Morgunblaðið - 30.10.1986, Page 58
■WT ' ....'
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
4
Bestu ár ævi minnar voru
reyndar aðeins nokkrar
vikur.
Þegar fæðingunni er nú
lokið og ég búinn að fá
pelann er ég allur annar
maður.
HÖGNI HREKKVlSI
4
Þessir hringdu . . .
Erindi Hildu gott
Móðir í Reykjavík vill koma á
framfæri þakklæti fyrir erindi sem
Hilda Torfadóttir flutti í ríkisút-
varpinu í þáttunum í dagsins önn.
Var það um áhrif sjónvarpsgláps á
böm og vissulega orð í tíma töluð
að dómi móðurinnar. Skorar hún á
dagblöðin að birta þetta erindi
Hildu.
Lítið gert
fyrir okkur
Nokkrir þungarokkarar á
Bíldudal höfðu samband og vildu
koma þeim tilmælum á framfæri
að sjónvarp og útvarp spiluðu svo-
lítið af tónlist við þeirra hæfi. Á
því finnst þeim mikill misbrestur í
dag og þungarokkið tæpast til í
hugum stjómenda tónlistarþátta í
þessum §ölmiðlum.
Ekkert hugsað
um gamla fólkið
FuIIorðin kona hringdi:
Alveg er ég bit á væntanlegri
dagskrá sjónvarpsins, eins og hún
var þar kynnt um daginn. Þar er
ekkert við hæfi gamla fólksins,
þvert á móti. Þeir ætla t.d. að sýna
Rocky, þá ljótu mynd.
Mj ólkurstöðina
nýju skortir
lítramál
Húsmóðir í Vesturbænum
hringdi:
Ég var að gera slátur og vantaði
þá 10 lítra af mjólkursýru. Maður-
inn minn fór þá í Nýju mjólkurstöð-
ina þeirra erinda að kaupa slíkan
vökva en þá var honum sagt að því
miður væri ekki til neitt lítramál
og því gæti hann ekki fengið neina
mjólkursýru. Má nú ekki bæta úr
þessu, fyrir næstu sláturtíð að
minnsta kosti. Að vísu þætti mér
nokkuð langt að bíða í ár eftir því
að fá mjólkursým því að á mínu
heimili er hún mikið drukkin - en
betra er seint en aldrei.
Óskalagaþáttinn
aftur á Rás 1
Kona hringdi og vildi eindregið
beina þeim tilmælum til RÚVAK
að Óskalagaþáttur sjúklinga verði
Velvakandi góður.
Mig langar til að senda hrepps-
nefnd Hveragerðis þakkir fyrir
vinsemd þá er þeir buðu okkur hjón-
um að vera viðstödd 40 ára afmæli
Hveragerðis í sumar.
Okkur þótti það mjög gaman að
þeir skildu muna eftir okkur og
sendum við Hvergerðingum öllum
innilegar þakkir fyrir og líka fyrir
öll vinaheimboðin á meðan við
dvöldum á heilsuhæli N.L.F.Í,. Það
aftur færður yfir á sinn gamla tíma
og sína gömlu rás. Hún sagðist
nefnilega ekki ná Rás 1 á útvarpið
sitt.
Myndin ekki
af Guðjóni
Samúelssyni
Magdalena Schram hringdi og
vildi koma þeirri leiðréttingu á
framfæri að myndin, sem bygging-
amefnd Hallgrímskirkju sagði
teiknaða af Guðjóni Samúelssyni,
húsameistar ríkisins og birtist í
Morgunblaðinu 26. október, væri
alls ekki af Guðjóni. Anna Rögn-
valdsdóttir hefði teiknað umrædda
mynd fyrir kvennablaðið Veru árið
1982.
var yndislegur tími og munum við
lengi minnast hans og búa að þess-
ari dvöl okkar þar. Vildum við
gjaman vera þama á hveiju ári og
njóta hins góða matar og þjónustu
sem þar er veitt. Óskandi væri að
sem flestir ættu þess kost að dvelja
þar og bæta heislu sína. Við sendum
öllu starfsfólki okkar innilegustu
kveðjur og þakklæti.
Paul V. Michelsen
Víkverji skrifar
Fréttaritari Morgunblaðsins í
Grindavík, Kristinn Benedikts-
son, skrifaði í síðustu viku athyglis-
verða og tímabæra frétt í blaðið.
