Morgunblaðið - 16.07.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987
B 5
VEITINGAHÚS
Ef menn œtla að gera sér daga-
mun og setjast að snæðingi í
einhverju veitingahúsi á höfuð-
borgarsvæðinu er vissulega af
nógu að taka. Hér er f remst birt-
ur listi yfir helstu veitingahúsin
með vínveitingaleyfi, en í mörg-
um tilvikum er vissara að panta
borð, jafnyel með nokkuð góðum
fyrirvara. Á flestum veitingahús-
um sem hér eru nefnd er í boði
bæði dagseðill og svo matseðill
hússins. Meðalverð á honum er
almennt um 600-700 krónurfyrir
fiskrétt og frá 900-1200 krónur
fyrir kjötrétt, en þau meðalverð
sem staðirnir gefa upp miðast við
kvöldverð og það af matseðli
hússins. Á listunum er einnig að
finna yfirmenn í eldhúsi á hverj-
um stað, sem nefndir eru einu
nafni matreiðslumeistarar húss-
ins.
Vilji fólk eitthvað léttara, hvort
heldur er fyrir pyngjuna eða mag-
ann, þá er enn af nógu að taka,
eins og sést á listanum yfir önnur
veitingahús, sem ýmist eru með
eða án vínveitingaleyfis og sé
stefnan sett á veitingahús með
matreiðslu á erlenda vísu þá er
þau einnig að finna hér. Veitinga-
hús á landsbyggðinni eru svo í
öðrum lista í blaðinu.
VEITINGAHÚS MEÐ
VÍNVEITiniGALEYFI
ALEX
Laugavegur126
ALEX er opið alla daga nema sunnudaga
frá kl. 11.30 - 23.30 og er eldhúsinu
lokað kl. 23.00. Borðapantanir í sima
24631. Matreiðslumeistari hússins er
Sigurþór Kristjánsson. Meðalverð á fisk-
rétti er kr. 640 og kjötrétti kr. 1000.
ARNARHÓLL
Hverfisgata 8-10
Á Arnahóli er opið yfir sumartmann frá
kl. 17.30 - 23.30, en eldhúsiö lokar kl.
22.30. Matseðill er a la carte, auk sérrétt-
arseðla með allt frá þremur til sjö réttum.
Borðapantanir í síma 18833. Matreiðslu-
meistari hússins er Skúli Hansen.
Meðalverð á fiskrétti er kr. 900 og á kjöt-
réttikr. 1200.
BAKKI
Lækjargata 8
Á Bakka er opið daglega frá kl. 11.30 -
14.30ogfrá 18.00-10.30, en kaffiveit-
ingar eru í boði á milli matmálstíma.
Borðapantanir eru í síma 10340. Mat-
reiðslumeistari hússins er Haukur Víðis-
son. Meðalverð á fiskrétti er kr. 800 og
á kjötrétti kr. 1000.
BLÓMASALUR
Hótel Loftleiðir
Blómasalurinn er opinn daglega frá kl.
12.00-14.30 ogfrákl. 19.00- 10.30,
en þá lokar eldhúsið. Auk a la carte
matseðils er þar alltaf hlaðborð með
sérislenskum réttum í hádeginu. Boröa-
pantanir eru í síma 22322. Matreiðslu-
meistari hússins er Bjarni Þór Ólafsson.
Meðalverð á fiskrétti er kr. 500 og á kjöt-
rétti kr. 900.
ELDVAGNINN
Laugavegur 73
Eldvagninn er opinn daglega frá kl. 11.30
- 23.30, en eldhúsinu lokar kl. 23.00.1
hádeginu er svokallað Kabarett hlaðborð
og stendur það fram eftir degi, auk þess
sem kaffiveitingar eru í boöi, en eldhúsið
opnarfyrirkvöldverðkl. 18.00. Borða-
pantanir eru í sima 622631. Matreiöslu-
meistari hússins er Karl Ómar Jónsson.
Meöalverö á fiskrétti er kr. 600 og á kjöt-
rétti kr. 800.
FJARAN
Strandgata 55, Hafnarfjörður
Veitingahúsið Fjaran er opið alla daga
frákl. 11.30-14.30 ogfrákl. 18.00-
22.30, en á milli matmálstima eru kaffi-
veitingar i boði. Matseðilinn er alhliöa,
með sérstakri áherslu þó á fiskrétti.
Borðapantanireru ísíma 651213. Mat-
reiöslumeistari hússins er Leifur Kol-
beinsson. Meðalverð á fiskrétti er kr. 750
ogákjötrétti kr. 1000.
GRILLIÐ
Hótel Saga
I Grillinu er opið daglega frá kl. 12.00 -
14.30 ogfrákl. 19.00; 11.30, eneld-
húsið lokar kl. 10.30. Á milli matmálstíma
eru kaffiveitingar i boöi. Matseðill er a la
carte, auk dagseðla, bæði fyrir hádegi
og kvöld. Borðaparftanir í sima 25033.
