Morgunblaðið - 30.10.1986, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
59
Vetur kóngur sest nú að með tilheyrandi snjó og kulda. Ökumönnum er þá mikil hætta búin þegar
hálka myndast á vegum. Kristinn bendir á það að saltaustur á götur höfuðborgarinnar komi inn falskn
öryggiskennd með ökumönnum, fyrir nú utan annan skaða sem saltið vinnur á farartækjunum sjálfum.
Saltausturinn vekur
hættulega öryggiskennd
Enn er hafinn saltausturinn á
götur borgarinnar. Þessi gegndar-
lausi saltaustur felur í sér hættu
sem ég er ekki viss um að um-
ferðaryfirvöld geri sér grein fyrir.
Hættan er margskonar. Saltpækill-
inn tærir hemlakerfi bflanna, sest
á ljósker og rúður og byrgir útsýn.
Þá eru ótaldar ryðskemmdir sem
eru afleiðing saltpækilsins og gera
bfla jafnvel stórhættulega í um-
ferðinni. Loks er hættulegasta
afleiðing saltaustursins en það er
hin falska örygisskennd sem sífelld-
ur saltaustur kemur inn með
vegfarendum. Hinn stöðugi salt-
austur hefur orðið til þess að
vegfarendur eru margir hverjir
famir að treysta á að hálku sé eytt
og aka því allan veturinn um á
vanbúnum bflum. Þetta ér ekki
Gullúr tapaðist
íslensk kona búsett erlendis varð
fyrir því óláni að tapa litlu gullúri
í miðbæ Reykjavíkur mánudaginn
20. október. Við þetta úr eru bundn-
ar sérstakar minningar og er henni
mjög umhugað um að fá það aftur.
Heitir hún fundarlaunum. Sjái
finnandinn þessa klausu er hann
vinsamlegast beðinn að hringja í
s. 31449.
gerði, „Reykjakotsdalur".
Gerum Hveragerði og ísland
heimsfrægt fyrir okkar góðu
læknasérfræðinga og gjaldeyrir-
inn mun streyma til landsins.
Paul V. Michelsen
Á líðandi stund
óeðlilegt þar sem strætisvagnar
Reykjavíkur sýna það fordæmi að
hafa alla bfla sína vanbúna til vetr-
araksturs — allan veturinn. Salt-
austurinn mun oft vera til kominn
vegna kröfu frá strætisvagnamönn-
um sem ekki er óeðlilegt þegar tillit
er tekið til þess að þeim er ætlað
að aka um á bflum sem ekki eru
búnir til hálkuaksturs. Vegna þess
að strætisvagnastjórar eru atvinnu-
menn í akstri, komast þeir almennt
vel frá skyndihálku, því þrátt fýrir
saltaustur er hálku aldrei eytt af
öllum götum og jafnvel ekki af
strætisvagnaleiðum á svipstundu.
Skyndihálka, blettahálka og hálar
hliðargötur verða alltaf til þrátt
fyrir stöðugan tímabæran en oftast
ótímabæran saltaustur. Besta ráðið
í vetrarakstri borgarbúa tel ég vera
að hætta saltaustrinum, búa stræt-
isvagnana til vetraraksturs og venja
ökumenn borgarinnar við að aka I
hálku. Þá hættu slysin sem stafa
af fölsku öryggi ökumanna vegna
saltaustursins. Burt með saltið af
götunum.
*
Gerum Island heimsfrægt
Reykjavík, 16. október 1986.
