Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987 23 Edda Heiðrún Bachmann í hlut- verki Dollýjar. og þegar allt kemur til alls stendur hann uppi með sýninguna. Það er hann sem stendur frammi fyrir áhorf- endum. Leikarinn verður að láta áhorfandann fá það á tilfinninguna að honum hafí dottið tiltekið athæfi í hug á þeirri stundu. Leikarinn verð- ur að leita og fínna. En á lokastigi er það leikstjórans að hreinsa til, samræma og byggja upp hrynjandi sýningarinnar. Við val á leikurum erum við aftur komin að þessari tilfínningu sem ég var að tala um að höfundur hafí. Þéssa tilfinningu verður leikstjóri líka að hafa. Auk þessa spila ytri aðstæð- ur þar inn í, eins og þarfír leikhússins sem einingar og praktískir hlutir í verkinu sjálfu. Það getur til dæmis verið að ég hafí séð einhvem leikara í tiltekið hlutverk áður en annar var ákveðinn, en hann klifrar kannski ekki eins vel og sá sem fyrir valinu verður, eða eitthvað svoleiðis. Það spilar allt milli himins og jarð- ar inn í val á leikurum, en grundvall- aratriðið er, „á hvað kallar mín grundvallar tilfínning fyrir verkinu." Það skiptir líka miklu máli hvemig manneskjur veljast saman. I þessu verki skipti það gríðarlega miklu máli, því við erum að byggja nýtt leikhús hér. Við gerðum þetta mest sjálf og höfðum ekki nema tvo fag- menn til hjálpar, einn tæknimann, Egil Ámason, og einn smið, Sigurjón Gunnarsson, en Grétar Reynisson, leikmyndateiknari hefur stjómað verkinu og í rauninni rennur leik- stjóm og leikmynd saman í eina heild í þessu tilfelli. En við höfum ekki verið alveg ein í þessu, því eftir af- mælissýningu Leikfélags Reykjavík- ur á Degi vonar, 11. janúar, hefur starfsfólkið í Iðnó komið hér allt sam- an með fullum þunga til að ganga frá þessari sýningu." Guðmundur Pálsson í hlutverki sínu sem Tommi í Tommabúð, ásamt Margréti Ólafsdóttur í hlutverki Linu spákonu tíu leikarar að segja áhorfandanum þessa sögu og það er mjög gaman. Það sem er líka mjög skemmtilegt er að geta komið svona skáldsögum á framfæri ef vel tekst til. Skáldsaga hér er kannski gefin út í 3-4000 ein- tökum, en leiksýninguna sjá kannski 50.000 manns, ef vel tekst til. Við þurfum á næstu misserum að víkka starfsemina út og fá fleira fólk til starfa og þetta er einn liður í því. Við höfum breytt þessari skemmu í leikhús og æft þetta verk á 4 mánuðum og öll sú vinna hefur verið ævintýri líkust. Einar Kárason, rithöfundur: Skáldsaga hefur frelsi til að fljúga hvert sem er Þ AÐ telst vissulega til viðburða þegar skáldsögur eftir unga, núlifandi rithöfunda eru raktar í sundur og skrifuð upp úr þeim leikgerð. Skáldsögur Einars Kárasonar, „Þar sem Djöflaeyj- an rís“ og „Gulleyjan,“ hafa notið mikilla vinsælda á síðustu árum og þótt sögurnar séu frekar nálægt okkur í tíma er höfundurinn enn nær okkur og þvi auðvelt að forvitnast um skoðun hans á þessari nýju út- gáfu af sögum hans. Blaðamað- ur Morgunblaðsins hitti Einar einn morguninn og spjallaði við hann. Einar, nú er talað um að skáld- saga lúti eigin lögmálum og leikrit lúti sínum, burtséð frá öllum raun- veruleika. Nú er búið að skrifa leikgerð upp úr skáldsögum þínum. Eru þær þarmeð farnar að lúta einhvetjum öðrum lögmál- um en skáldsögunnar? „Það eru ýmis lögmál í prósa- skáldskap. Til