Morgunblaðið - 01.05.1987, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.05.1987, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 39 l.mai hátíðahöld ENGIN kröfuganga verður í dag, smiðafélags Akureyrar, ávarp og 1. maí, á Akureyri. Að vanda Armann Helgason, formaður 1. verður þó baráttusamkoma og maínefndar, flytur ræðu dagsins. hefst hún kl. 14.00 í Alþýðuhús- Þá verður einnig boðið upp á inu. Þar flytur Guðmundur Ómar skemmtiatriði. Guðmundsson, formaður Tré- Sýning í mötimeyti SÍS: Myndir úr lífi og starfi Jónasar frá Hriflu Ljósmyndasýning með mynd- um úr lífi og starfi Jónasar Jónssonar frá Hriflu verður opn- uð í mötuneyti Sambandsverk- smiðjanna á Akureyri á sunnudaginn. Sýningin verður opin almenningi kl. 14.00 til 18.00 þann dag og verða gestum þá boðnar veitingar. Þessi sýning, sem er í eigu Sam- bandsins, var fyrst opnuð í Hamragörðum, félagsheimili sam- vinnustarfsmanna í Reykjavík, á aldarafmæli Jónasar 1. maí 1985. Hér standa Starfsmannafélag verk- smiðjanna og iðnaðardeild Sam- bandsins sameiginlega að verki. Sýning þessi er virðingarvottur Sambandsins við minningu Jónasar frá Hriflu. Nóg að gera í leiklistinni Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Dimmiteraðí VMA NEMENDUR efsta bekkjar í Verkmenntaskól- anum á Akureyri dimmiteruðu í gærmorgun, slettu ærlega úr klaufunum fyrir próflesturinn sem nú tekur við. Ekið var um bæinn á dráttar- vélum sem drógu vagna þar sem „dimmident- amir“ voru geymdir. Héru eru nokkrir strumpar, sem voru í hópnum. TVÆR sýningar verða á söng- leiknum Kabarett hjá Leik- félagi Akureyrar um helgina, Krúttmaga- kvöld um helgina HIN árlegu krúttmagakvöld kvenna á Akureyri verða haldin í kvöld og annaðkvöld í Sjallan- um. Enn eru lausir miðar að sögn aðstandenda og er þá hægt að panta i Sjallanum. í kvöld og annað kvöld. Báðar hefjast þær kl. 20.30. Leikklúbburinn Saga frumsýnir nýtt íslenskt leikrit, Smámyndir, í Dynheimum á sunnudaginn kl. 20.30. Önnur sýning verður svo á verkinu á þriðjudag. Leikfélag menntaskólans er einn- ig að sýna þessa dagana, félagið frumsýndi leikritið um Bubba kóng á miðvikudaginn, önnur sýning verður á sunnudaginn og sú þriðja á þriðjudag. LMA sýnir í Samkomu- húsinu. Urslitaleikur KRA-bikarkeppninnar í dag: KA og* Þór leika á KA-velli KA og Þór Ieika til úrslita í bikarkeppni Knattspyrnuráðs Akureyrar í dag á KA-velli. Hefst viðureign félaganna klukkan 17.00. Það er ljóst að bikarinn sem keppt er um vinnst til eignar að þessu sinni, hvort Akureyrarfélaganna hefur unnið hann fjórum sinn- um, þau ein geta sigrað í mótinu, og það lið sem hlýtur bikarinn fimm sinnum alls vinnur hann til eignar. KA stendur betur að vígi, lið- inu nægir jafntefli í Ieiknum í dag til að sigra á mótinu. KA og Þór hafa bæði sigrað Vask og Reyni Árskógsströnd, en markahlutfall KA er hagstæðara. Um síðustu helgi léku Vaskur og Reynir í keppninni og sigraði Reynir 2:0 í þeirri viðureign. Garðar Níelsson og Heimir Bragason skoruðu mörk Reynis. Þór sigraði Reyni hins vegar 5:1 er liðin mættust á skírdag. Hlynur Birgisson og Guðmundur Valur Sigurðsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Þór og eitt marka liðsins var sjálfsmark. Mark Reynis skoraði Garðar Níelsson úr vítaspyrnu. Morgunbladið/Skapti Hallgrímsson Nokkrir starfsmanna nýju útvarpsstöðvarinnar saman komnir eftir að hún tók til starfa. Gestur útvarps- stjóri er fyrir miðju. Fyrsta einkaútvarpsstöðin á Akureyri tekin til starfa GESTUR Einar Jónasson, út- varpsstjóri, ávarpaði hlustendur hinnar nýju stöðvar í fyrsta skipti í gær kl. 13.00 en þá hóf Hljóðbylgjan hf. útsendingar. Síðan var leikið lagið ísland er land þitt með Magnúsi Þór Sig- mundssyni áður en Skúli Gauta- son tók við með hádegisþátt sinn. Ómar Pétursson stjómaði þætti milli kl. 14.00 og 17.00, þá tók Marinó Víborg Marinósson við til kl. 19.00 er Jón Andri Sigurðsson kom í hljóðstofu. Þar var hann til kl. 21.00 er „Gulli og Gassi", Guð- mundur Þorsteinsson og Gunnar Gunnarsson, tóku við og sáu um þátt til kl. 23.00. Þá var komið að útvarpsstjóranum, Gesti Einari, á ný en hann spjallaði við Níls Gísla- son uppfínningamann milli kl. 23.00 og 24.00. Þannig var dagskráin fyrsta útsendingardag og útsending átti síðan að hefjast á ný kl. 6.30 í morgun. Það eru 14 einstaklingar sem eiga stöðina og verður hlutaféð þtjár milljónir króna. „Mér líður alveg eins og eftir frumsýningu!" sagði Gestur út- varpsstjóri eftir að hafa flutt ávarp sitt í byijun útsendingar, en hann hefur einmitt starfað sem leikari undanfarin ár. Að sögn Gests heyrist útsending stöðvarinnar vel alla leið út í Gríms- ey, austur í Mývatnssveit, langt inn í Eyjafjörð og heyrst heftir í henni vestur á Sauðárkrók. Sagðist hann því vonast til þess að útvarpið geti orðið útvarp allra Norðlendinga. Álafosskórinn á Akureyri ÁLAFOSSKÓRINN verður á Akureyri laugardaginn 2. maí og mun kórinn syngja á elliheimil- inu kl. 14.00 og halda söng- skemmtun í Félagsborg kl. 16.00. Sungin verða lög úr ýmsum átt- um við undirleik hljómsveitar en hana skipa Páll Helgason, Guðjón Ingi Sigurðsson og Ómar Áxelsson. Stjómandi kórsins er Páll Helgason. Einnig mun tískusýningaflokkur kórsins sýna nýjustu fatalínuna frá Álafossi hf. Álafosskórinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.