Morgunblaðið - 23.08.1987, Page 3

Morgunblaðið - 23.08.1987, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1987 B 3 böll þegar allir þessir ungu menn voru á síldarvertíðinni. Hún kveðst muna eftir balli sem efnt var til á Langatanga eitt haustið. Þá lágu togaramir fyrir framan í ágústmán- uði. Það var skemmtilegt ball. Þama kom Haukur Thors, en hann var sá sem þau höfðu mest sam- band við af framkvæmdastjórum Kveldúlfs og dætur hans Ragn- heiður og Margrét. Líka Guðmund- ur skipstjóri á Skallagrími og Snæbjöm skipstjóri á Agli Skal- lagrímssyni og stýrimenn þeirra, sem stóðu fyrir ballinu. Aldrei seg- ist hún þó muna eftir slagsmálum á staðnum, nema hvað einu sinni sló maður með gijóti til annars. Allir urðu dauðskelkaðir og sóttu lækninn. Fólkið tíndist burt En sfldin fór sína leið og hvarf af miðunum, og 1940 hætti Kveld- úlfur starfseminni á Hesteyri. Fólkið fór að tínast í burtu eftir að vélamar þögnuðu.,, Það var hálf ömurlegt að horfa á eftir vinafólki sínu“ segir Sigrún. Sölvi var hreppsstjóri frá 1942 og leit eftir eignum Kveldúlfs. Á skrifstofunni var til ritvél, mikill gripur, sem hann pikkaði á allt sem afgreiða þurfti. Plögg frá hreppnum og Kveldúlfi lágu svo hjá honum eftir að öllu var lokið. Hvalurinn og síldin horfin „Síðast var orðið allt of erfitt að vera þama. Við vomm 3-4 í heim- ili. Höfðum 3-4 kýr og þótt Djúp- báturinn kæmi eftir mjólkinni var ekki hægt að koma brúsunum út í hann ef eitthvað var að veðri. Fyrir kom að Sölvi fór á sjó til að fá í soðið, ef einhvem fisk var að fá. Hann var með trillu. Fékk sér spil og skorður og gat þannig sett bát- inn upp einn. Setti alltaf skorðumar fyrir eftir því sem báturinn færðist upp. En fiskurinn fór líka. Það gerði dragnótin. Haustið 1950 fór móður- bróðir Sölva og hans fólk, en við þraukuðum áfram í tvö ár. Þá flutt- umst við til Bolungarvíkur að vetrinum. Við hjónin og gömul kona sem hjá okkur var, Dagný Jóns- dóttir, vomm síðustu útflytjendum- ir. Dagný hafði komið með einstæðri móður sinni til foreldra Sölva, Betúels Jónsson og Önnu í Höfn og fylgdi fjölskyldunni upp frá því. Sölvi gat ekki flutt í burtu fyrr en fólkið var allt flutt úr Aðalvík- inni, því skiptiborð símans var á Hjalteyri og við sáum um það. En þama um haustið gerði svo hríðar- veður og við voram ein með tvo stráka. Það vora alltaf hjá okkur krakkar frá ísafirði eða Bolung- arvík, sem mörg hafa haldið tryggð við okkur fram á þennan dag. Sá sem var hjá okkur síðast kom til okkar á fjórða ári. Einum ungum vini okkar höfum við svo gefið hús- ið okkar á Hesteyri og hundrað í jörð, svo hann geti nýtt sér það og hafi þarna eigendaréttindi. Hann heldur því við. Við heyjuðum þar fyrstu sumurin eftir að við fóram. Æltuðum að hafa þar kindur, en fengum ekki • að flytja fé á milli vegna mæðiveikivarna." „Síðustu árin komu ekki margir, þó fengum við góða gesti á sumrin. Það mun hafa verið um 1950 að Osvaldur Knudsen kom og tók kvik- mynd sína um Hornstrandir hjá okkur. Með honum fyrsta sumarið kom Halldór Laxness. Hann sat mikið inni með kort og spurði mig heilmikið, en ég gat lítið sagt hon- um því ég var ekki kunnug inni í Djúpi. Hann var víst að skrifa Gerplu þá. Ég sagði þegar hann fékk Nóbelsverðlaunin að ég væri ósköp fengin að hann var ekki bú- inn að fá þau þegar hann gisti hjá okkur. Sumarið eftir kom Osvaldur aftur og gisti með samferðafólki sínu og fór þá út í Grannavík." Við höfum setið lengi á spjalli. Sigrún Bjarnadóttir er svo skemmtileg kona og kát.„Það er ekkert að verða gamall ef maður heldur heilsu", segir þessi kona, sem lifði heimabyggð sína. i-jróóleikur og X. skemmtun fyrir háa sem lága! Allar útsöluvörur seldar á stórlækkuðu verði. Glugginn, Laugavegi 40, Kúnsthúsinu. * Megrunarleikfimi \ * Líkamsrækt \ * Morgunleikfimi \ * Leikfimi fyrir konur eldri en 45 ára ' * Leikfimi fyrir barnshafandi konur * Leikfimi fyrir konur með barn á brjósti * Sjúkraleikfimi * Frúarleikfimi * Þrektímar * Eróbik * Low impact * Hádegistímar • v •:* ': iy--iiiii. i-':-M: - ' Opn unartilboð: 4 vikur í leikfimi og 5 tímaríljós kr. 2.390 Verð: Kr. 1.750 fyrir 4 vikur í leikfimi 10 tímar í ljós kr. 1.700 36 peru ljósa- bekkir með 3 andlitsljósum (spegilperur og pending fótur) Opið alla virka daga og um helgar frákl. 10-23.30 VJSA LÍKAMSRÆKX (X. IJÓS BÆJARHRAUNI4 VIÐ KEFLAVIKURVECINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.