Morgunblaðið - 17.05.1987, Page 20
iö s
ÁÍÖRGUNBLAÐÍÐ; StfN>ft/DÁGÍlKT W.'Wá Í'98Y
Vorið er komið, þótt vart séu
grundimar famar að gróa. Aðeins
ofan á hlýjum hitaveitulögnum.
A.m.k. kominn moldartíminn,
þegar nútfmafólk fer að klægja í
finguma að róta í mold, óhreint
upp á olnboga. Hvítur snjór í fjöll-
um hefur ekki lengur sama
aðdráttarafl, svo loka verður
skíðastöðum. Dulítið er þó snúið
að afmarka vorkomuna okkar.
Ekki hægt að staðsetja hana al-
mennilega á almannakinu eins og
í flestum löndum. Lengi von á
þessum tilbreytingarriku uppá-
komum veðurfarsins. Að svona
uppákomur eru skemmtilegar og
teljast til hlunninda í lífínu átta
þeir sig best sem búið hafa lengi
í suðlægari veðurblíðu.
Misreikningur skaparans við
staðsetningu þessarar eyjar hér
norður í hafí, svo að langar vor-
nætur koma á undan hlýjunni, er
kannski ekki óskastaðan. Og þó!
Hvað gerir til þótt björtu nætum-
ar séu svalar nú á tímum góðra
skjólfata. Alltaf má klæða af sér
kuidann og einangra sig frá svalri
jörðinni með þykkum sólum eða
stígvélum og ullamærbuxum und-
ir síðbuxunum, svo setjast megi
á á þúfu án þess að botninn verði
sem ísklumpur. Mun auðveldara
að klæða af sér kuldann en að
losna við hitann á suðlægari slóð-
um. í rauninni er það bara
kjánaskapur nú til dags að láta
sér verða kalt. Þekkja svo íila
landið sitt að vart verði stigið út
úr bíl sakir klæðaleysis nema fá
hroll í herðar og votar fætur.
Langra vordaga og bjartra nótta
má ekki síður njóta þótt sumar-
hlýju vanti. Það kallast að lifa í
sátt við landið sitt. Ku vera eitt
nauðsynlegt hverjum íslendingi.
Sumir festa vorkomuna að
gömlum sið við sumardaginn
fyrsta. Auglýsingin um árlega
fuglaskoðunarferð Ferðafélagsins
er alltaf á borgarsvæðinu dijúgur
staksteinn á leiðinni inn í vorið.
Sauðburðurinn í sveitinni. í höfuð-
borginni em upprifnar götur
merki um að vorið sé komið. Þetta
vor sannarlega ekki undantekn-
ing. Búið að rífa upp hálfan
Laugaveginn og stöðva umferð
um allan bæ. Varla verður vorinu
einu kennt um hve umferð verður
reikul og hikandi þegar fer að
nálgast gamla bæinn. Ætli um-
ferðamefnd sé ekki líka með
puttana þar í. Bflar í leit að leiðum
á áfangastað setja svip á gamla
bæinn. Dæmi? Breiðgata niður
Elliðavog og Skúlagötu tekur
djjúga umferð inn í bæinn, þar
til þrengir við höfnina eða þarf
að komast af henni, t.d. í þá miklu
stjómsýslustofnun ríkisirts í Am-
arhvoli, í Þjóðleikhúsið eða á aðra
íjölsótta staði í Austurbænum.
Jafnan var hægt að sveigja upp
Klapparstíg og inn í Lindargöt-
una. Allt í einu í vetur var svo
af einhveijum dularfullum ástæð-
um komin einstefna á örlitlum
kafla þar og stöðvaði þá aðkomu.
