Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987 reimskífur REVI NSLA pjÓN' JSTA Pekk'^g FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 m w ÞINGBREF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Fundur í Sameinuðu þingi. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, i ræðustól. Þorvaldur Garðar Kristjánsson í forsetastól. Aðrir á myndinni eru Þórarinn Sigurjónsson (F.-Sl.), Ingvar Gislason (F.-Ne.) og Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra. Síðasta þinglotan að hefjast: Brýnustu mál in afgreidd Önnur geymd nýju þingi Tíminn líður. Fyrsti mánuður hins nýja árs er að baki. Það lifa því ekki marg-ar vikur af starfstíma Alþingis, þessa síðasta þings kjörtímabilsins, 109. löggjafar- þings íslendinga. Þegar þessar línur eru skráðar á skjá hefur kjör- dagur enn ekki verið formlega ákveðinn né þinglausnir dagsettar. Forsætisráðherra hefur ekki tekið af skarið í þessu efni. Flestum finnst það þó meir en tímabært. Kjördagur 25. apríl Sá dagur, sem flestir ræða um sem kjör- dag til þings, er 25. apríl næst komandi. Ef vel á að vera mega kosningar ekki vera seinna á ferð. Um þetta leyti er umboð núverandi þing- manna, sem kjörnir vóru ti! fjögurra ára, úti. Ef kjördagur verður 25. apríl, sem líkur standa til, verða þing- lausnir sennilega um miðjan marzmánuð. Þær hefðu þó gjarn- an mátt vera fyrr á ferð, eins og allt er í pottinn búið. í forystu- grein Morgunblaðsins fyrir fáum dögum, þar sem fjallað er um þessi mál, segir orðrétt: „Það er ljóst, að þinghald leggst niður 23. til 27. febrúar, á meðan Norðurlandaráð fundar í Finn- landi. í bytjun marz er svo landsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem einnig setur strik í störf Al- þingis. Eigi að kjósa hinn 25. apríl, er vafalaust skynsamlegast að stefna að þinglausnum fyrir þing Norðurlandaráðs. Er ekki að efa, að þingmenn geta afgreitt þau mál, sem brýnust eru fyrir kosningar, á fáeinum vikum, ef vilji stendur til þess“. Sá gangur, sem verið hefur á þingmálum á nýju ári, bendir hins- vegar ekki til þess að ljúka eigi þingstörfum fyrir þing Norður- landaráðs. Þrátt fyrir nýjar þingskaparreglur, sem gera þing- haldið skilvirkara, hefur þingmál- um, einkum stjórnarmálum, ekki verið dreift þann veg á starfstím- ann (eða milli þingdeilda) að hann nýttist eins vel og kostur var. Verkefnin framundan Skattamál munu væntanlega setja svip sinn að þingstörfm framundan. Frumvarp að virðis- aukaskatti, sem ætlað er að leysa af hólmi gallað og lekt söluskatts- kerfi, verður að vísu ólíklega afgreitt. Hinsvegar standa líkur til að frumvarp um staðgreiðslu- kerfi og systurfrumvarp um einföldun tekjuskatts (væntan- lega um fækkun frádráttarliða og eitt skattþrep) verði afgreitt. Þá liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum tollalögum, sem felur í sér margvíslegar nýjungar. Séu þessu mál skoðuð í heild er um að ræða stórt skref til endurbóta og ný- sköpunar á tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs. Á það má og minna að svokallaðir aðilar vinnumark- aðarins eru sammála í stuðningi við staðgreiðslukerfi skatta. Alþingi kemst trauðla hjá því að afgreiða lagfæringu á hinum nýju kosningalögum, þ.e. að sníða vankanta af ákvæðum um úthlut- un þingsæta. Að þessu máli starfar nefnd undir forsæti Páls Péturssonar, formanns þingflokks framsóknarmanna. Erfitt er og að horfa fram hjá margumræddri endurskipulagn- ingu í bankakerfinu og sér í lagi stöðu Útvegsbankans. Þetta margflókna mál, sem þvælst hefur fyrir banka- og stjórnmálamönn- um, er hinsvegar „þannig í sveit sett", að hæpið er að það fái lykt- ir fyrir þinglausnir. Hvarvetna í veröldinni munu Seðlabankar vera ríkisbankar. Öðru máli gegnii' um viðskiptabanka. Þeir mun víðast í hinum vestræna heimi, bæði stórir og smáir, vera einkabankar. Ríkisrekinn viðskiptabanki er eins og undantekning frá meginreglu. Arðsemi í fjárráðstöfun þykir yfir- höfuð betur tryggð með einka- bankakerfi en í pólitískri forsjá. Líklegt er talið að ný vaxtalög nái fram að ganga sem og endur- skoðuð á vegaáætlun. Eins og nú háttar er líklegt að þau mál, sem mestar deilur standa um, verði söltuð fram yfir kosn- ingar. Alþingi mun þó leggja metnað sinn í það að afgreiða hin allra brýnustu málin. Ef það á að takst verður lokalotan í þingstörf- um ströng - og nótt lögð við dag, eins og jafnan gerist á síðustu vikum þingstímans. Betur færi á því, eins og fyrr er vikið að, að dreifa þingmálum, einkum stjórnarmálum, jafnar á þingtímann, til að nýta hann og starfskrafta þingsins betur. Eins og nú er komið ber hins- vegar að leggja áherzlu á að þessi lokalota þingsins hefjist sem allra fyrst svo unnt sé að slíta þingi á hentungum tíma með komandi kosningar í huga. Kosningabaráttan framundan verður líklega óvenju hörð og kann að segja til sín í ýmiskonar pólitsikum uppákomum í þinginu. Þessi barátta kemur því til með að hafa sínar neikvæðu hliðar, eins og öll mannanna átök, en hún styttir okkur veturinn. Aðalatriðið er að eftirleikurinn verði í anda vorsins og gróandans og festi góðærið í þjóðarbúskapnum í sessi, að því marki sem í mann- legu valdi stendur. Sjálfstætt ábyrgðarstarf Stórt þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða í stjórnunarstarf sem fyrst. Menntun: Háskólamenntun í verkfræði-, rekstrar-, tölvu- eða stjórnunarfræðum, framhaldsmennt- un erlendis æskileg. Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg. Æskilegir eiginleikar: Hugmyndaríkur, geðprúður, eiga gott með að umgangast fólk og virkja það til sam- starfs. Tilbúinn til að takast á við ný skapandi og krefjandi verkefni. Reynsla: Starfsreynsla hérlendis eða erlendis æskileg. Kjör: Mjög góð kjör og hlunnindi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Skriflegar umsóknir óskast sendar Mbl. fyrir-7. þ.m. merkt: „Einstakt tækifæri — 1770“. J Leiðarþing í Kjalarnes- prófastsdæmi HÉRAÐSNEFND Kjalarnespróf- astsdæmis verður með fund mánudaginn 2. febrúar kl. 17.30 í Kirkjuhvoli í Garðabæ. Á leiðarþinginu munu kirkju- þingsmennimir Kristján Þorgeirs- son og dr. Gunnar Kristjánsson skýra frá störfum kirkjuþings og verða síðan sérstakar almennar umræður. Einnig verður fjallað um önnur þau mál, sem varða prófasts- dæmið. Fundurinn er öllum opinn. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíóum Moggans! A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.