Morgunblaðið - 08.11.1986, Síða 9

Morgunblaðið - 08.11.1986, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 1986 B 9 þegar slakað var á klónni og gömlu harðlínumennimir komust í varnar- stöðu, og eftirmaður hans var valinn Imre Nagy, einn fárra and- stæðinga hans sem voru enn á lífí. Nagy aðhylltist svipaðar skoðan- ir og Georgi Malenkov, hinn nýi forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, vildi að neyzluvöruframleiðsla gengi fyrir þungaiðnaði og reyndi að taka upp sveigjanlegri stefnu í efnahagsmálum. Það háði hins veg- ar Nagy að Rakosi hélt stöðu sinni sem framkvæmdastjóri flokksins og í apríl 1955 var hann sakaður um “hægrivillu" og sviptur starfí for- sætisráðherra, stöðum sínum í flokknum og flokksskírteini sínu. Rakosi varð aftur forsætisráðherra og gegndi því starfí þar til í júlí 1956. Andstaða Ungveija gegn heljar- tökum Rússa harðnaði þegar Krúsjeff fordæmdi Stalín á 20. þingi sovézka kommúnistaflokksins í fe- brúar 1956. Kröfur ungverskra verkamanna og menntamanna urðu háværari. Verkamennimir kröfðust þess að kjör þeirra yrðu bætt og að áhrif þeirra á stjóm verksmiðja þeirra yrði aukin með með stofnun verkamannaráða. Menntamenn mættu á fundi í nýstofnuðum “Pe- töfí- hring“, sem var kenndur við eina af hetjum ungversku byltingar- innar 1848. Andófsmennimir nutu góðs af því að Tito Júgóslavíufor- seti hafði greinilega samúð með þeim. Vegna harðnandi gagnrýni á Rakosi samþykktu Rússar brott- vikningu hans í júlí 1956, skömmu eftir að flokksblaðið “Fijáls þjóð“ (“Szabad Nep“) hafði snúizt gegn honum, og skipun Gerös í hans stað, en andófsöflunum og Tito var ekki síður í nöp við hann. Hann reyndi að streitast gegn kröfum Ungveija um bætt kjör, meira málfrelsi og aukin samskipti við vestræn ríki, en með litlum árangri. í október samþykkti ungverski kommúnistaflokkurinn að Rajk skyldi fá upp- reisn æm og þegar lík hans var aftur borið til grafar við hátíðlega athöfn var efnt til almennra mótmæla gegn stalín- isma. NAGY TEKUR VIÐ Þegar þær fréttir bárust 21. október að Wladyslaw Gomulka, “þjóðlegur kommún- isti“, væri aft- ur kominn til valda í Póllandi var það talið benda til þess að fijáls- lyndari stefna yrði tekin upp í Austur-Evrópu og Ungveijar fóru að kreijast þess að Imre Nagy fv. forsætisráðheiTa tæki aftur við völdunum og ftjálsræði yrði aukið. Nagy var aftur tekinn í flokkinn og eftir víðtækar mótmæleaðgerðir stúdenta og verkamanna gegn stjóm Gerös varð hann forsætis- ráðherra 24.október. Valdataka Nagys vakti mikinn fögnuð og leiddi til þess að þúsund- ir pólitískra fanga voru látnir lausir.. Blöðin fóru að birta ítar- legri og nákvæmari fréttir af innlendum og erlendum vettvangi, rætt var um stofnun nýrra stjóm- málaflokka og afnám alræðis kommúnista og Qöldi Ungveija fékk að fara úr landi. Hefðu Rússar talið nauðsynlegt að skerast í leikinn í Ungveijal- andi, ef Nagy hefði látið við það sitja að koma á takmörkuðum um- bótum innanlands, aðallega í efnahagsmálum, og ekki rejmt að breyta utanríkisstefnunni? Miðað