Morgunblaðið - 15.03.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.03.1987, Qupperneq 1
7?0r VtfAT/ r*r *TTTOA'7TT!/TW!TP a ttOM flfotgtiiiMjifcito. <»ÍS PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 BLAÐ SIGURJÓN Helgason útgerðarmaður á Stykkishólmi hefur að undanförnu staðið í stórræðum viðað koma af stað tilrauna- veiðum og-vinnslu á kúfiski. Siguijón er aðaleigandi Rækju- ness/Björgvins hf. sem erstærsta út- gerðarfélagið í Stykkishólmi. Fyrir ári tók hann við rekstri trésmiðjunar Asparhf., sem hafði gengið illa, oghefur nú komið fyrirtækinu á réttan kjöl. Siguijón er einnig meðeigandi ííslenska útflutnings- fyrirtækinu Ocean harvest corporation í Bandaríkjunum og flytur út sjá varafurð- ir fyrirtækja sina í gegnum það. Þá á Sig- uijón stórbýli á Snæfellsnesi þarsem stunduð erhrossa- rækt í stórum stíl og eru þó ekki öll fyrir- tæki sem hann á hlut í upp talin. Aðvinna með mildlli gleði Rætt við Sigurjón Helgason athafnamann á Stykkishólmi Sigmjón Helgason framkvæmdastjón og Magnús Þórðarson skrifstofustjón Láta mun nærri að um 200 manns hafi atvinnu í fyrir- tækjum Sigurjóns í Stykkis- hólmi en þar búa um 1400 manns. Samt er Siguijón ekki af efnuðu fólki kominn og byrjaði með tvær hendur tóm- ar á sínum tíma. Eiginkona Sigutjóns heitir íris Jóhannsdóttir og eiga þau sjö uppkomin böm, sex dætur og einn son. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Sigurjón á dögunum þegar tilraunaveiði á kúfíski var' að hefjast á vegum fyrirtækis hans. Ég byrjaði á því að spyrja Sigurjón um uppmna hans og fyrstu fyrirtæki. Utg-erð Eg ólst upp á Ísafírði allt til 15 ára aldurs en er reyndar fæddur á Akureyri 1929, sagði Siguijón. Á ísafirði var heldur dauft yfir at- vinnulífinu á þessum árum og varð það ásamt öðru til þess að ég fór suður til Keflavíkur. Þar var ég við ýmis störf, bæði á sjó og landi í nokkur ár, allt þar til ég fór hingað til Stykk- ishólms 1962. í Keflavík lærði ég netagerð sem ég hef mikið fengist við um dagana og var þar með netagerðarverkstæði um tíma. Ég hóf fyrst útgerð í Keflavík 1951 þegar ég keypti bát með öðrum manni. Þessi bátur hét Andri og gekk okkur vel með hann. Ég lét byggja fyrsta stálbátinn sem gerður var út frá Keflavík, Eldey. Eldey var happaskip og gekk vel með hana allt fram til 1961 að hún sökk á síldveiðum við Vestmannaeyjar. Þeir fengu svo stórt kast að ekki varð við neitt ráðið og nótin setti skipið á hliðina. Þegar við höfðum misst Eldeyna kom los á mann. Ég fór til Flateyjar á Breiðafirði og var þar við ýmis störf í eitt ár. Svo fluttist ég hing- að til Stykkishólms og var til sjós héðan í nokkur ár. Árið 1966 fór ég svo í útgerð aft- ur, — þá keypti ég bátinn Hafnaberg í félagi við Bjöm heitinn Ingólfsson og fleiri. Við skírðum þennan bát Björgvin SH og gerði ég hann út allt til ársins 1978 að hann varð úrelt- ur. Um útgerðina var stofnað útgerðarfélagið Björgvin hf. Árið 1969 eignaðist ég allt hlutafé í fyrirtækinu ásamt Ólafi Sighvatssyni og sama ár keyptum við mótorbátinn Smára sem reynst hefur mikið happaskip. Um svipað leyti vom hörpudiskveiðar að heíjast hér á Breiðafirði og höfum við lengst af verið fremstir í veiðum og vinnslu á hörpudiski hér. Rekstur útgerðarinnar gekk upp og niður, aðallega vegna erfiðleika í landi meðan við treystum á vinnslustöðvar í eigu annarra. Skel- fiskvinnsla Stykkishólms var stofnuð árið 1970 og var Kaupfélag Stykkishólms aðalhluthafi. Rekstur þess fyrirtækis gekk skrykkjótt og lagði það upp laupana árið 1973. Um tíma lögð- um við upp hjá Hraðfrystihúsi Sigurðar Ágústssonar hf. en það gekk heldur brösulega. Ymist var að bátamir áttu að róa eða ekki róa. Var ótryggt að stunda skelveiðamar við þessar aðstæður og ekki annað fyrir hendi en gera eitthvað í málinu. Rækjunes/Björgvin hf. Árið 1974 höfðu nokkrir aðilar stofnað fyrir- tækið Rækjunes hf. til að vinna rækju sem þá veiddist í nokkmm mæli á Breiðafírði. Þar sem bann var lagt við rækjuveiðum á ákveðnum svæðum á Breiðafirði skömmu eftir að fyrirtæk- ið var stofnað gekk reksturinn illa þó ýmislegt væri gert til að koma fyrirtækinu á réttan kjöl. Árið 1976 var ljóst að fyrirtæki þetta rambaði á barmi gjaldþrots — öðra fyrirtæki hafði verið boðið að kaupa það en eitthvert hik var á mönnum þar. Ennfremur var búið að undirbúa stofnun félags til að kaupa Rækjunes hf. er það yrði boðið upp. Þegar þama var komið sögu var ég orðinn þreyttur á að eiga allt undir öðmm með vinnsl- una í Jandi og eygði þama möguleika á að komast út úr ógöngunum. Ég hafði því sam- band við framkvæmdastjóra Rækjuness hf. og varð úr að við fómm til Reykjavíkur til við- ræðna við bankastjóra Búnaðarbanka íslands. Þar fengum við góðar viðtökur og eftir þijá daga var ég orðinn eigandi fyrirtækisins. Var búið að ganga frá öllum þessum málum áður en Hólmarar höfðu áttað sig og vom ekki allir hrifnir af þessu framtaki þar sem litið var á mig sem hvert annað aðskotadýr í Stykkis- hólmi. Lengi síðan urðum við varir við fjandskap hér í garð fyrirtækjanna Björgvins og Rækju- Sjá bls. 8b.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.