Morgunblaðið - 17.05.1987, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987
B 15
Morgunblaðið/ÓI.K.M.
• Flugvél Lindberghs, „The Spirit of St. Louis“, í Smithsonia-safninu
í Washington.
Lindbergh heiöraður meö skrúðgöngu á Broadway.
J0LS«-
ajitotticfivðe
Öutent^-fíuG
gaiiablc rá funös cutrcnfc at Q <mu Uotk Qlearinq n ousc
25,00 0.N//íoo
Verðlaunaávfsunin, skrautrituð.
hinna 48 ríkja Bandaríkjanna og
haldið flugsýningar. Ég hef oft
flogið með póst í aftakaveðri."
Betri maður var líklega vand-
fundinn í það hlutverk, sem hann
tók að sér.
Lindbergh var ekki fyrsti mað-
urinn, sem flaug yfír Atlantshaf,
þótt ferð hans væri mikið afrek
á þessu tíma, þegar langleiðaflug-
menn gátu alltaf misst flugvélar
sínar og týnt lífí.
Arið 1919 hafði tvívegis verið
flogið yfír Atlantshaf. Fyrst flugu
fímm menn N-C-4-flugvél banda-
ríska sjóhersins frá Nýfundna-
landi til Azoreyja. Síðan tókst
John Alcock og Arthur Brown að
fljúga beint frá Nýfundnalandi til
írlands. Brezka loftfarið R-34
hafði flogið frá Skotlandi til Long
Island með 31 manni innanborðs
og síðan aftur til Englands. Þýzki
loftbelgurinn ZR-4 (seinna „Los
Angeles") hafði flogið frá Fried-
richshafen til Lakehurst í New
Jersey með 32 mönnum.
Tvær hnattflugvélar banda-
ríska landhersins höfðu flogið
yfír Norður- Atlantshaf um Is-
land, Grænland og Nýfundnaland.
Flug Lindberghs var nýstárlegt
fyrir þá sök að hann flaug alla
leið frá New York til Parísar í
stað þess að fara frá Nýfundna-
landi, lenti á nákvæmlega tilsett-
um stað og flaug einn síns liðs.
Þetta var lengsta „glæfraflug“,
sem reynt hafði verið til þessa.
Þegar Lindbergh hafði tekið
þá ákvörðun að fljúga yfír Atl-
antshaf einn síns liðs gerði hann
allt sem í hans valdi stóð til að
sjá til þess að allt gengi að ósk-
um. Hann tók sjálfur þátt í
hönnun flugvélarinnar til að
tryggja að hún samrýmdist hug-
myndum hans, ákvað hvaða leið
hann skyldi fljúga og fór vandlega
yfír allt það sem kynni að geta
farið úrskeiðis.
Tvennt gat Lindbergh ekki
reiknað út: veðrið og hæfni sína
til að halda sér vakandi. Hann
gerði ráð fyrir þeim möguleika
að veðrið gæti orðið slæmt. Hon-
um gekk erfíðlega að halda sér
vakandi, en hann sigraðist á þeim
vanda með viljafestu, þótt hann
játaði að stundum hefði litlu mátt
muna að hann hnigi út af. Ekki
Franskir iögreglumenn og hermenn umkringja flugvól Lindberghs eftir lendinguna i París 21. maí 1927.
bætti úr skák að hann hafði sofíð
lítið áður en hann lagði af stað.
Eitt af því sem gerði freistaði
hans voru 25,000 dollara verð-
laun, sem hafði verið heitið fyrir
slíkt flug. Lindbergh barðist um
jau við nokkra kunna keppi-
nauta, þeirra á meðal Clarence
Chamberlain og Lloyd Bertraud
í „Columbia" og Richard E. Byrd
sjóliðsforingja, sem hafði flogið
yfir Norðurpólinn 1926, í „Amer-
t“.
Fyrirfram var ógemingur að
spá því hver mundi sigra í keppn-
inni, þótt Lindbergh væri sigur-
viss. Almenningur hélt greinilega
með hinum unga og yfirlætislausa
flugkappa, sem virtist kunna sitt
fag og sýndi dirfsku með því að
fara einn í slíka hættuför, og at-
hyglin beindist aðallega að
honum. Blaðamennimir kölluðu
hann „Flugfíflið" og „Lucky
Lindy,“ — Linda heppna — sem
varð titill á frægu dægurlagi, en
síðan varð ferðin sjálf til þess að
hann hlaut enn eitt viðumefni:
Öminn einmana".
Þegar „Lindy" ákvað að búast
tii brottferðar að kvöldi 19.maí
1927 var súld á Long Island, en
veðurfréttir bentu til þess að
heiðskírt yrði úti á Atlantshafi.
Hann undirbjó ferðina í smáatrið-
um um nóttina, fór til Curtiss-
flugvallar, fékk nánarí veðurfrétt-
ir og lét aka flugvélinni út á
Roosevelt- flugvöll og fylla elds-
neytisgeymana. Laust fyrir kl. 8
um morguninn klifraði hann um
borð og lagði af stað til Parísar.
Um leið hófst í Bandaríkjunum
sú mikla hrifningaralda, sem
fylgdi flugferð Lindberghs. Ungir
og gamlir, ríkir og fátækir, bænd-
ur og veðbréfasalar, heittrúar-
menn og efahyggjumenn,
menntaðir og ómenntaðir, bundu
vonir sínar við unga Bandaríkja-
manninn í „Spirit of St. Louis.“
Um kvöldið háðu Maloney og
Sharkey einvígi í „Yankee Stad-
ium“ I New York og 40,000
harðsnúnir hnefaleikaunnendur
risu á fætur og tóku ofan þegar
þulur bað alla viðstadda að biðja
fyrir Charles A. Lindbergh.
Gylliboð
Seinna sagði Lindbergh að það
sem hefði vakað fyrir honum með
fluginu til Parísar hefði verið að
bæta stöðu sína sem flugmaður
og hreppa verðlaunin. Þótt blöðin
hefðu sagt ítarlega frá undirbún-
ingi keppninnar og mikill áhugi
væri á henni hafði hann ekki órað
fyrir þeirri hrifningu, sem afrek
hans vakti, og því lofí, sem á
hann var borið. Hann hafði heldur
ekki gert ráð fyrir þvi að margir
mundu líta á hann sem „almenn-
ingseign" upp frá því, einkum
fréttamenn og ljósmyndarar, sem
hann fékk fljótt óbeit á. Þeir
fylgdu honum hvert fótmál og í
mörg ár leið varla sá dagur að
nafn hans væri ekki í fréttunum.
„Þær aðstæður, sem ég lenti
í, voru vægast sagt stórfurðuleg-
ar og oft ótrúlegar," sagði hann
seinna um eftirhreytumar. Hann