Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 15
HVAÐ
ERAÐ
GERAST?
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987
B 15
Söfn
Myntsafnið
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns
er i Einholti 4. Þar er kynnt saga íslenskr-
ar peningaútgáfu. Vöruseðlar og brauð-
peningar frá siðustu öld eru sýndir þar
svo og orðurog heiöurspeningar. Líka
er þar ýmis forn mynt, bæði grisk og
rómversk. Safnið er opiö á sunnudögum
milli kl. 14og 16.
Póst-og
símaminjasafnið
I’ gömlu simstööinni í Hafnarfirði er
núna póst-og simaminjasafn. Þar má sjá
fjölbreytilega muni úrgömlum póst-og
símstöövum og gömul símtæki úr einka-
eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er
opið á sunnudögum og þriðjudögum
milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða
safniö á öðrum timum en þá þarf að
hafa samband við safnvörð í sima 54321
Náttúrugripasafnið
Náttúrugripasafnið ertil húsa að
Hverfisgötu 116,3. hæð. Þar má sjá
uppstoppuð dýr til dæmis alla islenska
fugla, þ.á.m. geirfuglinn, en líka tófur og
sæskjaldböku.
Safniö er opið laugardaga, sunnudaga,
þriöjudaga og fimmtudaga frá kl.
13.30-16.
Sjóminjasafnið
Sjóminjasafnið hefur nú opnaö nýja
sýningu um árabátaöldina. Hún byggirá
bókum Lúðviks Kristjánssonar „fslensk-
um sjávarháttum". Sýnd eru kort og
myndir úr bókinni, veiöarfaeri, likön og
fleira. Sjóminjasafnið er að Vesturgötu 6
i Hafnarfirði. Það er opið alla daga nema
mánudagafrá klukkan 14-18.
Ámagarður
í sumar er sýning á handritum i Árna-
garði. Þar má meðal annars sjá Eddu-
kvæði, Flateyjarbók og eitt af elstu
handritum Njálu. Auk þess stenduryfir
sérsýning frá Uppsölum í Svíþjóð. Opiö
er á þriðjudögum, fimmtudögum og laug-
ardögum frá klukkan 14-16.
Þjóðskjalasafnið
Þjóðskjalasafnið er i Safnahúsinu við
Hverfisgötu. i andyri þess hefurveriö
sett upp sýning um Gisla Konráðsson i
tilefni þess að 200 ár eru liöin frá fæð-
ingu hans. Sýningin er opin á virkum
dögum.
Listasafn íslands
Listasafn islands er til húsa í þjóð-
minjasafnshúsinu. Þar er nú yfirlitssýning
á úrvali af verkum safnsins. Hún er opin
daglegafrá 13.30-16.
Ásmundarsafn
Um þessar mundir stendur yfir i Ás-
mundarsafni sýningin Abstraktlist
Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að lita
26 höggmyndir og 10 vatnslitamyndir
og teikningar. Sýningin spannar 30 ára
timabil af ferli Ásmundar, þann tíma sem
listamaðurinn vann að óhlutlægri mynd-
gerð. I Ásmundarsafni er ennfremur til
sýnis myndband sem fjallar um konuna
í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til
sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd
og afsteypur af verkum listamannsins.
Safnið verður opið daglega frá kl. 10 til
16ísumar.
Ásgrímssafn
Sumarsýning Ásgrímssafns er hafin.
Sýnd eru olíumálverk, vatnslitamyndir og
teikningar. Þetta er úrval af verkum
Ásgrims, mest landslagsmyndir. Ágríms-
safn erviö Bergstaðastræti og þarer
opiö alla daga nema laugardaga frá kl.
13.30-16.
Ustasafn Einars
Jónssonar
i listasafni Einars Jónssonar eru sýnd-
ar gifsmyndir og olíumálverk. Þar fást líka
bæklingar og kort með myndum af verk-
um Einars. Safnið er opiö alla daga nema
mánudaga frá 13.30-16. Höggmynda-
garðurinn eropinndaglegafrá 11-17.
Þar er að finna 25 eirsteypur af verkum
listamannsins.
Kjarvalsstaðir:
Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sumar-
sýning á verkum Jóhannesar Kjarvals.