við reynsluna af því sem gerðist í Tékkóslóvakíu 12 árum síðar má telja líklegt að Rússar hefðu gripið til ihlutunar í Ungveij- alandi, þótt Nagy hefði ekki gengið eins langt og hann gerði. En íhlutun Rússa í Ungveijalandi 1956 var sennilega óhjákvæmileg vegna þess að það virtist vilji meirihluta þjóðar- innar að landið segði sig úr Varsjár- bandalaginu og tæki upp hlutleysis- stefnu. Síðan hafa Ungveijar forðazt að hugsa um slíkt, en reynt að auka svigrúm sitt að öðru leyti. GH óeirðimar, sem hafa geisað í Búda- pest, koma fljótt á lögum og reglu á ný og búa í haginn fyrir friðsam- lega uppbyggingu." Hegedus fór með skjalið til Nag- ys, en hann lét ekki blekkjast. Hann hafði samþykkt upphaflegu beiðn- ina, þar sem hún virtist skynsamleg eins og þá stóð á, en nú gegndi öðm máli og hann neitaði að undir- rita. Hegediis gramdist þessi afstaða Nagys og fannst hún “svívirðileg." Hann undirritaði því skjalið sjálfur og sendi það til sovézka sendiráðs- ins. “LANDSTJÓRI" Andropov var háttsettur starfs- maður leynilögreglunnar NKVD, auk þess sem hann var sendiherra Rússa. Hann talaði ágæta ung- versku auk margra annarra tungu- mála. Hann hafði verið í Búdapest síðan 1953 og var að heita má land- stjóri Rússa í Ungveijalandi þegar uppreisnin var gerð. En Andropov var talinn hlynntur Ungveijum og gerði sér t.d. far um að kynna sér skoðanir verkamanna. Hann hafði lítið álit á Nagy og taldi hann skorta “aga.“ Hann var dygg- ur “kerfísmaður" eins og Kadar og taldi völd skipta meira máli en hug- sjónafræði. Seinna viðurkenndi Andropov að sér hefðu orðið á nokkur mistök í Búdapest. “Það er ekki rétt að kenna Ungveijum, hvað þá Vestur- veldunum, um uppreisnina," sagði hann.“Við Rússar berum hluta ábyrgðarinnar." Rússar töldu upp- reisnina glæp, en innrásina óhjá- kvæmilega. Ungveijar voru á þveröfugri skoðun. GH Heimild: David Irving, “Upris- ing!“ (London, 1981). Honda Prelude árg. 1987 Til sölu ókeyrð Honda Prelude árg. 1987, 5 gíra. Helsti aukabúnaður er: vökva- og veltistýri, stereóút- varp með kassettutæki, slökkvitæki, rafm. sóllúga, Metalick lakk og rafmagnsloftnet. Bíllinn selst á mjög góðum kjörum. Nánari upplýsing- ar í símum 29440 og 18178. ARCTICCAT VÉLSLEDA- SÝNING I DAG 8. NÓVEMBER Þá eru villikettirnir komnir á kreik og þeir hafa hreiðrað um sig að Suðurlandsbraut 12, þar sem þér gefst tækifæri til þess að skoða þessa frá- bæru farkosti. ARCTIC CAT: ELTIGREárg. '87 ca. 94 hö . Kr. 418.500,- PANTHERA árg. '87 ca. 72 hö v. m. rafstarti Kr. 362.000,- COUGAR árg.’87 ca. 56 hö ....... Kr. 319.000,- CHEETAH F/C árg.'87 ca. 56 hö .. Kr. 349.000,- CHEETAH L/C árg.'87 ca. 94 hö .. Kr. 436.000,- Verð til björgunarsveita: CHEETAH F/C árg. '87 ca. 56 hö . Kr. 184.800,- CHEETAH L/C árg.’87 ca. 94 hö .. Kr. 220.600,- Ofangreint verð er miðað við gengi í dag og háð breytingum. Bein lína í bíla- og vélsleðasöluna er 84060. Vélsleðasalan BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. 84060 £> 38600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.