Morgunblaðið - 16.07.1987, Side 1

Morgunblaðið - 16.07.1987, Side 1
 VIKUNA 17.—23. JÚLÍ D PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 BLAÐ Æ-Æ í Kína Leikarinn Peter Ustinov, sem sýndi okkur svipmyndir af Sov- étríkjunum í sjónvarpsþáttum á sl. ári, er nú komin aftur á kreik og í þetta sinn er það Kína. Ust- inov sér Kína með augum ferða- langsins, í tveimur þáttum og er sá fyrri á dagskrá Sjónvarpsins á þriðjudag ki. 21.35. Sjónvarpsefni þessa vikuna Þeir sem á annað borð eiga þess kost að setjast niöur frá dagsins önn og horfa á sjónvarp þessa vikuna ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í dagskránni sem birtist hér í blaöinu, hvort heldur stillt er á Sjónvarpið eða Stöð 2. Af islensku efni má nefna mynd Sigurbjörns J. Aðalsteinssonar, Meistari að eilífu, sem verður á dagskrá Sjónvarpsins á fimmtudags- kvöld, og Rokkarnir geta ekki þagnað, einnig á fimmtudag og verður þá hljómsveitin Súellen kynnt. Útvarpshús eftir öli þessi ár heitir þáttur Gunnars E. Kvaran, sem er á dagskrá sjónvarpsins á sunnudag. Á mánudag eru þættirnir Menningarhátíðin á ísafirði hjá Sjónvarpinu og þátturinn Út í loftið hjá Stöð 2. Þá er að nefna spurningaþættina Happ í hendi hjá Stöð 2 og Spurt úr spjörunum hjá Sjónvarpinu, sem báðir eru sýndir á miðvikudögum. Viðskipta- þáttur Stöðvar 2 er einnig á miðvikudögum. Af framhaldsmyndaþáttum er það að segja að léttúðardrósin úr Garðastræti 79 kveður á miðvikudag, er lokaþátturinn verður sýndur hjá Sjónvarpinu, og á laugardag verður þar sýndur síðasti þátturinn af Allt í hers höndum. Aðrir þættir í Sjónvarpinu og framhalds- þættir Stöðvar 2 eru allir á sínum stað. Kvikmyndir þessa vikuna eru svo hvorki fleiri né færri en íjórtán á kvölddagskránni einni. Eitt sjónvarpsleikrit verður á dagskrá Sjón- varpsins á mánudag, það er sænskt og heitir Henríetta. Fyrir íþróttaunnendur er svo knattspyrna á Stöð tvö á föstudag og þriðjudag. íþróttaþáttur Sjónvarpsins er á laugardögum og mið- vikudögum. Þáttur um golf er á dagskrá Stöðvar 2 á laugardag og sömuleiðis þáttur um bíla. í Sjónvarpinu er Sundmeistaramót ís- landsá sunnudagsdagskránni og á Stöð 2 sama dag verður sýnd fjölbragðaglíma og svo blandaður íþróttaþáttur. Um barnaefni vikunnar er svo sérstaklega fjallað inni í blaðinu. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-14 Útvarspdagskrá bls. 2-14 Bíóin í borginni bls. 3 Guðað á skjáinn bls. 5 Spurt & svarað bls. 14 Kvikmyndaumfjöllun bls. 9/11/13 Myndbönd bls. 9 Skemmtistaðir bls. 9 Veitingahús bls. 5/7/11 Tæknihomið bls. 16 Hvað er að gerast bls. 15/16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.