Morgunblaðið - 15.03.1987, Síða 15

Morgunblaðið - 15.03.1987, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 B 15 lALLTAF BATNAR ÞAÐl Mannskæðar jólagjafir /f \ Bandarílqamenn eiga sínar frægu drápsflugur, grimma býflugnategund, sem hægt og bítandi berst norður meginlandið í átt til Manhattan, og hver hefur ekki heyrt um krókódílana, sem svamla um holræsin í New York? Nú geta Bretar líka sagt sínar hryll- ingssögur af þessu tagi. Borgaryfir- völd í London, eða öllu heldur Thamesámefndin, hefur nú lýst yfír sérstökum áhyggjum sínum af grimmum 'og hættulegum skjald- bökum, sem fólk hefur losað sig við í ána. Skjaldbökumar, sem em kjötæt- ur ættaðar frá Norður-Ameríku, era fluttar til Bretlands sem gæludýr. Þá era þær ekki stærri en lítill pen- ingur en fullvaxnar geta þær orðið allt að 35—40 pund. Frændi þeirra, krókódílaskjaldbakan, vinsæl jóla- gjöf til barna, getur orðið 200 pund. Þegar fólki finnst skjaldbökumar vera orðnar of fyrirferðarmiklar er málið oft leyst með því að sleppa þeim í næstu tjöm eða á. Hið versta orð fer af þessum skjaldbökum — „sannkölluð skað- ræðiskvikindi" svo vitnað sé í frú Brig Daniels, sem sæti á í Thames- ámefndinni. „Slægar, grimmar og árásargjamar, það er fátt gott um þær að segja. Fiskur og skeldýr era aðalfæða þeirra, en ef þær næla sér í sundfugla, til dæmis andar- unga, þá draga þær þá í kaf og drekkja þeim áður en þær éta þá. Þá fúlsa þær ekki við bita af manna- kjöti ef því er að skipta." Enn sem komið er hefur skjald- bökunum ekki tekist að læsa kjaftinum í ungar stúlkur og éta þær fyrir allra augum, en í Banda- ríkjunum hafa baðstrandargestir misst tær, fingur og jafnvel hand- leggi upp í ginið á þeim. Ekki fer á milli mála, að gamlar sögur um skrímsli og skelfilegar óvættir eiga sinn þátt í ótta manna við þessar hvimleiðu skepnur. Sál- fræðingurinn Jung benti einu sinni á, að óvættimar í hugarfylgsnum okkar tæku hamskiptum í takt við tímann. Á þeim tímum, sem við lif- um á, stendur mönnum mest ógn af stjómlausum stökkbreytingum í náttúranni. Margir furðulegir fiskar og jafnvel spendýr virðast tii dæm- is þrífast vel í ylvolgu og menguðu vatninu við aflstöðvar, bragghús og sorphreinsunarstöðvar. Belgíumaðurinn Luc Beyer de Ryke, sem situr á Evrópuþinginu, brá fyrir nokkra upp mynd af þús- undum geislavirkra krókódfla, sem legðu land undir fót frá uppeldis- stöðvunum við Rón. Sagði hann, að yfirvöldin í Ballene í Frakklandi hefðu í hyggju að ala upp 10.000 krókódfla í heitu affallsvatninu frá Trticastin-kjamorkuverinu. Beyer de Ryke sagði að þessar áætlanir kynnu að þykja góð tíðindi fyrir töskuiðnaðinn, en hann vildi vita um líkumar á því, að krókódfl- amir færa að fjölga sér þegar þeir hefðu aðlagast nýju heimkynnunum „án þess að íbúamir væra spurðir eins eða neins". Ekki er gott að vita hvort krókó- dflamir verða fyrri til að komast upp á Champs Elysées en dráps- flugurnar á Fimmtu tröð á Manhattan og hver veit nema heilu kappróðrarsveitimar frá Oxford og Cambridge eigi eftir að lenda í gin- inu á gráðugum skjaldbökum. Einhvers staðar hlýtur þó að leyn- ast í þessu gott efni í hryllingsmynd. - LAURENCE MARKS HÓLPIN í BRÁÐ — Líbanskir hermenn og menn úr röðum Shíta forða nokkrum arabískum börnum út úr kúlnahríðinni í Bourj il Barajneh-búðunum. við gamlan mann, Abu Ahmed að nafni, sem býr í búðunum ásamt konum sínum tveimur, en í aðeins 25 mflna fjarlægð, hinum megin við landamæri ísraels, var býlið sem hann neyddist til að yfirgefa árið 1948. Og öll þrjú sögðu þau einarð- lega: „Héðan föram við aldrei nema til Palestínu. Við förum ekkert ann- að. Aldrei.