Morgunblaðið - 01.05.1987, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1 MAÍ 1987
■+
1. MAI
Mbl/Þorkell
Rebekka Arnadóttir og Sigrún Kristinsdóttir.
Fóstrurnar Rebekka Árnadóttir og
Sigrún Kristinsdóttir teknar tali:
Flótti úrstéttinni
Fóstrur hafa lengi att kappi við
iaunagreiðendur sína og því hugs-
anlegt að þær leggi meira upp úr
gildi 1. maí heldur en gengur og
gerist. Til að fræðast um það ræddi
Morgunblaðið við þær Rebekku
Ámadóttur og Sigrúnu Kristins-
dóttur, fóstrur suður í Hafnarfirði.
Rebekka er forstöðukonan á
bamaheimilinu og hún segir að hún
hugsi ekkert sérstaklega um 1.
maí. Að vísu hafi hún farið í kröfu-
göngur hér áður fyrr, en meira til
þess að ieyfa bami sínu að taka
þátt í skrúðgöngu. Sigrún tekur
undir viðhorfin til dagsins, en lætur
þess getið að hún hafi ekki farið í
kröfugöngur til þessa.
:iftir dálitla umhugsun eru þær
stöllur þó sammála um að 1. maí
sé þörf áminningum að kjör margra
stétta í iandinu séu alls ekki nógu
góð. „Við getum tekið fóstrur sem
dærni," segir Rebekka, við fengum
að vísu nokkra hækkun fyrir
skömmu, en það átti bara að heita
leiðrétting. Það var í áttina, en
langt frá því að vera nóg.“ Sigrún
áréttir orð Rebekku með því að
bæta við, „sko við vomm orðnar
svo langt á eftir öðrum launþega-
hópum, að það var kominn bullandi
flótti í stéttina. Og það sér ekkert
fyrir endann á honum þrátt fyrir
þessa hækkun sem við nefndum.
Þær Rebekka og Sigrún segja,
að eftir hækkunina séu byrjunar-
laun fóstru 35.017 krónur, en
ófaglærðar aðstoðarstúlkur á
bamaheimilum standi enn verr að
vígi, þær séu með aðeins 27.295
krónur á mánuði. Sigrún segir: „Ég
er búin að vinna sem fóstra í 9 ár
og er aðeins um 6.000 krónum yfír
byijunartaxtanum, þetta telst því
varia launastigi. Svo er annað,
fóstrur sitja uppi með sitt kaup.
Við eigum enga von á því að geta
drýgt tekjumar með yfirvinnu,
fáum enga yfirgreiðslu eða uppbót
út á það eða neitt." „Við höldum
okkur ekki upp á neinu,“ bætir
Rebekka við.
Bjartsýnar á framtíðina
í ljósi kosning-aúrslita?
Sigrún verður fyrri til og segir:
„Ég veit ekki hvort það er nokkur
fótur fyrir bjartsýni, til þess þarf
að bæta svo mikið kjörin. Eins og
er lifir fóstra ekki af launum sínum
ég er gift og þriggja bama móðir.
Við hjónin verðum bæði að vinna
úti fulla vinnu. Samt leyfir maður
sér ekkert, það er ekkert svigrúm
því samanlögð launin rétt svo fæða
okkur og klæða og varla það. Mað-
ur er orðinn hundleiður á því að
passa upp á hveija einustu krónu.
Kjörin verða að bjóða manni upp á
aðeins rýmri ijárhag." Rebekka
segir einnig að þrátt fyrir nokkra
launabót sé enn langt í iand og
ekki frekari bætur í sjónmáli, en
um launin segir hún þetta: „Ég
verð að segja það að ég lifí af laun-
um mínum. Ég er einstæð móðir
með eitt bam. Ég lifí af þeim í
þeim skilningi að ég hef vanið okk-
ur við skortinn. Eg verð að láta
peningana endast til brýnustu nauð-
synja en samt er af og frá að þeir
geri það. Við verðum að neita okk-
ur um ijölmargt sem margur telur
nauðsyn. Við leyfum okkur ekkert,
frekar að við séum sífellt að herða
ólamar.
