Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987
61
Minning:
SigurðurM. Guð-
mundsson, Garði
ár bjó Víglundur hjá foreldrum
sínum, sem festu kaup á húsinu á
Laugavegi 70, og rak faðir hans
búð í kjallaranum.
Víglundur fæddist í dögun nýrrar
aldar á íslandi, vélaaldarinnar. Vél-
bátaútgerð var þá nýhafin og
bílaöld í þann mund að ganga í
garð. Það lék ljómi bautryðjend-
anna um stétt bifreiðastjóra á þeim
árum, sem hann var að verða full-
tíða maður og að líkum lét, að ungir
menn sæktust eftir slíku starfi.
Víglundur réðst tii náms og starfa
á bflaverkstæði BSR og lauk bflprófí
árið 1925.
Næstu ár stundaði hann leigubif-
reiðaakstur, en réðst árið 1929 sem
vörubifreiðastjóri til Sambands ísl.
samvinnufélaga og vann þar meðan
kraftar entust. Hann var með af-
brigðum farsæll í starfi enda gætinn
bflstjóri og natinn við bifreiðir sínar.
Árið 1929 urðu þáttaskil í lífi hins
unga manns. Hann gekk að eiga
unnustu sína, Margréti, dóttur hjón-
anna Sumarlínu Pétursdóttur og
Gríms Jónssonar sjómanns, sem
bjuggu í Ámesi við Laugamesveg.
Ungu hjónin festu kaup á hálfri
húseigninni á Laugavegi 70 og áttu
heima þar alla tíð. Víglundur taldi
það sitt mesta lán að hafa kvænst
konu svo vænni sem Margrét er.
Með henni átti hann fimm mann-
vænleg böm, þau: Sigrúnu, hús-
freyju, gifta Ásgeiri Eyjólfssyni,
pípulagningameistara, Bergþóm,
fulltrúa, sem átti Þóri Tryggvason,
bifreiðastjóra, Bryndísi, skólastjóra,
sem átti Guðmund Bjamason,
skógrætarmann, Jón, bakarameist-
ara, kvæntan Steinunni V. Jóns-
dóttur, og Björgvin, verkfræðing,
kvæntan Guðrúnu Guðmundsdótt-
ur, tónlistarkennara. Þeir Guð-
mundur og Þórir em látnir fyrir
nokkmm ámm. Bamabömin em
11 og bamabamabömin 8.
Víglundur var kominn af bænd-
um og sjómönnum og hlaut í ríkum
mæli hæfileika þeirra til að yrkja
jörðina og draga fisk. Þau hjónin
byggðu sér sumarbústað í Fossvogi
og var það mál manna að vart
sæist fallegra tún en það, sem hann
ræktaði í kringum bústaðinn. Einn-
ig hafði hann yndi af trjárækt og
plantaði mörgum tijám í kringum
annan bústað sem þau eignuðust í
Kópavogi. Kartöflurækt stundaði
hann einnig eins lengi og heilsa
entist. Þó mikið yndi hefði Vfglund-
ur af jarðrækt, átti þó veiðiskapur
e.t.v. ennfremur hug hans. Hann
varð einn þekktasti laxveiðimaður
landsins. Veiddi í Sogi og Brúará
og í Brúará veiddi hann stærsta lax
sem þá hafði veiðst á íslandi svo
vitað væri, 37,5 pund. Það met átti
hann lengi.
Mörg síðustu æviár átti Víglund-
ur við erfiðan sjúkdóm, Parkison-
veikina, að etja. Sú er þetta ritar
kynntist þeim Víglundi og Mar-
gréti, þegar hún kom á heimili
þeirra í fylgd Bryndísar dóttur
þeirra. Mörg áttu sporin eftir að
verða á Laugaveginn og margar
ánægjustundir sem þakka ber. Oft
sátum við Víglundur og börðum
saman vísur um eitt og annað í
glettingi. Stundum sagði hann frá
unaðs- og ánægjudögum við lax-
veiðar því mikill sögumaður var
hann. Nú að leiðarlokum þakka ég
honum og Margréti góðvild og vin-
áttu í meira en 30 ár. Ollum
aðstandendum sendi ég samúðar-
kveðjur.
Guðrún J. Halldórsdóttir
Fæddur 14. september 1957
Dáinn 23. janúar 1987
Enginn er óhultur í hildarleik
umferðarinnar, bifreiðastjórinn,
farþeginn, vegfarandinn, ungur,
aldinn. Það sannast oftar en skyldi.