Matreiöslumeistari hússins er Sveinbjörn
Friðjónsson. Meðalverð á fiskrétti er kr.
620 og á kjötrétti kr. 1100
GULLNI HANINN
Laugavegur178
Á Gullna Hananum er opið frá mánudegi
til fimmtudags frá kl. 11.30 -14.30 og
frá kl. 18.00 - 24.00, og lokar þá eld-
húsið kl. 22.30, en um helgar er þar
opiðfrákl. 18.00-01.00og eldhúsið
til kl. 23.30. Matseöill er a la carte, auk
dagseðla. Borðapantanir í síma 34780.
Matreiðslumeistari hússins er Brynjar
Eymundsson. Meðalverð á fiskrétti er kr.
700 og á kjötrétti kr. 1000. Á Gullna
Hananum verða í sumarsýnd verk Sól-
veigar Eggerz. HÓTEL BÓRG
Pósthússtræti 11
Veitingasalurinn á Hótel Borg er opin
daglega frá kl. 12.00- 14.00og frá 18.00
- 22.30, nema föstudaga og laugardaga
þegar eldhúsinu er lokað kl. 23.30, en
opið er fyrir kaffiveitingar á morgnana
og kaffihlaðborð um miöjan dag. í hádeg-
inu er hlaðborð með heitum og köldum
réttum alla virka daga. Borðapantanir eru
í síma 11440. Matreiðslumeistari húss-
ins er Heiðar Ragnarsson. Meðalverð á
fiskrétti er kr. 670 og á kjötrétti kr. 950.
GREIFINN AF MONTE CHRISTO
Laugavegur11
Veitingahúsiö Greifinn af Monte Christo
er opið alla daga vikunnar frá kl. 11.00
- 23.30, en eldhúsinu lokar kl. 23.00.
Hlaðborð er i hádeginu. Borðapantanir
eru í síma 24630. Matreiöslumeistari
hússins er Fríða Einarsdóttir. Meðalverð
á fiskrétti er kr. 660 og á kjötrétti kr. 900.
HÓTELHOLT
Bergstaðastræti 37
Veitingasalurinn á Hótel Holti er opinn
daglega frá kl. 12.00 -14.30 og frá 19.00
- 22.30, þegar eldhúsinu lokar, en á
föstudags- og laugardagskvöldum er
opnað kl. 18.00. Boröapantanir eru í sima
25700. Matreiðslumeistari hússins er
Eiríkur Ingi Friðgeirsson. Meðalverð á
fiskrétti er kr. 650 og á kjötrétti kr. 1100.
HALLARGARÐURINN
Kringlan 9
í Hallargaröinum er opið daglega frá kl.
12.00-15.00 ogfrá 18.00-23.30.
Borðapantanireru i síma 30400. Mat-
reiðslumeistarar eru þeir Bragi Agnars-
son og Guðmundur Viðarsson.
Meöalverð á fiskrétti er kr. 750 og á kjöt-
rétti kr. 1000.
KAFFIVAGNINN
Grandagarður
Kaffivagninn við Grandagarð er opinn
alla daga frá kl. 07.00 - 23.00 og er þar
í boði hádegismatur kvöldmatur og kaffi
á milli mála. Síminn er 15932.
í KVOSINNI
Austurstræti 22, Innstræti
I Kvosinni er lokað mánudaga og þriðju-
daga, en aðra daga opnarveitingahúsiö
kl. 18.00 og er opiðframyfir kl. 23.00,
en þá lokareldhúsiö. Boröapantanireru
i sima 11340. Matreiðslumeistari húss-
ins er Francois Fons. Meöalverð á fisk-
rétti er kr. 700 og á kjötrétti kr. 1000.
LAMBOG FISKUR
Nýbýlavegur 28
Daglega er opið í veitingahúsinu frá kl.
08.00 - 22.00, en eldhúsið lokar á milli
kl. 14.00 -18.00' Á laugardögum er
opiö frá kl. 09.00 - 22.00 og á sunnudög-
um frá kl. 10.00 - 22.00. Kristján Fred-
rikssen er matreiöslumeistari hússins.
Meðalverð á fiskrétti er kr. 500 og á kjöt-
rétti kr. 700, en eins og nafn staðarins
gefur til kynna er einungis framreitt þar
úr lambakjöti og svo fiskréttir. Síminn er
46080.
LÆKJARBREKKA
Bankastræti 2
í Lækjarbrekku er opið daglega frá kl.
