Morgunblaðið - 08.03.1987, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987
B 7
hann hefur alltaf lifað í miklum vel-
lystingum. Helzta athvarf hans var
herragarðurinn Posada Aleman í
bænum Armeníu, sem er höfuðstað-
ur lítils kaffiræktarhéraðs, Quindio,
skammt frá Medellín. Hann varð
hálfgerð þjóðhetja í Armeníu, veitti
stórfé til opinberra framkvæmda og
útbýtti jafnvel hundrað dollara seðl-
um á götunum. Á herragarðinum
hafa farið fram margar „villtar"
veizlur með þátttöku vinstúlkna, sem
hafa verið sóttar flugleiðis til Bo-
gota, Miami og Evrópu.
Lehder hefur átt sér ýmsar og
ólíkar hetjur. Ein þeirra er Adolf
Hitler, sem hann hefur kallað „mesta
stríðsmann sögunnar" og „merkan
mann“. Hann hefur einnig gefið í
skyn að helför Gyðinga hafi verið
þjóðsaga. Árið 1980 stofnaði hann
flokk nýfasista, sem hafði það aðal-
mál á stefnuskrá sinni að framsals-
samningnum við Bandaríkin yrði
sagt upp.
Ónnur heizta hetja Lehders er
„bítillinn" John heitinn Lennon, sem
hann hefur kallað „mætan mann og
merkan söngvara." Hann fékk einn
kunnasta myndhöggvara Kólombíu
til að gera styttu af Lennon nöktum,
með hjálm, gítar og kúlnafar í hjart-
anu og hún stendur á torgi í
Armeníu. Auk þess dáir hann Mus-
solini og jafnvel marxistíska bylting-
armenn.
Eitt sinn reyndu skæruliðar hreyf-
Robert L. Vesco:
Hjálpaði Lehder að koma
undir sig fótunum.
Lehder á
blaðamannafundi 1983:
Kallaði kókaín
„kjarnorkusprengju
Rómönsku-Ameríku".
bandarískri heimsvaldastefnu."
„Fólkið og kerfið, sem j'tir undir og
kennir kókaínneyzlu, stendur á bak
við Playboy, Penthouse og High Ti-
mes,“ sagði hann.
Morð í Búdapest
Á undanfömum árum hafa tugir
dómara, lögreglumanna og blaða-
manna fallið í baráttunni gegn
eiturlyflasölu í Kólombíu. Þegar
Virgilio Barco Vargas tók við emb-
ætti forseta í ágúst í fyrra var dregið
úr baráttunni. Hann virtist hafa
meiri áhuga á því að leysa efnahags-
vanda landsmanna, en á síðustu
vikum hefur hann snúið við blaðinu.
Nýlega ógilti hæstiréttur
Kólombíu framsalssamninginn við
Bandaríkin vegna tæknilegs atriðis,
en Barco notaði vald sitt til að gera
samninginn virkan á ný. Þegar
kunnur blaðamaður, sem hafði
gagnrýnt eiturlyfjasöluna, var veg-
inn skömmu síðar, skar forsetinn
upp herör gegn kókaín-mafiunni.
Margir voru handteknir og talsvert
magn af eiturlyfjum var gert upp-
tækt. Síðan hefur Barco gefið út
nokkrar tilskipanir, sem auðvelda
yfírvöldum að beijast við eiturlyfja-
kaupmenn.
í síðasta mánuði var reynt að
myrða sendiherra Kólombíu á Ung-
veijalandi, Enrique Parejo González,
sem stjómaði baráttunni gegn eitur-
Hluti af kókafni, sem var gert upptækt í árás á kókaínverksmiðju ífrumskóginum skammt frá AP
Florencia f Kólumbíu 1984.
í m jr Æm 1 jKijr |
... r . . ..: M 1
yrði öruggur á bak við jámtjaldið,
en tilræðið við hann virðist sýna að
óvinir „eiturmafíunnar" séu hvergi
óhultir. Hún hefur oft áður sent
menn til annarra landa til að ná fram
hefndum.
