Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987 4 VíglundurJ. Guð- mundsson — Minning Fæddur 30. september 1905 ' Dáinn 15. janúar 1987 Faðir minn, Víglundur Jósteinn Guðmundsson, kvaddi þetta jarðlíf á Borgarspítalanum hinn 15. janúar sl. Síðustu ár ævi hans voru honum þungbær vegna veikinda. Hann bar veikindi sfn með mikilli hreysti enda af þeirri kynslóð er illa kunni að kvarta. Á kveðjustundinni uppi á Borg- arspítala er ég allt í einu komin út í vorkvöld í Fossvoginum með föður mínum. Foreldrar mínir reistu þar sumarhús og stendur Borgarspítal- inn í gamla túnfætinum okkar. Enn má sjá skurði er faðir minn gróf með handafli er hann ræsti fram mýrina og braut landið til ræktun- ar. Þegar við vorum að alast upp við Laugaveginn var Reykjavík ekki orðin hrein borg. Hún var þá enn rykug og svört borg vegna kola- reyks sem grúfði yfír híbýlum manna. Því þótti föður mínum öllu skipta að koma okkur á gras þar sem við fengjum notið útivistar í hreinu lofti. T Fossvoginum vorum við mörg sumur frá þvf snemma á vorin fram á haust. Þar var sveit, þar urðu veður blíðust hér um slóð- ir, lognið best á kvöldin og sjórinn hlýr á aðfaliinu hollur ungum fótum að busla í. Og við erum stödd úti á hlaði, vorkvöld í Fossvoginum, túnið orðið grænt eins og það verð- ur grænast á vorin, fuglamir, einkum stelkurinn, mjög önnum kafnir og faðir minn syngur mikilli og eðlisfagurri röddu: „... seg mér hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit...“ Ef til vill var hann þegar laus úr þjáningunni, farinn að syngja aftur úti í grænkunni er mér birtist þessi minning frá dögunum góðu og áhyggjulausu þegar sársaukinn var enn ókunnur og áhyggjur víðs fjarri. Foreldrar mínir ræktuðu margs konar matjurtir í garði sínum í Fossvoginum. Er ég horfí til þessa tíma fínnst mér lotning föður míns fyrir uppskerunni, gjöfum móður jarðar, vera umhugsunarverð og til eftirbreytni. Þá var ekki í tísku að vera umhverfísvemdari en það var faðir minn vegna væntumþykju á og virðingu fyrir landinu. Hann sýndi okkur bömum sínum með allri umgengni við land sitt að hann unni því, íslenskri mold og gjöfum hennar. Við skynjuðum þessa sömu ást og hrifningu er við vomm með hon- um við laxveiðar við Brúará í Grímsnesi. Þar undi hann löngum mörg sumur við útivem og lax- veiðar. Okkur fannst stundum erfítt, bömum hans, að standa undir þeim kröfum er hann gerði til okkar og vora í takt við þær er hann gerði til sjálfs sín. Því er uppeldi jafn krefjandi og raun ber vitni að það leggur uppalandanum þær skyldur á herðar að hann sé sjálfur traust og góð fyrirmynd. Er ég horfí til baka til samveru við föður minn á uppvaxtaráranum skil ég að hann vissi þetta þó að ekki hefði hann lesið það af bókum. Faðir minn unni okkar blessaða landi og þannig kýs ég að muna hann best, sælan í faðmi íslenskrar náttúra sem hann kenndi mér að elska. Með þökkum, Bryndís Nú hefur einn gamall og góður Laugavegsmaður og vinur okkar, tekið sér far með feijunni og var hann kannski síðbúinn farþegi, en Víglundur hafði lengi búið við veik- indi og var því lát hans langþráð lausn á veikindum hans. Víglundur var bifreiðastjóri að atvinnu, lengst af. Hins vegar var laxveiði aðaláhugamál hans og óef- að hefur hann í gegnum tfðina sigrað marga af hinum „stóra" eins og þeir gerast vænstir. Jafnframt var Víglundur góður söngmaður og áttum við margar ógleymanlegar stundir með honum er hann var í essinu sínu. Víglundur átti alla sfna tíð heima á Laugavegi 70 og bjó hann eftirlif- andi konu sinni, Margréti Grímsdóttur og börnum þeirra, bæði vistlegt og gott heimili, en á þessu heimili kynnumst við honum er við hófum starfsemi fyrirtækis okkar fyrir 16 áram í húsi þeirra hjóna. Kunningsskapurinn varð að vináttu sem aldrei bar skugga á. Nú þegar leiðir skiljast er okkur efst í huga þakklæti fyrir „hin góðu kynni sem gleymast ei“ um leið og við vottum Margréti og bömunum innilega samúð. Guð blessi hinn