11.30 -14.30 og kl. 18.00 - 23.30, en
eldhúsið er lokað kl. 23.15. Kaffiveitingar
eru á milli matmálstima. Þá er einnig sá
háttur á í sumar að sé sólarveður grilla
matreiðslumeistarar hússins i hádeginu
undir berum himni í portinu á bakviö.
Borðapantanir eru í síma 14430. Mat-
reiöslumeistari hússins er Örn Garðars-
son. Meðalverð á fiskrétti er kr. 680 og
á kjötrétti kr. 980.
NAUST
Vesturgata 6-8
Opnunartimi í Naustinu er alla daga frá
kl. 11.30-14. 30 ogfrákl. 18.00-23.30
á virkum dögum og til 01.00 um helgar,
en eldhúsinu er lokaö kl. 23.30. Naustið
er með matseöil a la carte, en sérhæfir
sig í sjávarréttum. Borðapantanir eru í
síma 17759. Matreiðslumeistari hússins
er Jóhann Bragason. Á föstudags- og
laugardagskvöldum leikur Erik Mogens-
en, gítartónlist fyrirgesti hússins.
Meðalverð á fiskrétti er kr. 790 og á kjöt-
rétti kr. 1300.
ÓPERA
Lækjargata 6
ÍÓperueropiðfráalla daga frákl. 11.30
- 14.30ogfrá kl. 18.00 -11.30, en þá
er lokað fyrir matarpantanir. Boröapant-
anireru í sima 29499. Matreiöslumeistari
Óperu er Guðmundur Guömundsson.
Meðalverð á fiskrétti er kr. 7 50 og á kjöt-
rétti kr. 900.
HÓTEL ÓÐISNVÉ
Óðinstorg
i veitingasalnum er opið daglega frá kl.
11.30 - 23.00 og er eldhúsið opið allan
tímann. Fiskihlaðborð er i hádeginu alla
föstudaga. Borðapantanireru i sima
25090. Matreiöslumeistari erGisliThor-
oddsen. Meöalverð á fiskrétti er kr. 570
og á kjötrétti kr. 830.
SKÍÐASKÁLINN
Hveradalir
í Skiðaskálanum er opiö alla virka daga
frá kl. 18.00 - 23.30, en eldhúsinu lokar
kl. 23.00. Á laugardögum og sunnudög-
um er enfremur opið frá kl. 12.00-14.
30 fyrir mat, en kaffihlaðborð og smárétt-
ir eru síöan í boði til kl. 17.00, en þá
opnar eldhúsið á nýjan leik. Asunnu-
dagskvöldum er kvöldveröarhlaöborð og
á fimmtudagskvöldum eru svokallaðar
Víkingaveislur. Guðni Guömundsson leik-
ur fyrir matargesti á laugardags- og
sunnudagskvöldum. Borðapantanireru i
sima 99-4414. Matreiöslumeistari húss-
ins er Karl Jónas Johansen. Meðalverð á
fiskrétti er kr. 700 og á kjötrétti kr. 1000.
TORFAN
Amtmannsstíg 1
Torfan er opin daglega frá kl. 11.00 -
23.30, en á milli matmálstima eru kaffi-
veitingar í boði. I hádeginu er boðið upp
á sjávarréttahlaðborö alla daga nema
sunnudaga. Boröapantanir eru i síma
13303. Matreiöslumeistarar eru þeir Óli
Harðarson og Friðrik Sigurðsson. Meðal-
verð á fiskrétti er kr. 700 og á kjötrétti
kr. 900.
VIÐ SJÁVARSÍÐUNA
Tryggvagata 4-6
i veitingahúsinu Við Sjávarsiðuna er opið
á virkum dögumfrá kl. 11.30-14.30
og frá 18.00 - 23.30, en á laugardögum
og sunnudögum er eingöngu opið að
kvöldi. Á matseðlinum er sérstök áhersla
lögð á sjávarrétti, eins og nafn hússins
gefurtil kynna. Borðapantanireru í síma
15520. Matreiðslumeistarar eru þeir
Garðar Halldórsson og Egill Kristjánsson.
Meöalverð á fiskrétti er kr. 740 og á kjöt-
rétti kr. 1000
VIÐTJÖRNINA
Kirkjuhvoll
Veitingahúsið Við Tjörnina sérhæfir sig
i sjávarréttum og er eingöngu um fisk-
rétti og grænmetisrétti að ræða á
matseðlinum. Opnunartími erfrá kl.
12.00-15.00 ogfrákl. 17.00-23.00,
en á milli matmálstima er opið fyrir kaffi-
veitingar. Borðapantanir eru i síma
18666. Matreiöslumeistari hússins er
Rúnar Marvinsson. Meðalverð á fiskrétt-
um er kr. 700.
ÞRÍR FRAKKAR
Baldursgata 14
Hjá Þremur Frökkum er opiö alla daga
nema mánudaga og þriðjudaga og þá
frá kl. 18.00 - 01.00, en eldhúsinu lokar
kl. 23.30 og eru smáréttir i boði eftir
það. Borðapantanireru í síma 23939.
