Morgunblaðið - 15.03.1987, Side 8

Morgunblaðið - 15.03.1987, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 8 B í Að vinna með mikilli gleði ness og eimir jafnvel enn eftir af þeirri andúð. Nú var hafíst handa við að breyta rekstri Rækjuness hf. úr rækju- og fiskvinnslu yfir í skelfiskvinnslu. Gekk það fljótt fyrir sig enda spöruðu menn sig ekki og lögðu nótt við dag. Og 21 degi eftir eigendaskiptin hófst hörpudisksvinnsla í bragga sem Rækjunes hf. átti. í haust voru því rétt 10 ár frá því að fyrirtækið Rækjunes/Björgvin hf. hóf rekstur. Fyrstu fjögur árin öfluðu bátar Björgvins hf. hráefnis en Rækjunes hf. vann aflann. Gamli bragginn var eina húsnæðið sem við höfðum og þar var unnin rækja, hörpudisk- ur og einnig freðfiskur eftir því sem þurfti. Þetta voru erfið ár og fátt um tómstundir hjá manni. Ég var skipstjóri á Smára og rerum við hvem dag frá sunnudegi til fimmtudags. Oft varð ég að keyra aflann í erfiða fjárhagsstöðu og hallinn orðinn um 15 milljónir króna á ári. Ég gat ómögulega horft upp á að þetta þjóðþrifafyrirtæki hætti starfsemi og lagði því í það töluverða peninga. Nú stendur reksturinn í jámum og hlýtur það að teljast góður árangur á einu ári. Trésmiðjan er búin öllum vélum sem tíðkast að nota í tréiðnaði nú til dags og eru varla margar trésmiðjur betur búnar hér á landi. Við erum með ýmislegt í undir- búningi í sambandi við trésmiðjuna Ösp núna. Svo gæti farið að við kæmumst í mjög stórt verkefni og ef það dæmi gengur upp gæti orðið um geysimikla starfsemi þar að ræða og vinnu fyrir fjölda manns. Þú spyrð um fyrirtæki og þá verð ég að nefna jörðina Stóralangadal sem ég á hér inni á Skógarströnd. Þar hef ég búið með fjölskyldunni undanfarin sumur og lengst af verið með 260 ær. Þegar ástandið varð svona í landbúnaðinum, að offramleiðslan á lambalqoti fór alveg úr böndum, vildi ég ekki vera að auka á vandann og losaði mig við kindumar. Ég hef nú snúið mér að allum- fangsmikilli hrossarækt þama og virðist það geta orðið arðvænleg búgrein. Eitthvað á ég í nokkrum öðmm fyrirtækjum héma en hirði ekki um að tína það til. — Þú ert einnig einn af aðaleigendum útflutningsfyrirtækisins Ocean harvest corporation í Bandarílqunum — hvað varð Kúskel úr Breiðafirði. sjálfur úr bátunum upp í hús og ósjaldan þurfti maður að vinna í framleiðslunni fram eftir kvöldi. Föstudaga og laugardaga var ekki róið. Gat ég þá snúið mér að stjóm fyrirtækisins og tókst venjulega að koma skrifstofuþrasinu af fyrir róður á sunnudög- um. Um hvíld var ekki að ræða. Þetta gekk m.a. fyrir þá sök að Magnús Þórðarson skrifstofusjóri og félagi minn í þessu basli hefur verið ólatur við að leggja nótt við dag þegar á þurfti að halda og það hefur verið undantekning ef hann hefur tekið sér frí um helgar. Konan mín, íris Jóhannsdóttir, hefur alla tíð unnið sem gjaldkeri hér á skrifstofunni og flest bama minna hafa unnið hjá fyrirtækinu frá því að þau kom- ust á legg. Þetta hefði aldrei gengið upp ef kona mín og böm hefðu ekki lagt mér lið. Þá á ég mikið að þakka ágætu starfs- fólki sem sumt hefur starfað hjá fyrirtækinu frá byijun. Staðreyndin er að velgengni fyrirtækisins Rækjuness/Björgvins hf. hefur byggst á þrotlausri vinnu ásamt því að arður hefur ekki verið tekinn út úr fyrirtækinu heldur notaður til að byggja það upp. Fyrir tíu árum átti fyrirtækið tvo báta. Nú á það sjö báta, þar á meðal nýtt glæsilegt skip sem við fengum í haust. Gamall bragginn er nú horfinn og risið vandað fiskverkunarhús á þeim grunni. Allar vélar hafa verið endumý- jaðar og vinnum við hér hörpudisk, rækju og freðfisk eftir því sem aflast. Árið 1985 voru fyrirtækin sameinuð undir nafninu Rækjunes/Björgvin hf. og er það nú eitt stærsta fiskvinnslufyrirtæki á landinu. Trésmiðjan Ösp hf. - Þú átt meirihluta í fleiri fyrirtækjum hér í Stykkishólmi? Já, á síðasta ári var trésmicjan