Morgunblaðið - 01.05.1987, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987
39
l.mai
hátíðahöld
ENGIN kröfuganga verður í dag, smiðafélags Akureyrar, ávarp og
1. maí, á Akureyri. Að vanda Armann Helgason, formaður 1.
verður þó baráttusamkoma og maínefndar, flytur ræðu dagsins.
hefst hún kl. 14.00 í Alþýðuhús- Þá verður einnig boðið upp á
inu. Þar flytur Guðmundur Ómar skemmtiatriði.
Guðmundsson, formaður Tré-
Sýning í mötimeyti SÍS:
Myndir úr lífi og starfi
Jónasar frá Hriflu
Ljósmyndasýning með mynd-
um úr lífi og starfi Jónasar
Jónssonar frá Hriflu verður opn-
uð í mötuneyti Sambandsverk-
smiðjanna á Akureyri á
sunnudaginn. Sýningin verður
opin almenningi kl. 14.00 til 18.00
þann dag og verða gestum þá
boðnar veitingar.
Þessi sýning, sem er í eigu Sam-
bandsins, var fyrst opnuð í
Hamragörðum, félagsheimili sam-
vinnustarfsmanna í Reykjavík, á
aldarafmæli Jónasar 1. maí 1985.
Hér standa Starfsmannafélag verk-
smiðjanna og iðnaðardeild Sam-
bandsins sameiginlega að verki.
Sýning þessi er virðingarvottur
Sambandsins við minningu Jónasar
frá Hriflu.
Nóg að gera í leiklistinni
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Dimmiteraðí VMA
NEMENDUR efsta bekkjar í Verkmenntaskól-
anum á Akureyri dimmiteruðu í gærmorgun,
slettu ærlega úr klaufunum fyrir próflesturinn
sem nú tekur við. Ekið var um bæinn á dráttar-
vélum sem drógu vagna þar sem „dimmident-
amir“ voru geymdir. Héru eru nokkrir
strumpar, sem voru í hópnum.
TVÆR sýningar verða á söng-
leiknum Kabarett hjá Leik-
félagi Akureyrar um helgina,
Krúttmaga-
kvöld um helgina
HIN árlegu krúttmagakvöld
kvenna á Akureyri verða haldin
í kvöld og annaðkvöld í Sjallan-
um. Enn eru lausir miðar að sögn
aðstandenda og er þá hægt að
panta i Sjallanum.
í kvöld og annað kvöld. Báðar
hefjast þær kl. 20.30.
Leikklúbburinn Saga frumsýnir
nýtt íslenskt leikrit, Smámyndir, í
Dynheimum á sunnudaginn kl.
20.30. Önnur sýning verður svo á
verkinu á þriðjudag.
Leikfélag menntaskólans er einn-
ig að sýna þessa dagana, félagið
frumsýndi leikritið um Bubba kóng
á miðvikudaginn, önnur sýning
verður á sunnudaginn og sú þriðja
á þriðjudag. LMA sýnir í Samkomu-
húsinu.
Urslitaleikur KRA-bikarkeppninnar í dag:
KA og* Þór leika á KA-velli
KA og Þór Ieika til úrslita í
bikarkeppni Knattspyrnuráðs
Akureyrar í dag á KA-velli.
Hefst viðureign félaganna
klukkan 17.00. Það er ljóst að
bikarinn sem keppt er um
vinnst til eignar að þessu sinni,
hvort Akureyrarfélaganna
hefur unnið hann fjórum sinn-
um, þau ein geta sigrað í
mótinu, og það lið sem hlýtur
bikarinn fimm sinnum alls
vinnur hann til eignar.
KA stendur betur að vígi, lið-
inu nægir jafntefli í Ieiknum í dag
til að sigra á mótinu. KA og Þór
hafa bæði sigrað Vask og Reyni
Árskógsströnd, en markahlutfall
KA er hagstæðara.
Um síðustu helgi léku Vaskur
og Reynir í keppninni og sigraði
Reynir 2:0 í þeirri viðureign.
Garðar Níelsson og Heimir
Bragason skoruðu mörk Reynis.
Þór sigraði Reyni hins vegar
5:1 er liðin mættust á skírdag.
Hlynur Birgisson og Guðmundur
Valur Sigurðsson skoruðu tvö
mörk hvor fyrir Þór og eitt marka
liðsins var sjálfsmark. Mark
Reynis skoraði Garðar Níelsson
úr vítaspyrnu.
Morgunbladið/Skapti Hallgrímsson
Nokkrir starfsmanna nýju útvarpsstöðvarinnar saman komnir eftir að hún tók til starfa. Gestur útvarps-
stjóri er fyrir miðju.
Fyrsta einkaútvarpsstöðin
á Akureyri tekin til starfa
GESTUR Einar Jónasson, út-
varpsstjóri, ávarpaði hlustendur
hinnar nýju stöðvar í fyrsta
skipti í gær kl. 13.00 en þá hóf
Hljóðbylgjan hf. útsendingar.
Síðan var leikið lagið ísland er
land þitt með Magnúsi Þór Sig-
mundssyni áður en Skúli Gauta-
son tók við með hádegisþátt sinn.
Ómar Pétursson stjómaði þætti
milli kl. 14.00 og 17.00, þá tók
Marinó Víborg Marinósson við til
kl. 19.00 er Jón Andri Sigurðsson
kom í hljóðstofu. Þar var hann til
kl. 21.00 er „Gulli og Gassi", Guð-
mundur Þorsteinsson og Gunnar
Gunnarsson, tóku við og sáu um
þátt til kl. 23.00. Þá var komið að
útvarpsstjóranum, Gesti Einari, á
ný en hann spjallaði við Níls Gísla-
son uppfínningamann milli kl. 23.00
og 24.00. Þannig var dagskráin
fyrsta útsendingardag og útsending
átti síðan að hefjast á ný kl. 6.30
í morgun.
Það eru 14 einstaklingar sem
eiga stöðina og verður hlutaféð
þtjár milljónir króna.
„Mér líður alveg eins og eftir
frumsýningu!" sagði Gestur út-
varpsstjóri eftir að hafa flutt ávarp
sitt í byijun útsendingar, en hann
hefur einmitt starfað sem leikari
undanfarin ár.
Að sögn Gests heyrist útsending
stöðvarinnar vel alla leið út í Gríms-
ey, austur í Mývatnssveit, langt inn
í Eyjafjörð og heyrst heftir í henni
vestur á Sauðárkrók. Sagðist hann
því vonast til þess að útvarpið geti
orðið útvarp allra Norðlendinga.
Álafosskórinn
á Akureyri
ÁLAFOSSKÓRINN verður á
Akureyri laugardaginn 2. maí og
mun kórinn syngja á elliheimil-
inu kl. 14.00 og halda söng-
skemmtun í Félagsborg kl. 16.00.
Sungin verða lög úr ýmsum átt-
um við undirleik hljómsveitar en
hana skipa Páll Helgason, Guðjón
Ingi Sigurðsson og Ómar Áxelsson.
Stjómandi kórsins er Páll Helgason.
Einnig mun tískusýningaflokkur
kórsins sýna nýjustu fatalínuna frá
Álafossi hf.
Álafosskórinn.