Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987 49 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Útflutningsráð íslands óskar að ráða viðskiptafulltrúa. Verksvið: Annast framkvæmdir þeirra verkefna sem Útflutningsráðið ákveður að framkvæma á meginlandi Evrópu. Fylgjast með þróun á markaðnum og möguleikum íslenskra útflytj- enda á markaðssvæðinu. Aðstoða íslensk útflutningsfyrirtæki við markaðssetningu á svæðinu. Svæði: Meginland Evrópu með áherslu á Þýskaland í upphafi. Kröfur: Frumkvæði, samstarfshæfileikar og minnst 5 ára reynsla úr atvinnulífinu. Viðskipta- menntun og gott vald á ensku og þýsku. Ráðningartími: 3 ár með möguleika á 2ja ára framlengingu. Upplýsingar og starfslýsing fást á skrifstofu Útflutningsráðs Islands. Skriflegar umsóknir sendist til: Útflutningsráð íslands, Lágmúla 5, pósthólf8796, 128 Reykjavík, merkt: „Viðskiptafulltrúi" fyrir 18. febrúar 1987. Starf á rannsóknastofu Ullariðnaður Sambandsins á Akureyri óskar eftir ráða mann til starfa á rannsóknastofu. Starfið er fólgið í ýmiss konar efnafræði- legri meðhöndlun á ull og vörum úr ull og tengist framleiðslu, framleiðslueftirliti og vöruþróun. Hér er um að ræða ábyrgðar- starf sem krefst nákvæmni og samviskusemi. Við leitum að vandvirkum og duglegum starfsmanni með grunnþekkingu í efnafræði, t.d. úr náttúrufræðideild menntaskóla eða hliðstæða menntun. Við bjóðum framtíðarstarf á góðum launum, ásamt menntun og þjálfun hérlendis og erlendis. Umsóknir sendist starfsmannastjóra, Glerár- götu 28, 600 Akureyri fyrir 11. febrúar nk. og veitir hann nánari upplýsingar í síma 96-21900. Fóstrur Fóstrur óskast til starfa á dagvistarheimili Hafnarfjarðar. Fóstru í heila stöðu á dag- heimilið Víðivelli. Fóstrur eftir hádegi á leikskólana Arnarberg, Álfaberg, Norðurberg og Smáralund. Upplýsingar um störfin veita forstöðumenn viðkomandi heimila og dagvistarfulltrúi í síma 53444 hjá félagsmálastofnun Hafnarfjarðar. Félagsmálastjóri Hafnarfjarðar. VERKAMANNABÚSTAÐIR í REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 30, 108 REYKJAVÍK SÍMI 681240 Járnamann — verkamenn Viljum ráða vanan járnamann og verkamenn nú þegar við framkvæmdir okkar í Grafar- vogi. Mikil vinna framundan. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar hjá verkstjórum í síma 671773. Stjórn Verkamannabústaða. Byggingar- verkfræðingur eða byggingartæknifræðingur óskast til starfa hjá Eskifjarðarkaupstað í stöðu bæj- artæknifræðings. Starfssvið: Yfirumsjón með skipulagsvinnu, hönnun og eftirlit með framkvæmdum á veg- um bæjarins. Ýmis áætlanagerð s.s. varð- andi skipulagsmál og verklegar framkvæmd- ir. Framkvæmd byggingarreglugerðar. Tillögur um lóðaþörf og upplýsingar vegna lóðaúthlutana. Ýmiss önnur verkefni. Starfið er laust strax eða eftir nánara sam- komulagi. Einbýlishús er til staðar. íbúafjöldi á Eskifirði er ca 1050 manns. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir merktar: „Eskifjörður" til Ráðningarþjónustu Hafvangs hf. fyrir 12. febrúar nk. Hagvangur hf RÁÐNINCARPJÓNUSTA GRENSÁSVECI 13, 108 REYKJAVIK Sími: 83666 Skrifstofumaður óskast Samband íslenskra bankamanna óskar að ráða skrifstofumann í fullt starf. Hér er um fjölbreytt starf að ræða sem er m.a. fólgið í almennum skrifstofustörfum, s.s. ritvinnslu, bókhaldi, símavörslu o.fl., ásamt þátttöku í almennum félagsstörfum og samskiptum við félagsmenn SÍB. Um starfskjör fer eftir kjarasamningi SÍB og bankanna, en laun verða greidd samkv. 11. launaflokki. Viðkomandi starfsmaður þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Umsóknum skal skila á skrifstofu SÍB í Tjarn- argötu 14 fyrir 10. febrúar nk. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í símum 26944 og 26252. SÓMASAMLOKUR Starfstúlkur óskast í samlokugerð. Vinnutími frá kl. 6.30-15.30 og annanhvern laugardag. Einungis traustar og áreiðanlegar stúlkur koma til greina. Upplýsingar gefnar á staðnum, ekki í síma, milli kl. 12.00 og 14.00 næstu daga. Sómi, Hamraborg 20, Kópavogi. Sumarbúðirnar Vestmannsvatni auglýsa: Okkur vantar fólk til starfa í sumar: 1. Sumarbúðastjóra. 2. Aðstoðarsumarbúðastjóra. 3. Ráðskonu. 4. Aðstoðarráðskonu. 5. Ráðsmann. 6. Liðlétting Upplýsingar gefur: Gunnar Rafn Jónsson, Skálabrekku 17, 640 Húsavík, sími 96-41668. Rennismiðir — vélvirkjar Viljum ráða rennismiði og vélvirkja til starfa sem fyrst. Upplýsingar í síma 76633. 0 FAXI hf Vélsmiðja Skemmuvegi34, 202 Kópavogi. Vanur vélstjóri óskar eftir góðu plássi á skuttogara eða rækjuskipi, má vera úti á landi. Upplýsingar leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merktar: „V — 5446“. Lögfræðingur Opinber stofnun óskar eftir að ráða lög- fræðing til almennra lögfræðistarfa. Umsóknum sé skilað til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „L— 1769“ í síðasta lagi föstu- daginn 6. febrúar nk. ái Vantar nema í framreiðslu Fyrri umsóknir óskast staðfestar. Hafið samband við yfirþjón á staðnum. Hótel Holt. Staða yfirbókavarðar Staða yfirbókavarðar við bæjar- og héraðs- bókasafnið á Selfossi er laus til umsóknar. Umsóknum sé skilað til Sigurðar Sigurðar- sonar, Norðurbæ, 800 Selfossi, eða á skrif- stofu safnsins, Tryggvagötu 23 fyrir 21. febrúar 1987. Frekari upplýsingar veitir formaður safn- stjórnar í síma 99-1978. Bifvélavirkjar Óskum eftir að ráða bifvélavirkja. Góð vinnu- aðstaða. Laun eftir samkomulagi. Uppl. á Bílaverkstæði Sigurðar og Stefáns ísafirði, sími 94-3379. Rafeindavirki hjá pósti og síma leitar eftir tilboði í atvinnu. Tilboðum skal skilað á auglýsingadeild Mbl. merktum: „Raf — 10015“. Meinatæknir óskast til starfa á rannsóknadeild fisksjúk- dóma, Tilraunastöð háskólans í meinafræði, Keldum. Upplýsingar í síma 82811. Vélamenn Viljum ráða straxvanan mann á beltagröfu. Upplýsingar mánudaginn 2. feb. í síma 50877. Loftorka hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.