Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.02.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987 37 Haft er fyrir satt að tungunni sé tamast, sem hjartanu er kær- ast. Var ekki líka eitthvað þess- háttar sem hann Freud var á sínum tíma að að kenna - að það sem skýst upp úr undirmeðvitund- inni sé tákn um eitthvað dulið en sáiinni kært? Tilefni svo spekilegr- ar samlíkingar er orð, sem nú um stundir virðist skjótast upp úr þjóðarvitundinni við óvæntustu tækifæri. Orðið er „saman“ og gengur sí og æ af munni eða er párað aftan við ólíkustu tals- hætti. Gæti þama verið dulin þrá eða andsvar nefndrar sálar við öllum háværu röddunum um að skipta þessari þjóð niður í enn smærri, stríðandi einingar - eftir búsetu, aldri, atvinnu og öllu sem upp má hugsa. Dulin ósk um að þjóðin fari nú að myndast við að arka saman sinn æfiveg. Merkin um það? Allt í einu eru allir t.d. farnir að elda grátt silfur -„ saman“. Orðtækið fer í þessari mynd eins og logi yfir akur fjöl- miðlunar, í útvarpi, sjónvarpi, textaþýðingum og blaðaskrifum, og gengur í framhaldi þess út af munni almúgans. Það er greini- lega tískuorð dagsins. Einhver ástæða hlýtur að vera til þess að ekki nægir lengur einfaldlega að elda grátt silfur. Að sjóða óhreint (blandað) silfur án þess að fá það hreint, eins og Blöndal skýrir máltækið, sem táknar svo að gera hver öðmm grikk eða eiga í etj- um. Möguleikarnir á að hengja á talshátt hið hjartkæra,, „sarnan", eru býsna margir. Nægir að nefna einn annan: að ganga í eina sæng - saman. Það er orðið mjög vin- sælt. Hvernig svo ætti að ganga í eina sæng án þess að vera sam- an er dulítið óljóst. Þótti líka til skamms tíma óþarfi að taka það fram. Gengið út frá því að mann- eskja gangi í eina sæng með einhveijum, ef hún ekki vill fara ein í sængina. Oftast frömdu þennan verknað kona og karl, svo sem tíundað er í orðabókinni minni. Kannski er þetta eitthvað breytt eða þarf breytinga við. Aftur á móti mega menn án þess að nokkrar duldar meiningar fel- ist þar og á kórréttri íslensku bæði samrekkja og sænga saman. Piet Hein er ekki í vandræðum með að skýra merkingu þessa vandræða orðs (með íslenskum orðum Auðuns Braga): Samlíf er orð mjög auðskilið Ef okkur ei semur, Þá sláumst við. Fjölmiðlafólki verður fótaskort- ur á fleiri málum en íslensku. Af einhveijum dularfullum ástæðum þykir hér um slóðir verra að mis- taka sig á erlendu máli en íslensku, svo sem dæmin sanna. Þótt mörg ár séu iiðin hefur það ekki fengið að gleymast þegar ung blaðakona á Morgunblaðinu mislas á dönsku eða kunni ekki merkingarmuninn á korseld og kryddsill, svo forseti og Dana- drotting lentu í íslenskri frásögn hennar í kryddsíld en ekki í eldlín- unni í hádegisverði með blaða- mönnum. Kannski fyrirgefst þetta núna, þegar útlendingar, og það Svíar, hafa lent í sömu villu. Því allt er gott er að utan berst. Með- fylgjandi úrklippa úr Svenska Dagbladet sýnir hvemig Svíar gengu á sama hátt í vatnið. Og þarmeð lenti forsætisráðherrann líka í kryddsíldinni í stað þess að sitja fyrir svörum í sjónvarpinu. Vendum okkur úr kryddsíldinni í hundana. Um daginn hófst í blöðunum umræða um hvort Ný- fundnalandshundar kynnu að geta aukið öryggi við sjó og hafnir hér á landi. I hundabók Fjölva er hundi þessum lýst sem færasta sjóbjörgunarhundi heims. Sagt að hann sé haldinn óviðráðanlegri „sækis-náttúru“ og sé sérlega ákafur í að sækja hluti í sjó og brimgarð. Hafi hann á 18. öld verið notaður m.a. til að innbyrða net fiskimanna. Og á 19. öldinni hafi hoiium gjarnan verið dreift sem björgunarhundi á hafnir í Bretlandi. Og vitnað er í danskt siglingablað sem nýlega sagði frá því hvernig Nýfundnalandshund- arnir voru í siglingakeppni í Frakklandi hafðir á eftirlitsbátun- um, enda séu þeir þjalfaðir til að synda til manns í sjó og með hann í land eða að báti. Þeir þola vel kulda, því feldurinn er þéttur og feitur og geymir í sér loft. Fylgdi fréttinni að ekki kannist slysa- vamamenn hér við hunda þessa. Eiginlega virðist merkilegra við fyrstu sýn að enginn skuli hafa gefið sig fram með gamlar sagnir af hundum þessum, sem franskir skútussjómenn höfðu fyrrum um borð hjá sér. Að vísu aðallega við Nýfundnaland, en stundum áttu skipsmenn sem höfðu verið þar á skútum þessa hunda og höfðu með sér á íslandsmiðum. Var sagt að hundarnir hafi kunnað sitt fag svo vel að þeir stukku útbyrðis ef þeir sáu þorsk fara af önglinum og náðu oft fiskinum og komu með hann. Þetta er hár stórvaxinn hundur, svartur og gæðablóð hið mesta, eins og honum var lýst. Eftir á að hyggja er kannski ekkert undarlegt þótt landsmenn hafi ekki sagnir af þessum hund- um þótt yfir 200 franskar skútur væru þá kring um landið á hveiju ári og einhveijar með Nýfundna- landshunda. Það staðfestir enn hve lítil og fábreytt samskiptin voru milli sjómannanna og lands- manna og hve lítið þeir vissu í raun hver um annars hag. Hvað svo sem til er í sögusögnum um að hundar þessir hafi náð gol- þorski sem losnaði af öngli og komið með hann að skipshlið. Það hefur verið líklegar við Nýfundna- land, þar sem þeir veiddu úr litlum bátum, sem settir voru út frá skút- unum. Gaman væri að minnsta kosti að sjá slík tilþrif í höfninni á sjómannadaginn. Gæti orðið ekki síðri skemmtun en að sjá konur róa. ,5-- Bar - Discoteque - v/Austurvöll. Opið alla daga vikunnar frá kl. 18.00 SIGLFIRDINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík og nágrenni Árshátíð Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni verður í Ártúni laugardaginn 7. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 19. Fjölbreytt skemmtiatriði. Miðasala í Tösku- og hanskabúðinni, Skólavörðustíg 7, mánudaginn 2. febrúar til fimmtudagsins 5. febrúar. Stjórnin. -------------------------------------------------------------------------
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.