Morgunblaðið - 01.05.1987, Page 29
£ c: P'Xr O *-q 3
I-
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987
29
i
I
i
|
<
\
i
I
1
l
í
í
£
í
r
li
s
fc
h
S
s
V
J
í
s*
h
Enn er unnt að bæta kjörin og draga um leið úr verðbólgu!
Það viljum við gera með þínum stuðningi.
Vöruverð á ÍSLANDI er á stundum
borið saman við verð í GLASGOW.
Enda þótt aldrei verði nákvæmlega
sama verð á öllum vörutegundum
hér og þar er unnt að gera verðlag á
ÍSLANDI hliðstætt verðlagi í
GLASGOW, ef vilji er nægur.
Sá vilji þarf að vera fyrir hendi hjá
öllum aðilum. Hann þarf að vera
hjá okkur, fagmönnunum í innflutn-
ingi, hann þarf að vera hjá stjórn-
völdum, hann þarf að vera hjá þeim
sem veita versluninni þjónustu og
hann þarf líka að vera hjá þér.
Hin nýfengna frjálsa verðmyndun
hefur þegar stuðlað mjög að betri
innkaupum, hvatt til aukinnar hag-
ræðingar í rekstri og hefur komið
fram í lægra vöruverði.
En betur má ef duga skal.
• Við þörfnumst nýrra tollskrár-
laga, sem kveða á um jafna og hóf-
lega tolla og taka mið af breyttum
neysluvenjum í þjóðfélaginu
hverju sinni. Það myndi auka
verslun innanlands og lækka vöru-
verð.
• Veitaþarfinnflytjendumaðgang
að lánsfé þar sem það er hag-
kvæmast á heimsmarkaðnum
hverju sinni, svo draga megi úr fjár-
magnskostnaði. Það lækkar iíka
vöruverð.
• Afnema þarf sérsköttun á
verslun. Það myndi einnig lækka
vöruverð.
• Lækka þarf flutningskostnað til
landsins og nýta iiagræðingu til
þess að draga úr mismun milli
vöruflokka. Þýðingarmiklar neyslu
vörur myndu lækka í verði.
• Aðflutningsgjöld verði reiknuð
af innkaupsverði, en ekki einnig af
flutningskostnaði og tryggingum.
Það myndi líka stuðla að lækkun
vöruverðs.
• Skattaráfjarskiptatækiogönnur
framleiðslutæki verslunar verði
afnumdir. Það myndi efla markaðs-
leit og innri hagræðingu, sem kæmi
fram í lægra verði.
Q
• Jafna þarf tolla á vörur frá helstu
viðskiptalöndum okkar, svo unnt
sé að hagnýta bestu kjör á hverjum
tíma. Ljóst dæmi nú er hin mikla
lækkun bandaríkjadoUars, sem
ekki hagnýtist íslenskum neyt-
endum nema að hluta, vegna hærri
tolla á bandarískar vörur en
evrópskar.
Jafnvel þetta eina atriði gæti
lækkað vöruverð hérlendis niður
fyrir það sem Glasgow-búar eiga
kost á.
• Og þá kemur að þínu hlutverki!
ÞÚ þarft að fylgjast stöðugt með
verðlagi og gæta þess að bera sam-
bærilegar vörur saman, svo versl-
unin fái sanngjarnt aðhald í störfum
sínum.
Ef öll þessi atriði næðu fram að ganga myndi það líklega þýða meiri
kjarabætur en aðilar vinnumarkaðarins hafa nokkru sinni samið um
í einu lagi.
Það myndi draga úr verðbólgu, kaupmáttur aukast og tekjur ríkisins
þyrftu ekki að skerðast.
Um leið og við sendum þér bestu kveðjur á þessum hátíðisdegi
leitum við eftir stuðningi þínum við að hrinda þessu sameiginlega
baráttumáli okkar í framkvæmd.
Félag íslenskra stórkaupmanna
Fagfélag um innflutning, útflutning
og vörudreifingu.
Kynningarþjónustan/SÍA