Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987
B 3
19.00-19.30 Kvöldfréttir.
19.30—22.05 Eftirlæti. Tónlistarþáttur í
umsjón Valtýs Björns Valtýssonar.
Kveðjur fluttar á milli hlustenda.
22.05—00.10 Snúningur, þáttur i um-
sjón Vignis Sveinssonar.
00.10—06.00 Næturvakt á samtengd-
um rásum. Umsjón Þorsteinn G.
Gunnarsson.
BYLGJAN
07.00—09.00 Morgunbylgjan í umsjón
Péturs Steins, sem leikur tónlist og
og lítur yfir blöðin. iskápur dagsins.
Fréttireru kl. 07.00, 08.00 og 09.00.
09.00—12.00 Morgunþáttur Valdisar
Gunnarsdóttur með tónlist, spjalli, af-
mæliskveöjum og kveðjum til brúð-
hjóna. Fréttireru kl. 10.00 og 11.00.
12.00—12.10 Hádegisfréttir
12.10—14.00 Þáttur Þorsteins J. Vil-
hjálmssonar, Á hádegi. Rætt við fólk
sem er „ekki í fréttum" og leikin tón-
list. Fréttir kl. 13.00.
14.00—17.00 Föstudagspopp i umsjón
Ásgeirs Tómassonar. Fréttir eru kl.
14.00, 15.00 og 16.00.
17.00—19.00 í Reykjavík síðdegis, þátt-
ur Hallgríms Thorsteinssonar. Tónlist
og litið yfir fréttir og rætt við fólk sem
þar kemur við sögu. (skápur dagsins
endurtekinn. Fréttir kl. 17.00.
18.00—18.10 Flóamarkaður Bylgjunnar
í umsjón Önnu Bjarkar Birgisdóttur.
Flóamarkaðurinn er opinn til kl. 19.30,
en þvínæst er leikin tónlist til kl. 22.00.
Fréttir kl. 19.00.
22.00—03.00 Tónlistarþáttur með nátt-
hrafni Bylgjunnar, Þorsteini Ásgeirs-
syni.
03.00—08.00 Næturdagskrá í umsjón
Ólafs Más Björnssonar.
STJARNAN
07.00—09.00 Morgunstund með Þor-
geiri Ástvaldssyni, með tónlist og
spjalli. Fréttir er kl. 08.30.
09.00—12.00 Morgunþáttur Gunnlaugs
Helgasonar. Tónlist, stjörnufræði og
getraunaleikir fyrir hlustendum. Fréttir
eru kl. 11.55 og einnig á hálfa tíman-
um.
12.00—13.00 Hádegisútvarp í umsjón
Píu Hanson. Kynning á vínum og
mataruppskriftum.
13.00—16.00 Tónlistarþáttur Helga
Rúnars Óskarssonar.
16.00—19.00 Síðdegisþáttur Bjarna
Dags Jónssonar með getraun í sima
681900, samræðum við hlustendur
og tónlist, m.a. sveitatónlist. Fréttir kl.
17.30.
19.00—20.00 Stjörnutiminn. Ókynnt
tónlist frá rokkárunum.
20.00—22.00 Tónlistarþáttur Árna
Magnússonar.
22.04—02.00 Kvöldþáttur Jóns Axels
Ólafssonar. Tónlist, kveöjur og óska-
lög. Fréttir err kl. 23.00.
02.00—08.00 Næturdagskrá i umsjón
Bjarna Hauks Þórssonar.
ÚTVARP ALFA
08.00—08.15 Morgunstund, Guðs orð
og bæn.
08.15-12.00 Tónlist.
12.00-13.00 Hlé.
13.00—19.00 Tónlistarþáttur.
19.00-21.00 Hlé.
21.00—24.00 Næturdagskrá, tónlist.
HUÓÐBYLGJAN AKUREYRI
06.30—09.30 í bótinni, þáttur með tón-
list og fréttum af Norðurlandi. Umsjón
Benedikt Barðason og Friðný Björg
Sigurðardóttir.
09.30—12.00 Þáttur Þráins Brjánssonar
með viðtölum og tónlist.
12.00-12.10 Fréttir.
12.10—13.30 í hádeginu. Þáttur i um-
sjón Skúla Gautasonar.
13.30—17.00 Síðdegisþáttur í umsjón
Ómars Péturssonar.'Tónlist og rabb.
17.00—19.00 Hvernig verður helgin?
Hanna B. Jónsdóttir fjallar um helgar-
viðburði Norðlendinga. Fréttir sagðar
kl. 18.00.
19.00—21.00 Tónlist í lagi. Þáttur í
umsjón Ingólfs Magnússonar.
21.00—22.00 Þungt rokk. Tónlistarþátt-
ur í umsjón Péturs Guðjónssonar og
Hauks Guðjónssonar.
