Morgunblaðið - 17.05.1987, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987
B 21
Mynd var tekin er vinningsnöfn-
in voru dregin út. Magnús
Hreggviðsson stjórnarformaður
Frjáls framtaks og ungir aðstoð-
armenn hans.
Dregið
ígetraun
Frjáls
framtaks
Á SÝNINGUNNI „Sumarið ’87“
sem haldin var i Laugardalshöll
fyrir skömmu efndi útgáfufyrir-
tækið Frjálst framtak hf. til
verðlaunagetraunar þar sem
spurningin: „Hvað gekk Reynir
Pétur marga kilómetra í íslands-
göngu sinni?“, var lögð fyrir
þátttakendur.
Margir voru með rétt svar eða
nálægt því. Dregið var úr réttum
lausnum og féllu vinningar þannig:
1. vinningur, ferð til Akureyrar fyr-
ir tvo, hlaut Karl Eiríksson, Alf-
heimum 48 í Reykjavík, annan
vinning, æfingabúningur og skór
frá Adidas, hlaut Berglind Hans-
dóttir, Dalatanga 2 í Mosfellssveit
og þriðja vinninginn, fimm út-
gáfubækur Fijáls framtaks að eigin
vali, hlaut Magnús H. Bjamason,
Melási 10 í Garðabæ.
Mótmælt
tillögxim um
skerðingn
verkfalls-
réttar
Á FUNDI trúnaðarmannaráðs
Félags bókagerðarmanna, sem
haldinn var miðvikudaginn 13.
maí sl., var eftirfarandi ályktun
samþykkt með atkvæðum allra
fundarmanna:
„Þau takmörkuðu réttindi sem
verkafólki og samtökum þess eru
tryggð með lögum og snerta verk-
fallsréttinn hafa ævinlega verið
þyrnir í augum atvinnurekenda.
Mörg dæmi eru um tilraunir þeirra
við að fá þessum lágmarksréttind-
um hnekkt.
Fundur trúnaðarmannaráðs
FBM mótmælir harðlega nýjustu
tillögum atvinnurekenda til þess að
skerða réttindi verkafólks. Þær
hugmyndir sem fram komu á aðal-
fundi Vinnuveitendasambands
íslands 12. maí 1987 og snérust
um að réttur verkafólks til verk-
falla yrði skertur eru aftur úr grárri
fomeskju. Verkafólk mun aldrei
una því að þau mannréttindi sem
það hefur áunnið sér með þrot-
lausri baráttu verði af því tekin.“
STEYPUVÍBRATORAR
BOR- og BROTHAMRAR
HNALLAR
JARÐVEGSÞJÖPPUR
VALTARAR
DÆLUR
STEYPUSAGIR
ASETA HF.
ÁRMÚLA 17A
Sími 83940 og 686521
ÚRVALS
K&mm
HVERT SEM ÞU FERÐ
- VIÐ HÖFUM G JALDE YRINN
Einkeimi gjaldeyrisdeilda okkar er hröð
afgreiðsla á öllum helstu gjaldmiðlum heims.
Visa, ferðatékkar, almennir tékkar, reiðufé.
Komdu við hjá okkur.
0
-Mtim þdnki