dæmis þáttur stíls í gerð bókar, einnig frelsið, sem sá hefur sem skrifar skáldsögu, til að hlaupa fram og til baka í rúmi. í skáldsögum er til dæmis hægt að setja á svið hluti sem jafnvel Hollywood hefur varla efni á að búa til. Ég get nefnt dæmi í mínum bókum. Þar spilar flugvél stóra rullu. Skáldsaga hefur frelsi til að fljúga hvert sem er, hvar sem er, hvenær sem er og jafnvel brot- lenda. Þegar verið er að tala svona um lögmál skáldverka — lögmál forma, þá er líklega verið að tala um ýmsa svona þætti, sem ekki er hægt að nota í leikhúsi. Þar verður að fara aðrar leiðir. Þó að formið sé í rauninni miklu þrengra í leikhúsi, þá segir það miklu meira að öðru leyti. I skáldsögu er sagt hvað einhver segir en í leikhúsi er sagt hvemig það er sagt.“ Bætir leikgerðin þá einhvetju við skáldsöguna. Verður til dæmis ný persónusköpun sem þú átt ekkert í? „Nei varla, ætli hlutir eins og persónusköpun verði að skrifast á minn reikning, eins söguþráður og samtöl, eins og þau ganga fyrir sig, þótt ég vilji ekkert hafa af leikgerðinni. Ég þekkti lítið til verka Kjartans þegar sú hugmynd kom upp að skrifa leikgerð upp úr sögunum. Hinsvegar, sögðu mér fróðir menn að fáum væri betur treystandi en Kjartani til að skrifa hana og bentu í því sam- bandi á leikgerð hans á Ofvitanum eftir Þórberg.. Ég ákvað að treysta honum fyrir þessu og síðan hefur ekkert gerst sem fær mig til að sjá eftir því. Hvort leikgerðin bætir ein- hveiju við sögurnar? Ég er mjög ófróður um slík mál yfirleitt. Manna sístur til að segja eitthvað af viti um leikhús og leikgerðir, en ég á mjög erfitt með að ímynda mér það. Mér sýnist svona, að ef eitthvað nýtt er í einhverri leik- gerð sem ekki er í sögunni sem hún er byggð á, sé það afþví að Ieikgerðin er nýtt verk. Þetta er eins og þegar bækur eru kvik- myndaðar. I flestum tilfellum er myndin frábrugðin sögunni, en ég held þetta sé þá líka orðið sitt- hvort verkið. Einar Kárason, rithöfundur Bækurnar standa alveg óbreyttar, hvað sem öðru líður. Það er náttúrulega hægt að gera allt mögulegt við skáldsögur, ekki síst svona kollektivar sögur. Það væri hægt að búa til úr þeim ótal verk, þannig lagað. Maður getur hugsað sér leikrit eða mynd um ákveðna persónu úr þessum sög- um, eða ákveðið atvik. En jafnvel þótt búin yrðu til tíu þúsund þann- ig myndir, breytti það bókinni ekkert. Hún stæði ósnortin eftir.“ Finnst þér leikgerð þá ekki vera einskonar útdráttur, efnið vera sett í einn pakka til að spara fólki lestur? „Nei, allsekki. Það er ekki reynt í þessari sýningu. Leikgerðin ger- ir ekki tilraun til að ná yfir allt efni bókanna. Það liggur líka í hlutarins eðli, því skáldsagan er eitthvað rúmlega 400 síður, leik- ritið 70. Það hefði náttúrulega fallið um sjálft sig ef reynt hefði verið að ná yfir alla söguna og í það minnsta mikill áfellisdómur yfír höfundinum ef það tækist. Svo er náttúrulega annað í þessu. Maður hefur skáldsögu þar sem reynt er að láta líta svo út sem hún sé hið sanna, það sem raunverulega var. Ef við ímyndum okkur síðan að allt braggahverfíð hefði verið þama á sviðinu, þá hefði verið sagt, „svona var þetta í raun og veru.