Margar myndanna eru sýndar í fyrsta
sinn opinberlega. Sýningunni lýkur 30.
ágúst. Opiö er frá 2-10 og aögangseyrir
er 100 krónur.
Árbæjarsafn
Uppi i Árbæjarsafni er nú hægt að
skoða gamla slökkviliösbíla. Þar er einnig
Stuttar kvikmyndasýningar
Á fimmtudögum í sumar eru fyrirlestrar fyrir norræna feröamenn unri
íslensk málefni. Þá er gert stutt hlé og fólk getur fengið ser kaffi og
skoðað bókasafnið. Á eftir er sýnd stutt fsiensk kvikmynd með
sænsku, norsku eða dönsku tali. Myndir þessar eru flestar eftir Ós-
vald og Vilhjálm Knudsen og eru um myndun Surtseyjar, hveri og
sveitina milli sanda. Einnig er stundum sýnd mynd sem utanrfkisráðu-
neytið lét gera og heitir „Þrjú andlit íslands".
sýndur uppgröftur frá Viðey og miðbæ
Reykjavíkurog likön af Reykjavík. Safniö
er opið alla daga nema mánudaga frá
10-18.
Þjóðminjasafnið
Þjóöminjasafniö er við Hringbraut. Þar
eru meöal annars sýndir munir frá fyrstu
árum islandsbyggðar og islensk alþýöu-
list frá miðöldum. Einnig er sérstök
sjóminjadeild og landbúnaðardeild til
dæmis er þar uppsett þaöstofa. Einnig
er i safnmu sýningin „Hvað er á seyði?"
þar sem rakin er saga eldhúss og elda-
mennsku frá landnámi til okkar daga.
Safnið er opið alla daga frá 13.30-16.
Myndlist
Ljósmyndasýning Svölu
Olafsdóttur
Nýlega opnaði Svala Ólafsdóttir Ijós-
myndasýningu i Djúpinu. Hún sýnir mest
svart-hvítar myndir sem eru unnar á mis-
munandi vegu. Þetta er fyrsta sýning
Svölu hérá landi en hún lauk B.F.A. prófi
í Ijósmyndun í Bandarikjunum á siðasta
ári. Sýningin er opin frá kl. 11 til 23.30
alla daga en henni lýkur 26. júlí.
Nýlistasafnið
ina Salóme opnar einkasýningu á textil-
verkum sínum í Nýlistasafninu við
Vatnsstíg 3 á laugardaginn. ína er mennt-
uð i MHÍ og i Sviþjóð og Danmörku.
Siöastliðin fjögur ár hefur hún verið í
Finnlandi. Verkin á sýningunni voru unn-
in þegar hún var í sex mánuði í norrænu
myndlistavinnustofunni í Sveaborg. Ný-
listasafnið er opið virka daga frá kl. 16-20
og um helgar frá kl. 14-20.
LJstasafn ASÍ
Sumarsýningin ÁNING stendur nú yfir
i Listasafni ASÍ við Grensásveg. Á sýning-
unni eru verk eftir ellefu listamenn á sviði
glerlistar, leirlistar, málmsmiði, fatahönn-
unar og vefnaðar. Sýningin verður opin
alla virka daga kl. 16 til 20 og um helgar
kl. 14 til 22. Sýningunni lýkur 19. júli.
IngóKsbrunnur
Bóel ísleifsdóttir sýnir nú vatnslita-
myndir í Ingólfsbrunni, Miðbæjarmarkaö-
inum. Myndirnar eru til sölu. Opið er á
verslunartima alla virka daga. Sýningin
stendurtil 24.júlí.
Gangskör
Helgi Valgeirsson sýnir uppstillingu
sem inniheldur málverk og fleira í Galleri
Gangskör. Helgi lauk námi frá MHl 1986.
Þetta er fyrsta einkasýning hans. Henni
lýkur 25. júli. Opið er virka daga frá kl.
12 til 18 og um helgar frá kl. 14 til 18.
Ölkeldan
Bergljót Aðalsteinsdóttir sýnir nú
klippimyndir í ölkeldunni við Laugaveg
og stendur sýningin yfir i júlimánuði.