Ekki annarra úrkosta en sveigja
upp í hverfið á þessu stórhættu-
lega homi við Ingólfsstræti við
Seðlabanka, þar sem bflar koma
á hraðferð úr bænum inn á Skúla-
götuna. Og auðvitað sáu þeir vísu
herrar hættuna. Úrræðið? Loka
fyrir aksturinn þar upp, nema
hvað? Nú þegar Laugavegur er
lokaður líka, verða allar bjargir
bannaðar. 0g það undanlega ge-
rist, að umferðin hverfur ekki eins
og vagninn hennar Öskubusku,
þegar umferðamefnd veifar töfra-
sprotanum, enda hraðfjölgar
bflum sem em þeirrar náttúm að
þurfa götur til að komast á
áfangastað. Og umferðamefnd
lokar fyrir jafnóðum. Ekki verður
þetta síðri vorleikur í nútímanum
en hið gamla góða „Hlaupa í
skarðið"
Einn fylgifískur vorsins á
landinu okkar er þrifabaðið. Eng-
inn í rónni fyrr en hann búið er
að gera hreint í húsunum. Og það
sem fer undir snjó kemur fram
að vori. Hér í eiginlegri merkingu.
Rennusópar mjakast með gang-
stéttarsteinum og soga upp sand
vetrarins, msl kemur úr kompum
og görðum út í tunnumar og
hreinsunarherferðir em auglýstar
í hverfunum. Eitt nútímatæki er
þó enn ókomið á götur bæja á
Islandi og getur vart verið langt
undan, með hundum sem lögleg-
um vegfarendum. Hundaskítsryk-
sugumar. Parísarborg, sem orðin
er með hreinni borgum, lét í
hreinsunarátaki fyrir nokkmm
ámm hanna tæki til hvers kyns
götuhreinsunar. Nú má stöðugt
sjá grænu bflana með græn-
klæddu mönnunum á ferðinni á
götunum: sprautubflana á nótt-
unni, mslabflana, kranabflana til
að lyfta lokuðu grænu glersöfnun-
arkössunum og setja niður aðra
tóma á götuhomum (sjá mynd)
og litlu grænu karlamir á mótor-
hjólunum akandi og skimandi eftir
hundaskít á gangstéttum, sem
þeir soga snarlega upp í hjólkass-
ann. Óhjákvæmileg aðgerð, sem
hreinsunardeild hundaborga getur
vart undan vikist.
Ekki hefði borgarskáldinu
Tómasi þótt mikil tilþrif í boðun
vorkomunnar með mslatali. Hann
kenndi okkur önnur kennileiti af
slíkri andagift, að maður lítur
ósjálfrátt á símastaurana í
vorblænum, Skyldu þeir nokkuð
vera famir að syngja og verða
grænir aftur? Trúir því næstum.
Jarðbundnari menn en skáldin og
athafnaglaðari trúa því líklega
líka að lítill munur sé á símastaur-
um og grænum tijám í umhverf-
inu. I umræðum af öðm tilefni
en vorkomunni, sagði ágæt kona
austan af Héraði frá því að Raf-
magnsveitumar hefðu plantað
niður 67 staumm í 3ja hektara
land hennar án þess að spyija
kóng eða prest. Sennilega talið
að úr því að eigendur ætluðu hvort
sem er að planta þama tijám þá
gætu þeir allt eins fengið staura-
mergð. Einn góðan veðurdag yrðu
þeir grænir aftur.
Ekki dugar víst svo órómant-
iskur endir á hraðpistli um vorið
og trén. Ljóðið hans Gunnars Dal
um Birkitré í bókinni Borgin okk-
ar bætir þar úr:
Við götu mína
björkin ber
blöðin sín mjúku
vorkvöld löng,
og hlýir vindar
hvísla að mér.
Eg heyri nýjan söng.
Ntt kvæði
aðeins kveikir grun
í kyrrðinni
litla, græna blað.
En kynslóð ný
það kunna mun.
Og kannski skiija það.
Það Ijóð um vorið,
ást og il,
undrið,
sem fyllir huga minn.
Þín innstu rök
ég ekki skil,
en ilminn þinn
ég finn.
”Gáfnaljósin”
Kertastjakar úr hreinum og tærum
kristal frá Kosta.
Bankastræti 10, sími 13122
Garðakaupum, Garðabæ, sími 651812.
Sendum í póstkröfu.
Látúns-
og kopar
plömr
fyrirliggjandi
í mörgum þykktum