Um svipað leyti var 331 lögreglu-
foringi og embættismaður í Medellín
sviptur störfum. Arásin á búgarð
Lehders skammt frá Medellín var
undirbúin í hálfan mánuð og látið
var til skarar skriða þegar fréttist
að þar stæði yfir kókaínveizla, en
ekki fyrr en undir morgun þegar
talið var víst að allir veizlugestir
væru sokknir í vímu.
Sveik ástkonan?
Ýmsar getgátur em uppi um hver
hafi veitt lögreglunni upplýsingar
þær sem leiddu til handtöku Leh-
ders. Sumir telja að þær hafi verið
mnnar frá Luz Dary Valencia, 29
ára gamalli konu, sem mun vera
heitbundin honum og hafði verið
handtekin fyrir eiturlyflasölu. Hún
mun vera bamshafandi af hans völd-
um og hafa reiðzt þvi að hann hafi
átt vingott við fleiri konur. Verið
getur að hún hafi reynt að ná sam-
komulagi um að losna úr haldi gegn
því að ljóstra upp um hann.
Tveimur dögum fyrir handtökuna
sendi Lehder blaðamanni miða, þar
sem hann kvartaði yfir fréttum um
að hann hefði lengi verið í tygjum
við þessa konu. Þótt hann sé frægur
kvennabósi neitaði hann að hafa hitt
hana og sagði að slík „fréttafölsun"
væri „brot á mannréttindum." Orð-
sendingunni lauk með slagorði
Lennons: „elskumst, en heyjum ekki
stríð.“
Aðrir telja að einn samstarfsmað-
ur Lehders hafi komið upp um hann.
Kólombíu, því að fangelsi þar hafa
varla verið mannheld. En hann fékk
ekki að hitta lögffæðinga sína og
aðeins 11 tímum síðar var hann
færður um borð í flugvél DEA, sem
flaug með hann til Florida.
Væntanleg réttarhöld gegn Leh-
der í Bandaríkjunum munu verða
yfirvöldum áhyggjuefni. Líklegt er
talið að reynt verði að múta kvið-
dómendum og dómurum í Miami,
eða að hótað verði að myrða þá.
Miami var miðstöð umsvifa Lehders
í Bandaríkjunum og þar verður hann
líklega leiddur fyrir rétt,
Ottast hefndir
Síðan Lehder var handtekinn hafa
Bandaríkjamenn verið á verði um
allan heim vegna hótana hans um
hefndir. Gífurlegar öryggisráðstaf-
anir hafa verið gerðar á Florida og
óttazt er að útsendarar kókaín-
mafíunnar muni ráðast á bandaríska
erindreka og kólombíska stjóm-
málamenn, sem báru ábyrgðina á
framsali hans. Talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins sagði:
„Við höfum fengið hótanir og tökum
þær alvarlega."
Miklar varúðarráðstafanir hafa
einnig verið gerðar í Kólombíu af
ótta við hefiidaraðgerðir. Viðbúnað-
ur er við dómhús og dómarar hafa
fengið sérstaka lífverði.
Kólombía hefur verið kölluð
„paradís glæpamanna" og 5,000
morð vom framin þar í fyrra. Me-
dellín-hringurinn mun hafa staðið á
bak við helming þessara morða og
hann rekur skóla fyrir tilræðismenn.
Fyrir tveimur árum voru böm banda-
rískra stjómarerindreka í Bogota
send heim af ótta við árásir leigu-
morðingja. í síðasta mánuði var
Morðið á Rodrigo Lara Bonllla 1985: AP
Reynt var að myrða eftirmann hans í Búdapest.
Styttan af Lennon, sem
Lehder lét gera:
„Mætur maður og
merkur söngvari."
ingarinnar „M-19“ að ræna Lehder,
en tilraunin fór út um þúfur. Hann
flýtti sér þá að stofna „dauðasveit“,
sem myrti marga vinstrisinna,
verkalýðsleiðtoga og minniháttar
glæpamenn. Þó lýsti hann því yfir
síðar að hann hefði áhuga á að
stofna bandalag með skæruliðum,
sem ráða nokkrum kókaínræktar-
svæðum, og hann hefur kallað sig
milligöngumann þeirra og kókaín-
mafiunnar. Sannað hefur verið að
hann hafí útvegað þeim vopn til að
kynda undir átök og dreifa athygli
lögreglunnar frá eiturlyfjasölunni.
