Morgunblaðið - 30.10.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 30.10.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 63 • KHstján Sigmundsson varði einstaklega glœsilega í gœrkvöldi en því miður dugði það ekki. Hér ver hann frá Borchardt af línunni. Morgunblaðið/Einar Falur Grátlegar lokamínútur — og naumt tap gegn Austur-Þjóðverjum þrátt fyrir stórleik Kristjáns LOKAMÍNÚTURNAR í landsleik íslands og Austur-Þýskaiands í gœr- kvöldi munu eflaust lifa lengi í minningunni -en því miður ekki vegna þess hversu góðar þœr voru. íslenska landsliðið í handknattleik tap- aði þá niður unnum leik. Staðan var 20:17 þegar 2 mínútur voru til leiksloka en á þessunt tíma tókst þeim þýsku að skora fjögur mörk og unnu leikinn 20:21. Hreint ótrúlegt og mjög svekkjandi fyrir lands- liðið í heild, áhorfendur og ekki síst Kristján Sigmundsson sem sýndi hvers hann er megnugur í gœrkvöldi. Markvarsla hans var eins og hún geríst best f heiminum. Þýskir komust 2:0 yfir gegn rauðklæddum íslendingum strax á fyrstu mínútum leiksins eri okkur tókst að jafna 3:3. Jafnt var á flest- um tölum þar til þeir þýsku náðu 7:10 forystu er leikið haföi verið í 17 mínútur. Síöustu mínútur síðari hálfleiks héngu Þjóðverjar á knettinum í um 5 mínútur án þess að dæmd væri á þá töf! Ekkert mark var skorað síðustu 6 mínútur fyrri hálfleiksins og það var ekki fyrr en á þriðju mínútu þess síðari sem okkurtókst að jafna 12:12. Staðan í leikhléi var 11:12. Þorgils Óttar fór á kostum í síðari hálfleik og skoraði þá fimm mörk af línunni. Greinilega í miklu formi strákurinn. ísland komst 16:13 yfir með góðum leik en síöan jafna þeir þýsku 16:16 en okkar mönnum tókst að breyta stöðunni í 20:17 við gífurleg fagnaðarlæti áhorfenda. Það var ekki síst rosaleg markvarsla Kristjáns sem skóp þennan mun. Á stuttum tíma varði hann sjö skot. Eitt víti, þrjú línu- skot og þrjú skot úr hraðaupp- hlaupum þar sem hann var einn á móti einum! Vítakastið varði hann með efri vörinni og nefinu og verð- ur eflaust bólginn næstu daga. Hann vankaðist aðeins en mátti þó ekki vera að því að fara útaf og það kunnu áhorfendur að meta. Hinum sorglega lokakafla hefur þegar verið lýst en því má þó bæta viö að sóknarleikurinn á þessum tíma var hryllilegur. Mikið óðagot var á leikmönnum og ótímabær skot, sérstakelga hjá Sigurði Gunnarssyni, gerðu það að verkum að Þjóverjar náðu að vinna leik sem ekki átti að vera hægt að tapa. Þeir léku maður á mann út um allan völl eftir að þeir skoruðu sitt 18. mark og 93 sek- úndur voru til leiksloka. Þetta gekk upp hjá þeim og trúlega betur en þeir höfðu búist við. Leikur íslands í tölum: Kristján stórkostlegur Kristján Sigmundsson varði hreint stórkostlega og sýndi mark- vörslu eins og hún gerist best. Hann lék síðustu 40 mínúturnar og varði alls 13 skot, þar af 8 af línu og eitt vítaskot. Þorgils Óttar Mathiesen skor- aði 6 mörk í 8 skottilraunum, en markvörðurinn varði 2. Fyrirliðinn átti eina sendingu, sem gaf mark. Sigurður Gunnarsson átti 17 skot í leiknum, skoraði 6 mörk og þar af 3 úr vítaskotum. Markvörð- urinn varði 4 skot frá Sigurði, vörnin 4, en 3 misstu marks. Sig- urður glataði knettinum einu sinni, átti 2 misheppnaðar sendingar, en 4 góðar sendingar gáfu mörk. Krístján Arason skoraði 4 mörk í 8 tilraunum, en Jörg Hermann varði 4 skot. Þrjár góðar sendingar