Morgunblaðið - 06.03.1987, Side 6

Morgunblaðið - 06.03.1987, Side 6
eru oft glœsilegir listmunir, sem varpa Ijóma á veizluborðið og heimilið um leið Ljósastikur hafa um aldaraðir skapað hátíðlegan blæ á veizluborðum og lýst upp vistarverur höfðingjasetra og sali. Hafa kertastjakar jafnan borið mjög svip af ríkjandi tízku, hugmyndum manna og smekk á hverjum tíma. Það er því um margt forvitnilegt í því sambandi að líta um öxl og virða svolítið nánar fyrir sér þróunarsögu hinna ýmsu stíltegunda, og þó einkum stílinn á þessum gripum á síðustu öldum. Það sem raunar verður einnig að teljast sérlega áhugavert er að sjá hvað kertastjakar frá fyrri tímabilum geta farið frábærlega vel á veizluborði okkar nú á tímum og varpað vissum Ijóma á nútímahúsbúnað. Kertastjakar tíðkuðust þegar í hinu forna Rómaveldi og orðið candelaber er notað á mörgum tungumálum um kertastjaka, en það orð er dregið af latneska orðinu candela, þ.e. kerti. Á Norðurlöndum var fyrst farið að nota Ijósastikur í kirkj- um snemma á miðöldum. Voru það framanaf einkum sjöarma Ijósa- stikur að gyðinglegri fyrirmynd, sem helzt prýddu guðshúsin. I Stórkirkjunni í Stokkhólmi getur til dæmis enn að líta stóra og veg- lega Ijósastiku, svokallaðan Folk- ungastjaka, frá 15 öld. Glæsilegt afbrigði af borðljósa- stiku var margarma krónustikan, frönsk að uppruna, en þær notuðu stórhöfðingjar í veizlum sínum á 17. og 18. öld, en þeir komust þó hvað mest í tízku í upphafi 19. ald- ar. Það eru hinirfjölmörgu glitrandi og mismunandi prisma-slípuðu dropar úr bergkristalli eða gleri, sem gera þessar Ijósastikur nokk- uð ólíkar venjulegum kertastjök- um. Þess háttar prismastikum, oft með sex kertastæðum, skreyttar mörgum röðum af tindrandi prismadropum, var á 17. öld gjarn- an stillt upp á sérstakar frístand- andi snúnar skrautsúlur, sem Þessir einkar glæsilegu empire-stjakar úr argent haché eru sennilega smíðaðir í Frakklandi í byrjun 19. aldar. í forngripaverzlunum á Norðurlöndum eru svipaðir kertastjakar f empire-stfl oft á boðstólum á verði, sem er eitthvað í kringum 45.000 ísl. krónurfyrir parið. hægt var að koma fyrir á þeim stöðum í veizlusalnum, þar sem héntugast þótti að lýsa vel upp og minnst hætta þótti á að þær yrðu felldar óvart niður, svo af hlyt- ist eldsvoði. Kerti voru munaðarvara Kertin voru dýrmæt, og það var svo sannarlega ekki látið loga á þeim að óþörfu. Fínust þóttu vax- kertin og voru þau því eftirsóttust. Vaxkerti voru ýmist steypt úr aflit- uðu vaxi, þannig að kertin urðu mjallahvít, eða úr óbleikjuðu vaxi, en þá urðu kertin gulleit og þóttu nokkuð hversdagslegri en hin hvítu. í hallarsölum Evrópu og á höfð- ingjasetrum voru notuð kynstrin öll af kertum, og var gjarnan hald- ið nákvæmt bókhald um það, hve Rókókóstjaki f fjörlegum, asymmetrfskum Ifnum frá 19. öld, trúlega frönsk framleiðsla. Gangverð á kertastjaka af þessu tagi er í kringum 55.000 ísl. krónur. mikið var notað af hvers konar kertum. Árið 1774 höfðu til dæmis við hirð Gustavs III Svíakonungs í Gripsholm-höll verið notuð alls á einum mánuði 1248 tólgarkerti til þess að lýsa upp samkvæmissali hallarinnar, stigaganga, ganga og „ytri herbergi" konungs, eins og frá er sagt í hirðbókhaldinu, og auk GEÐHJALP Gísli Theódórsson Það var þörf fyrir svona tímarit segir Gísli Theódórsson ritstjóri Geðhjálpar Á síðasta ári ieit tímaritið Geðhjálp dagsins Ijós í fyrsta sinn. Út eru komin tvö tölublöð undir ritstjórn Gísla Theodórssonar. í þeim tveimur blöðum sem út hafa komið er að finna athyglisverðar greinar, eina um ungt fólk og vímuefni, ráð við þunglyndi og ráð við streitu, pistil um samskipti fólks og svo fréttakorn sem tengjast Geðhjálp svo nokkuð sé nefnt. Til að spyrjast nánar fyrir um blaðið settumst við stundarkorn niður með ritstjóranum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.