Morgunblaðið - 17.05.1987, Page 28
28 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987
„MálFrt&ar, ég vil húnfcxri út úr
bil.nunx."
TM Rm. U.S. Pat. Off.-all rtohts reserved
©1983 Loa Angeles Tlmea Syndicate
ást er...
... aö lesa bréfin hans
aftur og aftur.
Málið er fólkið, en svo
virðist sem hér hafi maður
verið myrtur?_______
Nokkur orð um Eurovision
ogþátttöku okkar 1987
Til Velvakanda
6033-8448 skrifar:
Ég er ein af þeim sem eru alveg
á móti þátttöku í þessari keppni
vegna fánýtis hennar og mikils
kostnaðar, en úr því við tókum þátt
nú var ég mjög sátt við lagið hans
Valgeirs. Það sker sig svo úr öllu
þessu pijáli, að það var vitanlegt,
að það myndi ekki sigra, vegna
þess að það er, sem betur fer, ekki
í stíl við keppnina. Þó ég þekki
Valgeir ekkert er ég þess fullviss
að hann hafi verið mjög sáttur við
að hreppa ekki gott „sæti“, en fá
hins vegar ummæli margra mikils
metinna manna sem hér segir.
Van Oock, hljóðmeistari, sem ber
ábyrgð á hljómflutningi frá Euro-
vision í Brussel, tjáði blaðamanni:
„íslenska lagið meðal þeirra bestu."
Patrik Dantj einn af myndatöku-
mönnunum: „Ég kýs ísland, ég veit
ekki hvers vegna. Stúlkan er mjög
falleg og lagið frábært. Þótt ég
skilji ekki textann flytur söngkonan
lagið svo vel að tungumálið skiptir
engu máli."
Burton Jacques, dagskrárgerðar-
maður: „Litla lagið frá íslandi í 1.
sæti. Ég veit ekki hvort ég má segja
álit mitt, en ætla samt að gera
það. Mér finnst íslenska lagið með
þeim bestu, laglínan er falleg og
söngkonan flytur það afar vel. Það
er eitthvað að gerast þegar hún
syngur, maður fínnur það.“
Koen Verstraten, belgískur
blaðamaður, sem fylgst hefír með
öllum undirbúningi keppninnar,
segir: „Það segja flestir að írska
lagið sigri. En fólk hikar. Söngvar-
inn er þaulvanur og þekktur. En
ef ég mætti ráða setti ég íslenska
lagið í fyrsta sæti.“
Jo Carlier, stjómandi hljómsveit-
ar keppninnar: „Minnir mig á
myndir frá íslandi. Þegar ég heyrði
lagið fyrst sá ég allar þessar mynd-
ir fyrir mér.“
Tónlistargagnrýnandi hollenska
útvarpsins NCV: „íslenska lagið of
gott. Þegar ég heyrði lagið fyrst
varð ég strax hrifínn. Það hafa
komið svipuð lög í Eurovision áður,
róleg, en ekki eins góð. Ég held,
að lagið sé of gott til að vinna.
Josep Passen, fyrsti saxófónleik-
ari: „Hjá mér kemst ekkert annað
að en íslenska lagið. Ég sé fyrir
mér marglit fíðrildi, fljúgandi úti í
náttúrunni. Þetta er stórkostlegt
lag. Náttúrlega er almenningsálitið
ekki samhljóða þessu. Þú getur
spurt hvem sem er í hljómsveit-
inni. Það eru allir hrifnir af íslenska
laginu. Meira að segja hljómsveitar-
stjórinn segir að íslenska lagið sé
best.“
Albert Steugel, konsertmeistari
Eurovision-hljómsveitarinnar: „Ég
tala aðeins sem konsertmeistari og
mín skoðun er ekki endilega al-
mennings. Mér fínnst íslenska lagið
vera best og ég skal skýra það
aðeins. Almenningur heyrir aðeins
lagið, en ég sé fyrir mér fjöll, ár,
sól í dölum og spúandi hveri. Ég
hugsa um græn tún og íslenska
náttúru."
Það skal tekið fram, að viðmæl-
endur blaðamannsins vissu ekki að
hann var frá íslandi þegar viðtölin
fóm fram og konsertmeistarinn fór
að skellihlæja þegar hann varð þess
vís að hann var að útlista íslenska
náttúra fyrir íslendingi.
Þegar þrír aðilar vora spurðir um
Eurovision-keppnina, þar á meðal
Þuríður Pálsdóttir, söngkona (í
sjónvarpinu), sagði Þuríður, að sér
hefði fundist að Halla Margrét hefði
mátt koma meira út með röddina
og hefði gjaman matt vera í kjól,
sem sýndi meira af vextinum, en
þama held ég að Þuríður sé of
mikið að hugsa um „stílinn" í Euro-
vision, sem er eiginlega sá, að lagið
skipti minnstu máli, heldur umbúð-
imar. En guði sé lof. Lagið var flutt
alveg eins og átti að flytja það.