Vakti hann þar máls á hraðakstri
inn í bæinn og segir í fréttinni að
hann verði að stöðva „áður en á
þessum stöðum verði hörmulegt
slys“. Bendir Kristinn á, að öku-
tæki komi oft á um og yfir 80
kílómetra hraða inn í bæinn og
ökumenn taki ekki tillit til þess, að
þeir séu komnir inn í íbúðar- og
verzlunarhverfi, en séu ekki lengur
á opnum þjóðvegi.
Þetta leiðir huga Víkveija að
því, að víða annars staðar er ástand-
ið svipað. Víkveiji hefur staðið sig
að því að hægja ekki ferðina fyrr
en hann er kominn inn í miðjan
Keflavíkurkaupstað og þá keyrt á
hraða Keflavíkurvegarins í gegnum
Njarðvíkumar. Upp í hugann koma
einnig staðir eins og Egilsstaðir,
Eskiíjörður, Reyðarfjörður og Fá-
skrúðsQörður fyrir austan. Þar
freistast menn til að aka á mikilli
ferð í gegnum bæina, ef þeir eiga
ekki erindi þangað, og sinna þá
engu um, að helztu verzlanir og
þjónustufyrirtæki bæjarbúa eru við
aðalgötumar og eðlilegur hraði er
nær 30 km, en 60.
Víkveija var í vikunni"bent á, að
á Akranesi hefði tekizt að draga
úr þessum hraðakstri inn i bæinn
með umferðarljósum og hringtorgi.
Ef til vill þarf slíkar aðgerðir í
Grindavík og annars staðar þar sem
við þetta vandamál er að glíma.
Bezta lausnin er þó að sjálfsögðu
hugarfarsbreyting hjá ökumönnum.
í dálkum Víkveija hefur verið
minnzt á, að eðlilegt sé að leyfa
meiri hámarkshraða úti á beztu
vegum heldur en nú er og við beztu
skilyrði er það örugglega óhætt,
hins vegar gegnir allt öðru máli
inni í bæjunum. Ökumenn verða að
geta metið aðstæður hveiju sinni
og ekið í samræmi við þær.
XXX
Bandaríkjamenn flyklqast á
þessum haustdögum í inn-
kaupaferðir til Islands. Lopapeysur
og annað íslenzkt rennur út eins
og heitar lummur. Fargjöldin eru
lág og auk kynningar- og sölu-
starfs Flugleiða vestra hafa þeir
Reagan og Gorbachev verið dugleg-
ir að selja í þessar ferðir.
Fleiri sækja Island heim og er
ljóst að árið er orðið eitt albezta
ferðamannaárið fyrir þjóðarbúið og
þá sem standa í þessum útvegi.
XXX
*
Adögunum kom hingað 85
manna hópur frá Stavanger
og stóð dagblaðið Stavanger Aften-
blad fyrir ferðinni. Var þetta í
annað skipti á árinu, sem blaðið
skipulagði hópferð lesenda sinna til
íslands. í fyrra skiptið fór um 30
manna hópur hringinn í kringum
landið, en nú var aðeins dvalið góða
helgi í höfuðborginni og farið í skoð-
unarferðir um nágrennið. Færri
komust að í þessa ferð en vildu og
er þegar búið að ákveða þriðju les-
endaferðina hingað til lands næsta
vor. Áhugi fyrir íslandi er greini-
lega mikill meðal lesenda blaðsins
og á einn af reyndari blaðamönnum
Stavanger Aftenblad örugglega
mikinn þátt í því. Káre Haukás
heitir hann og hefur mikið skrifað
um Island undanfárin ár og fjöldi
greina, sem hann skrifaði héðan í
fyrrahaust undir samheitinu „Gest-
ur í vestri" („Gjest í Vest“), vöktu
athygli og kveiktu eflaust í mörgum
lesandanum.
Annars er þaó ekki nýtt að mik-
ill Islandsáhugi sé meðal ibúa á
vesturströnd Noregs, en samgöngur
hafa batnað mjög á síðustu árum
og eiga enn eftir að lagast. Nú
þegar eru Flugleiðir með áætlunar-
flug til Bergen og feija hefur gengið
á sumrin til þess sama staðar. Nú
er í bígerð að Flugleiðir heíji enn-
fremur áætlunarflug til Stavanger
á næsta ári. Því má telja lfklegt að
norskum ferðamönnum fjölgi enn
hér næsta sumar og sömuleiðis eiga
íslendingar þá auðveldara með að
heimsælqa norska frændur.