22.00—24.00 Karlamagnús. Þáttur Arr-
ars Kristinssonar og Snorra Sturluson
ar með frásögnum og fréttum úr
tónlistarheiminum.
24.00—05.00 Næturvakt Hljóðbylgjunn-
ar.
SVÆÐISÚTVARP AKYREYRI
18.03-19.00
Svæöisútvarp i umsjón Unnar Stefáns-
dóttur.
Bíóin
íborginni
BÍÓBORGIN
Angel Heart ★ ★ ★
Ef þið eruð rétt stillt á Angel Heart
eru atriði i henni sem eiga eftir að elta
ykkur heim og langleiðina í svefninn. — ai.
Arizona Yngri ★ ★ ★
Sérstæð og oft bráðfyndin kómedía
um hjón í leit að kjarnafjölskyldu frá
höfundum Blood Simple. — ai.
Moskítóströndin ★ ★
Þeir sem eru að leita að öðru Vitni
gætu orðið fyrir vonbrigðum. Harrison
ForderfrábæríhlutverkiAllieFox. — ai.
Krókódila-Dundee ★ ★ ★
Ástralir hafa líka húmor. Paul Hogan
slær i gegn í sinni fyrstu mynd um
æfintýri krókódilaveiöarans i New York.
— sv.
HÁSKÓLABÍÓ
Herdeildin ★ ★ ★ ★
Hin margverðlaunaða Víetnammynd
Oliver Stones. Platoon er yfirþyrmandi
listaverk. ísköld, alvarleg áminning um
stríðsbrölt mannskepnunnar fyrr og
síðar. — sv.
STJÖRNUBfÓ
Heiðursvellir ★ ★
Brokkgeng hollensk stríðsmynd unn-
in af vissri alúð og heiöarleik. Líður fyrir
afleitan leik í aðalhlutverki. — sv.
Wisdom ★ ★
Ágætt byrjendaverk unglingaleikar-
ans Emilio Estevez á leikstjórabraut-
inni. Handritið er betra en leikurinn,
leikstjórnin betri en handritið. — ai.
BIÓHÖLLIN
Morgan kemur heim ★ 1/2
Dæmigerð uppfyllingarmynd. Skotiö
yfir hana skjólshúsi fram að Bond.
Lognið á undan storminum. — sv.
Innbrotsþjófurinn ★ ★
Handritið er flatneskja og höfundar
greinilega treyst því að áhorfendum
nægði Goldberg og Goldhwait en þau
duga ekki til. — sv.
Lögregluskólinn 4: Allir á vakt ★
Endurtekið efni. Það nennir enginn
að halda samhengi i frásögninni, stutt
en yfirleitt ófyndin og kjánaleg brand-
araatriði taka við hvert af öðru og þaö
erfáttnýttíþeim. — ai.
Leynilöggumúsin Basil ★ ★ ★ ★
Einhver alskemmtilegasta og vand-
aðasta teiknimynd sem hér hefur verið
sýnd lengi. — ai.
Litla hryllingsbúðin ★ ★ ★
Bráöskemmtileg kvikmyndaútgáfa af
bráðskemmtilegum söngleik. Steve
Martin er óborganlegur i hlutverki
tannsa. — sv.
Morguninn eftir ★ ★ ★
Þrillerinn er ekkert til að hrópa húrra
yfir en Jane Fonda og Jeff Bridges
bjarga málunum. — ai.
Blátt flauel ★ ★ ★
Það er rétt sem stendur í auglýsing-
unni. Blátt flauel er mynd sem allir
unnendur kvikmynda verða að sjá.
— sv.
REGNBOGINN
Hættuástand ★
Það er sama hvað Pryor reynir honum
tekst ekki að fá mann til að brosa, hvað
þá skella uppúr. — ai.
Dauðinn á skriðbettunum ★ 1/2
Söguhetjurnar óravegu frá hinum
harðsoðnu óforbetranlegu striðshund-
um Hassels; sápuþvegnir, stífpressaðir
og nýrakaðir eins og barnsrassar.
— sv.
Á toppinn ★ ★
Mikiö skelfing er maður orðinn leiður
á þessari útnauðguðu formúlu um
hetjuskap og heimsmeistaratitla.
— sv.
Gullni drengurinn ★ 1/2
Tæknibrellumynd með Eddie Murp-
hy. Hollywoodmógúlarnir hafa aldrei
látið skynsemina stoppa sig i því að
græða peninga. — ai.
Þrír vinir ★ ★ ★
Farsakennd og gráthlægileg skop-
stæling, yfirfull af bröndurum sem
grínlandslið Ameriku nýtur þess að
flytja undir vakandi auga Landis. — ai.
Herbergi með útsýni ★ ★ ★ ★
Léttleikar.di og frábærlega gaman-
söm þjóðfélagskómedía um efri-milli-
stéttarfólk á Englandi uppúr aldamót-
unum. Merchant, Ivory og Jhabvala eiga
heiðurskilinn.CecilVycelika. — ai.
