Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.05.1987, Blaðsíða 5
3fen%ttttfrfafrifr /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 19. MAI1987 B 5 \ KNATTSPYRNA / 2. DEILD Þróttur - UBK 0:1 Ingvaldur gerði eina mark UBK VARNARMAÐURINN Ingvaldur Gústafsson skoraði sigurmark Breiðabliks á 15. mínútu gegn Þróttí í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu á gervigrasinu í Laugardal í gœrkvöldi. Blikarnir byrjuðu betur í gær- kvöldi og áttu nokkur færi sem ekki nýttust fyrsta stundarfjórð- unginn. Ingvaldur Gústafsson, varnarmaður, brá sér þá í sóknina og skoraði fyrir Breiða- blik og reyndist það eina mark leiksins. Hann óð upp að vítateig Þróttar, varnarmaður komst á milli og hugð- ist senda boltann til markvarðar en hann var ekki með á nótunum og Ingvaldur fylgdi vel á eftir og skor- aði af stuttu færi í autt markið. Valur Jónatansson skrifar Blikarnir voru betri framan af leikn- um og léku þá oft skemmtilega á niilli sín án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Þróttarar sóttu stíft undir lokin og freistuðu þess að jafna og skall oft hurð nærri hælum við mark Breiðabliks. Örn Bjarna- son varði þá oft vel. Baráttan var mikil í liði Þróttar og hafðu þeir alveg eins átt skilið að jafna í lokin. Bestu leikmenn þeirra voru Atli Helgason og Theódór Jó- hannsson. Hjá Breiðablik var Ingvaldur bestur. Guðmundur Bald- ursson og Guðmundur Guðmunds- son voru góðir í fyrri hálfleik en döluðu er lfða tók á leikinn. Jón Þórir átti einnig ágæta spretti. Þrír leikmenn fengu að líta gula spjaldið, Atli Helgason og Sverrir Pétursson, Þrótti og Guðmundur Guðmundsson, UBK. Haður leiksins: Ingvaldur Gústafsson, UBK. Morgunblaöiö/Þorkeil Guömundur Baldursson, UBK, á hér f höggi við einn leikmann Þróttar f gærkvöldi. Hann hefur nú snúið heim eftir tveggja ára dvöl á Möltu. VÍKINGUR - LEIFTUR 2:1 Sanngjörn úrslit „ÞETTA voru sanngjörn úrslit. Fyrsta markið, sem við gáf um þeim, setti okkur út af laginu, en baráttan var góð undir lokin og vlð lærum af þessu, tapið þjappar okkur enn betur sam- an og viö eigum eftir aö gera betur," sagði Óskar Ingimund- arson, þjálfari Leifturs, eftir leikinn á gervigrasinu í Laug- ardal á sunnudaginn. Víkingur sótti meira, en skyndi- sóknir Leifturs voru hættuleg- ar án þess að ganga upp. Trausti Ómarsson skoraði fyrsta markið á HBHBMBH 35. mfnútu. Þórður Steinþór Marelsson gaf fyrir Guðbjartsson markið frá hægri, skrifar Þorvaldur Jónsson hljóp út, en sló bolt- ann beint til Atla Einarssonar, hann gaf strax á Einar Einarsson, sem fann Trausta á auðum sjó og eftir- leikurinn var auðveldur. Einar skoraði annað mark Víkings á 59. mínútu eftir að Trausti hafði misnotað tvö dauðafæri. í fyrra skiptið stóð hann fyrir opnu marki, en lyfti yfir, en Þorvaldur varði vel f það seinna, hélt samt ekki boltan- um, sem hrökk til Einars og honum brást ekki bogalistin. Ólafsfirðingar hrisstu af sér slenið undir lok leiksins og á