Sigurður M. Guðmundsson, sem
lést af slysförum aðeins 29 ára
gamall, var eitt sex bama Guð-
mundar í. Ágústssonar og Guðríðar
Þórðardóttur í Vogum á Vatns-
leysuströnd. Hinn 27. desember
1977 kvæntist hann Gunnþórunni
Þorsteinsdóttur, dóttur Þorsteins
Jóhannessonar og Kristínar Ingi-
mundardóttur í Garði. Sigurður og
kona hans bjuggu og störfuðu að
Gauksstöðum í Garði. í farsælu
hjónabandi varð þeim tveggja bama
auðið, Jóhannesar Inga, sem er nú
átta ára, og Þórunnar Helgu, fimm
ára.
Með Sigurði M. Guðmundssyni,
mági mínum, er genginn drengur
góður sem verður lengi saknað. Það
mátti marka í heimabæ hans laug-
ardaginn 24. janúar er andlátið
spurðist út. Fáninn var í hálfa stöng
á hverri stöng. Tilkomumikil sjón,
þekkt í Garðinum, óþekkt í stór-
borgum, dæmi um þann samhug
sem fámennið hefur fram yfir
margmennið.
Eg og flölskylda mín viljum einn-
ig votta eiginkonu, syni, dóttur og
öðrum, sem eiga um sárt að binda,
dýpstu samúð.
Jón Ogmundur Þormóðsson
Hvers vegna? Af hverju. Aðeins
ef.
Þessar hugsanir kannast þeir við
sem upplifað hafa eins örlagaríkan
dag og 23. janúar er mágur minn
lagði af stað í sína hinstu för.
Nú var okkar að spyija. Kannski
er aðeins eitt svar við þessum
spumingum: „Guð ræður.“
Sigurður Magnús Guðmundsson
fæddist 14. september 1957 í Vog-
um á Vatnsleysuströnd og ólst þar
upp. Foreldrar hans eru þau Guð-
mundur í. Ágústsson, útgerðarmað-
ur og skipstjóri frá Halakoti á
Vatnsleysuströnd, og Guðríður
Þórðardóttir, útgerðarmanns og
bónda frá Stóru-Vatnsleysu.
Ef ég læt hugann reika aftur um
17 ár þegar ég fyrst steig inn um
dyr æskuheimilis Sigurðar, sem þá
var ófermdur, finn ég það hversu
lítið hafði breyst frá því er hann í
fermingarkyrtli sínum stóð við alt-
arið frammi fýrir presti sínum, sr.
Braga Friðrikssyni, þeim gjörvu-
lega manni, sem varð að líta upp
og rétta upp höndina á höfuð hins
unga drengs, og til 17. janúar sl.
er hann sótti dansleik í fæðingarbæ
sínum, Vogunum, með bræðrum
sínum og konu.
Þetta fann Siggi sjálfur. Er hann
sat á móti skólabróður sínum og
ri^aði upp fyrri daga spurði hann
mig þannig hvort ekki væri rétt hjá
sér að þeir hefðu bara ekkert breyst
allan þennan tíma. Þessi skoðun
fannst mér eðlileg hjá honum þrátt
fyrir það að hans stutti fram-
kvæmdaferill væri slíkur að honum
eldri menn mættu vel við una.
Þegar Siggi, ungur, hávaxinn,
fast að tveim metrum, dökkur á
brún og brá, átti erindi að Reyni-
stað í Garði og drap þar á dyr var
framtíð hans ráðin því að fýrir hon-
um opnaði ung stúlka, andstæða
hans, 35 sm lægri, ljóshærð og björt
yfirlitum.
Þessa stúlku, Gunnþórunni Þor-
steinsdóttur, gekk hann að eiga
hinn 27. desember 1977. Saman
eignuðust þau tvö böm, Jóhannes
Inga 1978 og Þórunni Helgu 1982.
Heimili þeirra var að Gauksstöð-
um í Garði, í gömlu reisulegu húsi
þar sem afi og amma Tótu bjuggu
áður fyrr. Heimili þeirra einkennd-
ist af friði og hlýju. Orð tengdamóð-
ur minnar lýsa því best þegar hún
sagði: „Þegar ég sest þar niður
langar mig ekkert til að standa
upp.“
Tóta mín, kjarkinn vantar þig
ekki þótt alvaran láti ekki á sér
standa. Með þér einni tók dóttir
ykkar á móti sínum fimmta af-
mælisdegi hinn 30. janúar.