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur Iesendur til að skrifa þættinum um
hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli
kl. 13 og 14, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi
ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábend-
ingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð,
en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda
blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut
ekki eftir liggja hér í dálkunum.
Yíkverji skrifar
HÖGNI HREKKVISI
é& TEK þAP TlL BAKA...EKKI TAKA TIL
í HEKBE«3lNU pÍMU'"
Sigurður Þór Guðjónsson rithöf-
undur skrifar ágæta grein og
skemmtilega í næstsíðasta tölublað
Helgarpóstsins. Hann kallar hana
„Frelsi og hljóðmengun" og segir
þar meðal annars:
„Frelsi hávaðalýðs er óskorað.
Frelsi friðsamra manna er ekkert.
Fólk veigrar sér við að kvarta út
af hljómflutningstækjum á al-
mannafæri. Það vill ekki vekja á
sér athygli og fá á sig illt orð. Því
það telst ókurteisi að kvarta yfír
ónæði, en hins vegar þykir það
engin ókurteisi að valda öðram
ónæði."
Sigurður er með bráðsnjalla hug-
mynd um þá einu og sönnu refsingu
sem hæfí þeim samborguram okkar
sem harðast ganga fram í þessu
athæfí. Hann vill leyfa skrattanum
að hitta ömmu sína ef svo mætti
að orði komast.
Hann skrifar: „Fólk á að mót-
mæla hástöfum. Það á að heimta
rétt sinn til að fá að vera í friði
fyrir annarra manna músík. Úti-
lúðra ætti skilyrðislaust að banna
og refsa harðlega ef út af er bragð-
ið, t.d. með því að leika yfir hinum
brotlegu öll tónverk Wagners í einni
lotu.“
Hin þarfasta ádrepa hjá SÞG og
sannarlega tímabær.
Annars kemur það svosem fyrir
að menn reyni að bera hönd
fyrir höfuð sér — eða fyrir eyra sér
eins og líka mætti kalla það. Frægt
varð það um árið þegar nokkrir
málsmetandi borgarar í New York
stefndu heilu járnbrautarfélagi fyrir
að valda svona mengun. Þá var
þessi -síbunumúsík orðin svo mögn-
uð í biðsölum Grand Central-stöðv-
arinnar að heyrðist varla mannsins
mál.
Fyrir uppreisnarmönnum var þá-
verandi ritstjóri hins heimskunna
tímarits The New Yorker; Ross hét
sá góði maður og var enda löngu
orðinn heimsþekktur sjálfur fyrir
snilldartakta sína í ritstjórastólnum.
Það var hann sem lýsti yfír fyrir
réttinum þegar málið var tekið fyr-
ir að ef ekkert yrði að gert væri
hann alvarlega að hugsa um að
láta stinga á hljóðhimnumar í sér.
Til þess kom þó aldrei til allrar
hamingju því að þeir félagar fóru
með sigur af hólmi og hinu volduga
járnbrautarfélagi var gert að skrúfa
fyrir ósómann. Víkveija er ókunn-
ugt um hvort hér sé til nokkur
löggjöf sem banni hinn „hamslausa
hljóðstorm" eins og Sigurður kallar
þessa plágu á einum stað. Sé svo,
sýnist hér rétt ein löggjöfín á ferð-
inni sem er andvana fædd af því
þeir sem eiga að sjá um að hún sé
virt kæra sig kollótta. Kannski þeir
séu búnir að láta stinga á hljóð-
himnumar í sér.
Víkveiji veit aftur á móti ágæta-
vel hver viðbrögðin geta orðið þegar
fólk sem fær þennan hljóðstorm í
fangið dirfíst að malda í móinn.
Vinnuflokkur skammt frá heimili
Víkveija réði ekki einasta yfír
hljómflutningstækjum heldur helj-
armiklu gjallarhomi sem óspart var
notað. Verkstjórinn svaraði kvört-
unum undirritaðs fyrst með skæt-
ingi og þá með fímmaurabröndur-
um á þá lund að ef það dygði ekki
að loka gluggunum mætti þó altént
troða einhveiju í þá. Þetta var
bæjarstarfsmaður að sýna óbreytt-
um borgara vald sitt.
Sigurður spyr í reiðilestri sínum:
„Hvar endar frelsi þessara óláta-
seggja og hvar byijar frelsi mitt?“
í fyrrgreindu tilviki hafði Víkveiji
sigur og fékk aftur vinnufrið á
heimili sínu af því hann var svo
hundheppinn að takast að fínna
annan bæjarstarfsmann sem var í
fyrsta lagi hærra settur en durtur-
inn og í öðra lagi alls ófeiminn við
að taka duglega í lurginn á honum.