Morgunblaðið - 30.10.1986, Síða 64
SEGÐU
[RNARHÓLL
PEGAR
EERÐ ÚTAÐ BORÐA
----SÍMI18833---
ffjgmtfrlitfetfe
STERKTKDRT
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Byggingakostnaður nýju mjólkur-
stöðvarinnar:
Hækkar mjólkurverð
-vegna aukins fjár-
magnskostnaðar?
STJÓRNENDUR Mjólkur-
samsölunnar í Reykjavík
geta ekki gefið ákveðin svör
við því hvaða áhrif bygging-
arkostnaður nýju mjólkur-
stöðvarinnar á Bitruhálsi,
sem vígð var á laugardag,
muni hafa á mjólkurverðið.
Helst er á þeim að skilja að
útsöluverð mjólkur þurfi að
• hækka vegna aukins fjár-
magnskostnaður í vinnslulið
verðlagningarinnar.
Á blaðamannafundi sem hald-
inn var á Bitruhálsi vegna
vígslunnar á laugardag spurði
blaðamaður Morgunblaðsins um
áhrif nýbyggingarinnar á verðið.
Guðlaugur Björgvinsson for-
stjóri Mjólkursamsölunnar sagði
að of snemmt væri að fullyrða
um það. Flutt hefði verið inn í
húsið rétt áður en sumarleyfi
starfsfólks hófust í vor og því
hefðu hagræðingarverkefni orð-
ið að bíða. Því væri ekki ljóst
hvað hagræðingin skilaði mikilli
Iækkun rekstrarkostnaðar. Hins
vegar væri það ljóst að fjár-
magnskostnaður fyrirtækisins
stórhækkaði, en það væri von
manna að hann hefði sem minnst
áhrif á mjólkurverðið.
Páll Torfi Önundarson læknir:
Ekki þörf á nýjum lækn-
um næstu 10-15 árin
290 læknar við sémám erlendis og
700 starfandi hér heima
ÞAÐ er ljóst að mikið of-
framboð verður af íslensk-
um læknum um árabil segir
í grein Páls Torfa Önundar-
sonar um atvinnuhorfur
lækna hér á landi fram til
ársins 2010 sem birt er í
Morgunblaðinu í dag. í
__greininni segir einnig að
fullyrða megi að næstu
10—15 árin verði ekki
beinlínis þörf á að útskrifa
lækna frá læknadeildinni til
að fullnægja vöntun á lækn-
um. Verður ódýrast og
auðveldast að leita til þeirra
lækna sem þegar eru fyrir
hendi í stað þess að sóa
mannafla og fjárfestingu
eins og gert er nú.
Gagnrýnir Páll Torfi andvara-
leysi íslenskra lækna og stjóm-
valda, hvað atvinnuhorfur lækna
varðar og segir að nú þegar starfi
,>jjtnargir læknar á erlendri grund
að loknu sémámi, þar sem vinnu
sé ekki að fá á Fróni. Hann segir
að nú séu 290 læknar við sémám
erlendis, og eigi sú tala eftir að
hækka mjög á næstu ámm. Páli
Torfí gagnrýnir ennfremur fram-
tíðarspá læknafélaganna um
atvinnuhorfur lækna á íslandi, og
segir hana vera bjartsýnisspá.
Páll Torfí segir að í dag séu
700 læknar starfandi hér á landi
og að ekki sé hægt að gera ráð
fyrir að á næstu 5—6 árum losni
300 stöður lækna hér heima, fyrir
þá sem eru við sémám erlendis.
Þá segir hann að ekki hafí verið
reiknað með þeim líklega 150
læknum sem fari til sémáms er-
lendis á næstu 10 ámm, af þeim
360 sem að líkindum útskrifast á
því tímabili.
_ Páll Torfí fullyrðir að mikill
Qöldi læknanema á undafömum
árum hefði farið í annað nám,
hefðu þeir við upphaf námsins
haft rökstudda leiðsögn um at-
vinnuhorfur að námi loknu.
Leggur hann til að varaforði
lækna verði nýttur næstu 10—15
árin og að starfsemi læknadeildar
Háskóla íslands verði í lágmarki,
þannig að ekki verði útskrifaðir
nema 5—10 læknar árlega.
Sjá nánar grein eftir Pál
Torfa Onundarson á
miðopnu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Krakkamir, sem staddir voru á annarri hæð hússins og i risi
þegar viðvðrunarbjallan hringdi, urðu að renna sér niður
brunarennibraut með aðstoð kennara sinna
120 böm útá tæpri 1V2 mínútu
NEMENDUR Vesturbæjarskóla tóku þátt í árlegri brunaæfingu
í gærmorgun og tókst börnunum að koma sér út úr skólanum
á einni minútu og tuttugu sekúndum.
Vesturbæjarskólinn var byggður fyrir aldamót, árið 1898. Skól-
inn hefur starfað í húsinu síðan 1958, en brýn þörf er á nýju
kennsluhúsnæði, að sögn skólastjórans, Kristínar G. Andrésdóttur.