En við sem stöndum hjá horfum
í þín stóru björtu augu sem segja
aðeins: „Hvað kemur næst?“
Elsku Tóta, haltu fast í trú þína
og kjark.
Eins og ég sagði áður vora þau
Siggi og Tóta andstæður í útliti.
Eins var um suma þætti í fari þeirra
en þau sýndu og sönnuðu að með
sameiginlegu átaki er hægt að gera
stóra hluti.
Eiginleikum Sigga og verkum er
ég ekki tilbúin til að lýsa.
Starfsferli hans gæti Þorsteinn,
tengdafaðir hans, gert góð skil.
Þorsteinn minn, við vitum hvað
Siggi var þér. Saman glædduð þið
nýju lífi það sem þér er kærast og
vafalaust hefur þú séð í honum
sjálfan þig, ungan mann.
Staðreyndin er jú að Siggi er
horfinn og minningamar, sem eng-
inn tekur frá okkur, eiga að hlýja
okkur og leiða fram bros í þakklæti.
Einn er sá er gæti lýst persónu
Sigga meir en annar, sagt okkur
jú það sem við vitum en fleira
gæti hann bætt við. Það er Nonni,
föðurbróðir Tótu, sem búið hefur
hjá þeim frá því að þau stofnuðu
heimili. Nonni telst til þeirra sem
era minni máttar í þessum heimi
og hlaut ekki það í vöggugjöf að
vera fullfær um að tjá sig.
Hann mun geyma minningu um
mann sem ekki spurði hvort það
væri minni eða meiri maður sem
hann ætlaði að ræða við. Siggi tal-
aði við alia.
Elsku tengdaforeldrar. Ykkur
hefur gæfan ávallt fylgt. Hversu
stórkostlegt hlýtur það ekki að vera
fyrir foreldra sex bama að sjá þau
öll feta í fótspor feðra sinna og
gefa þeim ekkert eftir en þeir vora
landi sínu til sóma.
En allt í einu er okkur bent á
að allt er fengið að láni og sá sem
öllu ræður krefst einhvers til baka.
Ykkur og böm ykkar þekki ég
að því einu að það munuð þið reyna
að skilja.
Lengi hefi ég hugleitt hversu
mikilvægt það hljóti að vera að fá
að hverfa úr þessum heimi ham-
ingjusamur og umvafinn þeim sem
við elskum.
Þennan hug hef ég endurvakið
þegar ég hugsa til Sigga þar sem
hann að morgni er uppfiillur af
sínum gamla, góða þrótti og stóram
draumum, sem hann óhikað ætlaði
að láta rætast og takast á við, en
er síðan kvaddur til annars heims
síðari hluta dags.
Ég hlýt að komast að sömu niður-
stöðu. Þetta atriði ætti að vega
þungt í minningum ástvina sem
eftir lifa og lúta höfði í þökk.
t
Móðir mín og amma,
aðalheiður eðvarðsdóttir
frá Helgavatni,
Vatnsdal,
sem lést þann 23. janúar verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
2. febrúar kl. 10.30.
Þeir sem vilja minnast hinnar lótnu láti Hjálparstofnun kirkjunnar
njóta þess.
Signý Amilfa Hackert,
Krlstfn HeiAa Anderson,
Rubin Karl Hackert,
Eövarð Þór Hackert.
Elsku Tóta, böm, Nonni, tengda-
foreldrar, foreldrar og systkini. Með
þessum orðum vil ég flytja mína
samúðarkveðju.
Veri Sigurður Guði falinn.
Maja
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi
Þetta vora þau orð, sem komu í
huga minn og veittu mér huggun,
er mér barst sú hörmulega sorgar-
fregn, að Siggi frændi hefði farist
í bflslysi. Hann var tæplega þrítug-
ur, yndislegur fjölskyldufaðir, er
kallið kom. I slíkum tilfellum hlýtur
Guð að ætla mönnum æðra og göf-
ugra hlutverk, er hann kallar þá til
sín svo snemma. Við það verðum
við, sem eftir lifum, að sætta okk-
ur, þó sárt sé, og trúa því, að Siggi
sé nú kominn í Guðs faðm og verði
þar um ókomna eilífð.