Hafnargallerí
f Hafnargallerí stenduryfirsýning á
verkum fimm grafiklistamanna. Það eru
þau Elín Perla Korka, Greta Mjöll Bjarna-
dóttir, Marlyn Herdis Mellk, Sigurður
Pálmi Ásbergsson og Benedikt G. Krist-
þórsson. Hafnargallerí erá hæðinni fyrir
ofan Bókabúð Snæbjarnar. Sýningin sem
er er sölusýning er opin á verslunartíma.
Hennilýkur24.júlí.
Krákan
Unnur Svavars sýnir myndir unnar með
acryl og pastel í veitingarhúsinu Krá-
kunni, Laugarvegi 22 Reykjavik. Þetta
er 12. einkasýning hennar og eru mynd-
irnar allar til sölu. Krákan er opin frá kl.
11.30 til 23.30.
Grjót
Nú stendur yfir samsýning á verkum
allra meðlima Galleri Gjót. Sýningin er
opinvirka dagafrákl. 12 til 18.
Veggspjöid og grafík
ÍGallerí 119, viðJ.L. húsið, ersýning
á veggspjöldum og grafikverkum eftir
þekkta listamenn. Opið er frá 12 til 19
virka daga, 12 til 18 laugardaga og 14
til 18sunnudaga.
Langbrók
Textílgalleriið Langbrók, Bókhlöðustíg
2, sýnir vefnað, tauþrykk, myndverk,
módelfatnað og fleiri listmuni. Opið
þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og
laugardaga kl. 11-14.
Svart á hvrtu
Nú stendur yfir samsýning á verkum
nokkura ungra myndlistarmanna i galleri
Svart á hvítu. Myndlistarmennirnireru
Jóhanna K. Yngvadóttir, Magnús Kjart-
ansson, Aðalsteinn Svanur Sigfússon,
Brynhildur Þórgeirsdóttir, Georg Guðni,
Valgarður Gunnarsson, Grétar Reynis-
son, KaesVisser, GunnarÖrn, Pieter
Holstein, Sigurður Guðmundsson, Jón
Axel, Hulda Hákon o. fl. Sýningin stend-
ur til 10. ágúst og er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 14 til 18.
Gullni haninn
Á veitingahúsinu Gullna hananum eru
sýndar Þingvallamyndir Sólveigar Eg-
gerz. Myndirnar eru landslag og fantasiur
frá Þingvöllum, unnar með vatnslitum og
oliukrit. Þæreruallartilsölu.
Sól, hnífarogskip
í Norræna húsinu stendur nú yfir sýn-
ing Jóns Gunnars Árnasonar, sem ber
heitið „Sól, hnifar og skip” en á henni
sýnir Jón Gunnar skúlptúra frá árunum
1971-1987. Sýningin er opin daglega frá
kl. 14.00 -19.00, fram til 2. ágúst.
Eden
i Listamannaskálanum í Eden í Hvera-
gerði er nýhafin sýning Helga Hálfdánar-
sonará 26 olíumyndum. Myndirnareru
allar til sölu. Sýningunni lýkur 27. júli.
Tónlist
Laugardalshöllin
Norska hljómsveitin A-Ha heldur hljóm-
leika í Laugardalshöllinni á föstudags-og
laugardagskvöld. Hún kemur hingað frá
Japan en undanfariö hefur hljómsveitin
verið á hljómleikaferðalagi um allan heim.
Miðaverð á hljómleikana er 1500 krónur.
Duus-hús
Jassunnendureiga á vísan að róa þar
sem Heiti potturinn i Duus er. Þarer
leikinn lifandi jazz á hverju sunnudags-
kvöldi kl. 9.30.
Celebrant Singers
Hljómsveitin Celebrant Singers sem
hingað er komin á vegum Hvítasunnu-
safnaðarins, heldurtónleika i Egilsstaða-
kirkju i kvöld 16. júlí. Þetta er i þriðja
sinn sem hljómsveitin kemur hingaö til
lands, en i henni eru 22 meðlimir.
Miðvikudaginn 22. júlí verður lokasam-
koma í Filadelfiukirkjunni i Reykjavik.
Hljómleikarnirhefjast kl. 22.00.
Hótel Borg
Skriöjöklarnirfrá Akureyri verða með
hljómleika á Borginni í kvöld. Hljómsveit-'F-
in er sem kunnugt er nýbúin að gefa út
hljómplötu.