Og Sigrún tekur nú aftur til
máls. „Á meðan launin eru svo léleg
væri fróðlegt að fylgjast með því
hversu margar af þéim fóstrum sem
útskrifast næst fari í fóstrustörf.
Nú þegar er nóg af faglærðum
fóstrum í landinu til að fylla öll
störf. Samt er skortur. Það segir
meira en mörg orð, því það gefur
augaleið að þær stúlkur sem
mennta sig í þessu hafa áhuga á
því að vinna við þetta. En launin
fæla þær frá. Þeir sem ákveða laun-
in verða að horfast í auga við þetta
og gera upp við sig hvort þeir meti
ekki meira það uppeldisstarf sem
unnið er af fóstrum. Við Rebekka
höfum báðar upplifað hugarfars-
breytingu meðal almennings
gagnvart bamaheimilum. Þegar við
vorum að byija voru þau litin hom-
augu, en eftir því sem konur fóru
að sækja meira út á vinnumarkað-
inn fór þörfín vaxandi og hugarfars-
breyting fylgdi. Einhverra hluta
vegna njótum við samt sem áður
enn lítils skilnings hjá launagreið-
endum." Rebekka kinkar kolli og
tekur þannig undir orð Sigrúnar.
- gg
ísland er láglaunaland
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Róbert til vinstrí og Krístbjörn til hægrí í Steinsmiðju S. Helgasonar
- segja þeir Krist-
björn Daníelsson
og Róbert Jóhanns-
son hjá Steinsmiðju
S. Helgasonar í
Kópavogi
HÆKKUN launa er númer eitt,
tvö og þijú á óskalista þeirra
Krístbjöms Daníelssonar og Ró-
berts Jóhannssonar starfsmanna
Steinsmiðju S. Helgasonar í
Kópavogi. Þeir félagar em og
sammála um, að ísland sé lág-
launaland. Róbert sagði í viðtali
við blaðamann, að lægstu laun
mættu ekki vera undir 45 þúsund
krónum. Krístbjöm kvaðst ekki
lifa á 60-70 þúsundum, þó værí
hann aðeins með tveggja manna
fjölskyldu.
Þeir Róbert og Kristbjöm sögð-
ust vera á öndverðum meiði í
stjómmálum og höfðu auðheyran-
lega gaman af að smáhnýta hvor í
annan þó með góðlátlegum kímni í
fasi. Þeir tengdu því velflest stjóm-
málum er rætt var við þá og sagði
Kristbjöm m.a., að ef launþegar
ættu að hafa það gott yrði Sjálf-
stæðisflokkurinn að stjóma. Hann
sagði þó, að eins og nú væri komið
treysti hann ekki Jóni Baldvini til
að fara í stjóm, fremur vildi hann
að látið yrði reyna á hvort Kvenna-
listinn hefði einhveijar raunhæfar
tillögur.
Róbert sagðist hreint ekki sjá
neinn valkost, eins og staðan væri
í dag. Helst væri hann á því að
nýju flokkamir ættu að fara í ríkis-
stjóm til að sýna hvað þeir gætu.
Það kæmi þá í ljós hvað fólk hefði
í Kópavogi.
verið að kjósa yfír sig. Róbert sagð-
ist hafa eitt á hreinu varðandi það,
hvað ný ríkisstjóm ætti að gera en
það væri að fella alveg niður tekju-
skatt launþega.
Aðspurðir um óskir til handa
launþegum í tilefni dagsins töldu
þeir báðir hærri laun efst á blaði.