Miídar umræður hafa verið í
gangi undanfarið, og sérstaklega
eftir leiðtogafundinn, um atvinnu-
mál íslendinga og þó mest um
ferðamannaiðnað á íslandi. Ég hef
oft minnst á heilsuhæli í dagblöð-
um og við ýmsa sem vit hafa á
þessum málum og hef ég talað við
nokkra lækna sem hafa áhuga á
að hér rísi heilsuhæli á heimsmæli-
kvarða. Veðrið skiptir mjög litlu
máli í þessu sambandi, því sól er
alls staðar hægt að fá í suðlægum
löndum. Hér skiptir mestu máli
að læknaþjónusta sé fullkomin og
nóg höfum við af sérfræðingum á
öllum sviðum. Hjá okkur skiptir
miklu máli okkar góða og hreina
vatn og hressandi loft, ómengað,
og leirinn ásamt kervatni, með
öllum þeim góðu efnum sem þar
er að fínna. Eg hef undanfarin 20
ár hugsað mikið um þessi mál og
dvalið í lengri tíma á þremur
heilsuhælum og séð hvað þau eru
umsetin, sérstaklega af fólki sem
hefur efni á að greiða vel fyrir
góða þjónustu.
Vona ég að ráðamenn fari nú
að rumska við sér og tryggi sér
þann stað sem ég veit heppilegast-
an fyrir þessa starfsemi, en það
er dalurinn fyrir innan Hvera-
Hinar margumtöluðu viðræður í
Höfða leiða hugann að því að svo
langt sem minni manna nær hafa
geysað styrjaldir manna á millum.
Agreiningsefnin hafa aldrei farið í
þurrð en í fljótu bragði finnst mér
að þetta hafi verið margslungnir
þættir í vitsmunalegri þróun og
hugsunarhætti viðkomandi hóps
eða samfélags.
Maður skildi ætla að eftir því sem
velmegun vex ætti ágreiningsefn-
unum jafnmframt að fara fækk-
andi. En það er varla svo og þó.
Úr því verður framtíðin að skera.
Kannski menn séu eftir allt saman
famir að finna betur til hins já-
kvæða og þess sem gefur lífinu
gildi. Eftir kannski tvo til þijá
mannsaldra verður mannskepnan
búin að ná áttum. En tíminn sjálfur
mun leiða þetta best í ljós.
Vil ég svo í lokin taka undir orð
forsetans okkar, frú Vigdísar Pinn-
bogadóttur, um að vonandi takist
þeim Reagan og Gorbachev að
lægja öldur ósamkomulags í veröld-
inni.
Gunnar Sverrisson
Elskaðu guð
og krist
Til fjármálaráðherra til athugun-
ar:
Aflaðu teknanna áður,
eyddu þeim ekki fyrst.
Eyddu ekki meiru en þú aflar.
Elskaðu guð og krist.
(Gamalt stef í gildi þó).
Oddur
íbúð óskast
Hveragerði — Selfoss
Hjón með 3 börn 7-14 ára óska eftir að taka stóra
íbúðeða hús á leigu í Hveragerðl eða Selfossi.
Algjör reglusemi. Getum borgað ca. 20.000 pr.
mánuð en litla fyrirframgreiðslu.
Upplýsingar í síma 91-21922 og í vinnu 99-4700
(Árni).
Augýsingar 22480 ISJ
Afgreiðsla 83033
Dagbók og minningargreinar .
Erlendaráskriftir .............
Erlendarfréttir ...............
Fréttastjórar .................
Gjaldkeri .....................
Hönnunardeild .................
Innlendarfréttir ..............
íþróttafréttir ............,....,
Ljósmyndadeild ................
Prentsmiðja ...................
Símsvari eftir lokun skiptiborðs
Tæknideild ....................
Velvakandi (kl. 11 —12) .......
Verkstjórar í blaðaafgreiðslu .
Viðskiptafréttir ..............
691270
691271
691272
691273
691274
691275
691276
691277
691278
691279
691280
691281
691282
691283
691284
KR0SSVIÐUR
T.d. vatnslímdur og
vatnsheldur - úr greni,
birki eða furu.
SPÓNAPLÖTUR
T.d. spónlagðar, plast-
húðaðar eða tilbúnar
undir málningu.
Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket.
Einstök gæöavara á sérdeilis hagstæöu
veröi
SPARIÐ PENINGA!
- Smíðið og sagið sjálf!
Pið fáið að sníða niður allt plötuefni
hjá okkur í stórri sög
- ykkur að kostnaðarlausu.
BJOBNINN
Við erum í Borgartúni 28