Davíð Oddsson, borgarstjóri, hefur gefíð vilyrði sitt fyrir nýju
skólahúsnæði haustið 1988 og mun Skólamálaráð beita sér fyrir
því að það loforð verði efnt, að sögn Kristínar.
Sjá frásögn á bls. 34
Álafoss hf:
Peysur úr ís-
lensku ullar-
bandi prjón-
aðar í Kína
ÁLAFOSS hf. ætlar að
senda til Kina ullarband og
láta pijóna úr þeim hand-
pijónapeysur í tilrauna-
skyni.
Kostnaður við pjónaskap við
hveija peysu er fjórfalt til fímm-
falt lægri í Kína en hér á landi.
Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri
Álafoss segir að handbragð í
kínverskum pijónaverksmiðjum,
sem hann hefur skoðað, sé með
ágætum. Ingjaldur var staddur
í Kína með íslensku viðskipta-
sendinefndinni.
Ef tilraunin tekst vel kemur
til álita að Álafoss láti pijóna í
Kína peysur sem fara á erlendan
markað, vegna þess að vinnu-
laun eru þar mjög lág og
framleiðslan því mjög hagkvæm.
Ingjaldur segist ekki búast við
að þetta hafí teljandi áhrif fyrir
íslenskar pijónakonur.
Sjá nánar viðskiptablað
Bl.
Snjóflóð við
Strákagöng
TVÖ lítil snjóflóð féllu í gær
um klukkan 20 Siglufjarðar-
megin við Strákagöng. Fyrst
eftir að snjóflóðin féllu var
talin hætta á að fleiri fljóð
féllu og var send út viðvörun
þess vegna.
Frost fór harðnandi í gær-
kveldi og var vonast til að við
það drægi úr snjóflóðahættu.
Engin óhöpp urðu við þessi snjó-
flóð.
Bandaríkjamarkaður:
Hækkun á verði fisk-
afurða er allt að 47%
MIKLAR verðhækkanir hafa
orðið á íslenskum fiskafurðum á
Bandarfkjamarkaði það sem af
er þessu ári. Má i því sambandi
nefna, að grálúðubiokkin hefur
hækkað um 46,2% í dollurum
talið frá því í janúar siðastliðnum
og ufsablokkin um 44,6% á sama
tíma. Aðrar fisktegundir hafa
hækkað minna þótt þar sé einnig
um verulegar hækkanir að ræða.
Þannig hefur þorskblokk og
ýsublokk hækkað um 15,4% og
þorskflök á bilinu 10% til 27%,
en verð þeirra er misjafnt eftir
pakkningum.
Að sögn Eysteins Helgasonar,
forstjóra „Iceland Seafood Corpor-
ation“, dótturfyrirtækis SÍS í
Bandaríkjunum og Magnúsar Gúst-
afssonar, forstjóra „Coldwater",
sölufélags Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna, hafa samsvarandi
verðhækkanir á fiskafurðum ekki
áður orðið á svo skömmum tíma í
Bandaríkjunum og má rekja ástæð-
una til aukinnar eftirspumar og þó
einkum minnkandi framboðs á físki
á Bandaríkjamarkaði.
Hækkanir á einstökum fiskteg-
undum á Bandaríkjamarkaði það
sem af er árinu eru sem hér segir:
Þorskblokk 15,4%, ýsuflök 9,7%,
ýsublokk 15,4%, steinbítsflök
12,2%, roðlaus karfí 32.2%, karfí
með roði 25%, ufsaflök 34,7%,
ufsablokk 44,6%, lúðuflök 10%, grá-
lúðuflök 25,1% og grálúðublokk
46,2%. Hækkanir á þorskflökum
eru mismunandi eftir pakkningum.
Magnús Gústafsson sagði að hér
væri um umtalsverðar hækkanir að
ræða, ekki síst í ljósi þess, að mat-
væli hefðu hækkað tiltölulega lítið
í verði í Bandaríkjunum að undan-
fömu. „Við skulum vona að ekki
hafí verið farið of geyst í þessar
hækkanir og að þær muni halda
þegar fram í sækir", sagði Magnús.
Eysteinn Helgason sagði að þótt
þessi þróun væri vissulega ánægju-
leg hefðu menn þó af því vissar
áhyggjur að þessar verðhækkanir
gætu leytt til samdráttar í fisk-
neyslu og því haft öfug áhrif þegar
til lengri tíma væri litið. Hugsan-
legt væri, að við endurmat veitinga-
húsanna á matseðlum, kæmi í ljós
að fiskur væri orðin of dýr miðað
við aðrar fæðutegundir og þvi gæti
svo farið að fiskur hyrfí af matseðl-
um veitingahúsanna ef sú yrði
niðurstaðan. „Þótt þessar verð-
hækkanir hafí mætt lítilli mót-
spymu enn sem komið er eigum
við kannski eftir að sjá afleiðingar
þeirra seinna, í lok þessa árs eða í
byijun hins næsta, þótt ekki sé
hægt að segja neitt um það á þessu
stigi og við vonum auðvitað það
besta", sagði Eysteinn.