“ - KRISTY MILNE Þessi skynditegi þekkingarauki frá einni einustu þjóð olli mestu tækni- framförum sem um getur á öldinni SJÁ: ÞINGMÁLIÐ vott um „þjóðrækni“ að vera blankur Kínverska slagorðinu „Það er dýrlegt að vera ríkur“ hefur nú verið varpað fyrir róða eins og mörgum öðram, og það þykir ekki lengur góð latína. Um átta ára skeið hafa bændur verið hvattir til að afla fjár til að eyða því, en nú hef- ur flokkurinn lýst yfír að slík stefna gangi í berhögg við meginreglur flokksagans. Og flokkurinn hefur nú skilgreint andstæðinginn, sem ógnar öryggi heilla héraða. Öryggissveitir hafa nú fengið skipanir um að uppræta öfl „borgaralegs frjálsræðis". Sérstakri nefnd hefur verið falið þetta verkefni, en hún sér um að leiðbeina flokknum til bættrar sið- væðingar. Framkvæmdastjóri nefndarinnar er Bo Yibo, 82ja ára að aldri, en hann er einn öflugasti leiðtogi íhaldsaf- lanna, sem stöðugt vex físk- ur um hrygg um þessar mundir. Nefndin star- far samkvæmt sjónarmiðum Bo Yibos en þau era þannig í hnot- skum að bændur og flokksleið- togar skuli leggja áherzlu á hugmyndafræði, vinnubrögð, aga og skipulagn- ingu. Þessi orð hafa ekki heyrst lengi í kínverzkum bæjum og þorp- um en á bló- matíma maóismans vora þau á hvers manns vöram. Til skamms tíma hafa flokksmenn verið hvattir til að taka þátt í fjár- hagslega arðbærum ffamkvæmd- um og embættismenn fengu lof og prís ef þeim hugkvæmdust verk- efni, sem höfðu fjárhagslegan ábata í för með sér. Slíkt þykir nú ótækt lAUSTUR-ÞYSKALANDI Æ fleiri fara á maka- veiðar í blöðunum IAustur-Þýskalandi verður al- gengara með hveiju árinu sem líður að fólk noti sér hjúskapardálka dagblaðanna til að verða sér úti um lífsföranaut. Áður fyrr þótti það heldur skammarlegt að opinbera sig á þennan hátt, en það er nú löngu liðin tíð. Á sjöunda áratugnum vora í tímaritinu, sem birtir flestar hjú- skaparauglýsingamar, kannski tíu eða tólf á viku en nú era þær reglu- lega á þriðja hundraðið. Bæta þær úr brýnni félagslegri þörf fyrir margan manninn og eins og annars staðar era þær mjög forvitnilegar í sjálfu sér, allt að því sjálfstæð list- grein. Era bragreglumar, ef svo má segja, augljóslega mjög strang- ar og þótt orðalagið sé á stundum dálítið óljóst er reynt að forðast allt, sem neikvætt má teljast. í næstum öllum auglýsingunum er íað að starfí viðkomandi, félags- legri stöðu og útliti. Lykilorð eins og til dæmis „hefur gaman af garð- yrkju" benda til að auglýsandinn eigi sumarhús og „er með bílpróf' merkir að viðkomandi eigi bíl. Hjú- skaparauglýsingar eiga sér langa sögu, rannar upp í borgaralegu samfélagi hins gamla Þýskalands, og era að því leytinu miklu íhalds- samari og hefðbundnari en einstakl- ingamir, sem senda þær. En hvemig stendur á því að þeim hefur Qölgað svo mikið? Margir svara því til, að þær endurspegli þær miklu þjóðfélagsbreytingar, sem orðið hafa í Austur-Þýskalandi. Óvíða