Morgunblaðið - 30.10.1986, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
Sævar Jónsson
Boltinn
skaust í
bleytunni
Frá Quðjóni Amgrfmtsyni, fróttarhara
Morgunblaðsins í Austur-Þýskalandi.
„BOLTINN skaust I blautu gras-
inu og allt í einu var maðurinn
kominn einn innfyrir. Auðvitað
átti hann ekki að geta það, og
auðvitað var eitthvað að gœsl-
I ~i unni á honum og varagœslunni,
en svona er knattspyrnan," sagði
Sævar Jónsson um markið í upp-
hafi leiksins.
Þjóðverjar
harðir
Frá Quðjónl Amgrímssyni, fróttarftara
Morgunblaðsins f Austur-Þýskalandi.
AUSTUR-Þjóðverjar léku mjög
fast gegn íslendingum, sérstak-
lega í fyrri hálfleik. Þá fengu
fslendingar sextán aukaspyrnur,
en Þjóðverjar eilefu. Fjórir leik-
menn fengu gula spjaldið, Sævar,
Ágúst Már, Pétur Ormslev og
einn Þjóðverjanna.
Sigur eftir
55 ára bið
Frá Jóhanni Inga Gunnarssynl, frétta-
manni Morgunblaðsins f V-Þýska-
landi.
AUSTURRÍKI sigraði Vestur-
Þjóðverja, 4:1, í vináttulands-
leik í knattspyrnu f Vínarborg
f gærkvöldi. Þetta var í fyrsta
sinn í 55 ár sem Austurríkis-
menn sigra Vestur-Þjóðverja
í landsleik í knattspyrnu. 55
þúsund áhorfendur fylgdust
með leiknum sem fram fór
nýjum knattspyrnuvelli og var
fögnuður þeirra mikíll eins og
gefur að skilja.
Vestur-Þjóðverja réðu gangi
leiksins fyrstu 55 mínúturnar
en þá tóku heimamenn leikinn
í sínar hendur. Polster skoraði
fyrsta markið á 58. mín. úr víta-
spyrnu, Rudi Völler jafnaði fyrir
Þjóðverja stuttu seinna. Dóm-
arinn sem var frá Ítalíu, dæmdi
síðan aðra vítaspyrnu á Vest-
ur-Þjóðverja og var hún mjög
vafasöm. Polster skoraði af
öryggi úr henni. Síðan bætti
Kievast við tveimur mörkum við
fyrir heimamenn áður en flaut-
að var til leiksloka.
ADN/simamynd
• Rainer Ernst reynir hér markskot f leik Austur-Þýskalands og íslendinga f Karl Max Stadt f gærkvöldi. íslensku varnarmennirnir, Gunnar
Gíslason og Sævar Jónsson eru til varnar. Úrslit leiksins verða að teljast sanngjörn miðað við gang leiksins.
_ Slæm byrjun setti
íslendinga útaf laginu
— en sigur Austur-Þjóðverja var sanngjarn
Frá GuAjóni Arngrfmssyni, fráttaritara Morgunblaósins f Austur-Þýskalandi.
„VIÐ höfum sjaldan verið jafn svekktir eftir landsleik og núna. Það
eru okkur hræðileg vonbrigði að hafa tapað hér, þetta er lið se.m við
eigum að geta unnið á góðum degi,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrirliði
fslenska landsliðsins eftir leikinn í Karl Marx Stadt í gærkvöldi.
Engin óheppni
— sagði Sigfrid Heid
Frá Guðjóni Arngrímssyni, fróttaritara Morgunblaðsins f Austur-Þýskalandi.
„NEI, við vorum ekki óheppnir að
fá á okkur fyrsta markið, það kom
eftir slæm varnarmistök. Ef lið á
að eiga mögulaika f leik sem
þessum verða leikmennirnir að
halda einbeitingu sinni f nfutfu
mínútur. Nokkurra sekúndna
svefn nægir til að tapa leik,“
sagði Sigi Held, landliðsþjálfari.
„Thom fékk tækifæri til að
leggja boltann fyrir sig eftir þessa
löngu sendingu og það ætti ekki
að vera hægt í fandsleik.
En þarna spilar inní aö íslensku
varnarmennirnir hafa ekki leikið
einn einasta leik í langan tíma og
þó þeir hafi æft vel nægir það
ekki. Það tók liðiö í heild allt of
langan tíma að komast inn í leikinn.
Síðara markið kom af því að við
sóttum svo mjög, og ég áfellist
ekki strákana þess vegna. Allir
börðust vel í leiknum. En Austur-
Þjóðverjar áttu sigurinn skilið, á
því erenginn vafi,“ sagði Sigi Held.
Evrópukeppnin í knattspyrnu:
Jafntefli í Bern
SVISS og Portúgal gerðu jafn-
tefli, 1:1, f Evrópukeppni lands-
liða f knattspyrnu f Bern í
gærkvöldi. Þessi lið leika f 2. riðli.