“ Hér er aftur á móti um algeran skáldskap að ræða, hvað sem öðru líður, og því aldrei hægt að segj a hvernig þetta var í raun og vem. Níutíu og níu prósent af lesendum hefur ímyndað sér þann raunvemleika sem sögurnar þykjast segja frá, hver á sinn hátt, og allir hafa hafat jafnrétt fyrir sér. OKEYPIS RÁÐGJAFAR- ÞJÓNUSTA Þér stendur til boða ókeypis ráðgjafarþjónusta sérfræðinga ef þú hugsar þér að festa kaup á húsnæði. Komdu til okkar og fáðu góð ráð, áður en þú gerir nokkuð annað. ú ríkisins GARfíUR S.62-1200 62-1201 Skipholti 5 Opið 1-3 2ja 3ja herb. Hjallavegur. 2ja herb. falleg ib. (neðri) i tvíb. Bflsk. fylgir. Nýtt eldh., bað o.fl. Verð 2,4 millj. Hringbraut. 2ja herb 50 fm góö íb. Njálsgata. 2ja herb. samþykkt góð kjíb. i þríbýli. Verð 1450 þús. Skipholt. 2ja herb. samþ. íb. á jarðh. Góður staður. Verð 1750 þús. Vífilsgata. Góö 2ja herb. samþ. kj. ib. Verð 1700-1750 þús. Einiberg — Hafnf. 2ja-3ja herb. falleg nýstandsett risib. í tvíb. Laus. Verð 2,2 millj. Kleppsvegur. 3ja herb. endaíb. á 2. hæð. Verð 2,5 millj. Skúlagata. 3ja herb. snyrtil. íb. á 4. hæð. Suðursv. Verð 2,1-2,2 millj. Einb. — raðhús Seljahverfi. Einbhús, stein- hús, hæð og ris ca 170 fm auk 30 fm bílsk. Nýl. fallegt hús á mjög rólegum stað. Frágenginn garður. Ath. óskastærð margra kaupenda. Gamli miðbærinn. Járnkiætt timbur. Húsið er í góöu ástandi. Viðráðanlegt verð. Raðhús. Vorum aö fá i einka- sölu mjög gott vandað raðhús i Seljahverfi. Húsið er 2 hæðir m. bilsk. Samtals 196 fm. Stofur, 5 svefnherb., eldhús, baðherb., gestasn., þvottaherb. o.fl. Háhýsi — einbýli. Fai- legt einb., hæð og ris ca 125 fm auk bílsk. á góöum stað í Smáíb.hverfi. Fallegur garður. Fæst í skiptum f. 4ra herb. íb. í t.d. Sól-, Ljós- heimum eða Espigerði. Logafold. Einbhús (timbur) á tveimur hæðum. Ca 135 fm að grunnfl. Innb. bilsk. á jarðhæð. Verð 5 millj. Hús á sjávarlóð. Vand- aö einbhús ca 174 fm auk bílsk. og bátaskýlis. Húsiö scendur á mjög fallegum og eftirsóttum stað við sjó. Laust. Súluhólar. 3ja herb. ca 90 fm íb. á 3. hæð (efstu). Ný teppi. Gott útsýni. Verð 2650 þús. 4ra herb. Breiðholt. 4ra herb. ca 100 fm íb. á 3. hæð. Mjög snyrtil. íb. Stórar suðursv. Bílsk. fylgir. Verð 3 millj. Bólstaðarhlíð. 4ra herb. ca 120 fm íb. á 4. hæö. Góð íb. m.a. nýtt eldhús. Verð 3,4 millj. Brekkulækur. 4ra herb. ca 100 fm ib. á 3. hæð (efstu) í fjórb. Þvottaherb. I íb. Tvennar svalir. Sérhiti. Einkasala. Verð 3,5 millj. Eskihlíð. 4ra herb. íb. á 4. hæö auk herb. I risi. Góð íb. Þvotta- herb. og geymsla I risi. Verð 2950 þús. Húseign — Austurborg. Stórglæsil. nýtt 295 fm hús á góðum stað. Allt mjög vandað. Rúmg. bílsk. Garöstofa. smiðum Grafarvogur. Raðhús á einni hæð 175 fm með bilsk. Seljast fokh., fullg. utan. Mjög góðteikn. Krosshamrar. Parhús 99 fm auk bílsk. Selst fokh., frágengið utan, glerjað m. útihurðum o.fl. Verð 2,7 millj. Vantar Vantar einb. og raðhús i Árt- únsholti og Seljahv. 2ja íb. hÚS í Austurborg. Mög- ul. makaskipti á hæð. Annað Verslhúsn. Vorum að mjög gott nýtt verslunarhúsn. á góðum stað í Hafnfirði. Laust. Keflavík. Einbh. 141 fm, 3jaára timburh. á einni hæð. Tvöf. bílsk. Verð 4,8 millj. Egilsstaðir. Einbh. ca 200 fm, 15 ára. Laust. Verð 4 millj. Kári Fanndal Guðbrandsson, Gestur Jónsson hrl. Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á söluskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.