Lehder á búgarði sínum:
Lifði ívellystingum.
Eitt djarfasta tiltæki Lehders var
að boða til blaðamannafundar í
frumskóginum 1984 til að fordæma
framsalssamninginn við Bandaríkin,
Þar hvatti hann til þjóðaratkvæða-
greiðslu „til að kanna hvort þjóðin
vildi ráða örlögum sínum sjálf og
veija fullveldi sitt gegn norður-
amerískri heimsvaldastefnu."
Á blaðamannafundi ári síðar kall-
aði Lehder kókaín „kjamorku-
sprengju Rómönsku Ameríku" og
sagði að henni væri miðað á Banda-
ríkin. Sjálfur kvaðst hann vera
„yfirhershöfðingi í baráttunni gegn
Lehder f vörzlu lögreglunnar:
Hefndaraðgerðir?
lyfjasölunni þegar hann var
dómsmálaráðherra 1984-1986 og
undirritaði tilskipun um að Lehder
skyldi framseldur. Áður óþekkt sam-
tök, „Heman Botero Moreno“-sveit-
in, kváðust bera ábyrgðina á
verknaðinum. Þau em kennd við
fyrsta Kólombíumanninn, sem var
framseldur til Bandaríkjanna fyrir
eiturlyfjasmygl að skipun Parejos,
sem hóf baráttu gegn eiturlyfja-
kaupmönnum þegar fyrirrennari
hans, Rodrigo Lara Bonilla, var
myrtur 1984
Parejo var sendur til Búdapest á
laun skömmu eftir að Barco tók við
embætti, því að talið var að hann
Hann var að nafninu til yfirmaður
stjómmálahreyfingar hans og mun
hafa horfið með flokkssjóðinn.
Enn aðrir álíta að einn eða fleiri
félagar Lehders í stjóm Medellfn-
hringsins hafi Ijóstrað upp um hann.
Þeir munu hafa talið að hann væri
of valdagráðugur, léti ekki að stjóm
og væri til trafala.
Lehder lét engan bilbug á sér
finna þegar hann var handtekinn.
„Ég er þó að minnsta kosti enn í
Kólombíu. Við skulum sjá hvað lög-
fræðingar mínir geta gert,“ sagði
hann. Hann hélt hann gæti áffýjað
framsalsúrskurðinum og ekki yrði
hægt að hafa hann í haldi í
bandaríska sendiráðinu lokað um
tíma þegar upp komst um samsærí
um sprengjuárás á það.
í Medellín er allt að 80% lögreglu-
manna grunaðir um að starfa fyrir
kókaín-mafíuna og yfir stendur
rannsókn I málum tæplega 500
kólombískra lögerglumanna, sem
eru grunaðir um aðild að kókaín-
sölu. Herforingjar hafa verið tregir
til að taka þátt í baráttunni gegn
eiturlyflasölunni, þar sem þeir vita
að eiturlyfj abarónamir eiga auðvelt
með að múta illa launuðum her-
mönnum og liðsforingjum.
Þótt enginn telji að handtaka
Lehders muni ein sér draga úr kók-
aínsölunni til Bandaríkjanna hefur
hún verið kölluð mesti sigurinn, sem
unnizt hafi í baráttunni gegn eitur-
lyfjum, og hún mun vafalaust auka
baráttuþrek þeirra manna, sem taka
þátt í henni í Kólombíu og Banda-
ríkjunum. Eiturlyfjabarónamir hafa
talið sig óhulta til þessa, en nú eru
þeir það ekki lengur og eiga yfir
höfði sér að verða framseldir til
Bandaríkjanna. Kunnur kólombískur
þingmaður hefur sagt að „það sem
áður hafi verið talið óhugsandi hafí
nú gerzt."
„Fangavistin gefur mér færi á að
hugsa rnálin," sagði Lehder þegar
honum var stungið í fangelsi í New
York fyrir um 20 árum og nú fær
hann líklega nægan tíma til að hugsa
það sem eftir er ævinnar. Bandarísk
yfirvöld telja sig hafa nægar sannan-
ir til að tryggja að hann verði bak
við lás og slá ævilangt.
GH