Siggi, eða Sigurður Magnús Guð-
mundsson eins og hann hét fullu
nafni, var einn sex bama hjónanna
Guðríðar Þórðardóttur og Guð-
mundar í. Ágústssonar, skipstjóra,
Hlíðarenda, Vogum. Þar ólst hann
upp í faðmi yndislegrar fjölskyldu.
Síðan giftist hann sinni góðu konu,
Gunnþóranni Þorsteinsdóttur og
áttu þau tvö böm, Jóhannes Inga
8 ára og Þóranni Helgu 5 ára. Stórt
skarð er nú höggvið í þessa sam-
hentu og yndislegu fjölskyldu.
Við Siggi voram systkinaböm í
báðar ættir og ólumst þar að auki
upp í húsum, sem vora hlið við hlið.
Við áttum því saman dásamlega
æsku og voram daglegir leikfélag-
ar. Ég minnist allra þeirra stórfram-
kvæmda, er daglega fóra fram í
móanum heima — vegir vora lagð-
ir, hús byggð, bílar smíðaðir og
málaðir. Verkefnin og kraftamir
vora óþrjótandi hjá Sigga og bræðr-
um hans. Þá þegar kom í ljós sú
mikla atorka og framtakssemi, sem
Siggi hafði yfír að búa og ein-
kenndi hann alla hans ævi — allt
til síðasta dags. Ég þakka Guði þá
gæfu, að fá að njóta æskuáranna
með svo góðum dreng, sem Siggi
var.
Bjartsýni, dugnaður og lífsgleði
einkenndu hann alla hans ævi.
Megi minningin um hann verða
okkur öllum til fyrirmyndar.
Að lokum vil ég votta eiginkonu
hans, litlu bömunum hans tveim,
foreldram, systkinum og öðram
vandamönnum og vinum mína
dýpstu samúð.
Megi trúin á algóðan Guð og
minningin um góðan dreng styrkja
ykkur og hugga í þessari miklu
sorg.
Þuríður Kr. Halldórsdóttir
Kveðja frá Kiwanis-
félögum.
Stórt skarð er hoggið í hóp okk-
ar Hofsfélaga. Góður félagi og vinur
er horfinn úr hópnum af völdum
hörmulegs bifreiðaslyss. Sigurður**-
M. Guðmundsson gekk til liðs við
Kiwanisklúbbinn árið 1982. Hann
var vel metinn félagi og gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum. M.a. var
hann forseti Hofs starfsárið
1985—86. Sigurður var einn þeirra
er ætíð brást ljúfmannlega við
hverri þeirri beiðni er til hans var
beint og kraftur og áhugi einkenndi
störf hans.
Hofsfélagar kveðja góðan félaga
og þakka óeigingjöm störf í þágu
klúbbsins. Eftirlifandi konu, böm-'' -
um og öðram ástvinum era sendar
samúðarkveðjur. Megi almáttugur
Guð styðja ykkur á erfíðri stund.
Guð blessi minningu Sigurðar
M. Guðmundssonar.
t
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, tengdasonar,
föður, tengdaföður og afa,
SVANS RÖGNVALDSSONAR.
Fríða Gústafsdóttir,
Gústaf Gestsson,
Steinunn Svansdóttir, Gunnar Bjarnason,
Sjöfn Svansdóttir, örn Óskarsson,
Gústaf Bjarni Svansson,
Guðjón Rúnar Svansson,
Jóhanna Svansdóttir.
t
Þökkum samúö og vinarhug við andlát og jaröarför
PÉTURS INGJALDSSONAR,
Miðbraut 19,
Seltjarnarnesi.
Guðfinna Ingimarsdóttlr,
Erlendur Pótursson, Elísabet Arnoddsdóttir,
Ragnheiður Pótursdóttir, Eiríkur Karlsson,
Ingjaldur Pétursson, Steinunn Hermannsdóttir,
Ásdfs Pétursdóttir Jóhann Hákonarson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför móöur minnar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Vitateigi 1, Akranesl.
Halldóra Björnsdóttir,
Halldóra R. Þóröardóttir,
Bjöm Þórðarson,
Óskar Þórðarson,
Þórður Þórðarson,
og barnabarnabörn.
Þórður Óskarsson,
Gunnar Friögelrsson,
Oddbjörg Jónsdóttir,
Rósa Jónsdóttir,
GuAbjörg ÞórAardóttir