Morgunblaðið - 06.03.1987, Side 3

Morgunblaðið - 06.03.1987, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 C 3 h tryggingar og öryggismál er varða þessa starfsemi. Að endingu verður farið í nokkur atriði er varða mannleg samskipti og nokkrum tíma varið í undirstöðu í ensku fyrir þá sem þess þurfa með. Flestir þeirra sem reka þessa þjónustu fá viðskiptavini í gegnum ferðaskrifstofur eða flugfélög, og einnig vísa hótelin á nokkur heimili. En hvað kostar að gista á einkaheimili, eða er til einhver sameiginleg gjaldskrá fyrir þessa þjónustu? Hjá Ferðaskrifstofu ríkisinsfengust þær upplýsingar að á hverju vori væri gefin út skrá fyrir þá sem skrifstofurnar vísa á. I fyrra þurftu gestir að greiða 1200 krónur fyrir tveggja manna herbergi með morgunverði og 850 fyrir einsmannsherbergi. Þau gistiheimili sem starfa á eigin vegum nota þessa verðskrá til viðmiðunar, en verðið er þó nokkuð hærra. Nýiar vorur Dömu jogginggallar 1.290,- Barnajogginggallar 790,- Herra jogginggallar 1.190,- Háskólabolir 565,- T-bolir 420,- Herraflauelsbuxur 1.290,- stór númer Dömu kakibuxur 1.790,- Barna flauelsbuxur 990,- Barnaflauelsbuxur 390,- i al tooW0'’ s ^ o$'oA Þeir sem versla í FATALANDI eiga meiri afgang Opið virka daga 10—18. Föstud. 10—19. Laugard. 10—16. Smiðjuvegi 2B á horni Skemmuveqar. Sími 79866. Mæðgurnar Elín og Andrea fjölskylduna, einhver kom með þá hugmynd að þau leigðu nokk- ur herbergi og þannig hófst reksturinn. Andrea er lærð fóstra og í fyrstu voru þau hjón bæði í vinnu annars staðar, en Elín móðir Andreu hugsaði um rekst- urinn. Gistiheimilið færði smám saman út kvíarnar, foreldrar hennar keyptu efri hæðina og risið, svo húsið komst allt í eigu fjölskyldunnar. Þá höfðu þau samband við ferðaskrifstofur, m.a. ferðaskrifstofur í Bretlandi og fá mikið af gestum í gegnum þær. Andrea segist hafa hætt alveg að vinna sem fóstra eftir að starf- semi gistiheimilisins jókst. Fóstrustarfið segir hún mjög skemmtilegt, en mjög fáir endist þó í því. Hún segir að sú mennt- un sem hún fékk í Fóstruskólan- um hefði nýst vel í þessu starfi, það kæmi sér t.d. vel að hafa sálfræðiþekkingu og reynslu í mannlegum samskiptum. „Þetta er mjög þroskandi, við höfum annað slagið verið að hugsa um að minnka við okkur, en aldrei tímt því.“ En hvers vegna velur fólk að gista á gistiheimili í stað hótels? „Það eru áreiðanlega margar ástæður, sumir kjósa þessa gist- ingu þar sem hún er ódýrari en sú gisting sem hótelin bjóða upp á, en aðrir kjósa þessa gistingu umfram aðra. Sumir gesta okkar hafa meira en nóg af peningum en vilja frekar vera á smærri og persónulegri stað en hótelin bjóða upp á. Ég man t.d. eftir frægum geðlækni sem gisti hérna hjá okkur. Hann var búinn að ferðast mikið um heiminn og sagðist vera orðinn mjög leiður á ópersónulegum hótelum og því farinn að leggja áherslu á gist- ingu á smærri stöðum." - Hefur ekki margt skemmti- legt komið fyrir á þeim tíma sem þú hefur unnið við þetta? „Jú. Það eru oft skemmtilegar kvöldstundir hér í setustofunni. Fólk situr hér, einn er t.d. að skrifa bréf, annar að lesa eða eitthvað þessháttar, ég að und- irbúa morgunmatinn og einhver að gera eitthvað annað, fólkið þekkist ekkert innbyrðis. Allt í einu hefjast samræður, og áður en varir er farið að ræða allt milli himins og jarðar. Við erum spurð ótal spurninga um ísland og íslendinga og reynum að afla okkur vitneskju um það sem við vitum ekki, og lærum því heilmik- ið á þessu. Mér sérstaklega minnistætt eitt mjög skemmtilegt kvöld sem við áttum hér með gestunum. Hjá okkur var staddur hópur bandarískra hjóna sem hafði tek- ið upp á því að ferðast saman einu sinni á ári og þá gjarnan á einhverja óvenjulega staði. Þau voru hjá okkur í nokkra daga og fóru svo út á land. Þaðan hringdu þau, voru búin að panta mat á einum veitingastað borgarinnar, en spurðu okkur hvort við værum til í að elda fyrir þau heima. Við gerðum það og eftir matinn bættust aðrir gestir heimilisins í hópinn og þetta varð ógleyman- legt kvöld." MULTIPLAN Framhaldsnámskeið ítarlegt og vandað námskeið fyrir þá sem kunna grunnatriðin í notkun Multiplans, en vilia læra að nota möguleika kerfisins til fulls. Dagskrá: ★ Upprifjun á helstu skipunum í Multiplan. ★ Rökaðgerðir í Multiplan. ★ Notkun stærðfræðifalla. ★ Endurreikningur Interation. ★ Tenging við Chart og grundvallar- atriði í notkun Chart-forritsins. ★ Notkun Macro-skipana í Multiplan 2.0. ★ Umræður og fyrirspurnir. Tími: 9.—12. mars kl. 18—21. Innritun í símum 687590, 686790,687490 39566. Tölvufræðslan Borgartúni 28, Leiðbeinandi: Óskar B. Hauksson verkfræðingur. Metsölubladá hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.