Morgunblaðið - 01.05.1987, Síða 31

Morgunblaðið - 01.05.1987, Síða 31
möguleika í prófkjöri, en hefði að mínu mati verið mjög sterkur fram- bjóðandi í kosningum. Sjálfur myndi ég örugglega falla í prófkjöri í Reykjavík, ef prófkjörið væri hins- vegar opið meðal kjósenda þá skyldi ég halda mig heima í rúmi og vera óhræddur um úrslitin," segir Guð- mundur. Hann segir það gleðja sig að Aðal- heiður Bjamfreðsdóttir hafi náð kjöri til Alþingis. Hún sé ötul baráttukona í verkalýðshreyfingunni. „Þar náði Albert í góðan frambjóðanda," segir Guðmundur og bætir við að það ætti að vera öllum íhugunarefni að eini fulltrúi verkamanna á þingi sé af lista Borgaraflokksins. • Treysti Aðalheiði*betur en kvennalistanum „Aðalheiður er ákaflega heil- steyptur verkalýðssinni og einn einlægasti baráttumaður sem ég þekki. Ég verð að segja það, að henni treysti ég betur til að beijast fyrir jafnrétti kynjanna en háskóla- konunum á Kvennalistanum," segir Guðmundur. „Það er rangt sem hald- ið hefur verið fram að Aðalheiður hafi verið í Alþýðubandalaginu. Það hefur hún aldrei verið. Hún hefur orðið fyrir miklu hnútukasti og óþverralegum árásum í lífínu, ekki síst frá Þjóðviljanum. En fyrst og fremst er hún pólitískt sjálfstæð og lætur ekki segja sér fyrir verkum." Ber mesta virðingn fyrir alþýðufólkinu í lok samtalsins sagði Guðmund- ur. „Það fólk sem ég ber mesta virðingu fyrir er allt hið góða og fómfúsa alþýðufólk sem hefur stutt Alþýðubandalagið gegnum þykkt og þunnt. Stuðningi þess má flokkurinn ekki glata. Ég vil ekki gerast spámaður, en það er ljóst að Alþýðubandalagið verður að leysa þessar deilur, endur- skoða sig, sín stjómmál og báráttu- aðferðir. Það byggist á því að sameina verkalýðsforystu og verka- fólk, jafnframt því að sækja þekk- ingu og stuðning til þeirra sem sérmenntaðir eru. Flokkurinn verður að hafa aðlaðandi stefnu. Stefnu sem kjósendur skilja — það hefur skort. Annaðhvort mun Alþýðubanda- lagið liðast í sundur og með núgild- andi stefnu gæti sú orðið raunin, eða að hann sameinast um að ná aftur saman með markvissum og jákvæð- um vinnubrögðum." BS Framvinda það sem af er ári og horfur út árið. 4. Erlendar lántökur 1987. Framvinda það sem af er ári og horfur út árið. Auk stuttra skriflegra greinar- gerða væri æskilegt að þeir embættismenn, sem kunnugastir eru þeim málum sem nefnd eru hér að ofan, gætu komið á fundi með þingflokknum til frekari skýringa. Þjóðhagsstofnun, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Til undirbúnings viðræðna milli stjórnmálaflokkanna um myndun nýrrar ríkisstjómar óskar þing- flokkur Alþýðuflokksins eftir því að Þjóðhagsstofnun láti honum í té sem allra fyrst upplýsingar og greinar- gerðir um eftirtalin atriði: 1. Verðlagsþróun það sem af er ári og horfur framundan. í greinargerð þyrftu að koma fram forsendur verðlagsspár um gengi, erlent verðlag og launa- þróun innanlands og mat á þeim í ljósi nýrra kjarasamninga opin- berra starfsmanna og stöðu ríkissjóðs. 2. Þróun utanríkisviðskipta og spá um viðskiptajöfnuð 1987. í greinargerð þyrftu að koma fram forsendur um útflutnings- framleiðslu, viðskiptakjör og innlenda eftirspum og mat á þeim forsendum sbr. 1. hér að framan. 3. Ástandið og horfur á vinnu- markaði um þessar mundir. Em fyrirsjáanlegar breytingar á vinnumarkaði á næstunni? MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 Reykjavík: Fyrsta áfanga að þjónustu- miðstöð aldr- aðralokið LOKIÐ er fyrsta áfang að þjón- ustuíbúðum aldraðra, heilsu- gæslustöð og bifreiðageysmlu við Vesturgötu og verður annar áfangi boðinn út í júní næstkom- andi. - - Verktakinn að fyrsta áfanga var Ræktunarsamband Flóa- og Skeiða sem' bauð um 4 milljónir króna í jarðvinnuna og stóðst sú áætlun. Að sögn Guðmundar Pálma Krist- inssonar deildarverkfræðings hjá Reykjavíkurborg, er áætlaður kostnaður við annan áfanga um 190 til 200 milljónir króna. Miðað er við Grunnur að þjónustuíbúðum aldraða, heilsugæslustöð og bifreiðageymslu á horni Vesturgötu og Garða- strætis. að í lok annars áfanga, sem áætlað er að verði í desember 1988, verði húsið tilbúið undir tréverk og frá- gegnið að utan. Þá hefst uppsetning innréttinga sem boðnar verða út í þriðja áfanga í október eða nóvember en miðað er við að byggingaframkvæmdum verði lokið haustið 1989. HÖRPUSILKI er vatnsþynnt. Málum með HÖRPUSILKI er meö innbvaqöum herði og er því einstaklega heppilegt þar sem krafist er mikillar þvottheldm. HÖRPUSILKI er tétt í meöförum og laust við óþægitega lykt. / / / s*W"' J* } l HÖRPUSILKI þekur afburöa vel og eru 2 umferðir yfirleitt fullnægjandi. HÖRPUSILKI er ijósekta. getur jafna og tallega áferö. HÖRPUSILKl hefur mjög góða viöloöun v.ð gamla málningu og er serstok grunnun því óþörf. HARPA gefur lífinu lit! Skúlagötu 42 125 Reykjavík Pósthólf 5056, S (91) 11547 ÞÓRHILDUR/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.