Morgunblaðið - 30.10.1986, Síða 48

Morgunblaðið - 30.10.1986, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 MAHARISHI MAHESH YOGI Samsviðstækni Maharishi Mahesh yogi (Innhverf íhugun TM) Einstaklingsfriður er grunn- eining heimsfriðar. Kynnið ykkur málið á almennum kynningarfundi í Odda (Fé- lagsvísindahúsi Háskólans), stofu 104, í kvöld (fimmtu- dagskvöld), kl. 20.30. Alþjóða íhugunarfélagið — íslandsdeild, sími 99-4178. i ÆtNSILFURBÚÐIN \XJ LAUGAVEG 55 SÍMIH066 DE FARIS MAXIM’S sameinar snilld listamannsins PIERRE CARDIN og handbragð HUTSCHENREUTHER, sem er eitt af virtustu framleiðendum postulíns í veröldinni. MAXIM'S hefur hlotið alþjóða lof fyrir frábæra hönnun og einstaka framleiðslu. Þess vegna hefur SILFURBÚÐIN valið MAXIM’S frá HUTSCHENREUTHER sem postulín fyrir þá vandlátu. BETRI ÁRANGUR MEÐ Öruggur búnaöur fyrir 1. Mannvirkjagerö 2. Verktakastarfsemi 3. Þungaöiönaö 4. Léttan iönaö ATLAS COPCO DIESELDRIFNAR LOFTPRESSUR Afkðst 30-565 l/s Vinnubrvstinqur 6-20 bar ATLAS COPCO er stærsti framleiöandi í heimi á loftþjöppum og tækjabúnaöi fyrir þrýstiloft. Fyrirtækiö þekkir hvermg minnka má framleiöslukostnaö meö notkun á loft- og gas- þjöppum, þurrkurum, síum, kælum, iönaöarverkfærum og tækjum til yfirborðsmeðhöndlunar. Fyrirtæki með framleiðslu er ^■^■■■i HtlasCopCO try99ir Þér bætta arösemi og fUUnsCop góða þjönustu. Allar nánari upplýsingar gefur (2.LANDSSMIÐJAN HF. Tombólustjórar á torgi fríðarins eftir Júlíus K. Valdimarsson Mörgum íslendingum þótti eitt- hvað skrítið, eins og eitthvað passaði ekki við móttöku okkar á leiðtogum stórveldanna á dögunum. Þama voru þessir leiðtogar að hitt- ast til þess að fjalla um alvarlegasta vanda mannkynsins en gestgjafar þeirra, ráðamenn íslensku þjóðar- innar, hugsuðu ekki um neitt annað en að gera komu þeirra að stórkost- legri tombólu. „Seljum, seljum ...“ Allt var reynt að selja — sauðar- gærur, fegurðardrottningar og svall- veislur í öldurhúsum borgarinnar. Þessi sölumennská var svona álíka viðeigandi eins og að slá upp mark- aði í kringum brennandi hús, af því að slökkviliðsmennimir og hinn spennandi atburður drægju að svo marga kúnna og álíka smekklaust eins og að nota sér jarðarför náins ættingja til að selja úr dánarbúinu vegna hinna góðu sölumöguleika. Útg’öngubann Nær hefði ráðamönnum verið að sýna friðarvilja sinn og hvetja fólk til að láta í ljós stuðning við friðarvið- leitni leiðtoganna. En það þveröfuga gerðist. Við lá að ríkisstjómin gæfi út útgöngubann og veitingahús og hárgreiðslustofur voru hálftómar meðan á heimsókninni stóð vegna tilmæla sfjómvalda um að landinn færi nú ekki að blanda of miklu geði við gestina með komu sinni á þessa staði. Július K. Valdimarsson „Best hefði þó verið að sýna hugrekki og taka raunverulegt friðarspor með því að beitasér fyrir friðlýs- ingu Islands sem fordæmi fyrir um- heiminn.“ Ritskoðun utanríkis- ráðherra Utanríkisráðuneytið tók að sér að sjá um alla þjónustu við þær þúsund- ir fréttamanna sem hingað komu. I fréttamiðstöð þeirri sem komið var á fót fyrir hinn fijálsa fjölmiðlaheim var hins vegar ströng ritskoðun. Var stranglega bannað að auglýsa þar annað af innlendu efni en lambakjöt, landslagsmyndir og utanríkissteftiu ríkisstjómarinnar. Kynning á starfi friðarhópa var alls ekki leyfð. Til dæmis fór Flokkur mannsins fram á að setja upp tilkynningu um blaða- mannafund í tilefni af undirskrifta- söfnun um friðarlýsingu ísiands sem skref í átt að vopnlausum heimi, en fulltrúi utanríkisráðherra hafnaði þeirri beiðni. Það var aðeins leyfilegt að dreifa á fréttamiðstöðinni ræðum hans sjálfs í bæklingsformi (á kostn- að skattborgara) þar sem hann lýsti utanríkisstefnu Sjálfstæðisflokksins sem mörgum þykir nú vægast sagt vafasamur friðarboðskapur. Allt I plati Það var til þess tekið hjá hinum erlendu blaðamönnum, sem voru hingað komnir til þess að skrifa um friðarveiðleitni í heiminum, hvemig ráðamennimir rejmdu að plata þá út og suður. í fréttamiðstöð ríkis- stjómarinnar var augiýst með stórum stöfum að utanríkisráðherra myndi opna fréttamiðstöðina á formlegan hátt í Hagaskóla. Allar fréttastöðvar heimsins settu sig í startholumar til þess að hlýða á leiðbeiningar gest- gjafanna um fféttamiðlun vegna friðarfundarins. Þeim til undrunar voru þeir