Róbert nefndi einnig húsnæðismál-
in. Sagði einhvers konar kaupleiguí-
búðir eða „Búseta-form" bráðnauð-
synlega kjarabót. Kristbjöm sagði
aftur á móti, að hann hefði enga
trú á því að verkamenn hefðu efni
á að taka tveggja milljón króna lán
til íbúðakaupa.
Þeir spjölluðu einnig sín á milli
um verkalýðshreyfinguna, gildi
hennar og árangur í starfí. Róbert
sagði m.a., að sér fyndist vanta
meiri kraft í starfið, en þar væri
ekki aðeins við forustumennina að
sakast. Hinn almenni félagsmaður
yrði að mæta á fundum og taka
virkan þátt, a.m.k. áður en hann
bölsótaði forustumönnunum fyrir
lélegan árangur. Þama virtust þeir
félagar nokkuð sammála, því Krist-
bjöm kinkaði kolli. Þess má geta
að Róbert er félagi í Verkalýðs-
félaginu Dagsbrún í Reykjavík, en
Kristbjöm í Verkstjórafélaginu.
Við spurðum að lokum, hvemig
þeir hygðust veija deginum í dag.
Róbert sagðist ætla að taka þátt í
skrúðgöngu að venju og öðrum
hátíðar- og baráttufundum dagsins.
Kristbjöm sagði: „Ætli ég horfi
ekki bara á hann Róbert í skrúð-
göngunni í sjónvarpinu. Það held
ég“, og þeir félagar héldu saman
til vinnu sinnar á ný, er við höfðum
þakkað þeim fyrir spjallið.
- F.P.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
í lok hádegisverðarhlés, talið frá vinstrí: Una Kristín Jónsdóttir, Sunneva Guðmundsdóttir og Við-
ar Ásgeirsson.
Lágmarkslaun ættu að
vera 40-50þúsund krónur
- segja þrjú ungmenni sem vinna hjá Granda
LAUNIN eru alltof lág, lág-
markslaun ættu að vera á bilinu
40-50 þúsund kr. Þetta voru
þau sammála um Una Krístin
Jónsdóttir, Sunneva Guð-
mundsdóttir og Viðar Ásgeirs-
son, sem við hittum að máli
fyrir framan matsal fiskiðju-
vers Granda I Reykjavík. Þær
Una Kristín og Sunneva vinna
þar við fiskvinnslu, en Viðar
starfar hjá Listsmiðjunni sem
er sjálfstæður verktaki þjá
Granda. Hann er við nám í vél-
virkjun.
Þau töldu að laun þeirra allra
vaéru svipuð. Viðar væri þó með
hærra tímakaup sem bónusinn
bætti stelpunum upp. Önnur
stelpnanna er enn í heimahúsum
og Viðar einnig. Aðspurð um
hvemig þau verðu kaupinu sagð-
ist Viðar vera að reyna að safna
til að kaupa íbúð, kannski fyrst
bíl og síðan íbúð, en þannig töldu
þau aðferð ungs fólks oftast vera
til að koma undir sig fótunum.
Þau voru einnig sammála um að
ungt fólk, og reyndar velflestir
starfsmenn Granda, tæki alla þá
eftir- og næturvinnu sem byðist,
en 44 tíma vinnuvika væri oftast
á launaseðlunum.
Stelpumar voru á öndverðum
meiði varðandi bónusvinnu. Önnur
var á móti henni en hinni fannst
hún eiga rétt á sér. Öll vora þau
sammála um að lágmargslaun
mættu ekki fara niður fyrir 40
þúsund og nefndu þau tölumar
40, 45 og allt að 50 þúsund krón-
ur. Einn vinnufélagi þeirra skaut
því að sem sinni skoðun, að sér
fyndist mikilvægast að verðlag
og kauplag héldist í hendur. Að-
spurð um hvemig þeim gengi að
láta endana ná saman svörðu þau
því til að það gengi bara ágætlega
með eftirvinnunni og var enga
svartsýni að heyra á þeim hvað
varða framtíðina. — F.P.