Morgunblaðið - 11.07.1987, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.07.1987, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987 21 Majones blandað með þeyttum rjómanum, gúrkan sett út í og syk- ur settur eftir smekk. Frönsk sósa 3 hlutar olíu, 1 hluti edik, salt og pipar, Best er að hrista saman olíu og edik, salt og pipar sett eftir smekk. Þessi sósa geymist í 1—2 vikur í lokuðu íláti í kæliskáp. Spönsk salatsósa 1 bolli majones, *A bolli ristaðar jarðhnetur, '/< bolli brytjuð græn paprika, Vi bolli biytjaðar ólífur (má sleppa), 2 matsk. brytjaður graslaukur, V2 tsk. salt, Vi bolli tómatsósa. Ollu blandað saman og þynnt með örlitlu hvítvíni ef vill. Skammt- urinn verður um það bil U/2 bolli af sósu. Súrmjólkur- eða jógúrtsósa 1 peli súrmjólk eða hrein jógúrt, Vi tsk. salt, ‘A tsk. pipar, V« tsk. sinnepsduft, 1 tsk. Worchestersósa, örlítill cayenne-pipar, 1 matsk. edik, örlítið hvítlauksduft ef vill. Ollu blandað saman og kælt fyr- ir notkun. Magn sósu er ca. 1 bolli. Sósa úr majonesi og sýrðum rjóma Safi úr einni sítrónu, V2 bolli majones, Vi bolli sýrður rjómi, Vi tsk. pipar, 1 matsk. sykur, dál. timian, dál. paprikuduft. Öllu blandað saman, sérlega góð sósa á hvítkálssalat. Greiðsla kostnaðar við greiðslukort: Eins og seðla- notendur greiði prent- un seðla - segir Einar Einars- son framkvæmda- stjóri Visa Islands EINAR S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Visa Islands telur að hugmyndir rikisstjórnarinn- ar um að þeir sem noti greiðslu- kort greiði kostnað af þeim, jafngildi því að þeir sem nota seðla væru látnir greiða fyrir prentun þeirra sem kostar tugi milljóna á hveiju ári. Ef allar þær upphæðir sem greiddar væru með greiðslukortum ættu að greiðast með seðlum yrði það mjög kostnaðarsamt og auk þess fæli það í sér meiri vinnu fyrir verslunareigendur og þjónustu- staði. „Margháttuð viðskipti fara fram, sem ekki ættu sér stað ef fólk gæti ekki hagnýtt sér þennan greiðslumáta. Og af þessum við- skiptum fær ríkið söluskatt," sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. „Ég get ekki séð að verðlagning í verslunum, til dæmis á tískuvör- um, og á þjónustu eða gosdrykkj- um á veitingastöðum myndi lækka ef notendur ættu að greiða allan kostnað. Enda hefur enginn viður- ' kennt, ekki einu sinni kaupmanna- samtökin, að vöruverð hafi hækkað við notkun greiðslukorta." Brids Arnór Ragnarsson Eins og áður hefur komið fram virðist þátttaka í sumarbrids 1987 vera að færast í auknum mæli yfir á þriðjudagana í stað fimmtudaga sem þótt hafa „bestir" til þessa (sjónvarpsleysi o.þ.h.). Má af því draga þá ályktun, að helgarnar á sumrum séu að færast framar og hefjist á fimmtudagssíðkvöldum, í stað föstudaga áður. Sl. fimmtudag mættu 46 pör til leiks og var spilað í þremur riðlum. Úrslit urðu (efstu pör): A-riðill Stig Lovísa Eyþórsdóttir — ÓlínaKjartansdóttir 238 Alda Möller — Nanna Ágústsdóttir 237 Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 236 Guðrún Jóhannesdóttir — Gróa Guðnadóttir 234 Hermann Tómasson — Jón Ingi Björnsson 230 B-riðill Stig Magnús Ólafsson — Páll V aldimarsson 212 Bjöm Arnarsson — Guðlaugur Ellertsson 191 Birgir Öm Steingrímsson — Þórður Bjömsson 178 Anna Þóra Jónsdóttir — Hjördís Eyþórsdóttir 173 Úlfar Guðmundsson — Þorfínnur Karlsson 164 C-riðill Stig Ármann J. Lárusson — Jón Steinar Ingólfsson 244 Jacqui McGreal — Þorlákur Jónsson 237 Baldur Bjartmarsson — Guðmundur Þórðarson 231 Marsibil Ólafsdóttir — Þómnn Guðmundsdóttir 226 Erlendur Jónsson — Oddur Jakobsson 225 Og eftir 16 spilakvöld í' sum- arbrids er staða efstu spilara orðin þessi: Sveinn Sigurgeirsson 228, Jacqui McGreal 227, Jón Stefánsson 209, Þorlákur Jónsson 199, Þórður Björnsson 137, Anna Þóra Jóns- dóttir, Hjördís Eyþórsdóttir 131, Hulda Hjálmarsdóttir, Þórarinn Andrewsson 129, Óskar Karlsson 122, Ragnar Jónsson 114 og Anton R. Gunnarsson 113. Og enn er minnt á (að gefnu til- efni) að sumarbrids er spilaður á hveijum þriðjudegi (húsið opnar kl. 18) og fimmtudegi (húsið opnar kl. 17.30) að Sigtúni 9 (gengið inn að austan). Allt spilaáhugafólk vel- komið meðan húsrúm leyfir. Hvert spilakvöld er sjálfstæð keppni. Að- stoð veitt við myndun para.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.