Hollywood
Hljómsveitin Upplyfting verður i Holly-
wood á föstudagskvöldið en á laugardag-
inn leikur hljómsveitin Kynslóðin. Ottar
Felix skemmtir með aöstoö Rúnars Jú-
liussonar, Björgvins Halldórssonar og
Birgis Hrafnssonar.
Leiklist
Tígrisdýr í Kongó
Alþýöuleikhúsið er í leikför um landiö
með leikritið „Tígrisdýr i Kongó", en það
fjallar um tvo rithöfunda sem eru að
skrifa gamanleikrit um eyðni. Viöar Eg-
gertsson og Harald G. Haraldsson fara
með hlutverkin i sýningunni en leikstjóri
er Inga Bjarnason. i kvöld veröur sýning
á Vopnafirði, á laugardag á Egilsstöðum
og á sunnudag á Seyðisfirði. 20. júlí
verður sýning á Eskifirði og 21. á Nes-
kaupstaöog 22. á Fáskrúðsfirði.
Sunnudagsgöngu Útivistar lýkur f nágrenni vift Bláa lónið.
Landmannalaugar-Eldgjá
Nýlega var opnuð leiðin á milli Eldgjár og Landmannalauga og í tilefni af því fer Útivist f helgarferð þang-
að. Fyrri nóttina verður gist f nýju fólagshelmili Skaftártungumanna við Hemru. Á laugardaginn verður farið
f Eldgjá og gengið að Ófærufossi og áfram f Landmannalaugar. Þar verður hægt að fara f bað. Sfðan er
farið um Dómadalsleið í Landmannahelti og gist þar f húsi. A sunnudeginum verða Rauðufossar skoðaði
og litið við f Þjórsárdal. Á laugardagsmorguninn kl. átta er lagt af stað að Skógafossi. Gengið verður
yfir Fimmvörðuháls og komið f Bása um kvöldið. Þar verður gist f Útivistarskálanum. Einnig verður helgar-
ferð f Þórsmörk og farið f gönguferðir f fylgd með fararstjóra. Á sunnudaginn klukkan eitt er farin gamla
leiðin milli Njarðvfkur og Grindavfkur og lýkur ferðinni með kaffi við Bláa lóníð. Nánari upplýsingar um
ferðirnar fást á skrifstofunni f Grófinni 1.
Light Nights
Sýningar Light Nights i Tjamarbíói eru
nú fjórum sinnum í viku, á fimmtudags-
kvöldum, föstudagskvöldum, laugar-
dags- og sunnudagskvöldum kl. 21.00.
Sýningarnareru í uppfærslu Ferðaleik-
hússins og sérstaklega ætlaðar ertend-
um feröamönnum. Með stærsta
hlutverkið, hlutverk sögumanns i sýning-
unni fer Kristín G. Magnús.
Strengjaleikhúsið
Strengjaleikhúsiö sýnir nú i Hlaövarp-
anum verkið „Sjö spegilmyndir" eftir
Messiönu Tómasdóttur. Sýning verður
kl. 21.00 i kvöld. Ása Hlin Svavarsdóttir
og ÞórTuliníus fara með hlutverkin í
sýningunni og Kolbeinn Bjarnason leikur
áflautu.
Ferðalög
Útivist
Kvöldferð er á vegum Útivistar í kvöld,
fimmtudag. i Viðey. Veröur farið frá korn-
hlööunni Sundahöfn kl. 20.00 og gengiö
um eyjuna undir leiðsögn Lýðs Björns-
sonar, sagnfræöings. Kaffiveitingar og
frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Á föstudagskvöld verður svo fariö í
tvær helgarferðir. Annars vegar i Þórs-
mörk-Goðaland, skoðanarferðir um
mörkina m.a. farið í Teigstungur og gost
i skála Útivistar. Hins vegar er Veiðivatna-
ferð, þar sem tjaldaö verður við vötnin.
Skoðanaferðir um nágrennið, m.a. að
Snjóöldufjallagröi, skoðuð gigvötn, ekið
að Hraunvötnum ofl..
Á sunnudag er svo dagsferö i Þórs-
mörk og stansað þar á fjórðu klukku-