Ösp, sem meðal annars framleiðir einingahús, komin Hörpudisksfiskur á lokastigi vinnslu. Færibandið liggur í gegnum frystivél og af því fer varan beint í pökkun. Atvinna númer eitt Eitt það versta sem fyrir menn getur komið er atvinnuleysið. Það hef ég séð á ferðum mínum í Bretlandi og Bandaríkjun- um að við megum þakka okkar sæla, íslendingar, að hér er næg atvinna. í ná- grannalöndum okkar ganga þúsundir manna um atvinnulausar og fullfrískir menn með mikla starfslöngun fá ekkert að gera. Þetta er mikil ógæfa. Ef til vill er það vegna þess hve við íslend- ingar höfum það gott að einmitt hér á landi verður vart við óskaplega heimtufrekju á ýmsum sviðum. Það er eins gott að stjóm- málamenn hafl bein í nefinu til að halda utan um ríkisfjármálin og láta ekki þiýsti- hópana vaða uppi með fáránlegustu kröfur. Ég er ekki á móti því að námsfólk njóti aðstoðar svo dæmi sé tekið, síður en svo. En það, að sumir námsmenn fái meira sér til framfærslu en verkafólk sem vinnur í fiski hefur í kaup, er flarri allri skynsemi og á ekki að líðast. Það hefur heldur aldrei góð áhrif á menn að fá hlutina upp í hendumar án þess að hafa neitt fyrir þeim. Það verður til þess eins að þeir missa áhugann fyrir öllu fram- taki og láta reka á reiðanum. Þó ég hafi lengst af verið nokkuð efnaður hef ég aldr- ei gefið bömunum mínum peninga — þau hafa orðið að bjarga sér sjálf rétt eins og böm þeirra sem efnaminni em. Ég hefði auðvitað hjálpað þeim ef þau hefðu lent í slysi eða misst heilsiina en fullfrískt fólk hefur ekki nema gott af að vinna fyrir sér. - Hvaða eiginleikar em það sem gera menn að stóreignamönnum? Það sem hefur hjálpað mér mest er að ég hef unnið flest störf í fiskvinnslu og út- gerð. Það em reyndar fá störf sem ég hef ekki komið nálægt á einn eða annan hátt um ævina. Þessi þekking hefur oft komið mér til góða og auðveldað mér að taka ákvarðanir. Annað er að ég er ólatur og mér hefur aldrei Ieiðst neitt starf. Það er ef til vill mín sterkasta hlið — að vinna með mikilli gleði. Þegar þurft hefur að taka stórar ákvarð- anir hef ég alltaf gert mér far um að kynna mér allar aðstæður sem best. Hér áður fyrr átti ég margar andvökunætur og ígrundaði hveija ákvörðun lengi. Þetta er ekki bara Anna SH 122, sem búin hefur verið sérstaklega til kúfiskveiða. til þess að þú réðst í að stofna það fyrirtæki? Ja, það er nú svona að sjálfs er höndin hollust. Við stofnuðum Ocean harvest corp- oration 1979 til að koma rælqu og hörpu- diski á Bandaríkjamarkað. Ég hef verið stjómarformaður í þessu fyrirtæki og okkur hefur tekist að koma á ýmsum nýjungum í útflutningi. Stóm útflutningsfyrirtækin hafa verið dálítið hrædd við nýjungar og það var meðal annars þess vegna sem við stofnuðum eigið útflutningsfyrirtæki. Þessu fyrirtæki hefur gengið vel og það á eftir að gera betur. - Hvað hefur hvatt þig áfram við að koma þessum fyrirtækjum á fót? Ég hef aldrei haft áhuga á að græða peninga heldur hefur tilgangurinn miklu fremur verið að skapa atvinnu. Hér í Stykk- ishólmi var afar bágborið atvinnuástand þegar við vomm að byija. Á tímabili létum við línubátana landa í Rifi og keyrðum svo fiskinn hingað inneftir til að halda uppi at- vinnu. Þetta var eina leiðin því héðan er of langt að sigla á fiskimiðin. Þetta var auðvitað mjög kostnaðarsamt því við feng- um enga fyrirgreiðslu og urðum að fjár- magna flutningana sjálfir. En það tókst að halda þessu gangandi, það skapaði atvinnu fyrir marga og þar með var markmiði okk- ar náð. - Hefur þú kynnst atvinnuleysi af eigin raun? Foreldrar mínir vom ekki efnaðir og það var mikið atvinnuleysi á mínum uppvaxtará- ram. Sjálfur varð ég ekki fyrir því að ganga um atvinnulaus en margir æskufélagar mínir vom atvinnulausir langtímum saman og það var ekki skemmtilegt til þess að vita.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.