
lækningadeildarinnar tengdist
óhjákvæmilega þróun spítalans. En
í tíð Sigurðar sem yfirlæknis allt
til ársins 1982 stækkaði og efldist
Landspítalinn mjög svo að segja
má að um byltingu í þróun hafí
verið að ræða. Margir yfirlæknar
ásamt stjómamefnd, framkvæmda-
stjóra og yfirvöldum komu þar við
sögu. Ekki ósjaldan þurfti Sigurður
að taka á honum stóra sínum til
að halda hlut lyflækningadeildar-
innar. En Sigurður er fastur fyrir
og málafylgjumaður í besta lagi og
undir stjóm hans þróaðist lyflækn-
ingadeildin ekki síður en aðrar
deildir spítalans.
Þrátt fyrir miklar annir við lækn-
ingar og stjómunarstörf þá hefur
Sigurður ávallt látið félagsstörf
mikið til sín taka, meðai annars í
Læknafélagi Reykjavíkur, Lækna-
félaginu Eir og hinum ýmsu sér-
greinafélögum innan læknisfræð-
innar. Raunar var hann fmmkvöðull
að stofnun nokkurra þeirra, svo sem
Lyflæknafélags íslands, Gigtsjúk-
dómafélags íslands, og Hjarta- og
æðasjúkdómafélags Reykjavíkur.
Þá er ótalið það sem kann að halda
nafni Sigurðar lengst á lofti, á ég
þar við er nokkrir framsýnir menn
með prófessor Sigurð í fararbroddi
tóku sig til og stofnuðu samtökin
Hjartavemd 1964. Þegar hér var
komið sögu blasti við að kransæða-
sjúkdómur gerðist æ algengari á
íslandi, einkum var það áberandi
meðal yngri karlmanna. Hjarta-
verndarsamtökin vom stofnuð til
vamar gegn þessum vágesti. Mark-
miðið var meðal annars að fræða
almenning um orsakir sjúkdómsins,
um vamaraðgerðir gegn honum, og
rannsaka útbreiðslu hans á Islandi
og tíðni þeirra áhættuþátta sem
vitað var að tengdust sjúkdómnum.
Árið 1967 tók rannsóknarstöð
Hjartavemdar til starfa og hefur
starfað allt til þessa dags. Strax f
upphafi var ákveðið að rannsóknar-
stöðin einbeitti sér að faraldsfræði-
legum rannsóknum, meðal annars
á áhættuþáttum kransæðasjúk-
dóma.
Nú er ljóst að hér var um mjög
mikilvæga ákvörðun að ræða og
að forystumennimir hafa verið
framsýnir, því að nú liggur fyrir í
rannsóknarstöðinni mikill fróðleik-
ur um heilsufar landsmanna, um
útbreiðslu ýmissa sjúkdóma á byrj-
unarstigi, áhættuþætti, félagslegar
aðstæður, reykingavenjur og margt
fleira.
Einmitt nú þegar menn eru sam-
mála um að gera þurfi átak til
vamar gegn sjúkdómum þá em
þessar upplýsingar ómetanlegar.
Nokkuð samstarf hefur verið
milli rannsóknarstöðvar Hjarta-
verndar og göngudeildar Landspít-
alans fyrir háþrýsting. En það var
einmitt eitt af síðustu verkum Sig-
urðar áður en hann lét af störfum
við Landspítalann að beita sér fyrir
stofnun göngudeildarinnar.
Sigurði var sýnt um að velja sér
hina hæfustu samstarfsmenn og
þar kom að á lyflækningadeildinni
var læknaliðið skipað vel menntuð-
um og færum sérfræðingum í
flestum sérgreinum lyflæknisfræð-
innar.
Þegar ég lft-til baka þá rifjast
upp fyrir mér hve mikil eindrægni
hefur ávallt ríkt f þessum stóra
læknahópi.
Sigurður hafði þann háttinn á
að hafa sem allra minnst bein af-
skipti af faglegum störfum sérfræð-
inga og reyndra aðstoðarlækna
deildarinnar.
Meiriháttar vandamál ræddu
menn og leystu sameiginlega.
Þannig skapaðist gagnkvæmt
traust milli manna.
