Morgunblaðið - 16.07.1987, Side 13

Morgunblaðið - 16.07.1987, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 B 13 Stöð tvö: Heimildar- mynd um líf Jacqueline Kennedy Á dagskrá Stöðvar tvö sunnudaginn 19. júlí var fyrri hluti leikinnar heimildarmyndar um líf Jacqueline Bouvier Kennedy sem var frægasta forsetafrú Bandaríkjanna. í kvöld er svo sýndur síðari hluti þessarar myndar. Jacqueline Bouvier kynntist John F. Kennedy í Washington þar sem hún var blaðamaður og ljósmynd- ari. Hann var þá enn þá þingmaður. Myndin lýsir ástarsambandi þeirra og hjónabandi allt til þess dags að Bandaríkjaforseti var myrtur þegar þau hjónin voru í Dallas. Það er hin fallega leikkona Jack- lyn Smith sem fer með aðalhlut- verkið en á móti henni leika þeir James Franciscus og Rod Taylor. Leikstjóri er Steven Gethers. Barnaefni í sjónvarpinu Mikið af efni sjónvarpsstöðvanna er sérstaklega ætlað bömum. Á miðvikudögum er Töfraglugginn endursýndur hjá Sjónvarpinu og myndaflokkurinn um Benji sýndur á Stöð 2. Á fimmtudögum sýnir Stöð 2 ævintýri H.C. Andersen með íslensku tali og á föstudögum eru Nilli Hólmgeirsson og Litlu prúðu- leikaramir hjá Sjónvarpinu. Á laugardagsmorgnum er blandað efni fyrir böm og unglinga frá 9-12 á Stöð 2 en teiknimynd um Litla prinsinn hjá Sjónvarpinu síðar um daginn. Á sunnudögum eru mynda- sögur fyrir böm í Töfraglugganum í Sjónvarpinu en bamaefni og tón- list blandað saman fram eftir degi á Stöð 2. Hringekjan og Steinn Marco Polo eru á dagskrá Sjón- varpsins klukkan 18.30 og 18.55 á mánudagskvöld. Á sama tíma sýnir Stöð 2 Böm lögregluforingjans og Hetjur himingeimsins. Á þriðju- dagskvöldið sýnir Sjónvarpið svo Villa spætu og Unglingana í hverf- Jacqueline Kennedy með börnum sínum tveimur. Myndin var tekin þegar hún var forsetafrú. Jacklyn Smith í hlutverki sínu i myndinni. Opið föstudaga og laugardaga frá kl. 22-03 Borðapantanir í síma 11440 Anton Glanzelius i sænsku myndinni, Líf mitt sem hundur. Steve Martin og Daryl Hannah í Roxanne. Af nokkrum sumarmyndum vestra Jack Nicholson í myndinni um nornirnar í Eastwick. Líklega hafa velflestar athyglis- verðustu sumarmyndirnar þegar verið fmmsýndar í Bandaríkjun- um og em þær af margskonar tæi eins og við var að búast. Ef ein- hver á leið um New York þá er hér listi yfir vænlegar og ekki svo vænlegar myndir, sem á boðstól- unum em. Hinir vammlausu. Hún þykir einhver skemmtilegasta mynd sumarsins. Brian De Palma hefur að líkindum ekki gert betri á sínum ferli en þessa hefðbundu glæpamynd um lögreglumanninn Elliot Ness, vammlausu piltana hans, A1 Capone og Bannárin í Chicago. David Mamet skapar í handriti sínu hetjur sem áhorfend- ur geta látið sig varða. Full Metal Jacket. Nýjasta Kubrick- myndin er á meðal hans bestu verka. Hann þykir lýsa á magnaðan og eftirminnilegan hátt mannskemmandi áhrifum Víet- namsstríðsins. Kubrick er einstak-, ur í sinni röð og mynd frá honum er ætíð mikill viðburður. Roxanne. Rómantísk kómedía og lauflétt útgáfa af Cyrano de Bergerac með Steve Martin í hlut- verki feimna ástarfuglsins með stóra nefíð. Hann skrifaði handri- tið og þykir frábær í hlutverkinu. Daryl Hannah leikur stúlkuna. River’s Edge. Hrottaleg mynd um afvegaleidd, dópuð ungmenni sem flækjast í morð. Tampopo. Japönsk gaman- mynd sem hefur japanska matar- gerðarlist að þungamiðju, blandaða kryddtegundunum háði og spotti. Líf mitt sem hundur. Sænsk gamanmynd um ungan strák. Hún þykir minna svolítið á mynd- ir Frangois Truffaut um börn og hefur vakið talsverða athygli vestra. (Bíóhúsið hefur keypt hana til sýninga). Spaceballs. Mel Brooks gerir grín að Stjömustríðsmyndunum. Þykir fyndin en aðeins of löng. Brooks mun vera búinn að ná sér á strik eftir hræðilega ófyndnar myndir. Personal Services. Bresk gamanmynd með Julie Walters um mellumömmu í London. Gardens of Stone. Nýjasta Coppola-myndin hefur ekki verið hrósað sérlega mikið af gagnrýn- endum. Einhver líkti henni við smáþáttaröð; fyöldi fólks kemur við sögu en hefur lítið með hvert annað að gera. Leikurinn er góð- ur. The Secret of My Success. Uppahetjan enn á ferð. Michael J. Fox kemst vel frá sínu eins og venjulega. Lítil hugsun á bak við myndina en hún þykir vel gerð. The Witches of Eastwick. Jack Nicholson þykir fara á kost- um í hlutverki sem hentar honum og engum öðrum. Hann leikur kölska sjálfan í þessar kvikmynd- aútgáfu George (Mad Max) Millers á bók John Updikes um þijár nútímalegar nomir (Cher, Sarandon og Pfeiffer) sem í leit að almennilegum karlmanni fá Nicholson kolvitlausan í heim- sókn. Frammistöðu hans í þessari mynd hefur oft verið líkt við leik hans í The Shining. Ishtar. Á bak við slæmt umtal og gróusögur um eyðslusemi ligg- ur nokkuð lunkin sumarkómedía. 50 milljón dollarar er að vísu svolí- tið dýrt fyrir hlátur en ef þeir hafa peningana mega þeir eyða þeim eins og þeim sýnist. Bensi. Lukkuhundurinn kom- inn aftur á kreik. Aukaleikararnir gætu fyllt heilan dýragarð. Góð fyrir krakkana. Beverly Hills Cop II. Ljósrit af fyrri myndinni en það hindrar fólk ekki í að fara að sjá hana. Predator. Amaldur Schwarze- negger á í höggi við háþróaða tæknieðlu eða eitthvað í sinni nýjustu vöðvamynd. Hann getur barist við svoleiðis nokkuð sofandi nú orðið og þú getur sjálfsagt horft á hann sofandi líka. — ai

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.