sfðustu mfnútu skoraði Hafsteinn Jakobs- son úr vítaspyrnu. Þung sókn Leifturs endaði með sendingu Óskars þjálfara á Steinar bróður sinn, en Jón Otti Jónsson markvörð- ur braut á honum, þar sem hann var í góðu færi við markteiginn. „Við gerðum allt of mörg mistök og einbeitninguna vantaði. Leiftur lék ágætlega undir lokin, en við sigruðum og það er ánægjulegt, þó margt þurfi að laga," sagði Sedov, þjálfari Víkings. Allt spil Víkings snerist í kringum Jóhann Þorvarð- arson og Einar átti góða spretti. Þorvaldur Jónsson var góður í marki Leifturs og Gústaf Ómarsson var sterkur. Gylfí Orrason dómari byrjaði ágæt- lega, en var ekki nógu ákveðinn, hefði oft mátt dæma hendi, sem hann aldrei gerði. Maður leiksins: Jóhann Þorvarðarson, Víkingi KS - ÍBÍ 2:1 Heimamenn betri SIGLFIRÐINGAR hófu keppn- ina í 2. deild meö því að vinna ísf irðinga með tveimur mörk- um gegn einu í frekar slökum leik á malarvellinum á Sigluf irði á sunnudaginn. w Isfirðingar náðu forystunni í leiknum mað marki Birgis Ólafs- sonar á 11. mínútu. Hann fékk þá boltann einn og óvaldaður innan ¦BBIMH vítateigs KS og Frá skoraði af stuttu Rögnvaldi færi. Sigfirðingar Þórðarssyni jöfnuðu á 26. óSigluf.rð, mínútu Tekið var innkast á móts við vítateig ÍBÍ. Mark Duffield framlengdi innkastið með skalla inn í vítateiginn og þar var Hafþór Kolbeinsson og skallaði áfram í netið yfir Heiðar í marki ísfirðinga. Heimamenn skoruðu síðan sigur- markið á 64. mínútu. Björn Ingi- mundarson skoraði það með viðstöðulausu skoti frá vítateig eft- ir fyrirgjöf frá Priðfinni Jónssyni. Glæsilegt mark. ísfirðingar fengu svo upplagt tækifæri til að jafna leikinn á síðustu mínútu er Kristinn Krsitjánsson fékk knöttinn einn og óvaldaður innan vítateigs KS, en skaut framhjá. Leikurinn bar þess merki að vera fyrsti leikur þessara liða f sumar. Leikmenn ekki alveg komnir í fulla leikæfingu. Baráttan var í fyrirrúmi hjá liðunum og ekki mikið um mark- tækifæri. Siglfirðingar voru þó meira með knöttinn og sigurinn verðskuldaður. ísfirðingarnir, Kristinn Krsitjánsson og Gunnar Guðmundsson, fengu að líta gula spjaldið hjá dómaranum. Björn Ingimundarson var bestur í liði KS og Mark Duffield komst einnig vel frá leiknum. Hjá ÍBÍ var Kristinn Kristjánsson bestur. Maður leiksins: Björn Ingimundarson, KS. Morgunblaöio/Július Olnbogaskot Olnbogaskot eru ekki leyfileg í knatt- spyrnu, en hér var ekkert dæmt. IR - ElNHERJl 1:1 Fyrsta stig ÍR ÍR nældi sér í eitt stig úr sínum fyrsta leik í 2. deild er þeir gerðu jafntefli, 1:1, við Einherja frá Vopnafirði á gervigrasinu á Laugardaginn. Leikurinn var frekar slakur enda var mikill vindur og setti hann mark sitt á leikinn. Einherji lék undan vindinum í fyrri hálfleik og voru meira með boltann. Eina færi hálfleiksins átti Geir Magnússon fyrír ÍR er hann komst einn innfyrir en markvörður Einheija, Hreggviður Agústsson, verði vel. ÍR-ingar komu meira inn í leikinn í seinni hálfleik enda með vindinn í