Nú á þessum tímamótum, þegar
prófessor Sigurður er 75 ára, þá
er margs að minnast persónulega.
Marga ánægjustund hefi ég dval-
Morgunblaðið/SigJóns.
Friðfinnur Daníelsson hjá ísbor hf fyrir framan nýja borinn og
tæki sem honum fylgja.
Isbor hf borar eftir
heitu og köldu vatni
Selfossi.
FYRIRTÆKIÐ ísbor hf, sem
skráð er á Selfossi hefur keypt
öflugan jarðbor og hyggst taka
að sér borun eftir heitu og köldu
vatni fyrir fyrirtæki og sveitar-
félög.
Fyrsta holan sem ísbor borar
verður í Höfnum, fyrir laxeldisfyrir-
tæki. Friðfinnur Daníelsson, einn
forsvarsmanna fyrirtækisins, sagði
að næg verkefni væru framundan
og mikið um fyrirspumir. Hann
ið á hinu fagra heimili Sigurðar og
Hólmfríðar og notið hinnar frábæru
gestrisni sem þeim er eiginleg. Oft
hefi ég notið hjálpsemi Sigurðar og
uppörvunar. Ég minnist eldmóðsins
og kraftsins sem einkenndi Sigurð
þegar hann barðist fyrir framfara-
og áhugamálum. Ennþá bregður
fyrir glampa í augum þegar Hjarta-
vernd og velferð þeirrar stofnunar
ber á góma.
Sigurður ber aldurinn sérlega
vel. Hann hefur til skamms tíma
starfað við Rannsóknarstöð Hjarta-
vemdar af fullum krafti og er
formaður hjartaverndarsamtak-
anna.
Býsna langt er síðan Sigurður
hóf baráttu sína fyrir hollum lifnað-
arháttum og heilsuvemd, svo sem
alþjóð veit. Allhart hefur hann
gengið fram á því sviði á köflum,
enda duga þar engin vettlingatök.
Sjálfur sýnir Sigurður gott for-
dæmi í þessum efnum, reykir ekki
og fer létt með kjörþyngd og kól-
esteról og aðra heilsuþætti sem
halda manni ungum og frískum, svo
sem á honum má sjá er hann
sprangar um stræti, spengilegur og
léttur í spori.
Ég vil ljúka þessum orðum með
því að þakka prófessor Sigurði fyr-
ir öll hin góðu persónulegu kynni
og vináttu á liðnum ámm, og við
Karólína sendum Sigurði og Hólm-
fríði innilegar kveðjur og ham-
ingjuóskir á þessum tfmamótum.
Snorri P. Snorrason
sagði það markmiðið hjá fyrirtæk-
inu að fara inn á jarðboranamark-
aðinn og bora holur eftir heitu vatni
jafnt á háhita- sem lághitasvæðum.
Nýi borinn er af tegundinni In-
gersoll Rand og er bandarisk
framleiðsla. Við borun fyrstu hol-
anna verða tveir Bandarfkjamenn
starfsmönnum ísbors hf til aðstoð-
ar. Við borinn er gert ráð fyrir að
vinni 4-5 menn.
Sig. Jóns.
C-vítamíninu í morgun?
Skrifstofutæknir
Eltthvað
fyrir þig?
Vegna mikillar þátttöku og vegna þess að færri
komust að en vildu í skrifstofutækninámi Tölvu-
fræðslunnar sl. haust hefur Tölvufræðslan
ákveðið aö fara af stað með nýja námshópa í
skrifstofutækni í janúar 1987.
Um er að ræða þriggja mánaða nám í vinnuað-
ferðum á skrifstofu með sérstakri áherslu á
notkun tölva sem nú eru orðnar algengar í allri
skrifstofuvinnu. Nemendur útskrifast sem skrif-
stofutæknar og geta að námi loknu tekið að
sér rekstur tölva við minni fyrirtæki.
Námið henta þeim sem lokið hafa stúdents-
prófi eða góðu grunnskólaprófi.
Námskeiðið hefst 5. janúar 1987.
Nánari upplýsingar veitir námssstjóri Tölvu-
fræðslunnar Sjöfn Ágústsdóttir í síma 687590.
[3|
TÖLVUFRÆÐSLAN
Borgartúni 28.