LAUGARÁSBIÓ
Meiriháttar mál ★ 1/2
Sumarmynd. Flatneskjan uppmáluð
en góðir punktar inn á milli.
— ai.
Djöfulóður kærasti ★
Þar kom að því aö kölski kallinn yrði
þátttakandi í unglingamynd. Kannski
ekki seinna vænna. Flest annaö gamal-
kunnugt. — sv.
Draumaátök ★ 1/2
Rútínu hryllingsmynd i B-flokki ef
undan eru skilin nokkur gæsahúðar-
fæðandi augnablik og ágætar tækni-
brellur. — sv.
BfÓHÚSIÐ
Bláa Betty ★ ★ V2
Ofsafengin ástarsaga um Zorg og
Betty frá einum athyglisverðasta leik-
stjóra Frakklands. Vel leikin, vel gerð
og vel þessvirði. — ai.
Mickey Rourke í Angel Heart.
Bíóborgin:
Fyrirmyndardóttirin í öðruvisi hlutverki: Lisa Bonet í Angel
Heart.
Sagan að baki Parkermyndinni
Ný mynd frá Alan Parker vek-
ur alltaf athygli og Angel Heart
er engin undantekning frá því.
Parker er ákaflega fjölbreytilegur
í vali viðfangsefna eins og myndir
hans sína: Bugsy Malone, Midn-
ight Express, Fame, Pink Floyd
- The Wall og Shoot the Moon.
Og Angel Heart er enn ein frá
honum sem stendur sér á báti.
Hún er glæpamynd sem gerist
á sjötta áratugnum og blandar
saman hinu yfirnáttúrulega við
Chandleríska spæjarasögu. Hún
er gerð eftir sögu William Hjorts-
berg en Parker las hana fljótlega
eftir að hún kom út árið 1978.
Hollywoodvélin gleypti kvikmynd-
réttinn og eftir því sem árin liðu
fluttist hann á milli manna, m.a.
lenti hún einu sinni í höndunum
á Robert Redford. Árið 1985 henti
framleiðandinn Elliott Kastner
(Missouri Breaks) bókinni á borð-
ið hjá Alan Parker í matarhléi í
Pinewood-verinu og áhuginn
vaknaði aftur.
Parker skrifaði kvikmynda-
handrit uppúr bókinni og fann
ásamt framleiðanda sínum, Alan
Marshall, óháða aðila til að ijár-
magna myndina. Framleiðendur
Rambómyndanna, Andy Vajna og
Mario Kassar, lögðu til peningana
og þá var að finna leikara í aðal-
hlutverkið, spæjarann Harry
Angel. Parker hafði flóra menn í
huga en Mickey Rourke, sem hann
hitti fyrst, fékk hann ofan af því
að hitta hina þrjá. Tveir menn
voru æskilegir í hlutverk hins
dularfulla viðskiptavinar Harrys,
Louis Cyphre; Robert De Niro og
jafnvel Marlon Brando. De Niro
tók óhemju langan umhugsunar-
frest en Brando sagði fyrst
„kannski" og svo „nei“. I hlutverk
Epiphany, sem tengist leit Harrys
að Johnny nokkrum Favorite,
valdi Parker hina ungu Lisu Bo-
net úr Fyrirmyndarföðurnum.
Gamall vinur Parkers, Charlotte
Rampling, var meira en fús til að
leika Margaret Krusemark, fyrr-
um ástkonu Johnnys. De Niro gaf
loksins jáyrði og eftir nauðsynleg-
an undirbúning gátu myndavél-
amar farið í gang.
Og útkoman varð sambland af
spæjarasögu og satanískri hi-yll-
ingsmynd. Alan Parker hefur þá
sérstöðu að hann festir sig ekki
í neinni ákveðinni tegund mynda.
Enda eru myndir hans svo ólíkar
hver annarri að það er ekki eins
og sami maður hafi gert þær.
Hann segir: „Ég hef alltaf sagt
að mig langi til að fást við allar
tegundir mynda og forðast að fá
einhvem ákveðinn stimpil frá
blaðamönnum. Frakkar vom van-
ir að segja að leikstjóri geri
tuttugu ólíkar útgáfur af sömu
myndinni á sínum ferli en, eins
og rithöfundurinn bandaríski,
Gore Vidal, hefur bent á, hafa
Frakkar óeðlilegan hæfileika til
að misskilja hlutina." _ ai
VERÐLAUNAMYND ÁRSINS
★ ★★★ „Hreint út sagt
frábær“. S.Ó.L. Timinn.
★ ★★★ S.V. Mbl.
Hvað gerðist
raunverulega í
Víetnam?
Þvílíkt stríð.
Mann setur
hljóðan.
liða HÁSKÓLABÍÓ
HM«lllll"WlttttSÍMI 22140
MYND SEM EKKI MA MISSA AF!