era hjónaskilnaðir fleiri en þar. Þriðj- ungi hjónabanda lýkur með skilnaði og eru ótryggð og áfengi nefnd sem ástæðan í rúmlega helmingi tilfella. Ógiftar mæður era margar. Árið 1986 áttu 40% framburða einstæða móður og hefur fjölgað mikið á nokkram áram, voru aðeins 19% seint á síðasta áratug. Í opinberam skýrslum má lesa, að fimmta hver austur-þýsk stúlka verður ófrísk áður en hún er orðin 19 ára. Þjóðfélagsfræðingar telja, að aukið frelsi konunnar og meiri þátt- taka hennar í atvinnulífinu hafi valdið árekstrum og erfiðleikum í einkalífinu. Tómstundimar era fá- ar, lítill tími til að komast í kynni við hugsanlegan lífsföranaut, eink- um ef fólk hefur fyrir bömum að sjá. Venjuleg vinnuvika er nærri 44 stundir og eins og í öðram Aust- ur-Evrópuríkjum tekur það ekki lítinn tíma að kaupa inn til heimilis- ins og sækja flokksfundi. Fyrir íjöldamarga era því hjú- skapardálkamir leiðin út úr ein- semdinni og inn í hjónabandið, stofnun, sem kommúnistaflokkur- inn hefur mikla velþóknun á. - CATHERINE FIELD og er kallað „sérhagsmunastefna". Árið 1979 var gerð róttæk breyt- ing á búskaparháttum í Kína. Þá vora samyrkjubú aflögð og fjöl- skyldum og smáhópum falið að reka búin með gróðavonina að leiðar- ljósi. Smábændur vora í fyrstu dálítið uggandi um, að ekki liði á löngu þar til þessi stefna yrði af- numin eða jaftivel bannsungin frá hugmyndafræðilegu sjónarmiði eins og ýmsar stefnur aðrar sem stjóm- völd hefðu áður framfylgt en síðan kastað á haugana. Þeir vora full- vissaðir um „að það væri dýrlegt að verða ríkur" og ef einstaklingar eða samfélög sköraðu fram úr á þessu sviði bæri það vott um hug- vit og vinnusemi. í augum íhaldsmanna á borð við Bo Yibo er það þessi einstaklings- hyggja sem er grundvöllurinn undir „borgaralegt fijálsræði“ sem þeir hata eins og pestina og telja að grafi undan hugmyndafræði bylt- ingarinnar. íhaldsmennimir era reiðubúnir að beita valdi til þess að uppræta slíkt böl, a.m.k. í sum- um héraðum landsins. Til dæmis var sagt frá því í útvarpi í Shanxi- héraði fyrir skömmu að leiðtogar flokksins hefðu hvatt til aðgerða í því skyni að hafa hendur í hári „glæpamanna" af þessu tagi og teknar yrðu ákvarðanir um hvar yrði látið til skarar skríða. Þetta era ekki marklausar ógn- anir. Kommúnistaflokkurinn í Shanxi hefur útmálað skelfílegan óvin og þegar undirbúið tilþrifa- miklar aðgerðir gegn honum. Fyrir skömmu fögnuðu Kínveijar nýju ári og í tilefni þess skýrði útvarpið svo frá „að meira en 30 þúsund manns, pólitískir og borgaralegir öryggis- verðir, lögregla, herlögregla og embættismenn á sviði öryggisgæslu stæðu varðstöðu nótt sem nýtan dag gegn fjandmanninum og gættu þannig að hinu frábæra sósíalíska skipulagi". Utvarpið sagði ennfremur: „Sárafáir gagnbyltingarmenn telja að þeir geti hafnað sósíalisku skipu- lagi og haldið inn á brautir kapítal- ismans en slíkt era vitaskuld hugarórar einir. En ef við drögum úr baráttunni sækir andstæðingur- inn í sig veðrið. í Kína geta fámennir hópar orðið mjög stórir." Árið 1958 taldi Mao að 5% íbúa Kína væra andstæðingar sósíalism- ans. Formanninum taldist þá svo til, að þessi 5% væra um það bil 30 milljónir manna. - JONATHAN MIRSKY

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.