Morgunblaðið - 17.05.1987, Qupperneq 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987
ATLANTSHAFSFLUG LINDBERGHS 60 ARA
Flughetjan skyggði
næmásólma
eftir Björn Jónsson
Árið 1927 hefur í flugheiminum
verið kallað ár Lindberghs. Svo
mikla athygli vakti hið frækilega
flug hans frá New York til Parísar
20.-21. maí 1927.
Strax á upphafsárum flugsins
stóð af því mikill ævintýraljómi.
Menn dáðust að þessum hetjum
sem hættu lífí sínu við að láta
draum mannsins um að geta flogið
rætast og fjölmiðlar þessara ára
gerðu sitt til að viðhalda þessum
ævintýraljóma.
Breska stórblaðið Daily Mail hét
hveijum þeim sem fyrstur flygi
yfír Ermarsund, milli Englands og
Frakklands, eitt þúsund punda
verðlaunum. Þetta var árið 1906.
Þessi verðlaun vann franski flug-
vélasmiðurinn og flugmaðurinn
Louis Blériot, þegar hann flaug
einþekjunni sinni Blériot XI frá
Calais til Dover, 25. júlí 1909.
Daily Mail hélt áfram að verðlauna
flugafrek. Seinna á árinu 1906
hafði það heitið tíu þúsund punda
verðlaunum þeim sem tækist fyrst-
um að fljúga frá London til
Manchester, um 350 km á 24 klst.
Þessi verðlaun urðu til þess að
fyrsta landkappflugið í sögunni
átti sér stað í apríl 1910. Aftur
hét Daily Mail árið 1913 tíu þús-
und pundum þeim sem fyrstur flygi
án millilendingar milli Bretlands-
eyja og nýja heimsins, eins og það
var orðað. Þessi verðlaun hlutu
þeir John Alcock og Arthur Whitt-
en-Brown fyrir að fljúga Viekers
„Vimy“, 2ja hreyfla sprengjuflug-
vél úr fyrri heimsstyijöldinni, frá
Nýfundnalandi til írlands, 14.—15.
júní 1919. Þetta var stórkostlegt
afrek á þeim tíma, en vakti minni
athygli en það verðskuldaði.
Þremur vikum fyrir flug Alcocks
og Brown, eða 22. maí 1919, birti
hóteleigandi nokkur í New York,
Raymond Orteig að nafni, tilkynn-
ingu þess efnis að hann héti þeim
flugmanni 25.000 dollurum, sem
„fyrstur" flygi land- eða sjóflugvél
frá París, eða ströndum Frakk-
lands til New York, eða frá New
York til Parísar eða stranda Frakk-
lands, án millilendingar".
Nú liðu sjö ár án þess að nokk-
ur hugsaði til að keppa að þessum
verðlaunum. Ekki vegna þess að
flugvélamar væru of veikburða eða
flugmennina skorti hugrekki, held-
ur vegna þess að engin flugvéla-
hreyfíll var til sem gat staðist þá
þolraun að ganga stöðugt slíka
vegalengd. En nú hafði nýr hreyf-
ill komið fram. Það var Wriht
Whirlwind-hreyfillinn, 220 hest-
afla, loftkældur stjömuhreyfíll,
sem tók öllu fram í léttleika, ör-
yggi og bensínspamaði. Þennan
hreyfil höfðu þeir Richard Byrd og
Floyd Bennet notað í þríhreyfla
Fokker Vll-flugvél sína, þegar
þeir flugu yfír Norðurpólinn 9. maí
1926.
Þá var það í september 1926,
að hár og grannur póstflugmaður
í St. Louis byijaði að hugsa hvort
svona hreyfíll gæti ekki dregið vel
hannaða einþekju þá ógnvekjandi
leið, rúmlega 5300 km yfír lönd
og haf frá New York til Parísar.
Lagði fram allt
spariféð
Hann hét Charles Augustus
Lindbergh, af sænskum ættum,
24 ára gamall, en leit út fyrir að
vera ennþá yngri, og hafði þegar
skráð nærri 2000 flugtíma. Hann
hafði sem sagt næga flugreynslu
en lítið af peningum, því setti hann
sig í samband við hóp kaupsýslu-
manna í St. Louis. Hann skýrði
þeim frá áætlun sinni um flugið
til Parísar og sagði þeim að hann
gæti sjálfur lagt fram sparifé sitt,
2.000 dollara. Nokkuð hikandi
samþykktu þeir að leggja fram þá
13.000 dollara sem vantaði til að
kaupa langfleyga einþekju búna
einum Whirlwind-hreyfli. Þeir
höfðu efasemdir um einhreyfíls
flugvél, en Lindbergh benti þeim
á að Whirlwind-hreyflamir, sem
þegar voru í notkun, hefðu gengið
um 9.000 klst. án þess að bila, auk
þess sem 3 hreyflar sköpuðu þrisv-
ar sinnum meiri líkur á bilun en
Bjöm Jónsson ásamt föður sínum Jóni Bergsveinssyni erindreka
Slysavarnafélags íslands. Myndin er tekin árið 1951.
Lindbergh fagnað á Croydon-flugvelli við London á heimleiðinni. Engin slík mynd er til frá Le Bour-
get-flugvelli við París.
einn, og ef einn bilaði yfír Atlants-
hafinu myndi hann hvort sem er
lenda í sjónum, enda hefðu þeir
ekki peninga til að kaupa fjöl-
hreyfla flugvél.
Eina einhreyfíls flugvélin sem
til var og hentaði fyrir Parísarflug-
ið var Wright-Bellamca, hönnuð
af Giuseppi Bellanca sem þá vann
fyrir Columbia Aircraft Corporati-
on í New York. Eftir nokkur
skeytaskipti milli Lindberghs og
Bellanca var ákveðið að Lindbergh
færi til New York til að ganga frá
kaupum á flugvélinni. Bellanca
kynnti Lindbergh fyrir Mr. Levine,
forseta Columbia Aircraft og Mr.
