Morgunblaðið - 16.07.1987, Side 9

Morgunblaðið - 16.07.1987, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987 B 9 c ** íBSel# s ALLA DAGA ÖLL KVÖLD ramreiddur alla daga til kl 22.00 BAR-DANS-ORIENTAL MATUR. S 10312. laugav. 116. OPIÐ ALLA DAGA- ÖLL KVÖLD. SKEMMTISTAÐIR ABRACADABRA Laugavegur116 I Abracadabra er daglega opið frá há- degi til kl. 01.00. Austurlenskur matur er á jarðhæðinni til kl. 22.30, en i kjallar- anum er opið frá kl. 18.00 og til kl. 03.00 um helgar. Kl. 22.00 er þar diskótek. Enginn aðgangseyrir er á fimmtudögum og sunnudögum. Síminn er 10312. ÁRTÚN Vagnhöfði11 í Ártúni er leikur hljómsveitin Danssporið, ásamt söngkonunni Kristbjörgu Löve, gömlu dansana á föstudagskvöldum til frá 21.00 - 03.00, en á laugardagskvöld- um mætir sama hljómsveit og söngkona til leiks frá kl. 22.00 - 03.00 og eru þá bæði nýju og gömlu dansarnir. Símínn er 655090. BROADWAY Álfabakki 8 Hljómsveit Siggu Beinteins leikur í Broad- way á föstudags- og laugardagskvöldum til kl. 03.00, auk þess sem diskótek er. Aldurstakmark i Boradway er i sumar 18 ára.Síminn er 77500. CASABLANCA Skúlagata 30 Diskótek er í Casablanca á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 - 03.00. EVRÓPA Borgartún 32 Diskótek er á föstudags- og laugardags- kvöldum frá kl. 22.00 - 03.00. GLÆSIBÆR Átfheimar 74 Hljómsveit hússins leikur í Glæsibæ á föstudags og laugardagskvöldum frá kl. 23.00 - 03.00. Síminn er 686220. HOLLYWOOD Ármúla S Leitin að týndu kynslóðinni heldur áfram með kvintett Rúnars Júlíussonar og Ótt- ari Felix, sem kemurfrá Kaupmannahöfn. Upplyfting leikur á föstudagskvöld en hljómsveitin Kynslóðin á laugardags- kvöld. Þá verður diskótek týndu kynslóð- arinnar í gangi með tónlist frá 7. áratugnum, bæði kvöldin. Borðapantanir eruísíma 641441. HÓTELBORG Pósthússtræti 10 Skriðjöklarnirfrá Akureyri halda hljóm- leika á Borginni í kvöld, fimmtudag, frá kl. 21.00. A föstudag- og laugardag er diskótek frá kl. 21.00 - 03.00, en gömlu dansarnir á sínum stað á sunnudags- kvöld, frá kl. 23.00 -01.00 HÓTELESJA Suðurlandsbraut 2 I Skálafelli á Hótel Esju leikur hljómsveit- in Kaskó, en þar er opið á fimmtudags- föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 19.00 - 01.00. aðra daga er opið frá kl. 19.00 - 24.00. Síminn er 82200. HÓTELSAGA Hagatorg í Súlnasal Hótels Sögu, leikur hljómsveit Geirmundar Valtýssonar fyrir dansi á föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 22.00 - 03.00. Á Mímisbar leikur Andri Backmann fyrir gesti frá kl. 22.00 - 03.00. Síminn er 20221. LENNON Austurvöllur Diskótek er i Lennon á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 20.00 - 03.00 og er þá aðgangseyrirenginn til kl. 23.00 Áöðrum dögum er diskótek frá kl. 20.00 -Ol.OO.SÍminn er11322. SIGTÚN Suðurlandsbraut 26 Diskótek er í Sigtúni á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 - 03.00, en á laugardagseftirmiðdögum er þar skemmtidagskrá fyrir eldri borgara frá kl. 14.00, m.a. dans, matur, félagsvist, skemmtiatriöi. Siminn er 681330. ÞÓRSCAFÉ Brautarholt 20 Hljómsveit Stefáns P. leikur á efri hæð- inni á föstudags- og laugardagskvöld, en á þeirri neðri er i gangi diskótek frá kl. 22.00 - 03.00 sömu kvöld. Síminn er 23333. Y-KRÁIN Smiðjuvegur 14 í Y-kránni er opið alla virka daga frá kl. 22.00 - 01.00 og til 03.00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Síminn er 78630. Tvær hljómsveitir um helgar á efri hæðinni. Diskótekið ífullum gangi á neðri hæðinni. Opið föstud. og laugard. frá kl. 22-03 Kvikmyndin „Under The Volcano“ er á meðal væntanlegra kvik- mynda í Bíóhúsið. Hana gerði leikstjórinn John Huston, sem hér er ásamt aðalleikurunum, Anthony Andrews, Jacqueline Bisset og Albert Finney. Bíóhúsið: Annar áhorfendahópur Listrænar kvikmyndir í sér- stökum kvikmyndahúsum, er nokkuð sem margir kannast við erlendis frá og nýverið hóf Bíó- húsið að starfa hér sem slíkt. Þar hafa þegar