bakið. Páll Rafnsson skoraði fyrsta mark íslandsmótsins fyrir ÍR á 74. Valur Jónatansson skrifar mínútu. Hann varð skyndilega á auðum sjó fyrir framan mark Vopn- firðinga. Hann lék á markvörðinn og renndi knettinum í netið. Ein- herji jafnaði aðeins tveimur mfnút- um síðar er Einar Ólafsson handlék knöttinn innan vítateigs ÍR. Kristj- án Davíðsson skoraði síðan af öryggi úr vítaspyrnunni. Úrslit leiksins verða að teljast sann- gjörn. Ef marka má þennan leik verða þessi lið f botnbaráttunni í sumar. Kristján Davíðson og Erikur Sverrisson voru bestu leikmenn Einherja en hjá ÍR voru Guðjón Ragnarsson og Bragi Björnsson bestir. Sveinn Sveinsson dæmdi Ieikinn vél. Hann sýndi Baldri Kjartanssyni og Kristjáni Davíðssyni, Einherja, gula spjaldið. Maður leiksins: Kristján Davfðsson, Einherja. ÍBV - Selfoss 2:2 Bergur hetja Eyjamanna í Vestmannaeyjum hófst ís- landsmótið í 2. deild með leik heimamanna og Selfoss. í byrj- un var allt útlit fyrir að Eyja- menn fengju slæma útreið. Eftir 10 mínútna leik var staðan orðin 2:0 fyrir Selfoss, en heimamenn náðu að jatna. Fyrra mark Selfoss kom á 3. mínútu eftir að Björn Axelsson hafði leikið upp vinstri kannt Eyja- manna og gaf botann fyrir marki𠦦¦¦¦¦¦ á JÓn Gunnar Bcrgs FráGunnariMá sem stóð einn og Sigurfinnssyni óvaldaður í vítateig iVestmanna- íBV og skoraði af ey'um öryggi. Á 10. mínútu bættu þeir öðru markinu við og var Björn Axelsson þar að verki. Útlitið var því orðið nokkuð dökkt hjá heimamönnum. Það rofaði þó aðeins til á 38. mínútu þegar Berg- ur Ágústsson brunaði upp allan völl og sendi þrumuskot í mark Selfyssinga, óverjandi yfir Hreiðar markvörð. Glæsilegt mark. í fyrri hálfleik má segja að Selfyss- ingar hafi verið öllu ákveðnari, áttu nokkur færi til að bæta við mörk- um. Þeir höfðu öll völd á miðju vallarins og var eins og dálftið Morgunblaoio Gunnar Már Siguriinnsson Eyjamenn teíla nú fram mjög breyttu liði frá þvf í fyrra. reiðuleysi væri á uppdekkunum heimamanna. En eftir þvf sem á leið lagaðist það og heimamenn komust meira inn í leikinn. Eftir mikla pressu heimamanna í sfðari hálfleik uppskáru þeir laun erfiðisíns. Á 53. mfnútu skoraði Bergur Agústsson annað stórgott mark, eftir góðan undirbúning Inga Sigurðssonr. Eftir markið tók ÍBV öll völd á vellinum og sköpuðu leik- menn liðsins sér oft góð færi. Selfyssingar laumuðu þó inn á milli stórhættulegum skyndisóknum. Því i s r a Er V J ¦} I V B \ má segja að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit í ágætum leik. Lið ÍBV var mikið breytt frá sfðasta keppnistímabili. Meðalaldur liðsins aðeins rúm 19 ár. Hjá ÍBV var Bergur Ágústsson bestur og áttu varnarmenn Selfoss oft í miklum vandræðum með hann. Þá var Elías Friðriksson góður. Hjá Selfyssing- um var Björn Axelsson sprækur framanaf. Þá var Eyjamaðurinn, Þórarinn Ingólfsson, góður ásamt Jóni Gunnari Bergs. Maður leiksins: Bergur Ágústsson, ÍRV.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.