Chamberlain, flugmanni fyrirtæk-
isins. Levine sagði honum að
flugvélin kostaði 25.000 dollara,
en fyrir flugið myndu þeir selja
hana á 15.000 dollara og þar með
leggja fram 10.000 dollara til fyrir-
tækisins. Með þessar upplýsingar
fór Lindbergh til baka til St. Louis
til að ráðgast við vini sína kaup-
sýslumennina. Þeir samþykktu
kaupin og sögðu Lindbergh að
hafa ekki áhyggjur þótt kostnaður-
inn færi fram úr áætlun og réttu
honum ávísun á hans nafn að upp-
hæð 15.000 dollarar. Jafnframt
stungu þeir upp á að flugvélinni
væri gefíð nafnið Spirit of St. Lou-
is (þ.e. Andinn frá St. Louis) og
sögðust mundu stofna félagsskap
um fyrirtækið sem héti sama nafni.
Með 15.000 dollara í vasanum
hélt Lindbergh sigri hrósandi aftur
til New York. A skrifstofu Mr.
Levines leggur Lindbergh ávísun-
ina á skrifborðið fyrir framan
hann. Levine lítur á ávísunina og
segir „Við viljum selja flugvélina,
en að sjálfsögðu áskiljun við okkur
rétt til að velja áhöfnina sem á að
fljúga henni." Lindbergh stendur
orðlaus. Það sem Levine var að
segja var að Lindbergh átti að
borga 15.000 dollara fyrir að mega
mála nafnið Spirit of St. Louis á
skrokkinn. Chamberlain átti að
fljúga vélinni og hljóta heiðurinn
og verðlaunin. Allt bendir til að
Levine hafí aldrei ætlað sér að
selja flugvélina. Það lítur helst út
fyrir að þetta hafí verið óþokka-
bragð til að fá Lindbergh út úr
keppninni. Því skömmu seinna var
Levine farinn að undirbúa þátttöku
Columbia Aircraft í keppnina um
Orteig-verðlaunin. Þeir urðu þó of
seinir. Hálfum mánuði eftir hið
fræga flug Lindbergs lagði
Chamberlain upp frá Roosevelt-
flugvelli á Bellanca-flugvélinni sem
Lindbergh ætlaði að kaupa, og hét
nú Columbia, með Levine sem far-
þega. En nú átti ekki að fara til
Parísar, því Lindbergh var þegar
búinn að vinna Orteig-verðlaunin.
Markið var því sett á Berlín. Þeir
náðu ekki alla leið og urðu að lenda
í Eisleben, nú í Austur-Þýska-
landi, um 160 km frá markinu.
Þeir höfðu þá sett heimsmet í lang-
flugi um 6.250 km, og Levine varð
frægur fyrir að vera fyrsti far-
þeginn sem flaug yfír Atlantshafíð.
En hvað um það. En nú var
komið fram í miðjan febrúar 1927
og það voru fleiri menn, með meiri
fjárráð, sem höfðu auga á Orteig-
verðlaununum og þeirri sæmd, sem
þeim fylgdi. Frægasti orustuflug-
maður Frakka úr fyrri heimsstyij-
öldinni René Fonck hafði þegar
brotið þriggja hreyfla Sikorsky-
flugvél sína í flugtaksslysi á
Roosevelt-flugvelli, sem kostaði
tvö mannslíf. Ný þriggja hreyfla
Fokker-flugvél var í smíðum fyrir
Commander Byrd og Floyd Benn-
ett og Columbia Aircraft var að
byija að útbúa tveggja sæta Bell-
anca-flugvél sína fyrir Atlants-
hafsflugið. Tveir sjóliðsforingjar,
Noel Davis og Stanton Wooster,
voru að reynslufljúga stórri Key-
stone Pathfinder-tvíþekju sem
knúin var þremur Whirlwind-
hreyflum. í FYakklandi voru tvær
stríðshetjur Charles Nungesser og
Fransois Coli að undirbúa flug frá
París til New York.
Engan tíma mátti missa
Það var ljóst að Lindbergh og
stuðningsmenn hans máttu ekki
missa neinn tíma. Lindbergh sneri
sér til tiltölulega óþekktrar flug-
vélaverksmiðju, Ryan Aulines,
Inc., í San Diego, Califomiu, sem
hann reyndar hafði áður haft sam-
band við. Þann 23. febrúar 1927
kom Lándbergh til San Diego og
daginn eftir sendi hann skeyti til
stuðningsmanna sinna í St. Louis
og tilkynnti þeim að Ryan-verk-
smiðjan byðist til að framleiða
flugvél, sem hentaði fyrir flugið,
fyrir 10.580 dollara með nýjustu
gerðinni af Wright Whirlwind C-
5-hreyfli og það sem meira var,
þeir töldu sig geta lokið smíðinni
á 60 dögum. I tvo mánuði vann
Lindbergh af ofurkappi með hinu
fámenna starfsliði Ryan-verk-
smiðjunnar við að ljúka smíði nýju
flugvélarinnar. Nákvæmlega 60
dögum eftir að gengið hafði verið
frá kaup- og smíðasamningum var
„Andinn frá St. Louis" kominn á
loft.
Þann 10. maí var reynsluflugi
lokið og Lindbergh flaug án milli-
lendingar til St. Louis á 14 klst.
og 25 mín. sem var nýtt hraðamet
á flugi frá Kyrrahafsströndinni.
Tveimur dögum seinna var hann í
New York.
Á meðan þessu fór fram hafði