látna vin okkar og veiti Qölskyldu hans hugarró í sorg þeirra. Kveða frá Jóni og Óskari Mánudaginn 2. febrúar verður Víglundur J. Guðmundsson til mold- ar borinn. Víglundur var mætur þegn þeirrar kynslóðar, sem bar uppi me8ta framfaraskeið, sem orð- ið hefur f sögu lands og þjóðar og sem við hin, eryngri eram, stöndum í ómældri þakkarskuld við. Víglundur fæddist á Stokkseyri, var sonur hjónanna í Deild, Þórönnu Þorsteinsdóttur og Guðmundar Sig- urðssonar. í Deild ólst hann upp ásamt systram sfnum, Önnu og Sigríði. Guðmundur faðir þeirra stundaði sjó og önnur þau störf er til féllu í sjávarþorpi. Víglundur lærði snemma að vinna líkt og önnur alþýðuböm á íslandi á þeim tímum, þegar iðju- semi, sparsemi og drengskapur töldust æðstar dyggða. Stokkseyri liggur fyrir opnu úthafí, sem stund- um er blítt og spegilfagurt, en ógnþrangið og ólgandi á öðram stundum. Þannig ólst hann upp með örlagasimfón úthafsins í eyram og í bijósti hans Ómaði söngur alla tíð, því tónelskur var hann með af- brigðum og hafði mikla og afar fagra söngrödd. Árið 1918 geisaði spánska veikin á íslandi. Þá lá Guðmundur faðir Víglundar sjúkur f 26 vikur og þröngt í búi í Deild. Þá var Víglund- ur á 13. ári, en varð um hríð fyrirvinna heimilisins. Strax eftir fermingu hélt hann til Reykjavíkur, fékk inni hjá móðurforeldram sínum og fór að vinna. Kaupið sendi hann svo til óskert til foreldra sinna, þannig var tíðarandi og viðhorf til fjármuna fyrir 60 áram. Tvær ver- tíðir reri Víglundur frá Borgarfirði eystra. Þegar hann kom þaðan f seinna sinnið, hafði breyting orðið á högum fjölskyldunnar. Þau vora öll flutt til Reykjavíkur. Og næstu EFNISYFIRLIT Bls. Sunnudagsbókstafur, gyllinital og paktar. Merkisár............. 2 Skýringar við almanakið....................................... 3 Dagatal með upplýsingum um flóð og gang himintungla.........4-51 Sjávarföll................................................... 52 Sólargangur á stöðum utan Reykjavíkur...................... 53-57 Um hnattstöðu, tímamun og sólargang....................... 58-59 Sólarátt og sólarhæð...........................................60 Sólin og dýrahringurinn.......................................61 Myrkvar................................................... 62-63 Reikistjörnurnar. Myrkvar Júpíterstungla.................. 64—68 HringarSatúrnusar. Gríska stafrófið......................... 69 Stjörnukort og stjörnutími................................ 69-73 Myrkvastjarnan Algol. Um gang tunglsins........................74 Seguláttir á íslandi (kort). Tímamerki........................75 Hnettir himingeimsins...................................... 76—78 Birtuflokkun stjarna..........................................78 Veðurfar 1931-1980........................................... 79 Veðurathugunarstöðvar. Veðurmet................................80 Vindstig og vindhraði. Vindkæling.............................81 Metrakerfið og hið alþjóðlega einingakerfi....................82 Mælieiningar............................................... 83-90 Forskeyti mælieininga. Stærðfræðiatriði. Rómverskar tölur.....91 Tímaskipting jarðarinnar................................... 92-93 Endurtekningar t dagatali......................................94 Leiðrétting...................................................95 Vegalengdircftirþjóðvegum (kort). Heimildir....................96 Hátíðisdagar 1988-1989........................................ 96 Almanak Háskólans er ómissandi handbók á hverju heimili Reykjavík: Útsölustaðir: Björn Kristjánss., ritfangav., Vesturg. 