Matreiðslumeistari hússins er Matthias
Jóhannsson. Meðalverð á fiskrétti er kr.
750 og á kjötrétti kr. 900.
Guðað á
skjáinn
Hinn iðjusami
Michael J. Fox
Fox í nýjustu myndinni sinni, The Secret of My Success.
Michael J. Fox þykir sérlega vænt
um sjónvarpsþættina Fjölskyldu-
bönd (Family Ties, sýndir á Stöð
2) og hann er mjög tryggur þeim.
Hann er eftirsótt kvikmynda-
stjarna og hefur gert það mjög
gott á hvíta tjaldinu en í hvert
sinn sem hann gerir samning um
kvikmynd lætur hann það fylgja
með að upptökur á henni megi
alls ekki koma í veg fyrir að hann
geti unnið við sjónvarpsþættina.
Það voru þættirnir sem komu
honum á framfæri. Áður en hann
fékk hlutverk Alexar Keatons í
þeim skuldaði hann 30.000 doll-
ara, hann var búinn að selja allt
sem hann átti til að geta borgað
húsaleigu og það var naumast
púði eftir til að sitja á í leiguíbúð-
inni hans þegar honum bárust þær
fréttir frá umboðsmanninum
sínum að hann hefði fengið hlut-
verkið í Fjölskylduböndum.
Honum finnst því að hann eigi
þáttunum margt að þakka en eft-
ir því sem hróður hans hefur
aukist hefur dæmið eiginlega snú-
ist við; núna virðast þættimir eiga
honum vinsældir sínar að þakka.
Fox gerði uppkast að samningi
um leik í þáttunum í símtali við
umboðsmann sinn úr símaklefa
fyrir framan skyndibitastað.
„Þarna stóð ég heimtandi svona
og svona mörg þúsund á viku og
óskaði þess að ég ætti tvo dollara
fyrir kjúklingasamloku,“ segir
Fox. Samningaviðræður úr síma-
klefum heyra nú fortíðinni til en
Fox er tilfinningalega bundinn
þáttunum sem hjálpuðu honum
að verða stórstjarna.
Hann sá ekki einu sinni eftir
allri vinnunni sem fór í það að
leika í Fjölskylduböndum og Spiel-
bergmyndinni Aftur til framtíðar
á sama tíma. Hann hafði verið
valinn til að leika í myndinni en
af því hann þurfti að standa við
samninga um gerð Fjölskyldu-
banda varð að fá einhvern annan
í myndina. Þegar sex vikur voru
liðnar af kvikmyndun hennar fékk
hann þær fregnir að hann ætti
að taka við aðalhlutverkinu af
Eric Stoltz hvað sem það kostaði.
Það þýddi að hann yrði að leika
í Fjölskylduböndum og Aftur til
framtíðar á sama tíma. En eins
og Fox sagði: „Hvemig er hægt
að segja nei við Steven Spiel-
berg?“
I þrjá mánuði var hann við
upptökur sjónvarpsþáttanna frá
tíu á morgnana til fimm á daginn
og vann svo við bíómyndina frá
hálf sjö til hálf þijú á nætumar.
Aftur til framtíðar varð vinsæl-
asta bíómyndin árið 1985 og laun
Fox fyrir hverja mynd hafa nú
hækkað úr 250.000 dollurum í
1,5 milljón.
„Ég veit að mér á ekki eftir
að verða boðin sömu hlutverk og
Robert Redford,“ segir hann þeg-
ar talið berst að hæð hans en Fox
er heldur smávaxinn. „Og hvað
með það? Það em aðrir möguleik-
ar.“ Svo sannarlega. Hann lítur
meira út eins og menntaskóla-
strákur en maður á miðjum
þrítugsaldrinum. Hann hefur lært
að græða á unglingslegu útlitinu
og meira að segja þegar hann var
15 ára var hann tilbúinn að látast
vera 10 ára til að fá sitt fyrsta
hlutverk. Hann er vinnusjúkur og
verkefnin hrannast upp hjá hon-
um. Hann átti fjögurra daga frí
á síðasta ári. „Ein af ástæðunum
fyrir því að ég vinn svona mikið
núna er sú að þegar ég eignast
konu og fjölskyldu þarf ég ekki
að vinna. Þá koma peningamir
sér vel.“
Nýjasta myndin hans er The
Secret of My Success og var hún
frumsýnd í Bandaríkjunum í vor.
Önnur mynd, Light of Day, sem
Paul Schrader gerir, verður frum-
sýnd seinna á árinu og svo er
einnig um Bright Lights: Big City.
Alltaf hefur hann samt tíma fyrir
Fjölskyldubönd. - ai