Morgunblaðið - 15.03.1987, Síða 12

Morgunblaðið - 15.03.1987, Síða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 FJALLAKUFUR ERFÍKN RÆTT VIÐ EINAR TORFA FINNSSON Einar Torfi Finnsson • •>'. F€ I i Menn gera sig klára í fjallgöngu Um síðustu helgi lögðu nokkrir félagar í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík uppí ferð á Eyjafjallajökul. Þar er skemmst frá að segja að þeir hrepptu aftakaveður, komust heilir til byggða en urðu að skilja eftir tjöld sín og ýmsan viðlegubúnað. Meðal þeirra sem fóru í þetta ferðalag var Ein- ar Torfí Finnsson, 21 árs gamall háskóla- nemi. Hann sagði svo frá í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að veður hefði farið stöðugt versn- andi er leið á laugardagskvöldið. „Ég vaknaði um klukkan hálfeitt spymtum af öllu afli í þakið svo það legðist ekki ofan á okkur og kæfði okkur. Smám saman fóru fíberbogamir að brotna. Það voru þrír bogamir af Qórum brotnir áður en Ingimundur komst út til að moka. Við lögðum upp í ferðina á Eyjafjallajökul um níuleytið á Félagarnir Leifur, Einar Torfi og Ingimundur og ætlaði að athuga hvað væri mikill snjór á þaki tjaldsins", við sváfum f nýju jöklatjaldi sem var eins og braggi í laginu. Um leið og ég rétti hendina upp í þakið til að athuga með snjóþyngslin þá lagðist það ofan á mig af mikl- um þunga. Ég gat með naumind- um komið í veg fyrir að það legðist ofan á félaga mína þijá sem í tjaldinu voru, með því að spyma á móti með höndum og fótum. Einn fíberboginn sem ætlaður var til að halda tjaldinu uppi hélt bet- ur en hinir og í skjóli hans gat Ingimundur Þór Þorsteinsson fé- lagi minn komist í föt og svo út til að moka ofan af tjaldþakinu. Það tók hann hálfa klukkustund að komast út. Þrengslin voru svo mikil og það hefði verið óðs manns æði að fara út í þetta veður öðm- vísi en kappklæddur. Á meðan lágum við tveir, ég og Leifur Öm Svavarsson frændi minn og laugardagsmorguninn frá Selja- vallalaug undir Eyjafjöllum. Við vorum fjórtán sem lögðum þama upp.. Skömmu fyrir hádegi "ildu tveir snúa við og þrír til viðbóta,- fylgdu þeim á leið. Þessir þrír komu síðan aftur en komust ekki eins langt upp á jökulinn eins og við og urðu að láta fyrirberast í svefnpokum því við voram með tjöldin. Þó þeir hefðu hlífðarpoka utan yfír svefnpokana þá urðu þeir rennblautir og fóra upp úr pokunum fyrir miðnætti og gengu í myrkrinu niður aftur og létu fyrir berast í bflum Flugbjörgun- arsveitar Reykjavíkur. um nótt- ina. Af okkur sem komumst lengra upp á EyjaQallajökul fyrir myrkur er hins vegar aðra sögu að segja. Við byijuðum að koma upp skjól- garði og tjölduðum i skjóli hans. Við voram með fjögur tjöld. Það var útilokað að taka þau niður í fjallaklifri vegna veðurofsans. Ég hef gengið á fjöll sl. fímm ár og aldrei lent í því líku veðri. Ég hafði heyrt um slík veður frá gamalreyndum ijallamönnum en sjón er þama sögu ríkari. Það var að vísu hvasst en þó ekki svo ofboðslega. Það sem gerði veðrið svona slæmt var hinn geysilegi skafrenningum og ofan- koma með svo fínum ískristöllum að snjórinn smýgur allsstaðar. Þetta veldur mikilli ísingu. Ég get sagt sem dæmi frá því að einn félagi minn var með ísklump á stærð við stórt epli sem hlaðist hafði á endann á hettureiminni á anoraknum