Morgunblaðið - 15.03.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 15.03.1987, Síða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 „ Svona vaeni mi nn- Pabbi dx. ekk'i að -farcL heim i dag " ást er... 4i8 ... bestu kaupin. TM Rtg. US. Pat Ofl.—U rights resctvad 01986 Los Angalw Tlnm Syndcate Peningana eins og skot annars hleypi ég af! Með morgunkaffinu Lofaði mönunu að borða bara eina köku! Verður ekki að hækka vextina hjá aurasálinni? Ég fór í Þjóðleikhúsið nú í vetur og sá leikritið Aurasálina, sem í sjálfu sér er ekki frásagn- arvert. En í því leikriti er ungur maður sem er í sárri fjárþröng. Hann fær ekki lán eftir hefð- bundnum leiðum og verður þá að leita fyrir sér annars staðar. Hann fær tilboð og vextimir eru ekki svo voðalegir, 5%, sem hann samþykkti. En það var svolítið meira á spýtunni. Hann átti að fá ákveðna upphæð að láni en fékk ekki greidd út nema um 4A hluta þeirra upphæðar, eða til þess að gera öllum skiljanlegt, þá fékk hann segum 100 krónur lánaðar en fékk ekki útborgað nema 80 krónur, en varð samt að greiða til baka kr. 100. Hon- um reiknaðist þannig til að hann yrði að greiða um 25% ársvexti af láninu. Leikritið gengur svo út á að sýna aurasálina, þennan svíðing, sem leyfír sér að taka 25% ársvexti. Nú auglýsa bankamir um og yfír 20% vexti af innlánum, en vextir af skuldabréfum em nú 6—8%, ef ég hefi réttar upplýs- ingar, og af víxlum 15—16%. Meira að segja gat ég ekki betur séð en fjármagnsfyrirtæki aug- lýsti í sjónvarpinu að það hafí útvegað 31% ársvexti sl. ár. Hvemig getur þetta gerst? Eru bankamir að gefa með Qár- magninu? Hér em verðbætur auðvitað ekki reiknaðar með, því þær em ekki vextir. Einu sinni var kaupmaður sem kvartaði yfír erfíðum tímum og miklu tapi á versluninni. Aðspurður hvers vegna hann ræki verslun- ina áfram svaraði hann, að hún væri lokuð á sunnudögum og það bjargaði sér. Bankamir em lok- aðir bæði á laugardögum og sunnudögum. Er það skýringin? Eða gera bankamir og fjárfest- ingafyrirtækin kannski það sama og dæma átti okrarana fyrir í okurmálunum svokölluðu, sem undanfama mánuði hafa við og við verið til umræðu? Vilja nú ekki einhveijir fjármálasnill- Á kvöldvöku rásar 1 á hveiju föstudagskvöldi er og hefur verið um nokkuð skeið þáttur sem nefn- ist í Mímisbrunni, þáttur íslensku- nema í Háskóla íslands. Um hann annast tveir hveiju sinni, umsjónar- maður og lesari. Umfíöllun efnis í þáttum þessum Sýnið aft- urtónleika PhilCoIlins 1586-6284 skrifar: Ég vil beina þeim tilmælum til Stöðvar 2 að þeir sýni aftur tónleikana með Phil Collins. Það mætti líka gera meira af því að sýna tónleika. Ég er heldur ekki alveg án- ægður með það, hvað Music Box er orðinn stuttur þáttur. Það er alltaf verið að stytta hann. ingar, sem lofa allt upp í 31% ársávöxtun, svara þessu og gefa okkur skýringar? Ég held jafnvel að þeir hjá Þóðleikhúsinu verði að hækka vextina hjá aurasál- inni svona í „takt við tímann". Jón ísberg er oftar en hitt allgóð og ekkert sérstakt um hana að segja. En skil- greining þessa fólks á þeim höfund- um sem það tekur verk eftir til umfjöllunar er oft fyrir neðan allar hellur og alröng. Til dæmis í kynningu á Jóhanni Siguijónssyni fyrir skömmu, í sam- bandi við verk hans Fjalla-Eyvind, var sagt að hann væri fæddur á Laxamýri í