Morgunblaðið - 01.05.1987, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987
69
Kvenna-
athvarf -
Karlaathvarf
Til Velvakanda.
Kvennaathvarf er vafalaust þörf
stofnun. Hún leysir þó ekki allan
vanda. Til eru kvensköss, sem ógna
og jafnvel misþyrma mönnum
sínum. Þannig er mér kunnugt um
konu, sem reiddist manni sínum,
þegar hún fann vínlykt af honum
við heimkomuna. Sló hún hann í
andlitið með þeim afleiðingum, að
tönn brotnaði og blóð rann í nefi.
Féll maðurinn við, og þá sparkaði
konan í hann liggjandi á gólfinu, svo
að stórsá á honum. Síðan hljóp hún
sjálf út, niður í Kvennaathvarf og
ákærði mann sinn fyrir ofbeldi.
Sama kona var þekkt að því að lemja
bam sitt undir lögaldri, og þurfti
maðurinn stundum að skerast í leik-
inn.
Þetta sýnir okkur, að kerfínu er
ábótavant. Ekki á að gleypa við öllu
sem athvarfskonur segja, heldur
kanna mál hverrar og einnar, sem
til félagsmálastofnunar leitar, frá
báðum hliðum — af sérstökum rann-
sóknarmanni eða dómara. Vemda á
þann sem verður fyrir ofbeldi en
refsa hinum sem það fremur.
L.E.
Frábært
kosninga-
sjónvarp
hjá Stöð 2
Kæri Velvakandi.
Erindið er að biðja þig að koma
á framfæri þakklæti mínu til Stöðv-
ar tvö fyrir frábært kosningasjón-
varp um síðustu helgi. Að baki slíku
kosningasjónvarpi hlýtur að liggja
gífurleg vinna fyölda manns, bæði
hvað varðar undirbúning og fram-
kvæmd. Dagskráin fannst mér í
alla staði vel unnin og bráð-
skemmtileg. Það ber að þakka, sem
vel er gert.
Þessir hringdu . . .
Um hvað var
kosið?
Kjósandi hringdi: „Um hvað var
raunverulega kosið hin 25. apríl.
Hinum almenna kjósanda virtist
ekki neinn sérstakur munur á
stefnumálum flokkana. Allir flokk-
ar vom t.d. sammála um að halda
verðbólgu í skefjun. í skoðanakönn-
unum var fyrst og fremst grennsl-
ast fyrir um hversu margir kæmust
á þing frá hveijum flokki en ekki
spurt um stefnumál. Mér fínnst að
nota ætti skoðanakannanir til þess
að fá fram skoðanir fólks á málefn-
um og stjómmálaflokkamir gætu
svo hagnýtt sér niðurstöðumar. Nú
virðist t.d. almennur áhugi á
tveggja flokka kerfí og fækkun
þingmanna."
Óviðkunnanleg
gluggabréf
J.V.hringdi: „Konan mín lést fyr-
ir skömmu en þó streyma hingað
stöðugt gluggabréf með happa-
drættismiðum á hennar nafn. Mér
fínnst þetta dálítið óviðkunnanlegt.
Væri ekki hægt að fá þá sem standa
fyrir þessum sendingum til að líta
betur í skrámar?
Málvillur
Þórun Guðmundsdóttir
hringdi: Ég sendi Sigurði Helga-
syni kveðju, og bendi honum á
vegna orðalags hans í grein um
nýju flugstöðina fyrir nokkm, að
það heitir á íslensku að kaupa og
selja vömr en ekki að versla þær.
Versla er ekki áhrifsorð. Einnig
sendi ég Jóni Baldvin Hanibalssyni
kveðjur. Hann talaði um tvö lög í
sjónvarpsræðu. Þar sem hann var
ekki að tal um sönglög heldur lög
frá Alþingi heita það tvenn lög.
Sama regla gildir ef til dæmis Jón
og kona hans og Þorsteinn fjár-
málaráðherra og kona hans væm á
göngu saman, þá fæm þar tvenn
hjón en ekki tvö hjón.“
Foreldrar.
Nú fer sá tími í hönd þegar reiðhjólin em tekin fram. Yfirfarið hjól-
in með bömum ykkar og sjáið um að allur öryggisbúnaður sé í lagi.
Biýnum fyrir bömum okkar að gæta varúðar og leiðbeinum þeim
hvar ömggast er að hjóla.
Þrotabú Stemmu hf.
Til sölu eru allar eignir þrotabús Stemmu hf.,
Höfn, Hornafirði.
Helstu eignir (Drotabúsins eru:
1. Fasteignin Álaugareyjarvegur 6-8, ásamt tækjum, lausa-
fé og búnaði, til alhliða fiskverkunar og síldarsöltunar.
2. Fasteignin Álaugareyjarvegur 19, sem er fiskverkunar-
og geymsluhúsnæði.
3. Fasteignin Hafnarbraut 10, sem er verbúð.
4. Geymsluhúsnæði að Fiskhól 5, hl.
5. Lóð að Álaugareyjarvegi 17.
6. Skreiðarhjallar.
7. Hlutabréf í hf. Fiskréttir og hf. Verbúðir.
8. Ýmsilegt lausafé, vélar og tæki.
Eignirnar verða sýndar áhugasömum kaupendum skv.
nánara samkomulagi við undirritaðan.
Bæði kemur til álita að selja eignirnar allar í einu lagi og
eins einstakar eignir sér.
Tilboðum skal skila til undirritaðs fyrir 15. maí nk., sem
jafnframt veitir allar nánari upplýsingar.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er og til
að hafna öllum. Jafnframt er áskilinn réttur til að ganga
til nánari samninga við hvaða tilboðsgjafa sem er.
F.h. þrotabús Stemmu hf.
Sigurður Helgi Guðjónsson hrl.,
skiptastjórí,
Borgartúni 24, Reykjavík,
sími 27611.
KONAN
KOMVM
GERIST FÉLAGAR
Takið þátt í að stofna áningarstað
og stuðla að endurbata kvenna
eftir vímuefnameðferð.
Gíróreikningur nr. 2626 í Verzlunarbanka,
Breiðholtsútibúi.
X:---------------------
Nafn: .....................................
Heimilisfang: ..............................
Póstnr: ...............Sími: ................
Sendist til:
KONAN
P.O. box 791, 121 Reykjavík,
og þú færð send um hæl öll gögn fólagsins.
Tónleikar og
töfrabrögð
Rússneska þjóðlagatríóið „Bylina", söngkonan Galina
Borisova og Arútjan Akopjan, einn frægasti sjónhverf-
ingamaður Sovétríkjanna, skemmta á vegum MÍR
næstu daga sem hér segir:
HLÉGARÐI föstudaginn 1. maí kl. 21.00.
HÓTEL SELFOSSI laugardaginn 2. maí kl. 16.00.
ÍSLENSKU ÓPERUNNI (Gamla Bíói) sunnudaginn 3.
maí kl. 15.00.
Miðasala við innganginn í Hlégarði og á Selfossi, en
miðar að skemmtuninni í íslensku óperunni verða seldir
í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, kl. 13.30-18.00 hinn
1. maí og kl. 14.00-18.00 laugardaginn 2. maí - við
innganginn í Gamla bíói.
Missið ekki af sérstæðri skemmtun frábærra lista-
mama■ MÍR
1547-3142