hans. Annað var eftir því. Veðrið var ekki afleitt þegar við tjölduðum um klukkan sex um kvöldið. Að því loknu settumst við inn í tjöldin, bræddum snjó til að drekka og elduðum mat. Þetta tók langan tíma. Eftir að við höfðum lokið við að matast lögðumst við til svefns. Ég vaknaði svo eins og fyrr sagði skömmu eftir mið- nætti og þá var veðrið orðið glóralaust, átti þó eftir að versna enn meira. Eftir að Ingimundur hafði lokið við að moka frá tjald- inu og var kominn inn á ný skreið ég yfír í annað tjald. Þrengdi mér þar niður milli tveggja félaga minna í tveggja manna tjald. Það þætti þröngt setið í hjónarúmi ef það væri eins og við höfðum það þessa nótt. í gamla tjaldinu var rýmra þó lágt væri orðið á því risið og Jækkaði stöðugt eftir því sem leið á nóttina. Þeir tveir sem eftir urðu skiptust á að moka frá tjöldunum alla nóttina en undir morgun vora allar súlur i gamla tjaldinu margbrotnar og það rifíð nánast í tætlur. Tjaldið sem ég lét fyrirberast í stóð betur af sér veðr- ið og rifnaði ekki fyrr en um morguninn þegar við voram komnir út. Þá var veðrið orðið mun verra en það hafði verið um nóttina og héldum við þó þá að það gæti varla orðið verra. Sam- kvæmt veðurspánni átti að breyta um átt, úr suð-austan í norð- austan, en það gerðist ekki. Það var tveggja tíma verk að grafa upp skíðin sem við höfðum sett í eina hrúgu um kvöldið. Snjórinn var um einn og hálfur meter sem ofan á þeim var og ekki gerði það verkið léttara að ekki mátti gera hlé á mokstrinum, þá fylltist allt á ný. Þetta hafðist þó og okkur tókst að bjarga mest öllu dótinu ofan í bakpokana. Ég missti þó nokkuð af fatnaði auk tjaldsins. Við bundum okkur saman á línu til að halda hópinn og fóram svo að þumlungast niður. Skyggnið var þannig að það sá ekki út úr augum. Það voru þrír sem í sam- einingu leiddu okkur niður. Þeir höfðu allir áttavita uppi við og tóku stefnuna svo hárrétt að það munaði ekki nema tíu metram frá slóðinni okkar upp á jökulinn. Við voram komnir í bílana um klukkan hálf þijú á sunnudag og var ekki laust við að menn hafí væra dálít- ið þrekaðir og svangir. Éftir að hafa heyrt þessa ferða- sögu var blaðamaður svo aldeilis hlessa á að nokkur maður skuli fríviljugur leggja á sig slík ferða- lög og gat ekki varist því að spyija Einar hver ástæðan væri fyrir því að hann færi í slíkt aftur og aftur. Hann svaraði því til að þama væri um að ræða erfiðustu æfíngu vetrarins hjá Flugbjörgun- arsveitinni, sem hefði fýrst og fremst þann tilgang að þjálfa menn til björgunarstarfa við erfíð- ustu aðstæður. Augljóst væri að ef menn þekktu ekki á verstu veður þá gætu þeir heldur ekki bjargað neinum úr háska við slík skilyrði. Það væri sem betur fer sjaldan að menn lentu í svona löguðu og vissulega ættu menn líka himneskar stundir í fjallaferð- um. „Mér leið t.d. mjög vel út í Skotlandi í febrúar sl. upp á toppi Ben Nevis fjallsins eftir vel heppn- að klifur eftir bröttum ísveggjum með útsýni yfír hið fallega skoska hálendi. Ég held að ég taki undir það sem einn fjallagarpurinn sagði eitt sinn í blaðaviðtali það er engu líkt að sitja alsæll uppá ijallstoppi í efnahagslegu til- gangsleysi." Fjallaklifur er fíkn, það er mín niðurstaða. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.