4, Bókabúðin Álfheimum 6, Ástund, Austurveri/Háaleitisbraut 68, Bókabúöin Bók, Miklubraut 68, Bókahúsíö, Laugavegi 178, Bókhlaðan Glæsibæ, Álfheimum 74, Bókabúö Breiöholts, Arnarbakka 2, Bókabúðin Borg, Laekjargötu 2, Bókabúö Braga, Laugavegi 118, Ellingsen hf., Ananaustum, Bókabúöin Embla v/Noröurfell, Bókabúö Fossvogs, Efstalandi 26, Bóksala stúdenta v/Hringbraut, Griffill sf., Síöumúla 36, Hagkaup, Skeifunni 1 5, Helgafell, Laugavegi 100, Hólasport, Lóuhólum 2—6, Bókaverslun (safoldar, Austurstraeti 10, Bókabúö Jónasar Eggertssonar, Rofabae 7, Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavöröustfg 2, Bókabúö Máls og menningar, Laugavegl 18, Mikligarður, Holtavegi, Nesti hf., Bfldshöföa, Penninn sf., Hallarmúla 2, Penninn sf., Hafnarstraeti 18, Bókabúöin Kilja, Háaleitisbraut 60, Bókav. Sigfúsar Eymundssonar, Austurstr. 18, Bókav. Siguröar Kristjánss., Bankastraeti 3, Bókaverslun Snaebjarnar, Hafnarstraeti 4, Sögubúöin, Laufásvegi 2, Úlfarsfell, Hagamel 67, Bókabúð Vesturbaejar, Víðimel 35, Bókabúö Æskunnar, Laugavegi 56. Húsföng, Eiöistorgi 13, Seltjarnarnesl, Ásfell, Þverholti, Varmá, . Bókabúöin Veda, Engihjalla 4, Kópavogi, Bókabúöin Veda, Hamraborg 5, Kópavogi, Bókbaer, Reykjavfkurvegi 60, Hafnarfiröi, Bókabúð Böövars, Strandgötu 3, HafnarfirAI, Bókabúð Böðvars, Reykjavíkurv. 64, Hafnarfiröi, Bókav. Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, Bókaversl. Andrósar Níelssonar, Akraneai, Bókaskemma Hörpuútgáfunnar, Akranesi, Kaupfálag Borgfiröinga, Borgarnesi, Bókabúö Grönfeldts, Borgarneei, Sigurður Jónasson, Hafnargötu 4, Stykkishólmi, Hrannarbúðin, Grundarflröi, Vorslunin Lára, Ólafsvfk, Verslunin Gimll, Hellissandl, Kaupfélag Hvammsfjaröar, Búöardal, Kaupfélag Saurbæinga, Skriðulandi, ingibjörg Björgvinsdóttir, Reykhólum, A-Barö., Bókaverslun Ara Jónssonar, Patreksflrðl, Bjarnabúö, Tálknaflrðl, Bókav. Þorbergs Steinssonar, Þingeyri, Bókaverslun Jóns Eyjólfssonar, Flateyri, Bóksalan Rómarstíg 7, Suðureyri, Bókaverslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík, Bókaverslun Jónasar Tómassonar, ísafirði, Kaupfélag Steingrímsfjaröar, Drangsnesl, Kaupfélag Strandamanna, Norðurflrði, Kristján Jónsson, Hafnarbraut 20, Hólmavik, Kaupfélag Hrútfiröinga, Brú, Strandasýslu, Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga, Verslun Siguröar Pálmasonar, Hvammstanga, Verslun Þurföar Saemundsen, Blönduósi, Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósl, Bókav. Björgvins Brynjólfss., Skagaströnd, Bókabúö Brynjars, Skagfirðingabr. 9a, Sauðárkr., Þóra Jóhannsdóttir kaupk., Aöalgötu 9, Sauðárkr., Kaupf. Skagfiröinga, Skagfiröingabúö, Sauðárkr., Kaupfélag Skagfiröinga, Varmahlfð, Kaupfólag Skagfiröinga, Hofsósi, Kaupfélag Skagfirölnga, Ketllásl, Aöalbúöin, Sigluflrðl, Kaupfélag Eyfiröinga, Ólafsfirði, Verslunin Sogn, Dalvfk, Bókabúð Jónasar Jóhannss., Hafnarstr. 1 08, Ak., Bókabúöin Huld, Sunnuhlfö 12, Akureyri, Bókval sf., Kaupangsstræti 4, Akureyri, Bókaverslunin Edda, Hafnarstraeti 1 OO, Akureyri, Kaupf. Eyfiröinga, Hafnarstr. 91—95, Akureyri, Bókav. Þórarins Stefánss., Garðarsbr. 9, Húsavfk, Rannveig H. Ólafsd., bóksali, Hólavegi 3, Laugum, Eldá hf., Reykjahlfö, Mývatnssveit, Bókaverslunin Urð, Raufarhöfn, Kaupfélag Langnesinga, Þórshöfn, Kaupfél. Vopnfiröinga, Hafnarbyggö 6, Vopnafirði, Bókabúö Ásgríms Jónssonar, Borgarfirði eystra, Kaupfélag Hóraösbúa, Egilsatööum, Bókabúðin Hlöðum v/Lagarfljótsbrú, Egilsst., Bókaverslun Ara Bogasonar, Seyðlsflrðl, Bókav. Brynjars Júlíuss., Hafnarbr. 15, Nesk.stað, Pöntunarfólag Eskfirðinga, Eskiflröi, Magnús Guömundsson, Stekkjarbr. 12, Reyðarf., Kaupfélag Fáskrúðsfiröinga, Fáskrúösfirðl, Verslun Guömundar Björnssonar, Stöðvarfirði, Bóksalan, Breiðdalsvfk, Kaupfélag Berufjaröar, Djúpavogi, Kaupfélag A-Skaftfellinga, Höfn í Hornaflröi, Kaupfélag Skaftafellinga, Vikurbraut 26, Vfk, Kaupfólag Þór, Hellu, Kaupfélag Rangaainga, Hvolsvelll, Guðmundur Jónsson, Kópsvatni, Hrunamannahr., Bókabúöin Heiöarvegi 9, Vestmannaeyjum, Kaupfólag Árnesinga, Selfossi, Höfn hf., Tryggvagötu 1, Selfossi, Bóka- og gjafabúöin, Þorlákshöfn, Bókabúð Grindavíkur, Hafnargötu 7, Grindavfk, Verslunin Aldan, Tjarnargötu 6, Sandgerðl, Bókabúö Keflavíkur, Keflavfk, Nesbók, Keflavfk. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.