verið sýndar tvær kvikmyndir, „Blue Velvet" og „Betty Blue“ og viðtökur verið góðar, að sögn Arna Samúelsson- ar, forstjóra Bíóhallarinnar, sem rekur Bíóhúsið. „Það er nokkuð annar hópur sem sækir þessar myndir, en sá sem kemur almennt í Bíóhöllina, en undirtektir hafa sýnt að hér er grundvöllur fyrir rekstri kvik- myndahúss sem sérhæfir sig í sýningu listrænna kvikmynda. Fólkið sem kemur í Bíóhúsið er kannski öðru fremur úr hópi þeirra sem reglulega sækja leik- húsin og við stefnum að þvi að byggja Bíóhúsið þannig upp að það að myndir séu þar sýndar gefi þeim ákveðinn listrænan stimpil, sem menn geti gengið að vísum," segir Ámi. Á næstunni verða teknar til sýninga í Bíóhúsinu mjmdimar, „Under The Volcano“ í leikstjóm John Huston, „Around Midnight" sem Bertrand Taviemier og „Trae Stories" í leikstjóm David Byme. - VE ,ij ! vj ? j Tf.X n & ^4 UVLFUí-Tt.M FaR.'jA.n.AiMKH.S •-TOV Ruglings- legur f östu- dagur gamanmynd Freaky FridayYr ☆ V* Leikstjóri: Gary Nelson Handrit: Mary Rodgers Framleiðandi: Ron Miller Aðalleikendur: Jodie Foster, Barbara Harris, John Astin Bandarísk. Walt Disney 1976. Bergvík 1987. 94 mín. Mæðgumar Barbara Harris og Jodie Foster hafa ólíkt viðhorf til hlutanna. Dótturinni finnst móðir- in of kröfuhörð 0g móðurinni finnst dóttirin alltof kæralaus. Stundum hugsa þær sem svo að gott væri að þær skiptu um hlut- verk. Það er nákvæmlega það sem gerist einn góðan föstudag þegar mikið er í húfi fyrir fjölskylduna. Pabbinn að vígja skemmtigarð þar sem dóttirin á að vera aðalnúmer- ið, enda íþróttakona mikil. Heldur minna fer fyrir þessum hæfileik- um hjá móðurinni sem lendir á svifdrekum og sjóskíðum, svo eitt- hvað sé nefnt, þetta verður sem sagt ákaflega raglingslegur föstu- dagur fyrir alla! Þær mæðgur, Foster og einkum Harris standa sig með svo miklum ágætum að þær bjarga myndinni frá því að verða kjánaleg enda- leysa. Eins er Astin góður sem heimilisfaðirinn og karlrembu- svín. Handritið á sína góðu kafla og það er engin neyð að láta þenn- an óvenjulega Disneyfarsa hafa ofan af fyrir sér. HOP/íE VfDEO iÉ Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson Herbie sem malaði gull fyrir Disn- ey-fyrirtækið í fyrstu tveim myndum sínum. En nú er heldur farinn að þynnast þrettándinn og ráðamenn þessa ágæta kvik- myndavers hefðu betur verið minnugir máltækisins „Hætta ber leik þá hæst hann ber“, strax eft- ir aðra myndina. Að þessu sinni er lopinn teygð- ur til suðurs, nánar tiltekið Brasilíu. Nýir eigendur era að voffa og skrá þeir hann í rall- keppni í hinu fjarlæga Suður- Ameríkuríki. Inn í myndina fléttast litli vasaþjófurinn hann Paco og tveir, óforskammaðir gullsmyglarar (Vemon og Rocco). Herbie hefur níu líf eins og kötturinn, hér á meira að segja að drekkja honum garminum, en hann er ekki á því og svamlar til lands. Líkt og í fyrri myndunum þá er það bíllinn sem er stjarna myndarinnar, með öllum sínum fáránlegu uppátækjum. Lang skemmtilegasta atriðið gerist á nautaati þar sem fólksvagninn gerir ser lítið fyrir og bregður sér í hlutverk nautabana! En það er fátt um fína drætti og góður leik- hópur fær lítið að gert sökum ófyndins handrits. Það er helst að sá athyglisverði leikari (sem um þessar mundir er að gera góða hluti í hinni vinsælu mynd The Untouchables) hressi aðeins upp á hlutina. Fólki sem hefur áhuga á furðubílnum Herbie er því tvímælalaust ráðlagt frekar að hafa uppá fyrri myndunum sem era allar fáanlegar á leigunum. Voffigeng- ur af vitinu gamanmynd Herbie Goes Bananas^ '/2 Leikstjóri: Vincent McEveety Aðalleikendur: Cloris Leach- man, Charles Martin-Smith, John Vernon, Harvey Korman, Richard Jeackel Bandarísk. Walt Disney/ Bergvík 1980. 