frá Kristjáni gáfu mörk, en hann átti eina misheppnaða sendingu. Geir Sveinsson skaut einu sinni og skoraöi, en missti knöttinn einu sinni í hendur andstæðinganna. Valdimar Grímsson var meö 100% skotnýtingu og skoraði eitt mark. 2 góðar sendingar hans gófu mörk, hann „stal“ knettinum einu sinni, en missti knöttinn einn- ig einu sinni og átti 2 misheppnað- ar sendingar. Jakob Sigurðsson skaut þrisvar að marki, lét verja hjá sér tvisvar, en skoraði eitt mark. Páll Ólafsson skoraði eitt mark í 6 tilraunum. Hermann varði 3 skot, vörnin eitt og eitt missti marks. Páll „stal“ knettinum 4 sinnum og átti eina góða send- ingu, sem gaf mark. Guðmundur Guðmundsson lét markvörðinn verja eina skotið, en hann átti eina góða sendingu, sem gaf mark, og „stal“ knettinum einu sinni. Júlfus Jónasson skaut einu sinni í stöng og vörnin varði einu sinni frá honum. Hann „stal“ knettinum einu sinni, en átti 2 misheppnaðar sendingar. Einar Þorvarðarson varði alls 5 skot, þar af tvö af línu. Góður leikur Leikur íslenska liðsins var góður mest allann tímann og mjög góður á stundum. Varnarleikurinn var góður en þó komu tímabil, sem betur fer stutt, þar sem menn voru ekki nógu samtaka í vörninni. Markvarslan hjá Kristjáni verður lengi í minnum höfð. Hún var í einu orði sagt: stórkostlegl Sóknarleikurinn var lengst af góður. Það var ekki fyrr en síðustu mínúturnar sem allt fór í baklás. Páll lék á miðjunni framan af en varð að fara útaf i fyrri hálfleik en kom inná aftur eftir leikhlé og stóð sig vel. Sigurður Gunnarsson var allt í öllu og átti mjög góðan leik -ef undan eru skyldar síðustu tíu mínúturnar. Sorglegt fyrir hann hvernig leikurinn fór þar sem hann hafði ieikiö vel en tapaði síðan leiknum „upp á mitt einsdæmi", eins og hann orðaði það sjálfur eftir leikinn. Kristján Arason var sterkur, bæði í sókn og vörn, Þorgils Óttar lék vel í vörninni og frábær í sókn- inni í síðari hálfleik. Enginn átti dapran leik að þessu sinni en þó vantaði meiri ógnun í hornunum. Guðmundur var ágætur í vinstra horninu en varð að fara útaf um miðjan síðari hálfleik með löngu- töng úr liði. Valdimar var alls ekki nógu ógnandi í hinu horninu. Júlíus lék vel í vörninni og hann á eftir að verða enn betri eftir því sem árin líða. Jakob kom inná fyrir Guðmund í lokin og stóð sig vel. Einar byrjaði í markinu en það gekk ekki upp hjó honum að þessu sinni og Kristján tók stöðu hans um miðjan fyrri háleikinn. Héðinn lék lítið með en Geir Sveinsson spjaraði sig vel í vörninni. Það var geysileg barátta í leik- mönnum islands í þessum leik og allir gerðu sitt besta. Leikkerfi gengu vel upp og alit útlit fyrir sig- ur eins og áður segir. Fallegar línusendingar frá Sigurði, Kristjáni, Páli og Valdimar og reglulega skemmtilegur leikur. Allir leikmenn liösins voru greinilega ákveðnir í að vinna þennan leik, en... íslensku leikmennirnir voru aldr-— ei reknir af leikvelli en þeir þýsku í fjórar mínútur. Dómarar voru þeir Broman og Blademo og frá Svíþjóð og voru þeir okkur frekar hliðhollir. Mörk fSLANDS: Þorglls Óttar Mathies- en 6, Siguröur Gunnarsson 6/3, Kristjðn Arason 4, Valdimar Grímsson, Páll Ólafs- son, Geir Sveinsson og Jakob Sigurðsson eitt mark hver. Mörk A-ÞÝSKALANDS: Borchardt 6/1. Wahl 4, Wiegert 3, Schnell 3, Winselmann 2, Hahn 2, Dreyer 1. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.