leiddir út úr húsinu og inn í nærliggjandi íþróttahús þar sem var búið að undirbúa á laun stærðar vöru- sýningu með sölubásum og ljósadýrð. Og eftir opnunarmars lúðrasveitar- innar sem mætt var á staðinn hélt utanríkisráðherra snjalla söluræðu til þess að setja af stað tombóluna. Einn Er nokkurt vit í þessu? eftirÁma Helgason Ég var að fara yfir ijárlagafrum- varpið 1986. Þar kennir ýmissa grasa. Þar er gert ráð fyrir að Afengis- og tóbaksverslunin ein selji landsmönnum „vörur og þjónustu" eins og það er orðað fyrir 4 millj- arða eða 4.000 milljónir króna. Hvílík þjónusta!! Til heilbrigðismála, alls landsins, sjúkrahúsa og alls þess á að veija rúmum 6 milljörðum og stoppar ekki til, mörg rúm auð vegna skorts á starfsfólki. Og með þessum áfeng- is- og tóbaksaustri er verið að auka tölu þeirra sem lenda fyrr eða síðar á sjúkrahúsi. Þessar 4.000 milljónir verða fjölda notenda til skaða og skammar, eins og Einar Ben. orðar það og hefir reynst sannmæli í ár- anna rás. Á sama tíma er alls staðar kvart- að. Vantar fé til eins og annars, sjúkrahús hálfgerð, hafnir bíða eftir fé til að hægt sé að nota þær, veg- ir eins og allir vita og svona mætti lengi telja. Fyrir þetta fé, sem lands- menn eyða í verra en ekki neitt, mætti t.d. kaupa 20 nýja togara, eða byggja 1.000 veglegar íbúðir og afhenda þær fólki, sem á í erfið- leikum, það mætti kaupa fyrir þetta fé 90 góða stálfiskibáta, byggja varanlega vegi um land allt og jafn- vel hafa afgang og svona mætti Iengi telja, en ráðamönnum þjóðar- innar — sem þó eiga að hafa vit fyrir mannskapnum — finnst máski eðlilegra að dæla þessu í mannskap- inn og minnka mjólk og aðrar landbúnaðarafurðir til neyslu? Á sama tíma og skólakerfíð fær ekki nægilega íjármuni til að valda sínu verkefni og á sama tíma og landsbyggðin berst vonlítilli baráttu fyrir sinm tilveru og flóttinn eykst í þéttbýlið á Suðurlandi, sér heil- brigt fólk og hugsandi svona farið með peninga þá sem við jafnvel tökum að láni á erlendum vettvangi. Og hvað kemur svo út úr þessu. Hvar eru tekjumar? Jú, þær birtast f minni manndómi. Þeim fækkar Ámi Helgason „Hvenær ætlar þjóðin mín að hætta að eyða fjármunum, svona gífurlegnm, í verra en ekki neitt, sjálfri sér til tjóns og bölvunar?“ ískyggilega sem standa við orð og eiða, þeim §ölgar sem stunda fjár- drátt og annað í gruggugum sjó samfélagsins. Og alltaf koma upp ný og ný svikamál og enn er margt á botninum. Slysum og jafnvel manndrápum §ölgar. Ölvunarakst- ur eykst, ofbeldi og svona mætti lengi telja. Ríkið þarf að styrkja sfvötnunarstöðvar út um allt sem ekki voru til fyrir 40 árum, það er í vandræðum með að hýsa alla þá fanga í kerfinu sem lögum sam- kvæmt verða að bera ábyrgð gerða sinna, en hafa villst á brennivíns- brautum lands og þjóðar. Og alltaf fjölgar góðum manns- efhum sem lenda í snöru eiturefh- anna. Og hvert er svo svarið þegar spurt er. Opnið fleiri brennivíns- búðir. Um afleiðingar er aldrei hugsað. Og svo eru menn alveg hissa á gyðingunum í gamla daga að biðja um Barrabas lausan. Og við leyfiim okkur að tala um gró- andi þjóðlíf. Það má kannski virða til vor- kunnar þótt við ýmis tækifæri sleppi menn þriðja erindi þjóðsöngsins þegar hann er sunginn. Já, ég var að fara yfir fjárlaga- frumvarpið og væri ástæða til að minna á ýmsa liði þar hinum al- menna borgara til umhugsunar, en mér varð hugsað: Hvenær kemur sá tími þegar forysta landsmanna gengur á undan með fögru eftir- dæmi? Hvenær ætlar þjóðin mín að hætta að eyða íjármunum, svona gífurlegum, í verra en ekki neitt, sjálfri sér til tjóns og bölvunar? Höfundur er fréttaritari Morgun■ blaðsins i Stykkishólmi. Reyðarfjörður: Búið að salta2149 tunnur Reyðarfirði Búið er að salta I 2149 tunnur hér á Reyðarfirði, sem skiptist þannig að Austursíld hefur salt- að 840 tunnur, Verktakar hf. 800 og Bergsplan 509 tunnur. Nú bíða menn spenntir eftir að geta haldið áfram síldarsöltun. ____t t ^__ Gréta Leiðrétting í FRÉTT Morgunblaðsins á bls. 23 á sunnudag féllu niður fyrstu orðin. Fréttin, sem fjallaði um sölu á regnbogasilungi frá Færeyjum átti að byija svo: „Verslanir í Reykjavík hafa að undanförnu boðið viðskipta- vinum sínum upp á regnbogasilung, sem fluttur er til landsins frá Fær- eyjum."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.