91 mín. Þetta mun vera fjórða — og síðasta myndin um furðuvoffann Undan rykinu: Odessa- skjölin þriller The Odessa File^ ☆ ☆ Leikstjóri: Ronald Neame Handrit: Kenneth Ross og Ge- orge Markstein, byggt á samnefndri metsölubók Fred- erics Forsyth Tónlist: Andrew Lloyd Webber Aðalleikendur: Jon Voight, Maximillian Schell, Maria Schell, Mary Tamm Bresk/bandarísk. Columbia 1974. RCA Columbia/Skífan 1985 Skáldsaga Forsyths, sem myndin byggist á, var hörku- spennandi frá upphafi til enda og þó svo að myndin jafnist ekki á við ritverkið er Odessa-skjölin vel yfir meðallaginu og ágæt skemmtun þrátt fyrir hæga fram- vindu á köflum. Myndin hefst á dánardægri Kennedy Bandaríkjaforseta, þeg- ar ungur blaðamaður (Voight) kemst yfir dagbækur gamals gyð- ings sem framið hefur sjálfsmorð. Bækumar búa yfir lýsingum á hryllilegri ævi mannsins sem mátti þola vítiskvalir í útrýming- arbúðum nasista á stríðsáranum, þar sem hann m.a. missti konu sína. Megin örlagavaldur gyðings- ins var SS-maðurinn Schell. í dagbókunum staðhæfir hann að Schell, þessi skepna í mannslíki, sé enn við hestaheilsu í Þýska- landi þar sem hann sé orðinn vellauðugur iðjuhöldur undir fölsku nafni. Voight hefur leit að þessum dularfulla manni, og von bráðar rekst hann á vegg; samtök fyrr- verandi SS-manna sem kallast Odessa. Hann heitir því að hætta ekki fyrr en hann hefur gengið af þeim dauðum. Myndin er prýði- leg afþreying, Voight glansar í aðalhlutverkinu og Schell gefur honum lítið eftir sem SS-sadist- inn/iðjuhöldurinn. Afturhvörf til stríðsáranna era mjög vel gerð, sömuleiðis mörg spennuatriðanna sem halda áhorfandanum vel við efnið. Hins vegar dettur Odessa- skjölin talsvert niður á köflum, annars væri hér einfaldlega um að ræða afburðamynd á sínu sviði. Elsku, sæti Angelo gamanmynd Angelo, My Love^ ☆ ☆ Leikstjórn og handrit: Robert Duvall Tónlist: Michael Kamen Kvikmyndataka: Joseph Fried- man Klipping: Stephen Mack Aðalleikendur: Angelo Evans, Michael Evans, Steve Tsigon- off, Millie Tsigonoff, Ruthy Evans, Tony Evans Bandarísk, 1983 Fræg er sagan af þvi er leikar- inn Robert Duvall varð vitni. að því er hann var á gangi á Neðri- Manhattan, að komungur sígaunastrákur var með kjaft við sér mun eldri dömu og hafði ber- sýnilega öll ráð hennar í hendi sér! Þetta fannst leikaranum ærið I forvitnilegt, kynnti sig fyrir poll- anum og steig þar með fyrsta skrefið til að komast inn í lokað þjóðfélag sígauna á Manhattan. Vináttan varð kveikjan að myndinni. Duvall hreifst af Ang- elo, þessum heillandi og frakka strák sem er kostuleg blanda af bami og fullorðnum. Kringum hann samdi Duvall síðan handritið og bjó til hliðarplott um rán á demantshring. Heimur Angelos og sígaunanna er um margt furðulegur og fram- andi. Þama mitt í heimsborginni halda þeir tryggð við gamlar sið- venjur og tungu. Tala um sígauna og Ámeríkana sem fjarlægar þjóð- ir. Við kynnumst Angelo og Qölskyldu hans og í gegnum þau karaktereinkennum þessa ein- staka þjóðflokks. Hinum geysi sterku flölskylduböndum, sjálfs- virðingunni, trúfestunni og hjá- trúnni, undirferlinu og lævísinni, göldranum . . . Innsýnin er veitt frá fyrstu hendi því Angelo og fjölskylda era hér í eigin persónu, nöfnunum er ekki einu sinni breytt. Duvall tekst með ólíkind- um vel að blanda sér og mönnum sínum í miðjan hópinn, hann laðar fram óþvingaðan leik hjá þessu óvana, listræna fólki og fangar samtímis hið seiðandi og ævin- týralega andrúmsloft sem umlyk- ur það. Leikaramir virðast impróvisera að miklu leyti og tekst það vel, enda yfir höfuð flug- mælskir og búa að ríkri sagna- hefð. Myndin hvílir að miklu leyti á þessum einstaka strákpatta, Áng- elo, og verður ekki annað séð en hann sé fæddur leikari, að auki ftjáls einsog fuglinn. Hefur hlotið þá gáfu í ríkum mæli er Banda- ríkjamenn kalla „streetwise" og er oft á tíðum ótrúlega fullorðins legur, einkum í samskiptum við veikara kynið, undir bamslegu yfírbragðinu. En það liggur í aug- um uppi að hann verður að gæta sín, það er ekki nóg að vera sæt- ur kjaftaskur, sígaunanum er hætt við að enda sem essreki í Central Park.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.