Morgunblaðið - 01.05.1987, Page 20

Morgunblaðið - 01.05.1987, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ1987 Sveinn Björnsson rannsóknarlögreglustjóri 1 Hafnarfirði: Letingjar eiga ekki að fá laun Fúkkalyktin mætti okkur er við komum á lögreglustöðina í Hafnarfirði og þeir sem þar tóku á móti okkur staðfestu grun okk- ar að það væri fagnaðarefni að lögreglan flytti í nýtt og nývígt húsnæði á næstunni. Lögreglu- mennirnir vísuðu hver á annan um hrið meðan leitað var að við- mælanda, en á endanum var Sveinn Björnsson, rannsóknar- lögreglustjóri og listmálari, króaður af og lét hann þá undan áeggjan félaga sinna. Hann sagði: „Ég hef alltaf verið voðalega hrifínn af 1. maí og raunar sjó- mannadeginum líka, enda var ég einu sinni sjómaður. Þetta er bar- áttudagur verkalýðsins og ég er mjög hlynntur þeirri baráttu, enda hefur verkalýðurinn alltaf haft allt- of lág laun á íslandi, ekki síst lögreglumenn. Það er mjög slæmt ASEA Cylinda þvottavélar^sænskar og sérstakar Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun, vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis- gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! 3fb^» /FQniX HATUNI 6A SÍMI (91)24420 Kjötsög A ið bjóðum 15% kynningarafslátt á \ (\)áfX4C%) kjötvinnsluvélum \ miðað við staðfestu pöntunar fyrir 10. maí. Hakkavél Sýnishorn á afgreiðslu okkar, Áleggshnífur riii.si.os iii KRÓKHÁLS 6 SÍMI 671900 Hamborgaravél / (MONCa) j kjötvinnsluvélar eru gæðaframleiðsla HRINGDU og faöu askriftargjold- 1 VJSA in skuldfærð á greiðslukortareíkning | E þinn mánaðarlega. SÍMINN ER 691140 691141 JH0r|pjin®rIji&ií> Sveinn Björnsson Morgunblaðið/Þorkell því menn vinna betur með betra kaup. Á því leikur enginn vafí. Hins vegar verð ég að segja að síðustu flögur árin hefur ástandið skánað talsvert. Launin hafa hækkað og þótt þau megi auðvitað hækka meira, þá hafa engu að síður verið stigin skref í rétta átt. Þetta þakka ég ríkisstjóminni. Það er að vísu ekki allt gott og blessað sem hún hefur gert enda þess varla von, en hún hefur hækkað kaupið og er það vel. Frekari hækkanir þurfa þó að koma, þetta verður að vera bara byijunin á því sem koma skal því öðruvísi er ekki hægt að halda góðu starfsfólki, hvað þá að fá gott og duglegt fólk til starfa." Þú vilt ekki stytta vinnudaginn og hækka launin til þess að sjá hvort framleiðni og dugnaður heldur ekki sínu? „Ég er hlynntur að menn vinni mikið fyrir góðu kaupi, tel að menn hafí gott af því. Letingjar eiga ekki að fá neitt kaup. Þegar ég var yngri og á sjónum þá var aðeins einn hlut hægt að gera við letingja, setja þá í land eftir fyrsta túr. Sko, let- ingjar eiga ekki að fá kaup. Ég vil því að menn vinni aukavinnu, en vil hins vegar ekki að yfirvinnutekj- ur séu skattlagðar. Það er auðvitað ósanngjamt. Það myndi að mínum dómi ekki hafa í for með sér aukna yfirvinnu, því þá væri komið að vinnuveitendum að segja stopp, hingað og ekki lengra. Mér sýnist, að akkorðsvinnukerfi myndi ganga vel, borga mönnum mikið kaup eft- ir auknum dugnaði og afköstum, nokkurs konar bónuskerfi. Ég held að menn myndu sækjast eftir slíkri vinnu, því Islendingar eru ekki latir að eðlisfari." Þú sagðir áðan ástandið hafa skánað. Eru launin að verða mannsæmandi? „Ekki sagði ég það, en þetta hefiir lagast. Hitt er svo annað mál að fólk hefur svo ólíkar venjur í þessum efnum. Fólk sem er vant að eyða miklu þarf mikið kaup og finnst kannski einhver krónutala vera afleit þótt næsti maður vildi gjaman vinna fyrir þeirri upphæð. Menn ættu að hafa minnst 40—50.000 krónur á mánuði." En horfurnar á næstunni í kjölfar óvenjulegra kosningaúr- slita? nÉg er ekkert svartsýnn þótt kosningamar hafí farið eins og raun var. Sú stjóm sem við tekur, hver svo sem hún verður, mun ekki þora að rífa niður það sem byggt hefur verið upp, þeir þora ekki að minnka við verkamanninn. Þá helst stöðug- leikinn og hægt verður að halda áfram á sömu réttu braut," sagði Sveinn Bjömsson að lokum. - gg Fólkáaðgeta hættstörfum 65 ára - segir Vilborg Jónsdóttir hjá Síld og fiski í Hafnarfirði „ÆTLI við séum nokkum tíma fólkið yfirleitt mjög lengi. Við ánægð með launin. Við höfum emm, að því er ég best veit, hér mjög góða húsbændur, sem eitthvað yfirborguð og fáum sést best á því að hér er sama þar að auki frítt fæði“, sagði Morgunblaðið/Ámi Sæborg Vilborg við kjötskurðarhnífinn þjá Síld og fiski i Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.