Sviss hafði forystu í hálfleik með
marki Georges Bregy. Adao jafn-
aði síðan fyrir Portúgal á síðustu
mínútu leiksins.
Undankeppni OL:
Tékkar sigruðu
TÉKKAR unnu Belga 2:0 í
gærkvöldi í E-riðli undan-
keppni Ólympíuleikanna í
knattspyrnu 1988.
Leikurinn fór fram í Prag að
viðstöddum aðeins þúsund
áhorfendum, sem sáu Peter
Herda skora bæði mörkTékka.
• Bemd Stange var ánægður
með leik sinna manna.
íslenska liðið tapaði 2—0 í hörð-
um leik, eins og sjónvarpsáhorf-
endur sáu í gær, var sá sigur
fyllilega sanngjarn. Þjóðverjarnir
sköpuðu sér mun fleiri færi en ís-
lendingar, nýttu tvö þeirra og það
er það sem skiptir öllu máli í knatt-
spyrnu.
En Atli hafði rétt fyrir sér að því
leyti að Þjóðverjarnir fengu óska-
byrjun, skoruðu strax á 4. mín.
Markið kom eftir að íslendingar
höfðu náð efnilegri sókn. Boltinn
barst fyrir mark Þjóðverja, en rétt
utan við markteig var hreinsað frá,
sparkað hátt í loft upp og alveg
yfir á vallarhelming íslendinga. Eitt
augnablik frusu ísiensku varnar-
mennirnir, það var nóg til þess að
langbesti leikmaður Þjóðverja,
Andreas Thom, gat stungið sér á
milli þeirra, hann vann kapphlaupið
og renndi boltanum af öryggi fram-
hjá Bjarna í markinu.
íslendingar höfðu ætlað leiknum
að þróast öðruvísi. Hugmyndin var
að leika stífan varnarleik framanaf,
halda hreinu og setja þar með
pressu á Austur-Þjóðverja, það
gæfi tækifæri til skyndisókna. Eftir
markið þurfti íslenska liðið að sjálf-
sögðu að leggja áherslu á að
sækja. En Þjóðverjarnir gáfu á sér
fá færi, þeir voru stöðugt ógnandi
og Bjarni Sigurðsson þurfti hvað
eftir annað að verja þrumuskot
þeirra.
Upp úr miðjum síðari hálfleik
hafði íslenska liðið hins vegar náð
góðum tökum á miðvellinum og
þá fengum við okkar hættulegustu
færi, Sævar náði ekki að skjóta á
markteig eftir aukaspyrnu, og
Ómar skaut yfir úr dauðafæri á
vítapunkti.
Á síðustu mínútu, þegar
íslenska liðið hafði ailan hugann
við sóknina, tryggðu Þjóðverjar sér
sigurinn. Andreas Thom lék lag-
lega inn í teiginn vinstra megin,
gaf lágan bolta fyrir og Kirsten gat
ekki annað en skorað að tveggja
metra færi.
Thom var bestur Þjóðverja í
leiknum og besti maður vallarins.
Geysilega leikinn og skemmtileg-
ur. Atli, Pétur, Arnór og Ómar að
ógleymdum Bjarna í markinu stóðu
sig best íslendinga. En leikurinn í
heild verður varla eftirminnilegur.
Islenska liðið hefur ekki efni á því
í leik sem þessum að vera án
þriggja sinna bestu manna, Ás-
geirs, Lárusar og Péturs Péturs-
sonar.
Erfiður en góður leikur
— sagði Bernd Strange
Frá Guðjóni Arngrímssyni, fróttaritara Morgunblaðsins f Austur-Þýskalandi.
„VIÐ þurftum að hafa mikiö fyrir
þessum sigri. Slakur árangur
undanfarið gerði þaö að verkum
að við lékum undir miklum þrýst-
ingi. Sem betur fer skoruðum við
f upphafi og þá lótti mór,“ sagði
Bernd Strange, landsliðsþjálfari
Austur-Þjóðverja, í samtali við
Morgunblaðið.
„Við fundum vel fyrir islending-
um og við álítum frammistöðu
okkar hér mjög góða. Ég er líka
sérlega þakklátur þeim 18 þúsund
áhorfendum sem hvöttu okkur vel.
Leikur Andreas Thom í kvöld var
á heimsmælikvarða og ef við hefð-
um þrjá til fjóra slíka leikmenn þá
væri austur-þýsk knattspyrna ekki
í vanda.
Mér þóttu Atli Eðvaldsson og
Arnór Guðjohnsen bestu leikmenn
íslenska liðsins og fyrir þeim þurft-
um við mest að hafa. Einnig var
Pétur Ormslev góður í upphafi,"
sagði Bernd Strange.
1