Norður-Þingeyjarsýslu. Ekki munu Suður-Þingeyingar vilja játa þessu, og í kynningu á Gunn- ari Gunnarssyni sl. föstudagskvöld var sagt að hann væri fæddur á Valþjófsstað í Fljótshlíð, ekki góð landafræði það. Ég hef ekki orðið vör við að þetta hafi nokkursstaðar verið leiðrétt og nú spyr ég: Hlustar fólk ekki leng- ur á kvöldvökumar í útvarpinu eða er því þá alveg sama um það sem sagt er ef það hlustar? I öðru lagi, fylgjast kennarar nemendanna í Háskólanum, í þessu tilfelli íslenskunema, ekkert með því sem fram gengur af munni þeirra frammi fyrir alþjóð? Batur- legt ef rétt er. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörla- stöðum Skilgreining á höf- undum oft fyrir neðan allar hellur HÖGNI HREKKVISI Víkverji skrifar Fyrir skemmstu voru tíndar hér til nokkrar af þeim að- skiljanlegu „sporslum" sem sífellt sýnist fara fjölgandi á reikningum þjónustufyrirtækja. Eins og menn rekur ef til vill minni til, hafði lesandi af þessu tilefni samband við Velvakanda, sem deilir þessari opnu með Víkveija, og upplýsti um eina glænýja að best verður séð og um leið eina þá frumieg- ustu. Hann var þá nýbúinn að fá reikning þar sem einn liðurinn hét „sætishlífar", og lét þau orð falla og ekki að ástæðulausu að nú væru þeir kræfústu semsagt farn- ir „að taka gjald fyrir að óhreinka ekki hjá manni sætin“. Fer ekki að verða tímabært að stinga við fótum? Gerast þeir ekki einum of hugvitssamir mennimir sem búa til þessa reikninga? Eða hvemig líst Neytendasamtökun- um til dæmis á þá aðferð að heimta gjald af mönnum fyrir að spilla ekki eigum þeirra? xxx Hafa menn tekið eftir því hvemig viðbrögð stjóm- málamannanna okkar eru alltaf á eina lund þegar þeir eru beðnir um að tjá sig um nýjustu úrslitin í nýjustu skoðanakönnuninni um fylgi flokkanna? Hafí úrslitin verið flokknum þeirra óhagstæð hafa þeir jafnan tvennskonar svör á reiðum hönd- um. í fyrsta lagi segjast þeir nú aldrei hafa borið sérstaka virðingu fyrir þessum svokölluðu skoðana- könnunum sem séu vitanlega meingallaðar, og í öðru lagi (og til vara eiginlega) segjast þeir þar að auki vera handvissir um að næsta könnun eigi eftir að sýna allt aðra og stómm betri útkomu. Ef hafí úrslitin verið flokknum þeirra hagstæð segja þeir aftur á móti hróðugir að þessu hafí þeir raunar alltaf átt von á og bæta síðan við (og svona til áherslu eig- inlega) að það sé eins og hvert annað píp þegar menn séu að reyna að gera lítið úr svona könn- unum. Loks er það helst að frétta af málfarsslóðum okkar íslend- inga að fleirtölusýkin heldur áfram að magnast. Menn hamast við það jafnt í sjónvarpi sem í dagblöðunum að auglýsa vöru „á mjög góðum verðum"; og er vísast til einskis að vera að fárast útaf þessum skolla lengur. Ennfremur höfum við fréttir af snyrtivöru- verslun sem um jólaleytið státaði af því á skræpóttum veggspjöld- um að í hillum hennar væru „margskonar ilmar“. Og Víkveiji var sjálfur á næstu grösum ekki alls fyrir löngu þá geðþekkasti maður stagaðist sífellt á því í sjón- varpinu að á þeim erlendu slóðum sem hann var að lýsa ræktaði fólkið „kræklinga“ fremur en krækling. Á hans máli veiða menn því væntanlega ekki þorsk heldur þorska. Og menn eru ekki á ýsu heldur á ýsum. Og menn eru á humrum og fara á síldar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.